Fyrir, eftir, á meðan og núna

Jæja, þá er þetta loksins komið heim og saman. Eftir mikla leit, graf og krafs.

Já, hér eru bumbumyndir og fleira í þeim dúr. Verið góð við mig! Blush

Samt magnað hvað það getur verið ömurlega flókið að finna almennilegar myndir for helvede.

Get svosum ekki sagt að ég hafi einhverntíman verið í "hræðilegum" málum hvað holdarfar varðar. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. En í hræðileg mál var ég komin með þol, styrk og úthald almennt. Fékk töluvert spark í rassgatið þegar ég ætlaði mér að hjóla upp eina auma brekku, í fyrsta gír, móð og másandi eins og sprungin belja. Búkhljóðin svo svaðaleg að fólk var komið út í glugga til að athuga hvaðan harmakveinið barst.

Mér brást allur máttur þegar frammúr mér arkaði 134 ára gamall maður, gangandi við staf.

Það viljum við ekki lömbin mín. Ekki þegar þið eruð rétt að skríða í 21 ár.

Unglingsárin einkenndust af auraskorti, nammiáti, nóakroppi og kókdósum í bland við prófalestur og allt "heilafóðrið" sem honum fylgdi. Heilafóður sem fóðraði töluvert margt annað og meira en bara heilann skal ég ykkur segja... ójá.. svona er ég nú klár.

unglingur mikill

unglingur mikill

Þar af leiðandi er undirrituð hér í öllum formum, myndum, aðstæðum, stærðum og gerðum frá árinu 2004.

Spánn 2004.

Kvendið nýskriðin í 20 ár.

*kútsí kútsí kútsí kútsí*

Belgur

Spánn 2005.

Bleiktoppa 21 árs, aðeins búin að skafa af belgnum á mér. Þarna var ég, í fyrsta skipti, nýbúin að vera í einkaþjálfun heilt sumar. Má segja að "ferlið" hafi byrjað þetta ár í kjölfar hjóladramans. Vissi samt nákvæmlega ekki rass í baun hvað ég var að gera þegar ég fór í ræktina.

Þetta er árið sem ég lét ég þau frægu orð falla:

"Guð minn góður hvað sumt fólk er bilað að nenna að mæta í ræktina kl. 6 á morgnana. Það er nú ekki allt í lagi með þetta lið!"

Góð Elín - góð!

aðeins minni belgur

2005

Svo tók við átvetur mikill, ég skrapp í JSB eftir jólin, 2005/2006. Léttist um 10 kg. í átaksnámskeiði þar, þá orðin 66 kíló, og aftur tók við átvetur mikill.

Átveturinn sá einkenndist af kleinum og kókómjólk í morgunmat, samloku með ítölsku salati í hádegismat, oftar en ekki súkkulaði og kakó í eftirmiðdaginn og einhveruslags hamborgarasulli í kvöldmat.

Alltaf, alltaf ís eftir klukkan 19:00!

Jólin 2007/2008.

jólin 2007/2008

Febrúar 2007.

Besta Amsterdam-mynd hérnamegin Alpafjallanna.

Mæjó fröllur! Ekki góðar fröllur - en ég át þær samt!

amsterdam í góðum gír

Sumarið 2007 fór ég svo í Bootcamp með Ernu vinkonu. Léttist aðeins þar, var í 67 kg. rúmum og hélt af stað til Frakklands, elsku Frakklands og Ítalíu í því formi.

Bestaðasta eðaltjaldferð sem ég hef farið í. Ítalía vann - mikið endemis ofur sem ég elska Ítalíu.

Franskar sveitir vega þungt en Ítalía... *dæs*

Ernu og Jensa brúðkaup, fyrir frakkland

Svona fór um sjóferð þá.

Byrjun september.

ítalía frakkland

Miðbik september.

ítalía frakkland

ítalía frakkland

Lok september.

Úhlalahh.. orðin svolítið pattara- og frúkkuleg. Yrði flott ítalskt sí-rífandikjaft-kvendi í framtíðinni.

Er reyndar sí-rífandikjaft kvendi núna. Bara af ísklenskum uppruna. 

Frakkland 2007

Krúttaraleg Ellusprengja.

Líklegast upp á mitt þyngsta hérna. Lenti í Frakklandi 67 kíló, sneri til baka tæp 76.

Dugleg stelpa!

En það var ekkert nema gaman... og gott engu að síður Wink Sjóóðandi heit, brakandi mjúk baguette og ostur í morgunmat. Heimalöguð sulta frá 107 þúsund ára gömlum bónda.

Yndislegt.

Í laginu eins og baguette

Þarna hafði ég þó fengið nóg og var komin með hálfgert ógeð. Labba smáspöl, hvað þá upp stigana í Colloseum, og ná vart andanum var ekki alveg að gera sig i minn bók.

Eða brók.

Svo ég ákvað að dúndra mér í að koma allserjar ástandi í sæmilegan farveg. Má segja að hér hafi ég tekið þetta af "alvöru".

Ferlið, áhuginn, matarræðið, æfingar.

Jólin 2008/2009.

Búin að vera í einkaþjálfun í tvo mánuði tæpa, eftir Frakklandið, og búin að léttast um 8 kíló.

Lyfingar í bland við brennslu.

jólin 2008

Eftir þessi jólin vildi ég sjá hvort ég gæti, bókstaflega, lifað án þess að setja sykur inn fyrir mínar varir. Það heppnaðist.

Á afmælinu mínu 2009.

Tveimur mánuðm eftir jólakökur, ofát og allskostar gúmmulaði-svarthols ítroðslu. Ákvað að taka þetta með trukki og gera almennilega.

Ekki arða af sykri fór inn fyrir varirnar frá 1. jan - 1. mars.

Á þessum tíma varð bloggið svo til. Enda sést það vel í "Um höfund" ræðunni hvar ég var stödd í þessu annars ágæta ferðalagi mínu.

"En er ekki betra að bíta í eitthvað sætt ef þú veist að það er "gott" fyrir skrokkinn í leiðinni? Fáðu þér döðlur, fíkjur, rúsínur. Búðu þér til hafrakökur með banana - finndu þér sykurinn á öðrum stað en í t.d. nammiformi."

Mikið af vatni... Atlantshafið... hefur runnið til, jah, sjálfs sín síðan þá Cool

feb 2009

magamynd

Mánuði seinna... og 300 klst. brennslu.

JÁ... ég þoooli ekki að láta taka svona myndir af mér. Þessvegna tek ég þær yfirleitt alltaf sjálf, mis vel heppnaðar (mis-vel-heppnaðar) í spegli.

mars 2009

Jebb, þarna var ég í hálfgerðu tjóni.  Sjeikar, brennsla, meiri brennsla og jah... meiri... brennsla?

"GUÐ MINN GÓÐUR... ÉG BORÐAÐI KARTÖFLU... ahh ok, ég kveiki í henni með auka klukkutíma á morgun"

Heilbrigt ekki satt?

Þreytulegri en skúringamoppa. Lít út fyrir að vera 150 ára.

Maí 2009.

Sýnir sig og sannar. Þarft ekki að vera "heilbrigð(ur)" þó svo þú sért grönn/grannur. Það er stórkostlegur munur þar á gott fólk.

Númer 1, 2 og 3. Ef þér líður ekki vel, þá kemur það til með að sjást - alveg sama hvað talan á viktinni segir. Þið sjáið það bara á myndinni hér að neðan.

-> Takið samt efitir því hvað systir mín er eitthvað lítil og krúttaraleg á þessari mynd Joyful

sumarið 2008

sumarið 2008

Þarna var ég komin í smá sumarfrí og við tók ofurát.

Uppsöfnuð gremja og ömurlegheit í bland við áhugaleysi og hálfgerða uppgjöf.

nohm

Júlí 2009.

sumarið 2008, júlí

Ágúst 2009.

Búin að sitja föst í sama farinu allt sumarið. Alveg sama hvað ég barðist um í ræktinni eða hversu oft ég fór.

Orðin frekar súr í sálinni á þessum tímapunkti.

ágúst 2008

ágúst 2009

Sumsé, til að taka saman tímabilið frá því ég kom heim frá landi baguette og osta, fram að þeim tímapunkti sem ég stútaði öllu brennslusystemi.

Nýkomin frá Frakklandi lengst til vinstri - 6. október 2007, örlagaríkur kreppudagur með meiru. Hálfu ári seinna var ég komin niður í viktina sem ég er í dag eða 60 kíló. Það má sjá á mynd lengst til hægri. Þarna var ég hinsvegar búin að brenna frá mér vit og rænu - en eftir bókinni, hvíthærð með brúnkukrem.

Stórkostlegt!

Fyrir/eftir

Mánuði seinna, og um það bil 700 klst. brennslu.

Tók það saman að á þessu tímabili, miðað við ofnotkunina á rassatækinu (stigavélinni), þá hafi mér tekist að arka langleiðina til tunglsins. 

mjóspenna

Á engar almennilegar fyrir/eftir bumbumyndir frá þessu tímabili. Því verr og miður.

Sumarið fór svo í almennt át og hamingju, eins og góð sumur eiga að vera. Sleppti mér í áður nefndu sukki og þyngdist um 5 kíló á tæpum þremur vikum. Vel af sér vikið ekki satt? Þetta gerist þegar maður er átvagl af guðs náð og sleppir nammidögum með eftirsjá í hjarta og lifir á loftinu. Aumingjans brennslukerfið allt í rugli og skrokkurinn harðneitar að láta í té þær hitaeiningar sem hann hefur nælt í á annað borð af hræðslu við að missa þær aftur.

Og nota bene mín elsku bestu, á myndinn hér að neðan, eftir að 5 kílóin bættust utaná kvendið, fannst mér ég vera með bumbu á við Buddha og skvap fyrir allan peninginn.

Biluð?

Já... það held ég nú.

Tveimur vikum eftir mjóspennu

Þar sem ég er lélegri en allt að láta taka af mér myndir, í þeim tilgangi að nóta niður árangur, þá eru þetta því miður einu myndirnar sem ég fann frá þessu tímabili. Engar byssumyndir eða bak-kremjur. Ég er svo léleg, ég er ekki einusinni í pósu!

Sem er að sjálfsögðu nauðsynlegt í svona efnum!

Gamla eldhúsið hennar mömmu, sælla minninga, kvaddi þennan heim, 2009, sökum ofnotkunar yfir sumartíðina. Spaghettisen sló heimsmet í fjölskyldufiestum og áti yfir höfuð.

Af því að við borðum jú alltaf yfir höfuð!

Eftir sumarið æpti ég hástöfum á Röggu til hjálpar og varð hún við þeirri bón svo um munar. Eftirfarandi póst sendi ég á hana 25. ágúst 2009 - nákvæm hérna.

"Sæl og blessuð

Ég sendi þér nokkrar línur um daginn varðandi sjálfa mig og þjálfunina mína.

Ég vil aftur þakka þér kærlega fyrir svörin sem þú gafst mér. Alveg frábær.

 

Nú er ég hinsvegar komin á þann punkt að ég verð að fiffa og hressa upp á prógrammið áður en ég mygla. Búin að vera í sumar að gera í raun... bara eitthvað! Ef þú veist hvað ég meina. Búin að vera að lyfta á fullu en aldrei neitt sérstakt prógram og er alveg týnd. Veit ekkert hvar best er að byrja eða hvernig best sé að sparka aðeins í rassgatið á sjálfri mér. Bæði hvað lyftingar, brennslu og mat varðar.

 

Lýst svo helvíti vel á þig og miðað við það sem ég hef lesið eftir þig þá veist þú 100% um hvað þú talar. Sé sjálfa mig í mörgum af þínum pistlum.

 

Ef þú hefur laust pláss fyrir eitt stykki geit sem er tilbúin í blóð svita og tár þá yrði ég ofurkát" 

 

Átvenjur bötnuðu til muna. Ásamt því að koma brennslukerfi í samt lag þá styrktist ég mjög hratt, léttist í leiðinni, sem er bara bónus. Ég á mér "þægilega og óþægilega" vikt. Góða viktin mín liggur á bilinu 58 - 65 kg. Allt undir eða yfir þessum tölum er 'óæskilegt' í minni bók og mér líður hálf kjánalega í eigin skinni.

Nema þegar ég var upp á mitt "besta" hvað vöðvamassa varðar. Þá var kvendið 65 rúm með 12% fitu utanáliggjandi. Leimmér að heyra "Ku-j-öööt".

KUU-JÖHÖÖT!

September 2009.

Búin að vera að lyfta a-la Ragga í mánuð, uppgötva allt sem ég "mátti" borða. Heimskulegt að segja þetta. En ég hreinlega vissi ekki betur.

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég var að gera mikið "rangt" í þessum matarmálum. Svei!!

Hér kveikti ég líka á perunni með viktarmál. Viktin segir ekki alla söguna mín kæru og árangur er hægt að mæla í auknum styrk, þoli sem dæmi.

Tók ekki nema, hva, rúm 3 ár að átta sig á þessu?

september 2008

Nóvember 2009 - 2 mánuðir liðnir af Röggu-píníngum.

Metnaðurinn i botni og viktin blessuð tekin með út að borða!

Ef ég væri ofurhetja þá héti ég "Viktarinn" eða "Vik-tor"!

Átvaglið og vigtin

Árshátíð vinnunnar í nóvember 2009.

65 kíló og búin að týna 4 cm af ummáli og tækla lyftingar af krafti.

október 2008, byrjuð hjá Röggu - árshátíð

október 2008, byrjuð hjá Röggu - árshátíð

Bostonferðin sælla minninga.

Enn og aftur var étið á sig gat.

Cheeeeesecakefactory ostakökur! Óguð... ég dey!

Þarna var ég 63 eða 64 kíló, búin að bæta á mig töluverðum massa. Orðin mun, mun sterkari en fyrr um veturinn. Skelfilega gleðileg tilfinning það.

Desember 2008, boston

Jííííhaaawww

Butter pecan smakk 

Hér urðu svo enn aðrar afskaplega "drastískar" breytingar.

Allt að ske.

Einu tímabili lauk og annað tók við. Bæði hvað líf varðar og háralit.

Jól 2008Jól 2009 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áramótin/jólin 2009/2010.

Jólin 2009

systur og feðgin

Áramót 2009

Janúar 2010.

Byrjuð að skafa, skera og sneiða töluvert hérna.

Það er bannað... að gera grín að speglasjálfsmyndatökum! Bannað!

janúar 2010

Febrúar 2010 vs Febrúar 2009

Afmælisdagurinn þetta árið. Ledderhósen með emo-hár. Gaman að þessu.

Febrúar 2010 - afmælið mittfeb 2009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Febrúar 2010

Mars 2010

Enn var "mokstri" áfram haldið.

Matarræðið búið að vera 110% síðan í janúar. Lyftingar 3x í viku, brennsla 3 - 5 daga eftir nennu og helgarnar frí.

Mars 2010

Tæpum tveimur árum eftir að ég byrjaði á þessu öllusaman þá komst ég í þetta form. Að skafa af bumbunni tók mig frá jan - apríl 2010.

Mars 2010 til vinstri, apríl 2010 til hægri.

magi

Á hlið

Jafn þung og eftir brennsluna miklu, jan - maí 2009. Spáið í því! Aðeins meira af vöðvum hafa bæst utan á kroppinn.

Jan 2009 vs. apríl 2010

mai 2009Mars 2010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var förinni heitið til Ásralíunnar. Lands alls þess sem átvögl ættu með öllu að "forðast".

Óhh... dramatíkin.

Þarna arkaði ég um með lausan tauminn, og étarann í viðbragðsstöðu, í mánuð og át allt sem tönn á festi! Það var æði!! Uss það er svo mikið af allskonar eðalfæðuefni í þessu blessaða landi.

Skundað út á Akureyrarflugvöll, sælla eldfjallaminninga, í lok apríl...

...át um það bil svona upp á dag næstu 30 daga...

nasty bratwurst í ástralíu

...brotlenti mánuði seinna í bakgarðinum hjá móður og föður, nokkuð sællegri en þegar ég fór af landi brott. Hér ku vera lok maí þessa árs.

Vorbelja á góðum sumardegi

Buxurnar góðu pössuðu ekki... eða... þú veist. Skruppu í þvotti og allt það.

Þarna var ég þó byrjuð að Bútkampfa eins og vindurinn. Fékk nóg af letinni í lok maí og ákvað að sparka aðeins í nennarann og koma mér af stað á nýjan leik eftir 2ja mánaða pásu.

örbuxur

Eldhress í sumarkampfi.

Júlí 2010.

Jasoh... tíminn fljótur að líða maður. Eins og þessi mynd hafi verið tekin í gær! 

Tók smá stefnubreytingu í æfingavali hér. Engar lyftingar allt sumarið.

Gleði gleði

Sigraði hlauparann!!! Eða.. minn hlaupara.

Náði að antilópast samfleytt í 30 mín án þess að kalla til Björgunarsveitina.

Byrjuð að bootcampfast

Ella og Inam

pffff

Ágúst 2010.

Ofursviti eftir einn-tvöfaldan, frekar massívan, Kampf-tíma.

Virkileg gleði í svitabootcampfbaði

Skírnarveislukökumatsofurátsgleði.

Eins og með barnaafmæli, þá eru skírnar-/fermingarveislur alveg jafn mikill hamingjuhæll fyrir Akkilesinn.

skírnargleði

godmothers

Stunan farin að smokra sér inn hérna, Bootkamp búið og lyftingar teknar í og með á nýjan leik.

Enn erum við í Ágústmánuði.

Hlaupum haldið áfram í sumarblíðunni

Ein armbeygja

Og buxurnar blessaðar pössuðu utan um rassgatið á mér í annað sinn. Bara smá þolinmæði og þú nærð takmarkinu þínu. Tók mig rúman mánuð að komast í brækurnar á nýjan leik.

Ekki að það hafi verið "takmarkið" en ágætis viðmið engu að síður.

Tók mig líka 2 mánuði að vinna mig upp í 62 kg. í hnébeygju aftur eftir Ástralíuferð og sumarleti.

gay pride gleði 

Október 2010

Október 2009

Hér er ég farin að taka Karvelio á þetta. Engar eiginlega "lyftingar", mestmegnis core æfingar með meiru - virkilega, virkilega kerfjandi og skemmtilegar. Góð og gleðileg tilbreyting og engin "brennsla". Þá er ég að tala um 30 - 40 mín. rassatækismyrðingu. Hef alveg látið það eiga sig núna í vetur.

Tækifæris magamynd fyrir þetta pistilsgrey. Best að hafa hana í svarthvítu sko. Einmitt.

Samt forvitnilegt að sjá muninn á mjög "sköfnum" maga og svo í dag. Eilítið öðruvísi samsettur. Kannski ekkert stórkostlegt, en smá.

Október 2010

Maginn í október

Apríl/Mars 2010

magi

Nóvember 2010

Árshátíð vinnunnar. Ári seinna.

hamingja

2010 vs. 2009

november 2010

ellaarshatid2009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sælla... sælla... ó svo sælla minninga.

Árshátíðir geta... ég endurtek, geta... verið góðar "tíðir" daginn eftir.

Geta.

Þynnri en hár 

Þetta kvikindi var svo tekið núna í desember.

IMG_4423

Líður alveg hreint ágætlega bara, fyrr utan pínínguna sem fylgir því að taka þessar helv... myndir.

Afsakið orðbragðið.

Hreyfing/matarræði allt innan skynsemis og hófmarka. Líkar það vel. Komin í rútínu og maginn sáttur við sitt. Orðin assgoti hraust á skrokkinn, búin að ná nokkrum hápunktum á árinu eins og einni dauðri, hlaupum og hnébeygju á einari.

Eitthvað sem ég gat t.d. ekki áður en ég fór til Ástralíu.

2004 - 2005 - 2007 - 2009febrúar - 2009mars - 2010

2004 - 2007 = Vissi ekki neitt, var bara að "lalla"

2007 - núna = Tekið með trukki! Hugsaði út í það sem ég var að gera.

ferli

Jól 2007 - 2008

jólin 2007/2008jólin 2008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jól 2009 - 2010

Jólin 2009jól 2010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það sem mestu máli skiptir, og sem ekki er hægt að sjá á "mynd", er árangurinn sem ég hef náð! Frá því að taka 2,5 kg. í tvíhöfða í 12 kg. Um það bil 15 kg. í bekkpressu í 40, 20 kg. í hnébeygju í 62, aukið þol, aukinn styrkur, aukin hamingja og gleði. Svo eitthvað sé nefnt. Matarræðinu snúið 180 gráður réttsælis og lífstílnum í leiðinni.

Þetta hefur því verið ágætis ferðalag frá því að vita nákvæmlega ekki neitt um nokkurn skapaðan hlut tengdan hreyfingu til þess að vera bara ágætlega vel að mér í því sem "má og má ekki" bæði hvað varðar hreyfingu og mat. Er líka með þá vitneskju í kollinum hvað ég þarf að gera/borða til að létta mig/byggja mig upp/auka þol ofr. Eitthað sem ég bý að alla ævi.

Þetta eru ekki geimvísindi.

Það er jú hægt að fara eftir ákveðnum formúlum en mér þykir best að finna svolítið út sjálf hvað hentar fyrir minn skrokk. Það sem virkar fyrir mig, virkar kannski ekki fyrir Benjamín frá Biðukollu. Það sem ég þarf að gera til að byggja mig upp er kannski ekki rétta formúlan fyrir þig.

En það er ekkert að því að fá aðstoð, byrjunarreit, eitthvað til að vinna með og vinna sig út frá því.

Bloggið blessað varð til í mars árið 2009. Hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan þá bæði hvað innihald og framsetningu varðar. Tala nú ekki um hugarástand undirritaðrar. Ég hef bæði elskað þennan vettvang og hatað. Hef jafnvel hugsað mér að hætta þessu alfarið en það er ótrúlegt hversu mikil hvatning það getur verið að fá alla ykkar jákvæðni beint í æð.

Þið eruð ekkert nema æðisleg!!

Ég er nákvæmlega enginn brautryðjandi á þessum vettvangi. Ég veit um andskoti marga sem gert hafa "stórkostlegri" hluti en ég í þessum efnum. En það sem ég setti mér sem markmið hef ég náð og viðhaldið. Með það er ég virkilega, virkilega ánægð. Fékk aðstoð frá nokkrum valinkunnum einstaklingum, tala nú ekki um fjölskylduna mína og vini, á leiðinni og hef kynnst mikið af góðu, góðu fólki.

Markmiðið sem þú setur þér er hvorki minna/stærra en þeirra sem í kringum þig eru - það er þitt. Púnktur. Haltu þig við það, ekki gefast upp og njóttu ferðalagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segji bara eins og Darcy í Bridget Jones, I like you just the way you are!  Á meðan þú ert happy og líður vel þá er ég sátt við þig

Mundu bara hversu margir elska þig í ræmur, eina með öllu eða með öllu nema hráu.......ehhh allt í lagi, ég skildi mig!

 *knús

Dossan (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 20:56

2 identicon

Frábær lesning og frábær árangur sem þú hefur náð! til hamingju!!! :)

María (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 22:09

3 identicon

Vá en skemmtileg færsla :D ! Og öfund á árangurinn ! Verð að taka undir með ræðumanni númer eitt, þú ert rosa flott sama hvernig holdarfarið þitt er :D Gangi þér vel.

Tanja Mist (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 22:52

4 identicon

"Bumbu"myndir, þyngdir, markmið and all other things aside þá finnst mér hugarfarsbreytingin það mesta sem þú virðist hafa afrekað og það er einmitt líka það sem flestir einblína minnst á en skiptir þó mestu máli.

Það er ekki beint prógrammið eða matseðillinn sem skiptir mestu máli, það er hugarfarið. Sé það rétt nærðu árangri, sama hvað þú ert að gera.

Þú þarft samt sem áður að gyrða þig í brók og taka því hóli sem að þér er rétt, þú ert búin að ná fantaárangri að sjálfsögðu hafa aðrir gert "stórkostlegri" hluti en þinn hlutur er stórkostlegur in it's own way og þú hefur haft áhrif á fleiri en þig grunar til góðs.

Keep it up!

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 23:43

5 identicon

loksins eftir mikla bið!!! :) skemmtileg lesning og djöfull skal ég hafa þetta allt í huganum þegar skafningurinn eftir barnsburðinn hefst hjá mér :P

Sylvía (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 23:45

6 identicon

Til hamingju með þennan glæsilega árangur! Þú ert svakalega góð fyrirmynd og ég kíki daglega á síðuna þína. Ég er sjálf að byrja í mínu ferli (20 kíló eða svo skulu fara af, takk fyrir pent - en fyrir utan það að komast í kjörþyngd þá langar mig SVO MIKIÐ að fá almennilegt þol og geta hjólað og gengið upp Esjuna án þess að fá brunatilfinningu í lungun eftir fyrstu 20 metrana....) og ég hef prófað fullt af uppskriftum frá þér.

Ertu hætt að nota prótínduft og búa til sjeika? Var það bara þegar þú stútaðir brennslukerfinu þínu? Er það rétt skilið hjá mér að maður stúti brennslukerfinu með því að æfa bara þesskonar æfingar en ekki að lyfta með?

En, innilega til hamingju aftur og þú lítur frábærlega vel út!

Gleðilegt nýtt ár!

Hanna (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 23:48

7 identicon

a-haa! Þannig þetta ert ÞÚ sem ég hef séð í ræktinni, var ekki alveg viss- næst segi ég HÆ:) Virkilega skemmtilegur pistill og ég tek undir fyrri komment- mesti sigurinn er hugarfarsbreytingin því með henni verður allt miklu auðveldara, að mínu mati.

Takk fyrir skemmtilegt bloggár- gleðilegt nýtt ár!

Helga B. (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 00:18

8 identicon

Frábær pistill :)  Þú ert mér mikil hvatning til að koma mér í betra form.   Takk fyrir öll góðu kommentin á árinu sem er að líða og alla frábæru pistlana .. hlakka til að heyra meira frá þér á nýju ári :)

Ásta (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 01:22

9 identicon

Þú lítur stórkoslega út á öllum þessum myndum einfaldlega vegna þess að þú hefur svo mikla útgeislun og það er jú eitt af því sem gerir okkur svo falleg. Hinsvegar er þetta frábær árangur og mikil breyting á kropp  Takk fyrir alla frábæru pistlana þína elsku Ella, þú hefur svo sannarlega hjálpað og peppað okkur mörg með þeim. Hlakka til að fylgjast með á nýju ári

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 08:45

10 identicon

Glæsilegur árangur, sérstaklega hugarfarslegur:)

Takk fyrir að vera svona frábær penni og hvetjandi!

Ásta Sigrún (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 08:54

11 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

VÁ!! Þvílíkur munur, ég hafði einhvern veginn aldrei getað ímyndað mér þig í holdum svo það er rosalega skrýtið að sjá bumbumyndirnar. Stórt RESPECT fyrir að pósta þessu... í eigin feimni og aumingjagangi get ég ekki hugsað mér að sýna alheiminum 90+ myndir af mér :/

Ég tek heilshugar undir með frænda kærum, hugarfarið þitt er virkilega öfundsvert . Það var dásamlegt að vinna með þér. alltaf svo jákvæð og drífandi, og það hefur komið þér á þennan stað. Lítur stórkostlega út kona, með heflaða kviðinn þinn og útgeislunina.

Knús á þig!

Ragnhildur Þórðardóttir, 30.12.2010 kl. 09:26

12 identicon

Frábær árangur og frábær frásögn  Gaman að sjá ferlið þitt og heyra af lærdómsferlinu. Þetta gerir ekkert nema hvetja mann áfram. Sérlega ánægjulegt þegar nýtt ár er að renna í hlað og gott er að líta um öxl og setja sér ný markmið.

Þú ert algjör hetja og snillingur. Þú og Ragga eruð fyrirmyndir mínar og hvatning og ég hugsa til ykkar oft á dag

Takk fyrir mig og kíð öpp ðe gúd vörk

Hulda (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 10:01

13 identicon

Fyrsta komment og jú, sammála öllu ofangreindu.

Hitti þig í Sporthúsinu, ásamt nokkrum skvísum um daginn, og við spjölluðum saman. Er þessi dökkhærða í grænu blússunni.

Verð bara að segja að ég var pínku smeik við að tala við þig fyrst, fannst það svolítið "ógnvekjandi" því þú ert í svo flottu formi og örugg í talanda og ég ekki. En það kom sko annað á daginn. Vá. Yndisleg manneskja og svo opin og skemmtileg. Ekkert feimin við að tjá þig um nokkuð með fæturna á jörðinni. Eins og þau segja hér að ofan, útgeislun!! Ekki að það hafi komið mér á óvart þannig séð.

Ætla sko að kynna mig næst. Ég sé sjálfa mig í þessu ferðalagi ég er á sama stað og 2004 myndin. Ætla að komast í þitt form á næstu árum og passa að gleyma ekki ástæðunni fyrir því á leiðinni.

Þú er algerlega mín fyrirmynd! Takk fyrir að deila sjálfri þér með okkur.

Bergþóra (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 10:10

14 identicon

Vá flott :) Takk fyrir þetta - klárlega inspiration!

¨R (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 10:16

15 identicon

Loooksins, og vá vá vá flottur árangur hjá þér. Finnst þú samt svaka flott á fyrstu myndinni á Spáni! Það kviknaði samt á einhverju hjá mér við því sem Fannar segir með hugarfarsbreytinguna,að hún sé það mikilvægasta en það sem flestir gleymi!!! Það gott að fylgjast með blogginu þínu og gaman að lesa þennan pistil og sjá myndirnar þína.

Bestu kveðjur Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 10:21

16 identicon

Vá hvað það var gaman að lesa þennan pistil,les bloggið þitt á hverjum degi.

Ég þarf að losa mig við ca 20 kíló,tek svona tarnir og er dugleg í ræktinni í smá tíma og svo ekki meir í langan tíma. Hef ekki nógu mikið will power en er alltaf að leita að því. Finnst æðisleg tilfinning þegar ég er búin að taka á því í ræktinni en það er andskotanum erfiðara að koma sér af stað.

Til hamingju með árangurinn og takk fyrir að deila þessu með okkur.

Kolla (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 10:22

17 identicon

Frábær pistill hjá þér, þú ert algjör hvatning :) Gaman að sjá að maður er ekki einn um að "detta" á leiðinni ;)

Ég byrjaði einmitt á núllinu 2007 (sprengdi mig á hlaupabrettinu á 10 mín) og hljóp svo Laugaveginn í sumar. Það er allt hægt og eins og nefnt var hérna að ofan þá er þetta fyrst og fremst spurning um hugarfar :)

Líka gaman að sjá hvað það var mikill munur eftir að þú fórst að lyfta og hvað þú lítur hraustlegri út eftir að þú tókst mataræðið í gegn.

Til hamingju með árangurinn og takk fyrir þennan frábæra pistil. Gleðilegt nýtt ár og hlakka til að lesa bloggið þitt á nýju ári

Ragnar (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 11:11

18 identicon

Mér finnst þú auðvitað alltaf æðisleg en þú ert búin að vera svo ógeðslega dugleg og ég dáist að þér!! Ótrúlega gaman að sjá þetta ferðalag í myndum og samt svolítið fyndið að vita að maður var þarna með en þá var þetta ekki alveg svona augljóst. :)

 Luv you man

Erna (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 11:53

19 identicon

Takk fyrir þennan æðislega pistil nafna! Þú veitir mér alltaf svo mikinn innblástur!

Til hamingju með þennan frábæra árángur, og já, bara takk fyrir að vera til! :)

Elín Lóa (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 11:57

20 identicon

Innilega til hamingju með þennan árangur! Þú ert nú meiri hetjan:-)

Ég er sammála öllum hér að ofan, hugarfarsbreytingin er aðal snilldin - hún veldur því að maður getur haldið sér við.

Takk fyrir gott blog ár.

Margrét Rós (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 12:31

21 identicon

Takk kærlega fyrir þennan pistil!! :)

Þú lítur glæsileg vel út núna og ert mér mikil hvatning og fyrirmynd!! :) Eftir að ég byrjaði að lesa bloggið þitt og Röggu nagla hef ég losnað við 12kg, tugi cm og fitu% hefur lækkað um 10% takk fyrir takk :D og þetta er bara síðan í byrjun september!! það geta þetta allir ef hugarfarið er rétt :D

Þú ert æði!! :D

Þuríður (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 13:18

22 identicon

Ellan mín,

Þú ert frábær fyrirmynd og einfaldlega frábær persóna sem var ósköp gott og gaman að fá að kynnast.

Ekki hefur bloggið þitt góða skemmt fyrir frábærleikanum nema síður sé - einfaldlega góð viðbót við allt annað.

Haltu áfram að vera bara þú því þannig ertu langlangbestust.

Kveðja,

Sólveig.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 13:58

23 identicon

Ég verð líka að bæta því við....

Þú ert ótrúlega lík Hayden Panettiere á fyrstu myndinni !

Tanja Mist (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 14:07

24 identicon

Þú ert alltaf svo fín og sæt! :) En mikið svakalega ertu búin að vera dugleg! Til hamingju með þennan frábæra árangur!

Þorbjörg (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 15:17

25 identicon

Flott blogg og flottur árangur.. mátt sko vera stolt af honum. og held svei mér þá að hugarfarsbreytingin sé stærsti sigurinn, því ver og miður er erfiðast að hagga honum,erfiðari en helfv vigtinni..

Ert flott  og alveg frábær fyrirmynd...eitt stórt klapp á bak fyrir þér ella mín

Heba Maren (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 19:54

26 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Ég segi nú bara eins og Happy Gilmore í .... ehm, já, 'Happy Gilmore:

'If I'd wear clothes like that, I would have to kick my own ass!'

Frábær færsla og klárlega eitt af skemmtilegri bloggum landsins um þessar mundir. Það er ekki annað hægt að en að tileinka þér, ungfrú Skeletor, þessa klippu hérna úr Robot Chicken :)

http://www.youtube.com/watch?v=CsNaJchZG7A

Magnús V. Skúlason, 30.12.2010 kl. 20:43

27 identicon

Þú ert hetjan mín - og dökkhærð er klárlega málið ;)

Unnur (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 21:37

28 identicon

Fagra frænkudýr!!! Nuff said!

inam (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 23:51

29 identicon

Algjörlega fyrirmynd mín númer 1,2 og 3!!!

þvílík hetja sem þú ert stelpa!

Ég kem hér inn nokkrum sinnum á dag ... og verð aldrei fyrir vönbrigðum!

Þú ert algjör snillingur sem hrífur mann með þér í gegnum mál og myndir!

Ég þakka fyrir frábæra lesningu á árinu sem er að líða og get ekki beðið eftir að fylgjast með þér á nýja árinu :)

Kærar kveðjur og gleðilegt nýtt ár:)

Helga (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 01:35

30 identicon

Þú ert bara yndisleg!! Og duglegri en allt! Til hamingju með frábæran árangur. Ég man líka þann dag mjög vel þegar ég sendi henni elsku bestu Röggu póstinn sem breytti lífi mínu. Þið eruð báðar ÆÐI og hafið kennt mér ótrúlega margt. Gleðilegt ár!

Hafdís (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 02:11

31 identicon

Happy New Year 2011!

:)

skyr (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 10:10

32 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Almáttugur.

Elsku besta fólkið mitt.

Hvað get ég sagt? Eiginlega ekki neitt - mér er orða vant.

Ekki bjóst ég alveg við þessum viðbrögðum frá ykkur. Varð meyrari en allt það sem meyrt er við lesturinn, get svo svarið það. Myndi knúsa ykkur öll, þó helst í einu, ef ég bara gæti það.

Bestu, bestu þakkir þið eðalskvísur og ofurtappar. Bloggnennan margfaldast skrilljónfalt við lesningu sem þessa. Mikið eruð þið yndisleg!

Æjiiiiii

Takk, takk takk takk yfir línuna. Uss. :)

Hanna: Það sem ég gerði "rangt" var í raun að stunda brennsluæfingar af of miklum krafti og borða of lítið og ekki nægjanlega fjölbreytt. Þær lyftingar sem ég stundaði núlluðust svo gott sem út því ég gerði ekki neitt annað en að brenna, breanna meira og í því ferli, brenna þeim vöðvum sem ég var að reyna að safna - nú... af því ég borðaði ekki neitt.

Sjeikar eru ágætir út af fyrir sig, bestir eftir æfingar og einstaka millimál. Helst samt að borða bara mat þegar þess er kostur. Ég fæ mér prótein eftir lyftingar og stundum fyrir svefninn. Einu skiptir sem ég gúlla slíkt í dag. 

Allt er gott í hófi og á þessu tímabili fékk ég mér 3 sheika á dag í staðinn fyrir máltíð. Fyrir utan að svelta matarpúkann þá er þetta hreinlega ekki nægjanleg næring, í langan tíma, ef þú ætlar að stunda æfingar af kappi í leiðinni. Svona lifir enginn það sem eftir er ævinnar - hver vill éta bragðlausa sjeika í öll mál næstu 50 árin?

Já nei takk :)

Ragga:  Takk fyrir sömuleiðis mín kæra. Góðu og gleðilegur dagur, 25. augusto, svo mikið er víst. Andskoti margt sem breyttist þá og gæti nú ekki hafa beðið um betra Lærimeistarakvendi!

Magnús: haaahaha! Ég ætla að Skeletora inn í nýjárið með stæl! Matseðillinn í kvöld er stórhættulegur - í mjög svo góðum skilningi! :)

Elín Helga Egilsdóttir, 31.12.2010 kl. 12:18

33 identicon

váá takk æðislega fyrir að deila þessu ferli þínu með okkur ókunnuga fólkinu!!

mér finnst þú líta mjög vel út á öllum myndunum enda rosaleg útgeislun frá þér, en enginn smá árangur sem þú hefur náð, til hamingju með hann :o)

Er þó sammála þeim sem tala um það að hugarfarsbreytingin sem hefur orðið hjá þér er þó langflottasti árangurinn!

Þú ert án efa ein af bestu fyrirmyndunum fyrir þá sem eru í leit af heilsusamlegra líferni, engir öfgar og ánægð með að þú sleppir þér reglulega eins og við hin, þar á meðal yfir hátíðirnar :p

Hlakka til að bloggfylgjast með þér á nýju ári og gleðilegt át í kvöld :o)

HallaS (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 15:04

34 identicon

Frábær pistill!! lítið hægt að bæta við hah! allt orð að sönnu sem sagt hefur verið hér að ofan, þú ert  frábær fyrirmynd og ekkert smá mikil hvatning fyrir mig :) 

Gleðilegt nýtt ár og gangi þér vel á nýju ári! hlakka svo til að halda áfram að fylgjast með blogginu þínu, þú ert snillingur með meiru ;)

Dísa (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 16:34

35 identicon

Ó hver voru/eru þín trix við að skafa af maganum ! Ég borða hollara en andskotinn, lyfti 4x í viku og brenni 1x. Rústaði brennslukerfinu reyndar í sumar, en er allt á batavegi..I hope. En sama hvað ég geri, hreyfi mig, lyfti, ég rétt og geri magaæfingar..maginn vill ekki haggast ! En allt annað grennist...*pirringúúr* !

Hjálp ? Smá advæs ?

Tanja Mist (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 19:37

36 identicon

Vá, frábær lesning á nýju ári, takk elskan fyrir þetta:)

Þú ert duglegust. Gleðilegt ár Ella mín og takk fyrir frábæra pistla og deila því með okkur.

Dísa (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 23:43

37 identicon

Frábær færsla takk takk takk !!!!

Mér fannst hún svo frábær að ég stóð uppúr sófanum, í spegilinn með myndavelina og tók fyrirmyndir því árið 2011 á að taka með trompi. Þarf ekki að losna við mörg kíló, en ætla að sjeipa mig upp og halda áfram að reyna að hugsa vel um heilsuna, því það er það sem skiptir máli HEILSAN!! :)

Rut R. (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 16:16

38 identicon

Duuglega!

Ég vissi ekki að það væri svona stutt síðan þú byrjaðir að blogga! Ég er búin að fylgjast með frá byrjun! haha... 

Gott að fá að sjá svona vel flysjaðan maga eftir hátíðarnar, gott spark í rassinn!

SÓ (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 17:09

39 identicon

Rosalega hefurðu náð flottum árangri og ekki spurning að hugarfarsbreytingin hefur spilað þar stóra rullu. Hef fylgst með þér í þó nokkurn tíma og prufað margar uppskriftir frá þér :) Langaði samt alltaf að spyrja þig varðandi fótaferðartímann hjá þér, en í einni færslu skrifarðu að þú vaknir alltaf klukkan 5. Hefurðu alltaf verið svona árrisul eða er þetta eitthvað sem þú þurftir að venja þig á?

Takk fyrir frábært blogg og enn betri hvatningu:)

Sigríður Svana (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 12:53

40 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Æhhhjiii ohhh!!!

Enn og aftur, ekkert til í orðaforðanum annað en TAKK! Þið eruð alveg ómetanleg!

Tanja Mist: Vildi óska að ég gæti sagt "beygði mig til hægri, hoppaði áfram og hélt niðrí mér andanum á meðan" en þetta var í raun bara staðfesta, engin uppgjöf og 110% matarræði.

Miðað við það sem þú segir þá ertu að gera stórgóða hluti mín kæra. Spurning hvort þú 1. prófir að minnka matarskammtana. Bara smá. Sjá hvort það hafi eitthvað að segja. 2. Prófir að skipta út æfingaprógramminu þínu? Koma skrokknum á óvart með nýrri hreyfingu, nýjum æfingum og nýjum áskorunum. 3. Prófa HIIT brennslu.

Sigríður Svana: Alls ekki árrisul á yngri árum. Eftir að ég byrjaði að æfa þá komst ég að því að morgnarnir eru "minn tími". Ef ég æfi á morgnana verð ég töluvert mikið þreyttari á kvöldin og sofna þar af leiðandi fyrr. Um leið og ég er komin í einhverja "rútínu" þá vakna ég sjálfkrafa klukkan 5, það er, ef ég sofna á skikkanlegum tíma :)

Svo byrjaði þetta eitt sumarið, vakna snemma og njóta sumarmorgnanna - það er yndislegt.

Elín Helga Egilsdóttir, 3.1.2011 kl. 22:13

41 identicon

Sæl,

 Ohhhh þetta er alveg frábær pistill.  Bíð alltaf spennt eftir næstu færslu ;)

Þú ert alger inspiration!!  Er búin að lesa ótrúlega margar greinar og pistla og bara allt sem ég hef komist í en núna í fyrsta skipti er ég tilbúin að samþykkja að þetta er ekki allt brennsla, brennsla, brennsla.  Er einmitt ein af þeim sem er líklegast búin að skemma brennsluna.....

Þetta er bara eins og að sjá ljósið!  Þú ert snillingur :D

TAKK ÞÚSUND SINNUM!

ps. mig langar rosa mikið að vita hvað þú ert há og kannski einhverjar fituprósentutölur á þessum tímabilum, ef þú ert til í að segja frá svoleiðis? :)

Guðný (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 12:16

42 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohhh... Guðný, þú veist ekki hvað það gladdi mig mikið að sjá þetta frá þér og takk sömuleiðis. Meiningin með bloggsrifunum, yfir höfuð, er ákkúrat þessi. Ojj hvað ég er kát.

Ég er 174 cm og ég koma svona um það bil tölur, man ekki alveg 100 aftur í tímann en þetta ætti að vera nokkuð nærri lagi :)

2005 - 67 kg, 28%

2006 - engar sérstakar mælingar, en rokkaði frá 74 -> 67 -> 65 -> 75

2007 - 67 kg, 25% minnir mig, bootcamp. 75kg eftir frakkland og 32%, komst niður í 70 kg og 28% fyrir jólin.

2008/2009 - eftir brennsluna miklu 60 kg. og 11%. Svo upp í 63 og 17%. Byrjaði hjá Röggu á þessu ári. Var aðallega í ummálsmælingum og slíku en hélt mér undir 65. Missti töluvert ofurmagn af cm, náði að byggja upp töluverðan vöðvamassa og styrktist mjöög mikið.

2010 - fyrir Ástralíu, 62 kg og 12%, minnir mig alveg örugglega. Kom heim frá Ástraíu 63 kg. og 18% (óje). Fór í bootcamp um sumarið, fór þá niður í 60 kg. og 14%.

2011 - Veit ekki % mína núna, en er að dóla á bilinu 58 - 61 kg. og hef haldið því siðan í byrjun árs. :) Ætli % sé ekki í kringum 16 eða 17%.

Þannig, semdæmi. það að vera 60 kg. og 12% og 65 kg. og 12%, segir ansi mikið til um hversu mikinn vöðvamassa þú ert búin að byggja upp ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 5.1.2011 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband