16.4.2010 | 15:58
MisterSoft - nýtt þvottaefni?
Ekki alveg.
Þið verðið að afsaka ljótleika myndanna sem fram koma í þessum pistli. Grauturinn var útbúinn síðla kvölds í gær og ungfrúin með annað augað lokað.
Setja hafra í skál...
...smá vatn og inn í örbylgju þangað til hafrarnir hafa drukkið mest allt vatnið í sig. Ekki allt.
Eggjahvítur út í hafrana.
Hræra... ekki fallegt. Ég veit. En hræra þangað til vel blandað.
Inn í örbylgju og út aftur eftir t.d. 30 sek. Sjáið að það er kominn hvítur hringur í kanntinn. Án efa hægt að hafa þetta lengur inni en þarna tók ég dýrið út og hrærði úr kvekendinu líftóruna.
Inn í örbylgju aftur 30 - 60 sek. Hvíti hringurinn orðinn aðeins stærri. Grauturinn líka byrjaður að stífna í miðjunni. Hræra aftur og hræra vel. Held að hræringurinn geri gæfumuninn hvað áferðina varðar.
Inn í örbylgju og út aftur á nýjan leik, hræra í gumsinu. Enn of blautt fyrir minn smekk.
Aftur inn í örbyglju. 20 - 30 sek.
Hræra mjög, mjög vel og voila!
MisterSoft! MicroSoft... nei... það þarf að finna annað nafn á kvikindið!
Svo gleymdi ég að taka mynd af grautnum í morgun því ég át hann næstum allan á hraða ljóssins. Einn biti eftir þegar bloggarinn rankaði við sér. Gefið mér séns, klukkan er 04:10 þegar þessi mynd er tekin.
Eins og þið sjáið virðist ég hafa bætt út í hann heilli dollu af kanil - sem er svosum ekki rangt. Einnig hrærði ég við hann kókos og hindberjum áður en hann fór inn í ísskáp. Hann var svaðalega fínn mín kæru. Sérstaklega ef þið fílið þykka, mjúka, önaðslega silkimjúka "leðjugrauta". Mhhmmm!
Góð lýsing, ekki satt?
Það er án efa hægt að gera þetta í færri örbylgjuskrefum og hann þarf ekki endilega að geyma inn í ísskáp - bara muna að hræra! HRÆRA!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Egg, Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 13:29 | Facebook
Athugasemdir
04:10!!!????
Elíííín!!!??
Erna (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 17:26
segi það sama og Erna..WHAT? þetta er ekki kristilegur tími að vera vaknaður !! eða varstu kannski ekkert farn að sofa?
segðu mér nú eitt; afhverju er örrinn fyrir valinu í stað pottur og hella?
Heba Maren (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 01:09
Erna/Heba: Æji já. Vaknaði, gat ekki sofnað aftur svo ég ákvað bara að láta mig hafa það og éta grautinn minn.
Örrinn fyrir valinu því það tekur aðeins styttri tíma og minna uppvask
Elín Helga Egilsdóttir, 17.4.2010 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.