15.3.2010 | 10:15
Hræringur
Hræringur af góðu sortinni. Hafragrautur, skyr, rúslí (hnetu og rúslu múslí), smá salt, kanill og niðurskorinn ofurbanani!
Hrærið og þér munið finna...
...allskonar óvænt!
Æðislegt að fá smá saltan bita af og til, kram úr múslíinu og bita af sætum banana! Ohh hvað ég saknaði þess að hafa banana í grautnum mínum!
Svolítið spennó og skemmtilegt að vita aldrei hvað maður er að bíta í "Úhh.. banani...","hohh.. múslíkrums og hneta", "nohoom, saltkrums og rúsína"!
Það er ekkert nema skemmtilegt að borða!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Eftir æfingu, Hafragrautur, Skyr | Breytt 24.9.2010 kl. 13:09 | Facebook
Athugasemdir
ummmmm...ekkert sma girnó !
Heba Maren (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.