Kaffigrautur, taka tvö

Vaknaði fyrir allar aldir í morgun. Fór frammúr um 6 leitið og beinusu leið út í þessa andskotans endemis blessuðu rjómablíðu í smá hlaup.

Uss - hlaup á tóman maga er ekki góð hugmynd! Man það næst! En... ég náði þó að hlaupa í 30 mínútur, á hægustu sniglaferð, án þess að stoppa. Mikið afrek fyrir átvaglið engu að síður.

Gleypti flugu í leiðinni.

Það var ógeð.

Stoppaði samt ekki!

Á svona degi hefði ég, undir venjulegum kringumstæðum, fengið mér góðan, frískandi og djúsí kaldan skyrdrykk en kaffigrauturinn og chia fræin ásækja átvaglið svo stíft um þessar mundir að grautur og kaffi unnu frískleikann og hamingjuna!

Prófum kaffigleðina áfram og sjáum hvað setur! Hellugrautur. Hvað annað? Hlakka til, hlakka til!

Allt saman í pottiSjóða saman:

  • 1/3 bolli hafrar
  • 1/3 bolli vatn/mjólk
  • 1/3 bolli kaffi
  • 1/2 banani
  • 1 msk chia fræ
  • 1 tsk vanilludropar
  • smá salt

Hafragrautsskraut:

  • Heslihnetur (tekur einhver eftir því að ég á poka af heslihnetum?)
  • Múslí
  • Hunang
  • Nokkrar tsk auka kaffi + mjólk

acacia hunangsíðasti kaffisopinn 

 

 

 

 

 

Voila! 

Greyið. Hann lítur nú ekki par fallega út. Girnilegri grauta hef ég augum litið, svo mikið er víst. Ætla ekki einusinni að segja ykkur á hvað þetta minnir mig. Held þið getið gert ykkur það í hugarlund sjálf. Pinch

Ljótgrautur

Le coffeelicious 

Vanalega hefði ég hlammað mínum sérlega afturenda í hornið mitt ásamt graut og kaffi. Í dag var hornið góða hinsvegar svo kalt og blautt og grátt miðað við...

Gamli gráni 

...TADAAAAA! *englahljóð* 

Ekki það að ég vilji svíkja lit... en... æji, sjáið hvað þessi dýrð er miklu girnilegri til á(t)setu!

Hengirúmið

Átvaglið á leiðinni... grauturinn alveg að fá að smakkast!

Á leiðinni

Rassinum komið fyrir í rúmi hengisins! 

Grauturinn aaaalveg... að fá að smakkast!

Búin að koma mér fyrir

*tilhlökkunarspenningur*

Grautmann

Hmmmm..... 

Ohhhhh... vonbrigði! Ég sem hlakkaði svo til!

Já, smá kaffibragð! Já, fullkomin áferð en hmm.., vantar ennþá eitthvað. Setti reyndar ekki kanil. Chia fræin eru svo gott sem bragðlaus, gefa bara önaðslega áferð. Kannski það þurfi að krydda dýrið meira vegna þessa? Bananinn var ekki nægjanlega þroskaður heldur. Yfirleitt er 1/2 banani meira en nóg til að sæta - kannsi chia fræin hafi deyft það eitthvað!!

Hmmmm... tilraunum skal áfram haldið.

EN... aftur... aaaalls ekki vondur. Enda skálin sleikt!

Allt á réttri leið þó!

nohm

gott fyrrum morgunstart

 

 

 

 

 

 

 

Njóta svo útsýnisins eftir sérdeilis gott át og slappa af í sólinni!

Mömmugarður

Rósir

Kattmann

EVILTOE

Þessi ákvað að kíkja í heimsókn.

Garðurinn er stútfullur af humlum.

 

 

Alveg kyrrt. Alveg hljótt. Hlýtt. Humlur. Fuglasöngur. Hvíld eftir hlaup. Mett eftir graut.

Gæti tekið mér kríublund.

notó3

Notalegt. Mjög... notalegt! Forréttindi að fá að nýta morgnana á þennan hátt.

Yfir og út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JUMMY! Bíð endemis spennt eftir að kaffigrautur verði fullkomnaður! Það er my kind of grautur!

EInvera (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 12:38

2 identicon

Mig langar að eiga svona garð :D með hengirúmi og humlum

Harpa Sif (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 14:03

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Einvera: Allt að koma. Nokkrar tilraunir í viðbót - þarf ábyggilega að sæta dýrið betur eða krydda meira.

Harpa: Þetta er eitt stykki eðal garður! Ég er að spá í að flytja í hengirúmið.

Elín Helga Egilsdóttir, 15.7.2010 kl. 14:33

4 identicon

Ég tek undir með Hörpu! Ji hvað mig langar í svona garð! Ekkert smá kósí og fallegur, get vel ímyndað mér að það sé yndislegt að slappa af þarna

Sveinbjörg Eva (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 15:58

5 identicon

Gaman að sjá öll nýju bloggin frá þér og nýjar hugmyndir.  Þú ert alger snilli kona!  Mig langar allsvaða lega að prófa hafraskyrberjachiagrautinn sem kemur við sögu í fyrri færslu

Tek undir með hinum það væri visst "búst" að sjá fyrir og eftir myndir af þér - miðað við myndirnar af þér núna ertu hörkuskvísukvendi! *fíjúfít*

Ástus (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 09:46

6 identicon

Takk fyrir bloggin þín, þau eru ansi skemmtileg, sérstaklega þegar maður er fastur inn í sumarblíðunni.

Lára (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 12:43

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sveinbjörg: Bara æði :)

Ástus: Hhaha .. takk fyrir það og já! Tvöfalt já. Chiaskyrhafragrautsgleði er ekkert... nema gleði!

Lára: Vona amk að þau valdi fleirum gleði en sorg yfir inniveru

Elín Helga Egilsdóttir, 16.7.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband