19.3.2010 | 13:32
Vikan rétt að byrja...
...og þá kemur föstudagur!
Sjáið bara hvað vinnufólkið mitt er yndislega fínt!! Þetta beið mín á tölvuskjánum þegar ég mætti í morgun! Ég varð öll mjúk og meyr! Æðisleg leið til að byrja föstudaginn, svo mikið er víst!
Hjartans þakkir fyrir hver sá sem skrifaði þetta!
Fyrsta át dagsins var þessi sérdeilis ómyndarlegi bananagrautur, en góður var hann ban(ana)settur! Sætur, vel þroskaður banani og grautur - hver sá sem bjó til bananann hefur verið í mjög góðu skapi þann daginn!
Netttur tilhlökkunarspenningur gerði vart við sig þegar ég uppgötvaði hvað yrði í hádegismatinn í dag. Ekta... íslensk... kjötsúpa! Ég eeeelska kjötsúpur og þessi stóð sko vel undir væntingum! Stútfull af allskonar góð- og gleðimeti! Rófur, kartöflur, laukur, gulrætur... ohhhggg! Eldhús ofurhetjurnar bjuggu til kjötsúpu þennan ágæta föstudag þar sem fyrirtækið ætlar að bregða undir sig góðu löppinni og skella sér á sveitaball í kveld! Gleðilegt nokk! Það verður dansað, það verður hlegið ok stappað!
Salatbarinn góði! Fallegir, glæsilegir litir! Gæti horft á svona fínan mat allan daginn, get svo svarið það. Held ég þurf á aðstoð að halda!
Hádegisdiskur númer eitt sem veitt var grimm eftirför af súpudisk sem ekki náðist á mynd sökum hungurs umræddar myndavélar! Ég nældi mér líka í afgangs kjúlla síðan í gær! Gvöðdómlegt er fiðurféð!
Æfing á eftir, tjútt í kvöld. Dans og með því! Meiri kjötsúpa - jebb, hún verður tekin með á ballið!
Lopapeysur, stígvél og strá í munninn! Þetta verður bara gaman!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hádegismatur, Morgunmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 13:16 | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekki frá því að mig langi í vinnuna þína! Maturinn er alltaf súper girnilegur. Og miðinn yndislegur - ekkert smá ljúft að fá svona skilaboð að morgni dags get ég ímyndað mér :)
Takk annars fyrir stórkostlega fínt blogg!
Helga (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 14:43
Alger dásemdarvinnustaður greinilega! Undursamleg skilaboð að morgni dags og mötuneytið dýrðlegt! Maður myndi sko alveg hafa áhuga á að vera þar í mat .. þó það væri ekki nema það
Góða helgi og góða skemmtun
Ásta (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 15:45
Gæti ekki lofsamað fólkið mitt nóg
Helga: Bestu þakkir fyrir! Þið eruð nú stærsti parturinn af þessu öllusaman.
Ásta: Takk fyrir það mín kæra. Það skal dansað og dansað aðeins meira.
Elín Helga Egilsdóttir, 19.3.2010 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.