12.7.2010 | 10:51
Kaffigrautur með heslihnetum og hunangi
Jú, já, einmitt, takkfyrirgóðandaginn!
Sameinum kaffið og grautinn í einni allsherjar byltu og sjáum hvað gerist.
Ekki að það hafi eitthvað stórkostlegt átt sér stað! Flugu amk ekki fiðrildi úpp úr grautarskálinni við sameininguna - einn jarðálfur jú en kötturinn náði honum. Skulum samt byrja á byrjuninni.
Hlöðver stendur sína plikt með prýði eins og alltaf.
Finnum okkur svo skál og setjum í hana hafra. Rauðir Solgryn. Er persónulega hrifnari af þeim grænu og grófu - er svoddan bredda sjálf sjáðu til! Þeir eru barasta svo miklu skemmtilegri til átu og áferðar, gaman að bíta í þá.
Herra Sólargretta, má ég kynna þig fyrir afkvæmi Hlöðvers!
Svolítið sætir svona saman ekki satt?
Fjarskyldu frændurnir Mister Vanilló og Herra Kanilló áttu þátt í samrunanum. Þeir eru báðir frá Spáni. Mjög hressir í dag eftir gærdaginn!
Smá kanill? Kanilfjall? Meira eins og Himmelbjerget frekar en Esjan, en Himmelbjerget engu að síður.
Eplaskálin! Uppáhalds skál hérnamegin Vestmannaeyja! Þær eru svo fínar.
Jæja. Lokins kemur að því. Samruninn!
*trommusláttur*
Virkilega Elín! Hélstu virkilega að þetta myndi ganga smurt? Segðu mér satt kona, í guðs lifandi bænum! Myndavél í hægri, ofurbolli í vinstri - verandi rétthentari en allt sem rétthent er.
Sullið fjarlægt og rest af kaffi komið, myndavélalaust, vandlega og varlega fyrir í skálinni með hægri. Ohhh... ekki einusinni sopi eftir!! Hjartað brast smávægilega við þessa sjón.
Vanillurnar skárust í leikinn á þessu stigi en grauturinn enn of blautur fyrir átvagslins smekk. Inn í örbyglju í 40 sek...
...og voila! Perfecto!
Á þessum tímapunkti var erfitt að hemja villikvikindið svo grauturinn var smakkaður!
Hmm... ekki alveg það sem ég bjóst við. Aðeins of rammt, bara aðeins. Þarf að fínstilla þennan gjörning betur svo mikið er víst. Nota mjólkurkaffi, minna af kaffi, chia fræ, banana... hmmm... spáum'í'essu.
Bætti amk tsk af þessari snilld við. Gerði mjöööög mikið fyrir bragð og gæði og gleði. Ohhh my god!
Dýrið hafragrautsskreytt með heslihnetumulning! Hugsið ykkur bara ef hneturnar væru hunangsristaðar... óherraguð!
Heyyy... súkkulaðibita grautinn... ef það væri laugardagur... mm... sem það er ekki, augljóslega, svo við skulum ekkert ræða það neitt frekar.
Hunang... hnetur... hamingja! Get samt ekki sagt að ég hafi setið og sagt "Uhmmpfhh... hohhh.. mhnohhh... nohm... mmhmmm... choomhp" eftir hvern bita! Grauturinn var alls ekki vondur! En hann er svo sannarlega hægt að betrumbæta!
Saknaði þess nú svolítið að fá ekki að súpa kaffið mitt meðferðis, til hliðar og á ská með átinu í morgun. Sjáið bara hvað eplaskálin er einmana þessi elska.
Ég er vanafastari en beljan á básnum!
Þrátt fyrir kaffileysi í ókaffileysi, þá er bara gleði að byrja daginn á pallasetu, grautaráti og þessari sjón! Ekki amalegt mín kæru! Ahhhh.... gott, gott að vakna snemma og nýta sumarblíðuna og rólegheitin sem morgnarnir bjóða upp á!
Vinnan reddaði þó súpþörfinni enda var henni svalað um leið og ég mætti á svæðið! Get svo svarið það.
Næsta skref - kaffi í pela!
Kaffigrautinn þarf þó að fullkomna! Hann á framtíðina fyrir sér þessi, ójá!
Spögúlerum í þessu mín kæru. Áferð, bragð, gæði, froða... jebb, pottþétt froða!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Morgunmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 13:37 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert snillingur :) haha!
Ég get þó ekki prófað þennan kaffigraut á næstunni þar sem það vantar allt kaffigen í minn kropp ;) hehe.
Harpa Sif (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 11:49
Kaffigenin eru nýsprottinn upp hjá mér. Ég er óstöðvandi kaffisjúklingur í augnablikinu - veit ekki alveg hvað olli þessum brest í DNA-inu....
Elín Helga Egilsdóttir, 12.7.2010 kl. 12:01
I luvs ya en samt ((((((hrollur))))))
Dossa (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 15:49
I´m telling you man - þetta verður snilldin einar þegar geislabaugurinn er farinn að skína af þessu! Snilldin einar!
Þú verður bara að fara til Ástralíunnar - þar lærir maður víst að drekka kaffi!
Elín Helga Egilsdóttir, 12.7.2010 kl. 16:02
Æðislegur pistill. Það er ekkert nema gaman að lesa eftir þig. Maður er nánast á staðnum.
Þessi grautur er áhugaverður, svo mikið er víst. Verður gaman að fylgjast með þróuninni. Sá fullkomni verður prófaður. Er mikill kaffimaður sjálfur, ekki mikið fyrir grautinn. Get þó ímyndað mér að grautaráhugi gæti kviknað með þessu hætti.
Takk fyrir mig, er reglulegur gestur
Konni (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 16:35
Þessi samsetning hljómar rosalega vel, allt gott og saman sé ég fyrir mér, í munninum, gott bragð en samt ekki með of miklu kaffi. Bara þannig að það sé kaffikeimur, hnetur, hunang, kanill, vanilla, hafrar ...ummm. prófetta þegar þetta verður orðið þróaðara :)
Elísa (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 19:22
Þetta er frábært! Bíð spennt eftir því að sjá uppfærða uppskrift þegar þú ert búin að þróa þetta aðeins áfram ;) Tóm gleði fyrir okkur kaffiþyrsta fólkið ;)
Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 23:21
Það vantar klárlega kaffigenið í mig.... EN ég set oft Scitec súkkulaði/mokka í minn graut ásamt einhverju gömmsi og vola! kaffigrautur. Alveg ljómandi
Hulda (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 06:50
Já, þetta verður el spennó! Rétt svo kaffibragð gerir mikla hamingju fyrir bragðlaukana!
Ohh súkk-mokk-scitec -> þarf að fara að endurnýja kynnin!
Elín Helga Egilsdóttir, 13.7.2010 kl. 11:12
Jeij, gaman að fá bloggið þitt aftur :)
Kaffigrautur, hví hefur mér ekki dottið það í hug... ég testa svona snart, samt klárlega ekki bara kaffisoðinn, oj það lýst mér ekki á, en lattesoðinn aftur á móti, það hlakka ég til að prófa :) Er samt smá efins... en hann verður prófaður sem helgargrautur, mögulega með hnetum og banana! næser
Laufey (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 00:36
Ohooo I know!!! Kaffigrauturinn er kominn til að vera! Þú lætur mig vita ef þú prófar og það gerist eitthvað stórkostlegt! Þetta kvekendi verður að gera ætt svo ógenatískir kaffidrykkjumenn geti notið líka!
Elín Helga Egilsdóttir, 14.7.2010 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.