11.4.2010 | 17:35
Kökur, eggjakökur og fiðurfé
Er aftur komin með eggjakökuæði. Það er bara eitthvað við þær blessaðar sem ég fíla alveg í blússandi botn.
Einfaldari verða þær nú varla en þessi. Laukur svissaður upp úr smá olíu. Eggjahvítum og einu eggi hrært saman og hellt yfir dýrðina. Smá ostur og krydd á milli - brjóta saman, strá með steinselju og hafa sinnep hresst á kanntinum!
Lítur næstum því út eins og pizzabotn! Myndi án efa virka ágætlega sem slíkur!
Sjáið svo hvað laukurinn kemur skemmtilega út - býr til hringlaga mynstur í kökuna.
Ógvöð, ég gleymdi að tómatsósa dýrið! Skömm Elín Helga... skömm! Reddaði því á síðustu tveimur bitunum!
Oh nei!
Neiiiiiiiiiiii!
Svo það komi annars skýrt og skilmerkilega fram þá var þessi annars Gvendsamlega eggjakaka hádegismaturinn minn! Betra seint en aldrei segir máltækið - eftir 30 mínútur er ég að fara að gúlla í mig kjúlla!
Svo sannarlega dagur kjúklingsins og öllu sem þeirri dýrategund tengist!
Andlegur og óandlegur undirbúningur hafinn fyrir Ástralíuför. Best að byrja á því að fjárfesta í bókum og teiknigræjum í þessari viku. Sný sólarhringnum við í næstu viku og bæti tónlist, í og með, vel og vandlega inn á ipodinn fram á síðustu mínútu!
... ha.. sagið einhver að ég þyrfti að pakka?
Flugvallabið og flugvélahangs - here I come!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Egg, Kvöldmatur, Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 13:25 | Facebook
Athugasemdir
Ó eggjakökur, mín eina og sanna ást. Ég er orðin sérfræðingur í þeim þó ég segi sjálf frá :) Rosa gott að hella blöndunni yfir alls konar grænmeti, allskonar krydd og svo henda pönnunni í heilu lagi inn í ofn, þá bakast hún báðum megin :)
Hafdís (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 19:06
Myndirnar segja ad ekki sé haegt ad gera thetta betur en thú hefur gert. Vá..thetta lítur sko vel út...perfect!. Eins og beint úr vandadri uppskriftabók.
Hungradur (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 19:21
Hafdís...thad sem ég geri, t.d. thegar ég er ad steikja egg á pönnu, til thess ad losna vid hráu slepjuna ofan á egginu thá einfaldlega skelli ég loki á pönnuna. Thá er ótharfi ad snúa egginu á pönnunni thví eggid lagast thá einnig á upphlidinni.
Hungradur (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 19:28
Elín Helga....ég maeli med ad thú takir med hljódbók. Gott fyrir thig ad geta hlustad á góda bók í flugvélunum afslöppud med lokud augun.
Hungradur (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 20:01
Hafdís: Ohh já, þær eru svo góðar! Ég reyndar á ekki pönnu sem má stinga inn í ofn - þyrfti að redda mér einni slíkri!
Hungraður: Ekki slæm hugmynd!! Held ég nýti mér þetta eðalráð barasta! Bestu þakkir fyrir
Elín Helga Egilsdóttir, 12.4.2010 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.