Hafrar og gleðin sem þeim fylgir

Án þess að ég ætli að romsa mikið um hamingju, gleði og yndislegheit þessarar korntegundar, sem hún er að sjálfsögðu - hoho, þá ætla ég að benda á þessa grein frá Yggdrasil. Hafrar eru barasta bjútifúl.

Ég persónulega er hrifnust af grófum höfrum/tröllahöfrum sökum áferðar. Hafrar sem kallast "Quick cooking" eru mun meira unnir en grófu hafrarnir, eiga það til að vera "næringarsnauðari" og innihalda meira sodium. Fer þó algerlega eftir tegundum. Quick cooking eru í raun hafrar sem eru "þunnir". Sem dæmi myndi ég halda að Solgryn í rauðu pökkunum væru í anda þunnra hafra sem tekur skemmri tíma að elda á meðan Solgryn í grænu pökkunum eru í átt að grófari týpunni. Tröllahafrar eru langsamlega skemmtilegastir undir tönn, að  mínu mati, chewy og gleðilegir til átu - en þeir kosta líka stórutá og bút úr sálinni. Þynnri hafrarnir gefa að sjálfsögðu mýkri áferð og minna bit, límkenndari graut ef eitthvað skal nefna.

Ég hef tekið út næringargildi fyrir td. rauða og græna Solgryn og munurinn er enginn nema áferðin á korninu sjálfu. Svo eru grófari týpurnar líklega duglegri að "rífa í" á leiðinni í gegn Wink

Sitt sýnist hverjum geri ég ráð fyrir!

En svo ég komi mér nú að meiningu þessa blessaða pistils. Tröllahafrar - ó hvað ég saknaði ykkar!

Tröllahafrar

Einn einfaldur með hindberjum leit dagsins kveldsins ljós í gær. Þurfti að erinda eftir brennsluna í morgun svo ég útbjó dýrðina eftir kvöldmat, kom fyrir inn í ísskáp og át með mikilli hjartans hamingju í bílnum.

Einfaldur með hindberjum

Alveg elska ég eggjahvítugrautana eftir ísskápsveru - eins og brauð/kaka/hamingja í plastboxi! Ojbara hvað þessi var góður. Æðisleg, æðisleg áferð! Hafrarnir alveg að gera sitt!

Einn einfaldur með hindberjum

Alveg þess virði að sálin verði götótt eins og Svissneskur ostur og tærnar af skornum skammti. Þær eru svo ljótar hvort eð er!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er séns að þú uppljóstraðir innihaldi og magni, þe hversu mikið af höfrum og hvítum og hvort eh annað leynist í dýrðinni?

Erna... (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 12:27

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta eru um það bil 150 gr. af eggjahvítum, 1 dl. hafrar. Vatn eftir smekk

Svo barasta nota hugmyndaflugið! Ég nota alltaf salt, vanilludropa, kanil og ber. Líka hægt að krydda með t.d. cumin, negul, karrí, chilli.... Setja út í grautinn grænmeti, steikt egg, hot sauce, fisk, ost, skinku... nema þú vijlir sætan graut á morgnana. Þá er gott að nota t.d. ávexti. Banana með inn í örbylgjuna. Epli, perur, hentur, múslí, rúslur, döðlur...

Allt sem þér dettur í hug að gæti verið góð blanda!

Elín Helga Egilsdóttir, 18.3.2010 kl. 13:25

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Rauður Solgryn fer í svarthol Naglans.... ásamt Husk og salti... það er eitthvað við límkenndu áferðina og að þurfa að þjarka í gegnum þykkildið með gaffli sem gleður tunguna.

Ragnhildur Þórðardóttir, 18.3.2010 kl. 15:19

4 identicon

Takk fyrir upplýsingarnar:)

Erna (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 15:47

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ragga: Jebb, sama hér! Kaupi reyndar grænu þegar ég kemst í þá fyrir sakir áferðaperrans hið innra! En þessir rauðu gera góóóðan graut!

Erna: Það var nú mest lítið mín kæra, anytæm

Elín Helga Egilsdóttir, 18.3.2010 kl. 16:59

6 identicon

ótrúlegt hvað hafragrautur er GÓÐUR !!! hlakka til á morgnanna að borða hann..

Heba Maren (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 21:06

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Tell me about it! Nýt hvers bita í blússandi botn!

Elín Helga Egilsdóttir, 19.3.2010 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband