Hugmyndir að "hollari" eftirréttum

Svona af því að helgin er hinumegin við hæðina. Nokkrar hugmyndir að "hollari" útfærslum af góðgæti, millimáli, bita, áti...

...og já, ég rændi einstaka myndum/hugmyndum af netinu Devil

Jógúrt með hunangi

Eins einfalt og það hljómar. Jógúrt með smá hunangi og jafnvel berjum/hnetum/krumsi og hamingju.

Yogurt-fruit-parfait-hl-1854044-L

Banana ís - þetta er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Skera banana niður í sneiðar, setja í ílát/poka, frysta, mauka! Til að gera þennan ofur þá væri hægt að setja út í blenderinn/matvinnsluvélina dökkar súkkulaðispænir og jafnvel smá mjólk. Bera fram strax - bara gott og alveg eins og ís. Treystið mér!

Banana soft serve

Banana soft serve

Banana frostpinnar

Skera banana niður í bita nú eða í tvennt. Pota priki upp í rassinn á aumingjans bönununum. Krakkar elska svona. Svo bara leika!

nutellabanana1_wm-400x296

Velta hverjum banana upp úr dökku bræddu súkkulaði og dýfa ofan í hnetumulning/kókos/múslí. Líka hægt að velta þessum gulu hamingjusprengjum upp úr hunangi og svo hnetukrumsi.

Inn í frysti og japla á með bros á vör!

Bláber með bananasósu

Bláber í skál! Check!

Banani, smá ricotta ostur, létt ab-mjólk, sítrónusafi, hunang - blanda. Check!

Hella yfir bláberin og jafnvel toppa með súkkulaðispænum! Double check!

Grillaðir ávextir

Einfalt, fljótlegt, gott. Grilla t.d. banana/ananas/perur/epli/mango - ekki of mikið þroskað. Strá með kókos, jafnvel borða með hunangs jógúrti!

0306p150-grilled_peaches-l


Eftirrétta panini/burrito

Tvær sneiðar af heilhveiti brauði nú eða heilhveiti tortillur, smyrja með smá náttúrulegu hnetusmjöri/sultu, jafnvel raða með jarðaberjum eða banana og kremja í grilli. Voila. Dreypa ogguponsu hunangi yfir brauðið eða t.d. flórsykri til að vera fensí.

Tortilla - náttúrulegt hnetusmjör - smá sykurlaus sulta - banani - vefja - BURRITO!

Jarðaberja og appelsínumix með pistasíum og ricotta

Ohhh... svo gott. Hræra saman t.d. 2 msk rauðvínsediki, 1 msk hunangi setja til hliðar. Skera niður jarðaber og setja í skál ásamt hnetum og niðurskornum appelsínum. (skera úr þeim kjarnann og reyna að sleppa öllu hvítu) Hella edikblöndunni yfir ávextina, hræra létt, setja á disk (reyna að sleppa vökva) og mylja ricotta ost yfir.. nú eða jafnvel geitaost. Ef þú vilt lifa hættulega geturðu saltað/piprað dýrðina smá - annars bara súkkulaðispænir eða kókos Cool

Ofnbökuð epli

Annaðhvort hollari týpu af eplaköku eða taka eplin sjálf og baka þau. Af því ég öölska heit, krumsuð epli.

baked-apple

Skera innan úr þeim kjarnann og fylla svo holuna með einhverju gúmmulaði. Blöndu af hnetum/þurrkuðum ávöxtum/kanil/hunangi sem dæmi. Setja í eldfast mót, setja smá vatn í mótið og inn í 180° heitan ofn í 25 - 30 mínútur. Jafnvel setja ogguponsulitla smjörklípu ofan í hverja holu.

Svo væri líka hægt að kreysta safa úr appelsínu eða nota hreinlega appelsínusafa, hella yfir eplin áður en þau eru bökuð. Myndast ágætis "sýróp" sem hægt er að nýta nú eða.. úr því ég er byrjuð, búa til smá sýróp á pönnu fyrst. Appelsínusafi, hunang, kanill, negull, kardimommur - hita þangað til þykkt og hella yfir eplin og inn í ofn! Mmmmm....

...sagði einhver ís? Banana ís?

Frosin vínber

grapes_top-540x385

Inn í frysti og út eftir nóttina! Æðislegt að japla á svoleiðis á kvöldin nú eða barasta þegar maður liggur út á palli í góðu veðri með bumbuna upp í loftið! Bumba út í loftið -> mjög mikilvægt atriði í sólbaði! 

Svo væri eflaust hægt að útbúa allskonar sheika eða búðinga/mousse úr tofu og fleiri gleðilegheitum. Þetta er svona það sem mér datt í hug án þess að þurfa að hugsa mikið (já, ég er löt í dag) - einfalt, fljótlegt. Er líka með nokkrar hugmyndir af ágætis nartkostum þar sem uppskriftirnar mínar fela sig. Súkkulaðikökur, muffins ofl. 

Þið kannski hjálpið mér við að finna eitthvað fínt til að bæta við þennan lista? Hvað er ykkar uppáhalds? Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ummm, girnilegt að vanda hjá þér, mitt uppáhald þessa dagana er að henda vanillupróteini og frosnum bananasneiðum í blender ásamt smá vatni, bragðast sem guðdómlegur ís.

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 10:46

2 identicon

ÞEINK JÚ!!! Ohhh... ég elska svona gúmmelaði, meira að segja er ekkert bannað að fá sér svona undur í morgunmat (ó mæ gad!!!).

Uppáhaldið mitt í augnablikinu er unaðslega skyrísinn sem ég bý til. Ég skelli eins og 1 dl af hreinu ms skyri (ég vel ms afþví mér finnst það betra), 1/4 af frosnum banana og svo gommu af annað hvort frosnum bláberjum eða frosnum jarðaberjum (spari skelli ég 1 tsk af hunandi og kanil á hnífsoddi út í guðdómleikann). Svo geri ég fína ískúlur og set í skál strái fallega grófmöluðum kókos yfir heilagleikann.

Hulda (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 10:57

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Oh já, hægt að nýta almennilegt prótein í allskonar sniðugt. Ís, sósur, skyr/jógúrtgums, stangir, bakstur - mikil snilld.

Elín Helga Egilsdóttir, 15.4.2010 kl. 10:58

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Mmm.. skyrgumsið hljómar mjöög vel. Ég sé það mjög vel fyrir mér húðað í hunangsristuðum heslihnetum.... ohhhgggg

Elín Helga Egilsdóttir, 15.4.2010 kl. 11:15

5 identicon

 Sá þetta aftan á Agave sírópinu frá Sollu:

2 dl döðlur, skornar í litla bita, 2 dl pekahnetur, 1 dl kókosmjöl,1 dl dökkt agave síróp,1 dl kakóduft

Setjið allt í matvinnusluvél, mótið í litlar kúlur og kælið eða frystið. Þetta hljómar eiginlega suddalega vel! :)

Hafdís (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 11:32

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohhh já... svipað og þetta hér. Ekkert nema gott sko!

Elín Helga Egilsdóttir, 15.4.2010 kl. 12:03

7 identicon

Hafrar, dökkt kakóduft, mjólk/vatn, rúsínur, hnetur, blanda og borða

Diljá (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 09:12

8 identicon

Sniðugar hugmyndir :)

 Nýjasta æðið hjá mér er grísk jógúrt. Skófla einni góðri skeið í skál og set yfir 2-4 hindber eða brómber, 2-4 sneiðar banana, smávegis grófmuldar pekanhnetur (brýt þær bara yfir). Smá agavesýróp. Spari þá set ég gróft brytjað dökkt súkkulaði.  Var að gæða mér á þessu í morgunmat því að hafrarnir kláruðuðust nokkuð sem ég hefði venjulega verið gersamlega eyðilögð yfir en af því að þetta er svo gott þá líður mér ekkert illa yfir þessu lengur ;) En talandi um hafra, þá væri ábyggilega ekkert verra að strá t.d. súkkulaði/haframúslíinu hennar Sollu á milli laga. Þetta er baaaaaaaaaaaaaaara gott! Þegar ég smakkaði þetta fyrst, þá skildi ég fyrst merkingu orðsins áferðarperri

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 10:42

9 identicon

Aðeins of fljótfær. Semsagt maður setur til skiptis grísku jógúrtina og allt nammið sem að ofan er lýst, meiri jógúrt ofaná, meiri hindber, súkkulaði, os.fr.v. - ég er yfirleitt með svona 3 lög. Svo er alveg harðbannað að hræra í þessu ;)

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 10:44

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Uppáhalds hjá mér er Scitec súkk mokka þykkildi með bönunum útí eða hnetusmjöri.

Frosnir bananar stappaðir og hrært út í hvítt súkk Scitec.

Epli steikt á pönnu með sykurlausu karamellu sírópi og kanil,brytjað út í kotasælu með pekanhnetum.

Döðlur fylltar með kotasælu og kjúklingaskinku vafið utan um.

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.4.2010 kl. 12:36

11 identicon

Mitt uppáhalds er lífræn jógúrt m/kókos og bláberjum.... ummm kókos og bláber svo gott. Má líka sæta jógúrtina og setja vanillu í (eða nota gríska eða skyr ef maður vill þykkt) og setja möndlur með upp á krunchið.

Svo er geggjað gaman að fá sér fínt glas á fæti og setja alls konar fínirí (helst marglitt) í lögum upp glasið... upplivelsið af átinu er þá svo skemmtilegt :)

Laufey (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband