25.3.2010 | 14:09
EGG
PÁSKAEGG
Sjáið bara hvað ég fékk fínt gefins frá vinnunni! Gleðiefni. Nú verða páskarnir haldnir hátíðlegir í næstu viku! Núh ... eða núna á laugardaginn með afmælisafanum! Þó maður gæti alveg eins farið út í búð og keypt sér Nóa Siríus hreina súkkulaðiplötu þá er einhver dónaskapur sem fylgir því að borða eggið! Rjómahvíttsúkkulaði! Sykurgrísinn skríkir af hamingju!
Þessir ungar eru samt alltaf svo geðsjúklega geðveikir til augnanna! Curazy eyes! Alltaf eins og þeir séu nýsloppnir af stofnun fyrir fólk unga með... curazy.. eyes!?!
((hrollur)) huhh... sem betur fer þarf ég ekki að éta ungann!
Smjöttum á þessu við tækifæri mín kæru!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Heilsa, Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
Mín bíður Kólus páskaegg á Klakanum... mér skilst að það slagi hátt í kílóið.... and it's all mine takk fyrir takk!!
Ragnhildur Þórðardóttir, 25.3.2010 kl. 14:27
Hæ aftur Elín
Ég var að skoða próteinfrumskóginn á síðunni sem þú bentir á. Er til eitthvað light eða eitthvað svoleiðis? Hvað hefur þú verið að kaupa? Er ekki súkkulaði best?
Vó ekkert smá mikið af spurningum...og hrollur...gæsahúð og alla malla..."hrátt" skyr ;O)
Kveðja Sól
Sól (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 14:50
Ragga: Kólus eggin eru ofuregg! Mig dreymir... svoleiðis egg! Var samt að japla á Sambó súkkulaði "bolta" hérna í vinnunni í síðustu viku! Stútfullur af lakkrískrumsi, dumble, fílakaramellum... það.. var ofurbolti!
Sól: Ójá! Hrátt, beint á ská og beinustu leið upp í átvaglið!
Ákkúrat núna er ég barasta í hreinu próteini. Hef verið að smjatta á máltíðarpróteinum, light, fyrir svefn, undan æfingu, fyrir framan imbann - eins og Ragga hér að ofan hefur sagt, næstum orðrétt "Peningaplokk og koddavæl". Hreina próteinið, hreint whey, er það sem virkað hefur best fyrir mig. Mæli með því og mæli með próteininu frá Scitec. Líkami og lífstíll í sporthúsinu er líka með ágætis prótein - fín á bragðið og góð áferð.
Hvað bragð varðar þá overdósaði ég á súkkulaði fyrir nokkru síðan. Er rétt byrjuð að feta í þau fótspor aftur hvað súkkulaði mokka frá scitec varðar. Mjöög gott. Annars er ég öll í vanillu/banana/kanil - einhverju svo til hlutlausu sem auðvelt er að blanda við aðrar matarafurðir eins og t.d. graut, pönnsur, kökur... Margir sem mæla með súkkulaði scitec. Ég er núna að með hvítt súkkulaði scitec - það er æði. Súkkulaði/mokka á enn vinninginn. En sitt sýnist hverjum.
Vona að þetta hjálpi eitthvað
Elín Helga Egilsdóttir, 25.3.2010 kl. 15:05
Hvar nálgast maður þetta yndisleg prótein sem ég hef heyrt svo marga dásama?
Ásta (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 15:49
Hefur skapast ágætist umræða um umrætt prótein hérna. Hann er komin með heimasíðu kappinn og allt.
Elín Helga Egilsdóttir, 25.3.2010 kl. 15:58
Muhahaha - ég vann, fékk egg nr 4 og unginn minn er með derhúfu og heldur á eggi!
Dossa (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 16:01
Halló Elín
Takk...Frábært hvað viðbragðsflýtirinn er alltaf góður hjá þér við að svara :O)
Frábær síða og þú ert snillingur :O)
Kv. Sól
Sól (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 16:04
Dossa: Derhúfa, heldur á sínu eigin afkvæmi - og örugglega með curazy eyes!
Sól: Það var afskaplega smátt mín kæra og þakka þér barasta kærlega fyrir Alltaf gaman að geta svarað spurningum og/eða aðstoðað smá, sérstaklega ef það hjálpar. Þá finnst mér ég vera að gera eitthvað örlítið gagn.. hohh!
Elín Helga Egilsdóttir, 25.3.2010 kl. 16:35
Ahahaha, ég hló upphátt af páskaungaummælunum! Svo satt, þeir eru alltaf með augun á ská og skjön og horfa undarlega á mann. Haha!
Annars takktakk aftur of aftur fyrir frábæra síðu, kíki á hverjum degi alla daga allan ársins kring! :)
Katrín (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 18:02
Góu-eggin eru best BASTA.
Hungradur (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 19:55
Eda var thad Mónu-eggin....man thad ekki. Ekki voru thad Nóa Siríus eggin NEI.
Hungradur (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 20:30
Ohh ég er að elska uppskriftina þína hér að neðan....og í raun allt bloggið þitt.
Þetta hljómar máski krípí en ég fer fyrst á bloggið þitt þegar ég kveiki á tölvunni á morgnana...finnst það æðislega fræðandi og hvetjandi:)
Og varðandi hreint skyr átið hér að neðan þá er ómótstæðilegt að brytja niður rautt epli og setja útí skyrið. Ég á eftir að prófa möndlurnar...hljómar syndsamlega gott
Dóra (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 21:11
Katrín: Hahha, já. Þeir eru beyglaðir og bognir með stingandi tómt augnaráð þessir ungar! Ég væri án efa með bros út að eyrum ef ég stæði á risastóru súkkulaðipáskaeggi!!
Hungraður: Allt súkkulaðikyns er leyfilegt í mínu landi!
Dóra: Ohh já. Epli og skyr, ávextir og skyr... banani.. og skyr! Ég dey! Hvað þá banani, skyr og möndlur. Óguð! Já, skyr er gvödómlegt
Katrín/Dóra: Þakka ykkur báðum kærlega fyrir. Ég er uppi með mér, segi það satt. Stórkostlegar báðar tvær. Bestu þakkir
Elín Helga Egilsdóttir, 25.3.2010 kl. 21:39
bwhaha ég og ragga erum á sama bekk... kólus 900gr páskaegg bíður upp í skáp til átu.. ójá... tilhlökkunin er svakaleg... svo vann viðhengið annað páskaegg nr 4 frá nóa í kvöld þannig að yfir 1 kg af súkkulaði bíður átu eftir nokkra dag.. ískr af tilhlökkun
Heba Maren (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 23:04
Konudýr mitt, íþróttakennarinn & einkaþjálfarinn fer eftir þeirri reglu að allar kaloríur í zúkkulaði zem að öngvinn zér hana neyta, hafi mínuz virkni á móti þeim zem að hún innbyrðir fyrir framan mig & börnin.
Á móti höldum við því fram að hennar Mitzubizi eyði meira Nóa-Kropp en benzíni á leið hennar í ræktina & það kozti heimilið ztórfé, þrátt fyrir benzínokrið.
Steingrímur Helgason, 26.3.2010 kl. 00:07
Heba Maren: Ohhhhoo... góðir páskar í vændum! Mjööög góðir páskar. I like!
Steingrímur: Bwaahahahahaa... ég hló upphátt! Þetta er flottasta komment hérnamegin Noregs! Ég mun nýta mér þessa reglu óspart! Þetta er góð og gild röksemdafærsla!! Halelújah!
Elín Helga Egilsdóttir, 26.3.2010 kl. 10:09
zzzsshhhccchhzzz! heit umraeda!!
Hungradur (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.