14.4.2010 | 14:26
Dagurinn 100 árum lengri
Kjúlli er sívinsæll. Sé fiðurfé á boðstólnum í vinnunni eru allir mættir stundvíslega niður í matsal 11:30! Nema átvögl, þau fá leyfi til að byrja 11:11. Jafnvel 11:10. Gott að vera á sérsamning... eða...hmm, kannski enginn sérsamningur. Bara gott að vera gráðugur!
Allir bitar samsvöruðu þó hálfum kjúlla! Gráðug eða ekki, hálfan fugl gúlla ég ekki á "skynsömu" dögunum mínum. Bringan því tekin fallega til hliðar og restin varðveitt á húsbréfi til átu seinna í dag!
Eftirréttur voru mínar heittelskuðu ásamt tyggjóplötum til hreinsunar!
Var búin að gleyma því hvað það er nú notalegt að klára æfingaskammtinn á morgnana. Nú er allt í einu fullt eftir af deginum og ég get gert eitthvað svakalega skynsamlegt eftir vinnu! Eins og að redda teiknidóti, hljóðbókum og hitta ofurkroppinn og eðalkvendið mína ástækru Röggu!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hádegismatur, Kjúklingur/Kalkúnn | Breytt 24.9.2010 kl. 13:27 | Facebook
Athugasemdir
Jömms, núna lang ég í kjúlls, þrátt fyrir að hafa étið kjúlls í hádeginu
dossan (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 14:54
Þú ert líka með bumbubúa! Þeir eru frekari og spesífískari á mat en aðrir búar
Elín Helga Egilsdóttir, 14.4.2010 kl. 15:02
Enda er þetta Spaghettísen-bumbubúi, þeir fá sko kjúlla, spaghettí og brúna sósu í staðin fyrir móðurmjólkina
dossan (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 15:44
Beint í æð!
Langar í Móaflatakjúlla núna... ughh!!!
Elín Helga Egilsdóttir, 14.4.2010 kl. 15:51
Svo geturðu líka notað restina af deginum í að hitta Naglann ;)
Ragnhildur Þórðardóttir, 14.4.2010 kl. 16:28
Já maður! 17:30 stundvíslega!
Ritað í sögubækur og myndað í bak og fyrir!
Elín Helga Egilsdóttir, 14.4.2010 kl. 16:36
Ég skil - þú hefur dottið út úr færslunni mín kæra! hahh... ég get nú reddað því!
done and done
Elín Helga Egilsdóttir, 14.4.2010 kl. 16:38
alveg agalegt að hafa misst af ástarfundi við ykkur.. bíð þess aldrei bætur múhaha.. eða kannski bara þar til næst
merkilegt með kjúllan að maður fær ALDREI ógéð..
Heba Maren (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 22:13
Æji já - þetta hefði orði mikill snilldarinnar koketill að þér viðbættri. Við reddum því bara við tækifæri
Satt, fuglinn er ætíð uppáhalds.
Elín Helga Egilsdóttir, 15.4.2010 kl. 06:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.