Feiknarfrí og vorbeljur

Góðan og blessaðan snúðarnir mínir og snældur!

Þetta... var eitt... gott... frí! Jahérna!

Stundum þarf maður bara á letipúkanum að halda, svei mér þá. Margt og mikið búið að gerast síðan í apríl. Margt og mikið í vændum. Þar af leiðandi hef ég velt fyrir mér engu og öllu og viti menn - ekki komist að augljósri niðurstöðu - eins og almennilegum fílósífer sæmir!

Er það ekki stórkostlegt?

Er hinsvegar byrjuð að drekka kaffi eins og enginn sé morgundagurinn! Unglambið að fullorðnast eða hvað? Sporðrenni hverjum lítranum á fætur öðrum. Gott eða ekki - ég er ekki viss. En átvaglinu þykir það með eindæmum unaðslegt. Hér kemur svo mynd af fyrsta kaffibolla undirritaðrar! Fyrsta kaffibollanum í 26 ár takk fyrir danskurinn! Jah, takk fyrir ástralinn kannski meira viðeigandi - þurfti hvorki meira né minna en heila Ástralíuferð til að koma dýrinu upp á bragðið!

Froðan heimsfræga

Af hverju er þetta svona merkilegt? Jú - því froðan svaðafína sést hér vel og í hana skrifaði ég að sjálfsögðu sjálfhverft E!

Hmmmm

Já, en af hverju svona merkilegt ungfrú Elín? Nú - af því að ég kláraði kaffið!

Og af hverju er froðan svona svaðafín?

Klárað, skráð og skjalfest

Af því að kaffidrykkjan sívinsæla byrjaði á svaðafínni froðu og skeið!

Án efa besta leið til að "drekka" Cappuccino. Ég segi það satt! Var hinsvegar litin horn- og forvitnisaugum trekk í trekk af áströlskum kaffisnobbum sökum froðuáts. Bað ítrekað um auka froðu í bollann minn til þess eins að gúmsla henni í trýnið á mér.

ohooo 
froða

Froðan hefur enn ekki yfirgefið systemið og á sérstakan stað í hjartanu. Ein froða á dag kemur þó engu í lag nema áferðaperranum!

mmm

Froðufíknin var svo sterkt á tímabili, og nú tala ég eins og alvön lífsreynd til margra ára kaffidrykkjukona, að kjammsað var á baðfroðunni í freyðibaði til þess eins að halda geðheilsunni. Ég lét þó snarlega af þeirri iðkun þegar ég var farin að prumpa sápukúlum...

...nei ég segi nú sonna!

Hvernig atvikaðist þó kaffidrykkja hjá einstakling sem ekki gat hugsað sér bragð af kaffi í öðru en Tiramisu?

Í stuttu:

Cappucino froða -> kakó + kaffi -> latte + kaffi -> latte + 2*kaffi -> kaffi + smá mjólk -> svart og sykurlaust takk! Nú er það bara espresso eða short black sem bíður mín handan við hæðina.

"Hvað sagði Tarzan þegar hann sá fílana koma yfir hæðina????"

Ahh - fæ ekki nóg af þessum brandara!

Ástralía olli ekki vonbrigðum Snúbbarnir mínir. Maturinn ekki heldur og vinur minn kokkurinn Euan átti svo sannarlega þátt í að gera þessa ferð að mikilli át-fiestu! Guð minn góður og allir englarnir! Það segist hér með, skrifast, svart á hvítu og staðfest af alheilögum anda - ég hef aldrei... aldrei nokkurntíman á ævinni borðað jafn mikið á einum mánuði og Ástralíumánuðinum! Þvílík endemis andskotans hamingja fólkið mitt - afsakið orðbragðið! Hér er svo brota... brota brota brot!

pizzadumplings

 

 

 

 

 

 

 

chico rollhálfgert epli

 

 

 

 

 

 

MmhmmPork belly á markaði

 

 

 

 

 

 

KjúklingaborgariLakkrís

 

 

 

 

 

 

ástralskur bragðarefurMmm

 

 

 

 

 

 

 

 

Tilkynnist svo hérmeð að besti ávöxtur í sólkerfinu er fundinn. Feijoa! Vex bara á Nýja Sjálandi - bragðast eins og Húbba Búbba. Ég grínast ekki!

Feijoa

Feijoa - best í heimi

 

Annað í Ástralíufréttum - Kisar detta ekki á bakið ef maður missir þá, klósettvatnið snýst réttsælis, brimbrettagaurar eru nákvæmlega eins og í bíómyndunum og allir ástralir segja "mate".

Meira um það seinna!!

Jæja. Hvað hef ég gert síðan ég kom heim?

Varð vitni að einu svaðalegasta íslenska sólarlagi sem ég hef augum litið í langan tíma!

Sólarlag

sólarlag2

Fékk mér tvö ný göt í eyrun. Með þessu áframhaldi verður ekkert eftir af þessum vesalingum!

götótt

Fór ég beint í ræktina? Beint að hreyfa mig? Beint að borða vel valið prótein og almennileg kolvetni?

Nei það held ég nú aldeilis ekki gott fólk!

Þar sem mitt líf er svo gott sem búið að vera opið öllum til góns og gláps ákvað ég að taka mér dágott andlegt-, blogg-, matar og hreyfifrí! Ahhhh! Endurnærð, uppfærð og tilbúin í svakaleg átök í sumar! Undirrituð búin að vera að "passa" sig jú, en "PASSA" sig. Látum það vera. Borða það sem ég vil borða, en þó innan skynsemismarka. Það er ekkert nema dásamlegt.

Er þó komin í fjórða gír aftur. Tek smá frí frá lyftingum og sveittum speglasal og ætla prófa Bootcampf núna í sumar - nýta góða veðrið og útiveruna. Ætla að byrja að lyfta aftur, ásamt Bootcamfinu, í júlí og sjá hvert það leiðir mig. Þol og almennt úthald er langt fyrir neðan velsæmismörk og smáhlaup skilur skvísuna eftir í slefpolli og óæskilegum kippum sem herja á alla útlimi. Einstaka sinnum ná kippirnir upp í hægra auga. Það er ó svo falleg sjón mín kæru - falleg, falleg sjón. Verður gaman að sjá hvernig ástandið á undirritaðri verður í september. Þá byrja lyftingarnar aftur á fullu.

Hohh.. gaman að breyta smá til. Gleðilegt að hafa farið til Ástralíu! Gott að vera til!

Mikið ofboðslega er veðrið búið að vera fallegt í dag! Mér líður eins og vorbelju!

Vorbelja á góðum sumardegi

Nú þegar ég hef skriftað - hver vill koma út með mér og hoppa með rassinn upp í vindinn og trýnið á ská? Ekki fussa á það fyrr þú þú hefur prófað. Sérlega gleðilegt. Sérstaklega þegar maður getur fiktað í ketti í og með.

Hpp1hopp2

 

 

 

 

 

 

ekkert hoppHopp3

 

 

 

 

 

 

KisuveiðarKisa veidd

 

 

 

 

 

Þangað til næst! Verð góð hvert við annað og njótið þess að vera til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Elín Helga mín,

Mikið lifandis ósköp er gott að þú ert komin heim aftur og farin að skrifa aftur skemmtilegt blogg.

Þessi pistill var svo sannanlega Ellulegur enda bara eitt eintak til af þér mín kæra og það dýrmætt eintak.

Sjáumst svo á föstudaginn.

Bestu kveðjur,

Sólveig.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 00:22

2 identicon

Vííí she is back!, ég var nú bara farin að sakna þessa bloggs!

ókunnug (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 00:23

3 identicon

Haahaha... þú ert stórkostlegur penni. Skemmti mér konunglega við þessa lesningu.

Virkilega gaman að sjá að þú skulir hafa notið þess svona gríðarlega að sleppa "takinu" og borða á þig gat án þess að fara á bömmer því er virðist. Ekki að það sjáist á þér, allur maturinn sem þú segist hafa innbyrt.

Himinlifandi yfir því að þú skulir vera komin aftur... hjartanlega velkomin til baka og í hóp kaffidrykkjumanna!

Bjarki (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 00:27

4 identicon

*tilhlökkunarspenningur* að hætti Ellu

Goooott að fá þig aftur stelpa! Hvernig er það svo að koma sér aftur af stað eftir svona át/setufrí? Ég tók mér frí fyrir ári síðan... segi ekki meir.

Margrét (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 00:38

5 identicon

Wooohooo....she'sa back! Ég kem og hoppa með þér eftir viku! Yess i do!

inam (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 08:13

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohhh mikið eruð þið fíííín og sæt við mig!  Elsku bestu takk fyrir - ég veit barasta ekkert hvað ég á að segja annað en stórt, feitt takk!

Solla: Það verður æði að fá þig til baka! :)

Ókunnug: hahh :D

Bjarki: Jú takk fyrir það - kaffidrykkja er mín nýjasta fíkn. Hvar það ævintýri endar verður gaman að sjá.

Margrét: Ætli ég komi ekki með pistil um "Rífðu þig upp af rassgatinu letipúki" á næstunni. :P

Inam: Við munum hoppa með mat í vinstri, drykk í hægri og helst nammi milli tánna - frænkr og frændr!

Elín Helga Egilsdóttir, 24.6.2010 kl. 10:45

7 identicon

yes, hún er komin aftur! Þú þekkir mig ekki, en ég les bloggið þitt alltaf.. og var komin með snert af fráhvarfseinkennum;)

Keep up the good work!

Gunnhildur (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 10:58

8 identicon

borða kaffifroðu

PRUMPA SÁPUKÚLUM

bwahahahaaaaa... þú drepur mig!

Linda (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 12:25

9 identicon

Loksins komin aftur!!! Ég les alltaf bloggið þitt og hef verulega gaman af, þú ert alveg hryllilega skemmtilegur karakter og það bjargar deginum að lesa bloggið hjá þér. Ef yfir mig kemur drungi þá kíki ég bara á bloggið hjá þér.

Takk fyrir skemmtilegheitin og hollu uppskriftirnar, sem ég á eftir að prófa bæ ðe vei.

Inga (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 13:16

10 identicon

Vííííí, velkomin aftur!

Ég er fastagestur á þessu bloggi og hef prófað ansi margar uppskriftirnar þínar sem allar hafa lukkast vel. Ég bókstaflega gargaði af gleði í morgun þegar ég kíkti hérna inn og sá nýtt blogg, hjúkket hugsaði ég, hún er enn á lífi ;)

Solla (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 13:26

11 identicon

Ó JÁ!!! Hún er komin aftur..... mikið er það nú gleðilegt. Ég var bara næstum komin af stað með heljarinnar rannsókn á þessu "dularfulla" blogghvarfi

Gott að þú nýtur þín í fríinu   hlakka til að lesa meira frá þér.......

Hulda (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 13:26

12 identicon

Jei, mikið lifandi, skelfingar, ósköp er gaman ad fá thig aftur stelpurófa

Ella hin hollenska (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 13:33

13 identicon

úff!!! ég var komin með áhyggjur að þú værir hætt að blogga!! eins og margir finnst mér ómissandi að lesa bloggið þitt og prófa allar uppskriftirnar þínar :D

velkomin aftur! 

 p.s langar þér svo ekki bara flytja til Ástralíu? ég er enþá veik eftir að hafa verið þar í hálft ár! :)

Þórdís (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 18:45

14 identicon

gott að fá þig aftur á bloggið! Var farin að sakna þess að lesa hjá þér:)

Helena (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 20:07

15 identicon

Gott að "heyra" frá þér aftur Segi eins og aðrir hér - var farin að hafa smotteríis áhyggjur og næstum búin að adda þér á snjáldurskinnunni

 Hlakka til að sjá fleiri hress og lífleg blogg ásamt uppskriftum og tilheyrandi ala Ella Helga stæl! 

Ásta (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 00:04

16 identicon

sýnist nú á öllu að fríið hafi nú barasta ekkert farið illa með þig.. lítur svona feikna vel út.

knús á þig og svo innilega ánægð að þú sért mætt aftur í blogg heiminn..

sumarkveðja

Heba Maren (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 20:59

17 identicon

Jibbí - gott að þú ert komin aftur, chia-fræ eru ágæt en það er dapurlegt að horfa á þau á hverjum degi, jafnvel oft á dag í þeirri von að komin sé ný færsla frá snillanum... En nú er allt orðið gott á ný, Ella komin aftur og allt á blússandi siglingu. High five fyrir því! :P

Guðrún Sóley Gestsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 08:23

18 identicon

jey loksins komin aftur, eins og fleiri sem fylgjast með blogginu þínu þá þekkjumst við ekki persónulega en ég var komin í fráhvörf...:p

hræðilegt að kíkja inn aftur og aftur og aftur og sjá alltaf chia fræin góðu:D

mikið er skemmtilegt að sjá frá þér nýja færslu

Anna (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 20:58

19 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Djísús hvað maður er orðlaus og óendanlega hamingjusamur að fá svona mikið af fínum kommentum. Elsku elsku besta fólkið mitt!!! Ojjjj hvað ég saknaði þess nú að "sjá" ykkur hér með mér.

Ég þarf greinilega að bjóða í graut og gleði einn daginn!

Þórdís: Hohh, nú er ég forvitin. Varstu í skóla?

Elín Helga Egilsdóttir, 29.6.2010 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband