Nýtt smakk... ný smökk

Þetta var útsýnið mitt síðasta föstudag!

Akureyri

akureyri

Þetta var útsýnið mitt síðasta laugardag!

London - Singapore

Þetta er útsýnið mitt núna!

Ástralía

Ástralía

Ástralía

Allskonar nýtt smakk búið að eiga sér stað! Af hverju maður á heima á Íslandi er ofar mínum skilningi ákkúrat núna. Jú, þetta gæti mögulega verið mjög órökrétt og ömurleg röksemdafærsla en... matvöruverslanir hér, hráefni, verð! Ég fer í fýlu! Reyndar, hmm hmm þá er nokkuð dýrt, ef ekki svipað, að vera íslendingur í Ástralíu þessa stundina. Stoppar samt ekki hráefnið í að vera ofur!

Euan eldaði handa mér kanínu með kartöflustöppu og svissuðu grænmeti við heimkomu. Gleymdi reyndar að taka mynd af herlegheitunum sökum hungurs en vá hvað hún var góð. Gæti verið allur flugvélamaturinn sem ég hafði svolgrað en þessi máltíð var æði. Hef þó komist að þeirri niðurstöðu að kanína bragðast mjög svipað og svínakjöt.

Næst tók á móti mér smá gjöf frá mister Euan. "Ávaxtaleður". Þetta er æði!! Berjatímabilið var að klárast í þarsíðustu viku og vegna þessa þá eru berja afgangarnir nýttir í svona líka fínt nart.

Ávaxtaleður - mango, hindber og brómber

Ber eru marin, örlítið af sykri bætt við (mjög lítið) og þetta látið leka út á plötu sem síðan er kastað inn í þurrkofn. Voila! Ávaxtaleður!

Fínt fínt

Næfurþunnt! Eins og blað. Rífur af eitt stykki og borðar. Uhh væri hægt að nota þetta í svo mikið og margt sniðugt ég ætla ekki einusinni að ræða það! Vinur hans Euan hló mikið að mér þegar hann komst að því hvað mér þótti þetta eðal spennandi. Ég er eins og lítið barn hérna!

Nohm

Vegamite!

Vegamite

vegamite

Að sjálfsögðu fékk ég mér vegamite á brauð. Það er kakóduftslykt af því en brimsalt á bragðið. Furðuleg blanda en það svínvirkar fyrir mig. Bragðast í raun eins og kavíarinn í kreistutúpunum heima - þessi appelsínuguli sem maður fékk sér á brauð sem krakki. Nú, eða át beint úr túbunni. Verður hinsvegar að smyrjast þunnt á gott, gróft, fjölkorna brauð. Miiikið atriði!

Bara smá lag, ekki mikið

Nohma

Smakkaði líka mína fyrstu Eplaperu! Peruepli! Perepla? Æðislegur ávöxtur sem heitir Nashi. Sambland á milli, jah, jú.. peru og eplis, meiri pera og þvílíkt djúsí. Búin að lifa á þessu undanfarið. Þetta er það sem krakkar frá Nýja Sjálandi borða í morgunmat á leið í skólann... týna þetta beint af trjánum! Greyin!

Peruepliperueplið nashi

 

 

 

 

 

 

 

Úúúhh... svo smakkaði ég líka nýtt jógúrt. Elska að skoða mjólkurvöruhillurnar í útlandish. Jógúrt útbúið úr kindamjólk! Það er schnilld!!! Skilur eftir svolítið sterkt bragð. Smá hlaupkennt, en samt nokkuð þykkt. Mjög skemmtilegt og áferðin alveg að mínu skapi. Ohhh það er svo gaman að komast í eitthvað svona glænýtt og fínt.

Kindajógúrt

Svo eru það matvöruverlanirnar, ostabúðirnar, pínkulitu kitrurnar sem enginn veit af nema hinir allra hörðustu. Sjáið þetta bara!

Ferskt og fullt af kryddjurtum

Svolítð af hnetum... bara lítið samt

Og þetta er "lítil" verslun mín kæru og bara brotabrot af því sem þarna var. Hefðuð átt að sjá kjötborðið og mjólkurvöru/ostaúrvalið. Allt organic, Fair trade, sykurlaust... fnah fnah! Þvílíkt endemis ógeðslegt svindl!

Ofur meðlætis borð

Smá úrval af hummus/pesto/allskonar

Hohh, sjáið svo hvað ég fann fína pastasósu! Leggos! Það sem Dossa frænka kallar mig stundum!

Já, svona er maður nú sjálfhverfur. Þykir stórkostlegt að finna eitthvað erlendis sem maður getur bendlað við sjálfan sig - þó sérstaklega nafnið sitt!

Leggos

Hey, svo drakk ég minn fyrsta kaffibolla.

kaffibolli númer 1

Ekki það að ég hefði ekki getað gert það á Íslandinu. Þótti þetta bara svo svaðalega frásögu færandi!

kaffibolli númer eitt hálfnaður

En ég kláraði hann... og líkaði aðeins of vel! Gott eða slæmt. Hef ekki ákveðið það ennþá!

kaffibolli númer eitt búinn

Bumblebee! Jebb. Kaffi og bumblebee = himnaríki! Skjannahvítt deig með karamelliseruðum möndlum og eggjarauðu vanillubúðingskremi! Guð minn góður!

Bumblebee

Hann á heiður skilið fyrir að benda mér á þetta kombó!

Euan með bumblebee

Fór svo í smá búðarferð í dag og keypti allskonar af allskonar. Þurrkað kjöt og ofurgranolastangir, hnetur, Tassie lax ofl. Meira um það á næstunni! Er annars að borða þetta núna.

Kalkúnn og grænmeti með létt kotasælu

Glænýtt kalkúnakjöt beint frá slátraranum með salati og LÉTT KOTASÆLU! Ha Ísland.... LÉTT... KOTASÆLA!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

awwwwwwwww.......Leggos

 Litla frænkið þitt spurði hvort að þú værir búin að hitta Benna og Birtu í Ástralíu? http://www.imdb.com/title/tt0100477/   Ég var að segja henni að það væru sko kengúrur og alls konar dýr og þá sagði hún mér að það væru sko líka fuglar í Ástralíu sem að gætu flogið með Benna og Birtu á bakinu - ein með allt á hreinu

Lundi sendir hæfæf, amman og afinn kossa og alls konar passaðu-þig-áhyggju-kveðjur, og ég og Voldimort sendum knúsa!

*Luv*

Dossa (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 08:07

2 identicon

I liky áxaxtaleður!! Elska svona þunnt dót! Mér heyrist Euan vera að sjá vel um þig þarna. Vonandi ekki of vel samt því við viljum samt fá þig heim aftur sko!! ;)

Erna (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 10:39

3 identicon

Halló. Það er ekkert smá gaman að lesa bloggin þín, og auðvelt að lifa sig inní frásögnina :) Ég hugsa það sé nú svolítil öfund í gangi hér á landi í sambandi við mat og vöruverð og svoleiðis erlendis.. og ÚRVALIÐ!! ohh..það er svo gaman að komast í matvörubúðir erlendis :)

En held bara áfram að lesa og þú skemmtir þér úti ;)

Og já..uppskriftirnar þínar! NAMM! ;)

Hafrún Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 10:57

4 identicon

Ég er næstum því tilbúin að hengja mig upp á það að það er til Létt kotasæla hérna á skerinu :)

Hafdís (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 11:19

5 identicon

já, ég er líka nokkuð viss um að það sé til létt kotasæla hérna heima, eða var allavega til! :P

Sylvía (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 14:29

6 identicon

Það er svo gaman að lesa bloggin þín Ella ;) ég hef samt aldrei rekist á létt kotasælu hér á Íslandi. En kotasæla er ekkert það óholl er það nokkuð ?

Soffía Rós (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 15:02

7 identicon

Þú segir svooo skemmtilega frá, alveg elska að lesa bloggið þitt!!

Sammála með þetta að spyrja sig hvað maður sé að gera á þessu "skeri". Bjó í Bretlandi í eitt ár og VÁ að koma inn í matvöruverslanir þarna var bara himnaríki fyrir átvaglið!! Gat eytt tímunum saman þarna BARA að skoða:)

Helena (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 15:48

8 identicon

Ooooo namm! Elska útlenskar búðir!
Og já létt kotasælan var til en er nú horfin! Allavega hef ég ekki séð hana lengi hvorki í Hagkaupum né Bónus. Sammála öllum hinum með að það sé svo ofboðslega gaman að lesa bloggin þín, þú segir svo skemmtilega frá öllu! :D

Katrín (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 16:40

9 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Jemundur og Jónas fraulein!!! Þvílík ÚTÓPÍA er þetta!!! Mikið er ég fegin að fleiri hafa það sem helsta áhugamál í útlöndum að fara í matvöruverslanir. Ég get hangið þar tímunum saman og minn helsti draumur er að komast í morgunkornsganginn í USA matvöruverslun. Klikkuð?? Ég?? Neeeiiii...

BTW.... Vegemite er VIÐBJÓÐUR!!! og hananú!! Áströlsk vinkona mín í Skotlandi var alltaf með þennan óbjóð og því miður smakkaði ég einu sinni hjá henni... það skelfilega móment hefur verið Freudískt grafið í undirsjálfið.

Hlakka til að lesa fleiri færslur um dásemdir andfætlingalandsins.

P.S Mjólkursamsalan hætti að framleiða Létt Kotasælu fyrir nokkrum árum. Hvers vegna??

Tja, það er rannsóknarefni næstu kynslóða.

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.4.2010 kl. 08:57

10 Smámynd: Elín Sigríður Ármannsdóttir

Skemmtileg bloggfærsla og myndirnar. Vá hvað ég væri til í svona vöruúrval.

Væri alveg til í svona kalkúnasalat með kotasælu. 

http://uppskriftir.net

Elín Sigríður Ármannsdóttir, 5.5.2010 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband