5.4.2010 | 16:55
Vakna úr páskadvala
Þvílíkt snilldarinnar ofurletifrí!
Ég stóð næstum því við allt sem ég sagðist ætla að gera... eða ekki gera! Eitt blogg gott fólk! Eitt blogg laumaðist inn í fríinu og síðan ekki söguna meir! Yoga var tekið með trompi og lyftingar samar við sig.
Tók smá handa-action í bland við yogað í dag. Bís og trís, enda handleggirnir farlama lufsugrey eftir atið. Allt þess virði, sérstaklega þegar ég vissi af máltíðinni sem beið mín eftir æfinguna!
Þar sem ég þurfti að rjúka strax eftir handapat í morgun greip ég plastbox og mixaði hvítt súkkulaði scitec þykkt með kanil og muldi svo rískökurnar út í gleðina. Gumsið var æði þykkt, karamellukennt og bjútifúlt og pínkulítið erfitt var að hræra allt saman í lokin en það hafðist - enda verða rískökurnar að engu eftir hræringinn! Þetta lítur kannski ekki par fallega út en hey... áferðarbragðsgleði!!!
Eins og sykurpúði! Ég segi það satt - áferð og bit eins og sykurpúði!
"Karamelló" og kanilló í bland við rísó! Þetta er æði! Hlýt að geta mixað eitthvað meira úr þessu! Gera próteinið þykkara, rúlla upp í litlar kúlur, geyma inn í ísskáp og voila! Eftir æfingu konfekt!
Límkennt, klístrað karamellugums!
Helst meira að segja sjálft uppi.
Til að sanna að í þessu sé rískaka en ekki ... eitthvað annað... VOILA!
Af hverju ég tel mig knúna til að sanna að ég hafi gúllað í mig rísköku er enn ekki vitað!
Páskalamb á boðstólnum í kvöld. Móaflatarpáskakjúlli átti sér einnig stað í fríinu, ég þyrfti að sýna ykkur dýrðina við tækifæri!
Vona að páskarnir hafi verið ykkur góðir mín kæru! Rúmar 3 vikur í maí! Sumarið er handan við hornið!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Eftir æfingu, Prótein, Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 13:23 | Facebook
Athugasemdir
ertu að blanda próteinið þá bara út í oggupoggu vatn svo þetta verði þykkt?
S.R (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 09:19
Jamms. Byrja kannski á því að setja 1 - 2 msk - þetta breytist í hálfgerðan bolta en rennur svo út. Set svo kannski aðeins meira vatn eða þangað til það rétt drýpur af skeið. Rísið drekkur svo aðeins í sig vökvann.
Elín Helga Egilsdóttir, 6.4.2010 kl. 09:40
Býrðu þetta til fyrir æfingu? Er ok að láta próteinið standa?
SÓ (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 09:54
Já, gúllaði þessu saman fyrir æfinguna. Hingað til hefur ekkert verið að því hjá mér að láta það standa, set það jafnvel inn í ísskáp yfir nótt og tek það með mér á morgna (ef ég lyfti á morgna) og allt verið í lagi. :)
Elín Helga Egilsdóttir, 7.4.2010 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.