Eytt um bláber fram

Ég ákvað í mínu kreppulausa hjarta að spandera og létta aðeins á veskinu! Verðugur málstaður engu að síður!

Fersk... bláber! Óguð! Kóngafæða!

125 gr. eru að kosta rétt tæpan 600 kall. Já takk. Um það bil 12 kr. á ber gefið að í kassanum séu 50 væn ber - og þá er ég að vera rausnarleg!

Bláberjagleði

Samt vel þess virði! Sjáið þið bara... úhhhff!

Bláber - fersk bláber

12...24...36...hamingja og gleði!

Ohhchh

Með gleðilegri hafragrautum sem ég hef borðað í langan tíma!

Ég er nú ekki vön að blanda alheimskreppuvandamálum inn í þetta blessaða blogg mitt, en matvælaverð á þessari ágætu eyju er með ólíkindum kjánalegt! Maður kaupir sér ekki bláber nema veðsetja börnin sín í leiðinni!

Ég ætla að éta öll bláber alheimsins á meðan ég er í útlandinu, kaupa allt ofurgóss sem kostar handlegg og nýra á þessu landi - og njóta þess í botn!! Hihiiiii Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki bara málið að fara og tína (týna?) þetta í massavís í lok sumars og geyma í frysti :-)

Hafdís (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 11:31

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það er mikið þjóðráð - en það þarf alltaf að frysta svo ekki skemmist.

Ekki það að frosin bláber séu ekki góð, eru bara svo ofurgóð svona glæný og fín.

Elín Helga Egilsdóttir, 12.4.2010 kl. 11:39

3 identicon

 Sæl rakst á síðuna þína þar sem ég var að leita að uppskrift með   Súkkulaði pecan-bita hafrakökur með trönuberjum. getur þú  bent mér á einhverja leið til að finna þessa uppskrift.

Alma Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 13:06

4 identicon

Ég á mökkfullan frysti af berjum sem ég týndi/tíndi og þau eru svo viðbjóðslega vond þegar það er búið að frysta þau, smakkaði bara nokkrum dögum eftir að ég frysti þau og þau verða bara ógeðslega beisk á bragðið. þannig að þau hanga bara þarna inní frysti, mig langar EKKERT í þau. - það þarf víst að frysta þau MEÐ SYKRI svo þau verði ekki svona beisk

Rut R. (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 15:11

5 identicon

Ég er að kaupa frosin bláber í bónus, þau eru í svona litlum poka með rennilás .. ég geymi þau svo bara í ísskápnum og þá eru þau alveg eins (næstum því ..) og fersk bláber :) nammnamm!

ellen ýr (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 15:11

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ahh.. þetta var ein af jólakökutilraununum mínum. Setti aldrei inn uppskrift af þeim blessuðum - heppnuðust ekki alveg nógu vel

Annars er alltaf snjallt að fara barasta á www.google.com og prófa að slá inn nokkur vel valin leitarorð - google frændi veit allt.

Elín Helga Egilsdóttir, 12.4.2010 kl. 15:23

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ellen Ýr: Jamms. Ég kaupi yfirleitt stóru bláberjapokana - fínt í grauta og gums. Keypti svona rennilásapoka í Hagkaup held ég, grænn á litinni - svaðalega góð berin í honum en kostar slatta í poka miðað við magn.

Rut R: Alveg sammála - svo sorglega leiðinlegt

Elín Helga Egilsdóttir, 12.4.2010 kl. 15:30

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Fersk bláber eru munaðarvara og aðeins á færi útrásarvíkinga að neyta þeirra, og það er skandall!! Ég keypti frosnar dúllur í Bónus í síðustu viku í rennilásapoka og þau eru bara þrælfín..... en fersk eru samt alltaf laaaaangbest.

Svo sá ég að þú ert að fara að heiðra andfætlinga með nærveru þinni.... ÞOKKALEGT!! Ánægð með þig að skella þér í skemmtireisu.

Ragnhildur Þórðardóttir, 12.4.2010 kl. 20:11

9 identicon

mér finnst fín tíndu-ísl-berin-frosin..set þau bara í sheikinn..verður þessi fallegi fjólublái litur-súrt as hell en hey íslenskara og hreinna verður það ekki. mátt senda berin til mín ef þú ætlar ekki að borða þau

en það er alveg fáránlegt hvað fersk-ekki frosin ber eru dýr...fallega dæmið... 

Heba Maren (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 10:00

10 identicon

Já það er sko rugldýrt að kaupa sér fersk ber í dag .. svo geymist þetta líka eiginlega sama sem ekki neitt.  Maður rétt kemur þeim inn í ísskáp og daginn eftir eru þau orðin drulla

Ég hef nú s.s. leyft mér einstaka bakka af íslenskum jarðaberjum á sumrin .. þvílík dásemd!  Algert afbragð .. svo sæt og bragðgóð.

Ásta (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 11:16

11 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ragga: Þar sem kettir lenda á bakinu og möndlur vaxa á trjánum!

Heba Maren: Lunga og tá og þú ert einni öskju af bláberjum ríkari!

Ásta: Þau eru æði! Reyndar flestöll ber í minni bók - er mikil berjaæta!

Elín Helga Egilsdóttir, 13.4.2010 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband