18.3.2010 | 14:34
Lífsrót, allt að gerast, breyttir tímar
Allskonar rót í gangi, búið að vera í gangi og verður áfram í gangi. Bæði gott og slæmt rót - en það gerir lífið bara spennandi og skemmtilegt. Hvar er fúttið í því að hanga á miðlínunni allan daginn? Fáar skemmtilegar sögur hægt að spinna út frá því.
Hvað er annars næst á dagskrá?
Ætla að prófa minn fyrsta Hot Yoga tíma á eftir. Hlakka mikið til að sjá hvort spítukvendið nái að liðka aðeins á sér bífurnar og bakið. Ég er komin á þau skemmtilegu tímamót í mínu lífi að ég get ekki beygt mig eftir hlutum á gólfið án þess að þurfa að beygja mig í hnjánum! Svakalega fín í uppréttri stöðu en um leið og átvaglið byrjar að fetta sig er voðinn vís! Eins og búið sé að stinga priki upp í óæðri endann á undirritaðri sem nær alla leið upp í haus - afsakið martraðirnar sem gætu ásótt ykkur eftir þessa fallegu lýsingu. Verður spennó að sjá hvernig þetta fer - ójá.
Það er möguleiki að villivaglið sé að fara í svaðalega gleðilegt ferðaleg. Meira um það seinna!
Ultratone! Ég er nokkuð viss um að allir séu að velta þessu fyrirbæri fyrir sér. Virkar það, virkar það ekki? Er ég að eyða peningunum mínum í tilgangslausa kippi og spenning fyrir smá kitl í rasskinnarnar? Ég er nefnilega með slitinn vöðva í vinstra læri. Fór í ultratone prufutíma til að sjá hvort ég kæmi einhverju lífi í hann greyið þar sem hann er dofinn og ónýttur. Afgreiðsludaman stakk upp á því að ég tæki bara heildarpakkann, blöðkur á bumbu/rass/læri/ruslakistu úr því ég væri að þessu og jújú, af hverju í ósköpunum ekki? Reyndar hægt að velja um margar mismunandi meðferðir. Þarna lá ég og kipptist til eins og rúllupylsa í nokkrar mínútur. Skvísan lofaði þessa meðferð svo svakalega að ég snérist eins og úldinn ullasokkur á rigningardegi og vildi ólm taka stöðuna á þessu til að geta "afsannað" þá kenningu. Ég trúi jafn mikið á svona "meðferðir" og "megrunarkúra"! Hún talaði t.d. um að fitnessfólk færi í þetta rétt fyrir keppnir til að "strekkja" aðeins á sér. Auðvitað nefndi hún það einnig að matarræðið þyrfti að breytast hjá þeim sem væru að spögúlera í þyngdartaps-meðferð ofr. En ekki hvað ég bara spyr? Hvað um breytt matarræði og almenna hreyfingu? Ég var að spögúlera í því hvort ég ætti að láta peningaplokka mig og leyfa ykkur jafnvel að fylgjast með. Fyrir og eftir myndir, allur pakkinn. Hvað segið þið um það? Svona úr því að ég er á "réttu róli" og allt það. Þetta er kannski bara þvæla, kreppa og peningaeyðsla - gæti samt orðið áhugavert! Hmmm.. spáum í þessu.
Mötuneytið mitt er annars að standa sig með prýði eins og ávallt. Eftirfarandi dýrð var gleypt á örfáum mínútum á slaginu 11:15. Gat ekki beðið lengur. Skrokkurinn var alveg á síðasta snúning.
Keila frá því í gær. Fiskiprinskeila og möndlur í eftirrétt! Klukkan er 14:33 og allt er í lagi!
Fyrir þá sem ekki vita - þegar ég tala um "ruslakistuna", þá er ég að vitna í stórkostlega hliðarsvæðið aftan á baki, rétt fyrir ofan rassinn! Bakspikið undursamlega. Þaðan kemur mörin til með að leka af mér þegar sól skín í helvíti! Ömmu andskotans til mikillar hamingju! En það er bara krúttaralegt - eitthvað til að klípa í!
Jæja... hot yoga mín kæru. Here I come!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hádegismatur, Hugleiðingar | Breytt 24.9.2010 kl. 13:11 | Facebook
Athugasemdir
Thú ert besti bloggari í heimi! I love your blog baby! ...og thessi salatbar og matur á thínum vinnustad er til fyrirmyndar. Vá...dödlur og allt! Gaman ad smella á myndirnar og staekka thaer thannig...thá sér madur betur allt gódgaetid.
Hungradur (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 15:14
Shit! Ég væri sko til í að sjá þessa Ultratone "tilraun" þína verða að veruleika! Hef einmitt alltaf verið að spá hvort maður eigi að fara eða ekki. Hvort þetta sé í alvöru eitthvað sem gerir gagn. Væri gaman að fá "hands on" samanburð/reynslusögu frá þér.
Snilld! Ég styð þetta 100%.
Og að sjálfsögðu - takk fyrir geggjað blogg. Kíki hérna oft á dag - æði að sjá hvað þú borðar yfir daginn.
Guðný (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 15:35
Snilld eins og alltaf, endilega deildu með okkur upplýsingum um gengi þitt í Ultratone
Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 15:43
Ég hef prufað svona Ultratone þetta er alveg últra ;) Þetta er mjög sniðugt með þetta hjálpar húðini að stinnast og það er satt hjá henni að vaxtaræktarfrömuðir fara í þetta fyrir mót til að ná betir árangir þá einnahelst í að ná fram þverræakum í vöðvum.. einn risa massi sem ég þekki vle var svaka ánægður með sína svona tíma og sagði að þetta væri snild ýtti honum yfir brún í cötinu ;) Mín reynsla er einnig mjög fín þetta er eins og að taka auka æfingu á dag ;) sem er snellld því þreytan verður ekki eins mikil og eftir ofur æfingu en þú færð áreynsluna á vöðvana .. I Like it ;)
Ólína (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 16:50
Hungraður: Já vinnan er ofur!! Svoleiðis sérdeilis aldeilis
Guðný/Vala/Ólína: Væri fróðlegt! Verð bara að viðurkenna það! En þar sem þetta kostar alheiminn og meira til þá sé ég hvað gerist. Svo er þetta svo mismunandi eftir einstaklingum og/eða markmiðum.
Elín Helga Egilsdóttir, 18.3.2010 kl. 17:02
Klapp á bakið og stórt hrós til vinnustaðar þíns- greinilega mjög metnaðarfullt starf í gangi í mötuneytinu:)
Þurfum við konur annars ekki bara að sætta okkur við "ruslakistuna"? Í mínu tilfelli fer þeytti rjóminn og súkkulaðirúsínurnar beint þangað! En maður er ekki með augu í hnakkanum og sér ekki bakhlutann svo glatt þannig að... what the hell!
Takk fyrir skemmtilegasta bloggið í bænum:)
Helga B (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 17:07
Sko 2 komment sama daginn frá mér:)
Verð bara að hrósa mötuneytinu á vinnustaðnum þínum!!! ég er að vinna á leikskóla og er allan daginn að rífast og skammast yfir því hveru hörmulegt fæði er í boði fyrir blessuð börnin og starfsfólkið en ekkert gerist og fæðið versnar bara með hverri vikunni og það réttlætt með þeirri einföldu setningu ,,það er kreppa".
María (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 19:12
X við Ellu í últratóntilraun
AFTUR kúdós til mötuneytisissinnss.. snilld..barasta snilld...
varðandi leikskólamat og skóla mat. ERUÐI að grínast með það eða?? fallega .. hvernig dettur fólki í hug að bjóða börnunum upp á þetta sull. og eruð svo hissa á því að þau eru snælduviltaus,pirruð og geta ekki einbeytt sér..MARGT hægt að laga þar á ferð, og kreppa mæ ess....
Heba Maren (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 21:04
Ohh já, mötuneytið og þó aðallega skvísurnar sem fæða okkur leppalúðana!! Óendanleg hamingja!
Helga B: O jú, ég held það barasta. Væri ekkert gaman að þessu ef ruslakistuna vantaði, gefur manni svo skemmtilegar línur Margt verra til en smá klípusvæði, margt verra til!
María/Heba Maren: Ekki fallegt að heyra með leikskólana! Ef dæla ætti peningum eitthvert þá er það í leikskóla/skóla og spítala!
Elín Helga Egilsdóttir, 18.3.2010 kl. 21:52
verð að segja frá einum leikskóla hér á Akureyri sem er algjörlega til fyrirtmyndar með snilldarkokk við stjórnina. Alltaf boðið upp á bragðgóðan, fjölbreyttan og hollan mat..... ekki allt í raspi og brasað.... Dóttirin er komin í grunnskóla núna og hún hefur meira að segja haft orð á því að hún sakni matarins á Tröllaborgum..... "Bragð er að þá barnið finnur"
Hulda (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 16:50
Væri mjög gaman að fylgjast með hvernig ultratone virkar... sjálfur er ég að spá í að gera tilraun á þessu en þetta kostar MIKIÐ!
Hvar ert þú að láta gera þetta við þig?
Arnar G (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 17:26
Hulda: Þannig á þetta að vera! Líka gaman að gefa börnum góðan mat, leyfa þeim að smakka og prófa!
Arnar G: Já, ég er svona að spögúlera í þessu! Væri gaman að fá það svart á hvítu hvort þetta geri einhver ósköp. Mér var nú sagt af starfsmanni að best væri að fara í 20 - 30 tíma til að sjá árangur, fer eftir formi og lífstíl! Hmm hmm... ég tæki líklegst 10 tíma og fengi stöð með gvöði á maga, læri og bak!
Svart á hvítu! Ég skal éta hattinn minn ef þetta gerir einhver ósköp! Og það er ritað hér og skjalfest ;D
Elín Helga Egilsdóttir, 19.3.2010 kl. 18:42
Þú ert stórskemmtilegur bloggari og næmt auga fyrir fegurð matarins.
Agnes (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:55
Bestu þakkir fyrir það Agnes mín.
Elín Helga Egilsdóttir, 24.3.2010 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.