Kvöldnart

Held það séu fáir sem ekki hafa upplifað nartþörfina sem leggst yfir líkama og sál á kvöldin. Eitthvað við það, lært eða ekki, að sitja fyrir framan sjónvarpið í gúmfeyfötum með nasl og nart og smakk og smú. Er svoddan ofur kósý stemmari yfir því.

Fyrir utan þá geigvænlega mikilvægu staðreynd, hreinlega, hversu gott það er að borða eitthvað Cool

Sumir eiga það líka til að tilfinningaborða, ég er ein af þeim, ofurkát og beint í kökuna. Mikið stress og ekkert fer inn fyrir varirnar. Sjokk eða súri, kaka og ísinn vinur hennar ásamt Nóakroppi og lakkrísreimum sem fylgja í kjölfarið á svaka fínni X-tra ost pizzu og tvöföldum skammti af ostafylltum brauðstöngum í smjörbaði!

Hvernig tilfinningaét kemur kvöldnarti við veit ég ekki.... EN.... Eyrún Kristín var að spögúlera í nartinu og þá þótti mér snjallt að henda í eitt stykki pistil. Kom með nokkrar tillögur að kveldnarti í "hollari" kanntinum ef maður er alveg að dreapst og ræður ekki neitt við neitt. 

1. Frysta ávexti, t.d. banana, vínber og borða frosin (mjöög gott)

2. Smánart í hnetur/möndlur (passa samt skammtinn)

3. Skera niður grænmeti - t.d. litlu gulræturnar. Gætir haft með þessu einhverja létta dressingu úr 5% sýrðum rjóma, skyri eða ab-mjólk.

4. Skera t.d. niður epli og borða með smá hnetusmjöri (ekki meira en msk af smjeri) eða eplasneið með fitulitlum osti.

5. Taka fitulitla jógúrt og mixa saman með berjum/ávöxtum, setja í mót og frysta. Borða sem "ís" á kvöldin.

6. Sykurfrítt múslí/morgunkorn með undanrennu. Bara lítinn skammt - jafnvel narta í smá cheerios og rúslur?

7. Hrökkbrauð með smá kotasælu eða létt smurosti og tómatsneiðum.

8. Harðfiskur

9. Þurrkaðir ávextir.

10. ...

Bara muna - regla numero uno, dos y tres - passa skammtastærðina!

Ekki það að þessi pistill verði eitthvað merkilegri en þetta. Langaði helst að forvitnast og spyrja ykkur kæra fólk hvað þið nartið í á kvöldin til að "drepa" ofátsgrísinn nú ... eða gera honum til geðs Wink

Deilið með okkur nartinu fólk - endilega deilið sem mest þið megið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg fæ mer stundum skyr með sma hörfræjum, hnetum og hunangi. Rosa gott :)

Lára (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 20:22

2 identicon

uppáhaldið mitt þessa dagana eru frosnir bananar-frosin bláber-fersk jarðaber-trönuberjasafi og "dass" af mjólk í blandarann og mixað allt saman. og svo til að auka gleðina, sett í fallegt glas og sogið með röri :D

Ásta (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 10:26

3 identicon

Ég er kvöldnartari, þar kemur poppið sterkt inn.... en þó í hæfilegu magi OG ég poppa í potti með lítilli olíu og salta með smá sjávarsalti eða piri piri.
Á eftir poppinu er það hreinlega bara ávöxtur, góður bananani eða flott epli geta gert kraftaverk.
Skyr með hnetusmjöri og frosnum bláberjum.... það er sko gúrmey!

Hulda B. (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 12:09

4 identicon

Ég sker einmitt niður grænmeti og borða með léttri dressingu ef ég er alveg að drepast. Narta í þurrkaða ávexti ef ég vil eitthvað sætt.

Birna (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 13:25

5 identicon

Döðlur og kókosmjöl er góð blanda. Líka hnetusmjör og rúsínur. Ég á oft suðusúkkulaði og fæ mér einn, tvo mola ef ég er alveg að deyja úr nammiþörf

Sammála með frosnu ávextina. Frosinn banani+frosin jarðarber + smá vatn + smá létt AB-mjólk + 1 tsk af hnetusmjöri með hnetubitum + kókosmjöl er besti þeytingur!  Er alveg eins og maður sé að borða eitthvað virkilega óhollt   Borða þetta samt yfirleitt sem millimál (í stað þess að fá mér þeyting) en ekki að kvöldi til.

Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 19:10

6 identicon

Hér er haegt ad búa til sinn eigin orkubita og sjá samtímis hvada naeringu their innihalda. 

http://www.elementbars.com/bakeBar.asp?newBar=1

Hungradur (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 09:32

7 identicon

Æðislegur pistill! Hef prófað margt af þessu. Kvöldnart er eitthvað sem ég gæti gert að lífstíl þó ég sé að reyna að komast hjá því, það er erfitt!;)  Búin að fylgjast með bloggunum þínum mjög lengi og hef virkilega gaman af þeim. Þau hjálpa mér að halda áfram að reyna að borða hollt og vel þó ég hafi "tapað" daginn á undan - þá er best að kíkka hér inn! Áfram svona, þú ert svo dugleg:)

Halldóra Kristín (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 14:28

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ahhh.. allt góðar og eðalfínar ábendingar.

Ég gæti kvöldnartað út í hið óendanlega! Til að sporna við mínu kvöldáti, ef sálin er alveg að bresta og ég hef ekki þegar ákveðið að gúlla í mig actual mat, ríf ég upp extra tyggjópakka með miklum tilþrifum eða finn mér sykurlausan menthol brjóstsykur. Drekk svo mikið af vatni eða te - helst eitthvað heitt.

Halda munni og bragðlaukum uppteknum og plata átvaglið!

Það tekst hinsvegar ekki alltaf

Elín Helga Egilsdóttir, 26.7.2010 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband