Uppáhalds óþolandi staðir

Við eigum öll okkar uppáhalds óþolandi staði utan á búknum.

Staðir sem fá okkur til að froðufella af einskærri biturð eftir erfiðan ræktarmánuð.

Staðir sem við skellum okkur á hnén yfir, buguð, og öskrum "AF... HVERJU... HVERFUR'Ð'EKKI?"

Staðir sem láta mann fá samviskubit ef brennslutækjunum er ekki refsað 24/7.

Staðir sem 99% líkur eru á því að ENGINN taki eftir... nema þú!

 

Mínir "uppáhalds" og í uppáhalds röð, fyrsti verandi minn besti... besti vinur:

Ruslakistan: Fyrirlít og hata heitar en þurrar ógeðslegar rauður.

Tu...ubumba (það sem systir mín kallar þetta, of hræðileg nafngift fyrir þennan vettvang, afsakið): "Krúttaralega" bumban sem safnast undir naflanum og býr til fallegan björgunarhring þeagar hún og ruslakistan bindast vinaböndum og ákveða að djamma.

Lærkúlur: Hafa verið óvinir mínir hingað til. Er samt með læri og rass eins og Ítöslk ofuramma... en, er farin að kunna að meta lærin og kúlurnar sem þeim fylgja. Góð læri og góður rass, alveg málið.

Handakrikafitan: Ekki feitur handakriki, nei.  Litlar kúlur/fellingar/bungur sem myndast á milli bjósts og upphandleggs. Ég kenni DNA um, súkkulaði safnast ekki saman á svona forboðna asnalega staði. Hvað er samt málið með kálið??? Iss... Er að spá í að færa þennan uppáhalds elskustað þar sem lærkúlurnar liggja í dag. Elskulegar lærkúlurnar!

Upphandleggir: B*I*N*Ó - BINGÓ!

Bakspik: Dýrðin sem býr til brjóstahaldarafellinguna góðu.

weight-loss-frustration

Held það séu fleiri í sama pakka hvað uppáhaldsstaði varðar og hjálpi mér allir heilagir hvað ég hef eytt miklum tíma í að toga, tæta, slétta úr, spegla, snúa...

Mitt ráð til ykkar. Get over it! Lærið að öölska þessa staði. Þeir eru þarna, þeir fara með tímanum ef maður er duglegur. Stundum fara þeir ekki nema að svo miklu leiti því matarræðið þarf að vera 152% platínum með demantsrönd og stundum er DNA pastaskrúfan á öðru máli. Það sem meira er, sama hversu mikið þú togar spiksvæðin fram og til baka, þau verða aldrei nákvæmlega eins og þú vilt. Fyrir utan það að þegar vondsvæðið hverfur loks, þá tekur alltaf eitthvað annað við. Þú getur gónt á bumbuna án þess að blikka þangað til augun breytast í rúsínur. Þú nærð samt aldrei að góna svo stíft að bumban veðrist í burtu.

Sem væri óskaplega hentugt engu að síður!

Hund helvíti fúl rassgata staðreynd. En staðreynd engu að síður. Maður virðist aldrei geta verið kátur í eigin skinni. Ber sig stanslaust saman við hina og þessa. Ekki að gera sig. Þinn skrokkur, þín beinabygging er allt önnur en hjá manneskjunni á móti þér. Ef þú ert með stærri rass en manneskja X, þá er hann bara stærri. Það er pottþétt einhver að góna á handleggina þína og dáðst að því hvað þeir eru fínir.

Það er alltaf.... alltaf einhver sem væri til í að líta nákvæmlega eins út og þú.

Vertu bara fegin(n) að þú getir hreyft þig. Vertu þakklátur fyrir það sem þú átt og knúsaðu amk. einn sem þér þykir vænt um á hverjum degi. Svolítið bakspik bliknar í samanburði við heimsins vandamál.

Ég er ekki að gera lítið úr markmiðum fólks með þessum orðum en stundum er ágætt að líta á sín "vandamál" út frá stærri mynd til að koma sér aftur á jörðina.

Hvað með það þó ruslakistan bólgni svolítið út um jólin og sé ekki spegilslétt eftir 7 mánaða ofurátak. Sérstaklega ef þú ert búin(n) að vera duglegur, lifir "hollu" líferni dags daglega, ert í hraustum skrokki. Hvað er smá mör milli vina hey? Náttúrulegra verður það ekki og línur skipta sköpum. Hreyfðu þig bara aðeins meira/borðaðu aðeins minna ef buxurnar fara að þrengja að og þér líkar það illa.

Svo lengi sem sálin er kát og þú sáttur við erfiði dagsins, sama á hvaða sviði það er, þá erum við að dansa.

Dansa? Yes pölís!

Ella predikunar llama alveg á yfirsnúning. Kenni Buddha skálunum um.

úhh... ég gleymdi næstum hádegismatnum. Hann var... ekki spennandi. En gerði sitt gagn.

Grænt og eggjó

Rip, rap en vantar rup

Getið mínusað rasphlunkinn þarna á kanntinum, plúsað þremur eggjahvítum við og öðrum disk af grænmeti. Bæta svo við þá útkomu lúku af blönduðum hnetum og átvaglið er sátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Váá svo sammála!! Og ég á sko nokkra af þessum "uppáhalds" stöðum.

Svo þegar maður stendur og sléttir úr lærunum og segir "Þarf bara að missa svona mikið og þá er ég sátt" er alltaf einhver sem fussar yfir því og segir manni að hætta að væla. Kannski maður sjái þetta ekki sjálfur?

Góður pistill. Ákkúrat sem ég þurfti í dag :) Taakk takk takk. Gaman að sjá að svona ofurkona eins og þú glímir við það sama og "við hin". ;)

Laufey (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 12:14

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hehe.. ég þakka fyrir mín kæra en hvort ég sé ofurkona skal látið ósagt.

Elín Helga Egilsdóttir, 24.8.2010 kl. 12:46

3 identicon

Ohh hvað ég er sammála frænka kær! Góður pistill, jákvætt hugarfar er það sem skiptir öllu máli :) 

Kristín Alda (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 15:50

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Amen og halelúja... vömbin, möffinspik og fótboltalæri...það koma alltaf ný vondusvæði þegar önnur hverfa. Við eigum bara að hætta þessu andskotans grenji yfir hnakkaspiki og síðum rassi þegar við erum hraust og fitt í heilbrigðum skrokki.

Ragnhildur Þórðardóttir, 24.8.2010 kl. 15:52

5 identicon

Hæ mig langar bara að segja að þessi síða þín er ÆÐI!!!! Ég rakst á hana í vetur og hefur hún eftir það verið inní mínum almenna tölvurúnt :) Æðislegar uppskriftir og þú ekkert smá dugleg alltaf að ræktast og koma með skemmtilegar hugmyndir!!!!!

Og vá ég verð bara að segja að þessi pistill hjá þér og líka þegar þú talar um það að útlitsbreyting sé ekki besti mælikvarðinn er brilliant!!!!! Er búin að savea þetta bæði sem skjal á desktopinu mínu undir pep up til þess að lesa þegar svartsýnin og depurð kemur upp þar sem að ég hef verið að pína mig og púla út í eitt í vetur og sumar og ekki alveg eins glöð og mig langaði að vera eftir þennan tíma.... en þetta kemur bara með meiri tíma :o)

Þú ert snillingur stelpa.... Hrós hrós!!!!

Þóranna (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 21:48

6 identicon

klassa pistill...

alveg málið sem maður þarf að minna sig á annarslagið...

Heba maren (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 22:09

7 identicon

Frábær pistill! 

Þetta er góð lesning þegar maður vaknar með "ljótuna" eða álíka komplexa 

Ásta (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 09:07

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Kristín Alda: Æji já, mikið betra að brosa smá og njóta þess að vera til í staðinn fyrir að hafa áhyggjur af krúttaralegum spiksvæðum.

Ragga: AMEN SISTAH... hryllilega sammála þér þarna.

Þóranna:  æjiiiii ohhhhh! En frábært að heyra og æðislegt hugarfar sem þú býrð yfir mín elsku besta. Ég roðna niður í tær og aftur til baka (ætli húðliturinn jafnist þá út eða ég verð tvöfalt rauðari?) Bestu þakkir fyrir - þú ert yndi.

Heba Maren/Ásta: Fékk smá spark í rassgatið um daginn þegar ég var að væla yfir einhverju handaspiki og fékk fréttir að kunningjakona mín hefði greinst með krabbamein. Ég ákvað bara að stein halda kj. og vera vera bara kát í hjartanu með lífið og tilveruna.

Elín Helga Egilsdóttir, 25.8.2010 kl. 10:18

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Elín, héðan í frá býð ég þér ástandsskoðun fyrir vægt gjald.

P.s. hægt er að panta þá niðurstöðu sem þú villt fá út úr skoðuninni, fyrir annað vægt gjald 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.8.2010 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband