Marglitur dagur

Iss, eins mikið og ég hlakkaði til að Gymbossa í dag þá svoleiðis át hann batteríið á hraða ljóssins. Fjórar mínútur inn í fína, ofurfína interval hringinn minn og Bossinn andaðist.

Ekki að skrást sem gleðiprik í mína bók... huhh! Reyni þó aftur, bara með pípi næst og sé hvað gerist.

Fuss GetLost

Að öðru öllu gleðilegra efni.

Handfanga-fiesta! Langþráð afkvæmi Hlöðvers Böðvars leit dagsins ljós með Buddalicious á útsýnisátstaðnum mínum í morgun. Ohhhoo hvað kaffi er nú eðalfínt á svona líka eðaldögum.

Buddalicious og Hlölli junior

Buddhann innihélt skyr, chia fræ, vanilludropa og 1 tsk omega 3 lýsi. Skreytt með frosnum blá- og hindberjum, komið fallega fyrir inn í ísskáp í gærkveldi og toppað með lúku af Sólskyns múslí í morgun.

Eðalfínt morgunét

Safinn af berjunum fullkomlega fínn með sago-skyrinu og múslíið hárrétt knús og kram.

mmmm

Berjasafi

Skeiðin plummaði sig vel.

Hef ég talað um það áður hvað þessi skeið er mikið uppáhalds?

Good morning sunshine

Hef ég sagt ykkur hvað ég öölska Chia fræ mikið?

Elsku bestu chia

Hef ég sagt ykkur hvað ég er hryllilega hamingjusöm að eiga þessar skálar?

Hef ég?

Í alvöru?

Bjútíbomba

Sökum Gay pride er litagleðin tekin bókstaflega, bæði í skálum og fatnaði!

Gay buddah

Litagleði... og önnur... almenn gleði.

gay pride gleði

hamingja 

 

 

 

 

 

 

Tók mig svo til og arkaði í vinnuna í blíðunni í morgun. Það þarf að gerast oftar. Virkilega, virkilega ljúft.

Fallegur dagur

Eigið góðan dag elsku bestu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög fínar skálar. Og réttnefndar.. ég finn hvernig friðurinn hellist yfir þig þegar þú borðar úr þessu! Jöminn. 

Verð að fá að smakka svona sagograut...  

Erna (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 22:50

2 identicon

haha töff skálar!

Halla (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 10:06

3 identicon

Flottar skálar :) Hvar getur maður nálgast svona?

RM (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 10:22

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Erna: Sago er æði - alveg eins og grjónagrautur, bara önnur áferð. Mjög gaman að borðann!!

Halla: Þær eru æææði!

RM: Það er linkur á þær í þessari færslu. Kosta allt of mikið hingað komnar þó - en ég neyddist til að láta þær eftir mér. Er búin að góna á þær í laaangan tíma.

Elín Helga Egilsdóttir, 6.8.2010 kl. 10:33

5 identicon

expertvillageNaes

Hungradur (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband