25.3.2010 | 11:58
Sumarlegt...
...og hlýtt og blátt og bjart!
Góður dagur enn sem komið er. Föstudagur á morgun. Það er alltaf föstudagur, get svo svarið það. Afinn minn heldur upp á 75 árin sín um helgina - það verður ein góð ofurveisla skal ég ykkur segja! Tilhlökkunarvænt með eindæmum.
Morguninn fór í smá brennslu og maga ásamt þessu undri!
Mjög gott jákvætt og gleðilegt. Eitthvað við það að bíta í möndlu með skyri sem fær mína tungu til að æpa af hamingju. Eiga einhver dularfull efnaskipti sér stað á meðan þessu athæfi stendur. Mér líkar það stórvel!
Skvísa í hádegismatinn með eðalgrænmeti. Stundum þykir mér soðin ýsa svolítið eins og eitt stykki fjöruferð, ekki alveg nógu jákvætt, en því er þó yfirleitt hægt að redda.
Salt, pipar og pestó tóku sig saman í þetta skiptið og gerðu máltíðina að mikilli veislu.
Einar Crane, vinnufélagi extraordinaire, var ekki tilbúinn í fiskinn og fékk sér því kotasælu og tómathrökkbrauð. Tilfæringarnar við tómatáröðunina voru stórkostlegar. Með eindæmum vel raðaður tómatur! Svo vel raðaður að hann rataði hingað inn á bloggið. Til hamingju Einar!
Möndlur og tyggjó í eftirrétt sökum laukáts. Við viljum ekki að samstarfsgúbbar falli í yfirlið þegar átvaglið reynir að ræða málin! Möndlurnar enda ofan í maga, tyggjóið nýtur ekki þeirra forréttinda!
Hotness of the Yoga í kvöld. Ég er alveg að verða húkt á þessu, finn mikinn mun á sjálfri mér! Hlakka mucho mikið til eftir vinnu - jííhaa!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Eftir æfingu, Hádegismatur, Skyr | Breytt 24.9.2010 kl. 13:19 | Facebook
Athugasemdir
Hæ Elín
Borðar þú skyrið bara dræ...með möndlum...er þetta ekki ofursúrt?? Annars er ég sammála umræðunni hérna aðeins neðar...Það væri gaman að sjá mynd af þér fyrir átak ;O)
Kveðja Sól
Sól (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 12:36
Já, ég borða dýrðina hreina og beina! Helst ekki hrært.
Ég öölska nefnilega bragðið af skyrinu, kannski ein af fáum ég veit það ekki, en skyr gæti ég borðað non stop! Möndlurnar eru bara bónus - svo eru þær líka pínkulítið sætar.
Nohm!
Elín Helga Egilsdóttir, 25.3.2010 kl. 13:18
Tek undir orð Sól-arinnar ... ég ræð ekki við eintómt skyr, of súrt fyrir minn munn
Og tek undir með hinum - það væri æði pæði að sjá myndir af Ellunni fyrir átak (byrjaði nú á að skrifa fyrir hádegi!)
Ásta (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 13:32
já skyrið og möndlur eru góð blanda.. og mér finnst súrabragðið venjast..vont en það venst..hægt að setja sykurlausa sultu utí þá er það ok líka...
ella? buin að prufa að steikja möndlurnar ggvvöööðð það er himneskt..er ný búin að fatta að gera það.. og núna er það daglegt ... ójá !
Heba Maren (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 23:08
Ásta: hehe, fínt að fá myndir af kerlingunni fyrir hádegi og eftir! Munurinn... er geigvænlegur! Sérstaklega þegar gott er í matinn!
Heba Maren: Súrbragðið venst nefnilega og eftir smá tíma hlakkar í manni að bíta í gvöðdómlegheitin!
Ohh já. Steikja, ofnbaka, örbylgja, hita... you name it! Heitar möndlur eru ekkert nema ást og hamingja! Sérstaklega ef maður kryddar með einhverju skemmtilegu, ekki að það þurfi, en það gefur auka "Búmmtsjagga". *gleðihrollur*
Elín Helga Egilsdóttir, 26.3.2010 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.