Gamli vin, nýi vin

Almáttugur gvöð og öll hans fylgidýr! Ef maginn hefur einhvertíman verið jafn kátur og við át á jólaönd og fyllingunni sem prýðir veisluborð Ásbúðinga 24.des....

...kynnin við einn einfaldan voru endurnýjuð í morgun við mikinn fögnuð nærstaddra. Nærstaddir verandi undirrituð og allir hennar persónuleikar. Smá salt, kanilla og vanilla - with a cherry on top!

Eggjó með vanilló, kanilló og kirsuberjó

Gamli vin, hvað ég saknaði þín geypilega!

Ohm nohm nohm

Eggjahvítugrautur og kanill með berjum

Eitt kirsuberið ákvað þó að vera með yfirgang og frekju. Það lét svo illa, í baráttunni við tennurnar á mér, að það að það rifnaði í tvennt í hamagangnum. Held þetta hafi verið bersins leið til að hefna sín á kaldrifjuðu átinu - enda sprakk það með svodda offorsi og fítons krafti að konan í næsta húsi hefur líklegast fengið dropa af berjasafa á trýnið. Þetta þýðir samt ekki að ég borði ekki með lokaðan munninn! Ég borða hinsvegar aðeins of oft upp í rúmi - sem er óæskilegt, samanber...

sprungið kirsuber

...sundur-ber? Hohoho!

berjasafi í buxum

Ég er ekki frá því að eitt eða tvö tár hafi fallið við þennan gjörning...hvað þá átið! Enda var skálin sleikt. Einnig lofa ég og sver við grautinn almáttugan að ég borðaði ekki einn berjastilkinn. Berið var stilklaust við komu í skálina - þó það væri ekki ósennilegt að ég myndi, í epískri gratuarmóðu, éta allt sem í skálinni er á góðum græðgisdegi.

Ekki í þetta skiptið!

sleikt

Svo megum við ekki gleyma hinum nýja vin! Nýjaðasta viðbótin í fíknarsafnið mitt!

Elsku besti

Gamli vin, nýi vin - borðað í eyðimerkurvin... næstum því.

Kaffó og eggjó

mmmgmmm

Gamli vin + nýi vin?

Kaffigrautur í uppsiglingu?

Ómægod! Pouty Hugmynd.. hugdetta...

Kaffigrautur??!?!?!? Cappuccino grautur... með froðu!!! FROÐU!!!

I´ll keep you posted!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Garg hvað er gaman að lesa alltaf póstana þína :) Kaffigrautur!!

En grínlaust þá fékk maður smá fráhvörf þegar að þú varst úti og síðan er maður svo góður vanur þegar að þú ert komin aftur að maður leitar að nýju bloggi á hverjum degi :) öss - ert alltof góð við okkur!

Takk fyrir mikla skemmtun og frábærar hugmyndir - góð fyrirmynd!

R (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 14:13

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahaha það er aldeilis. Takk barasta fyrir mig sömuleiðis!

Þetta væri nú ekki jafn skemmtilegt ef ykkar nyti ekki við, snillingar sem þið eruð

Elín Helga Egilsdóttir, 2.7.2010 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband