Fyrsta Spaghettisengrill ársins 2010

Það var þá aldeilis að það byrjaði snemma í þetta skiptið. Fjölskylduma(t)fíósasumarfíesturnar eru stórkostlegar, allar með tölu, og því fyrr sem við getum byrjað því betra! 13. mars tekinn með trompi og úlfunum boðið í hryllilega góðan grillmat, og heitan pott, hjá hinum Ásbúðarátvögunum!

Byrjaði allt á einu sopasmakki af súkkulaðibjór frá Ölvisholti! Ég hef sagt það áður og segi það enn - ég er ekki áfengiskvendi, hvað þá bjórkvendi, svo ég hef lítið um þennan grip að segja annað en "Tastes like chicken"! Í þessu tilfelli malt.

Ölvisholtbjór

Lamb og svín á boðstólnum. Svínið var svakalegt! Alveg svakalega gott! Og ég er jafn mikil svínakerling og ég er bjórkerling!! Stórtíðindi skal ég ykkur segja.

Snær grillmeister

Pottormar!

Sætulínur

Átvaglið að hræra í "Tzatziki"!

Tzatziki gerð

Grísk jógúrt, salt/pipar, gúrka, hvítlaukur, krydd og smá sítrónusafi. Gríska jógúrtin er án efa með skemmtilegri afurðum! Elska hana!

Góð hráefni

Valdi stóð sig vel í gúrkurífelsi! Mjög fagmannlega, og einstaklega vel, niðurrifin gúrka!

Gúrkurífarinn

Salatmeistarinn á fullu í grænmetisskurði! Ef það er eitthvað sem mér þykir leiðinlegt í matargerð - þá er það grænmetisskurður! Get svo svarið það mín kæru... ((hrollur))

Svava frænka salatmeister

Kartöflur að hvíla sig í ofninum! Vorum löt og nenntum ekki að álpappíra þær og grilla - alveg jafn ofurfínar svona.

Los patatas

VEIII....sluborðið eins og það lagði sig. Sjáið bara hvað ketið er grjúvulega glæsilegt.

Allt að ske

Grænmetishliðin og hin ótrúlega vel hrærða tzatziki sósa! Sjáið bara áferðina... mætti halda að skálarófétið hafi verið blessað af alheilögum anda og amk. einum engli!!

Grænmetó

Diskurinn minn... númer eitt! Ég kem ekki til með að kjafta frá hversu oft ég fékk mér, en þið getið margfaldað þessa dýrð með um það bil fjórum.. milljónum og tveimur!

Svínahnakki, svínarif og lambaprime! Óguðminngóður!

Flassmyndað kjet

Það er ekkert sumarlegra en grill! Jah.. grill og lykt af nýslegnu grasi - það er sumar í mínum kladda!

Góð helgi að baki. Nú verður það harkan sex fram að páskum. Verðum að ná amk fimm upphífingum fyrir þann tíma ekki satt?!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhhh - nú lang ég í meir svín

Dossan (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 23:10

2 identicon

...og ég skellti mér bara aftur á svínið í kvöld ! ;-))

Svava (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 23:19

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta var eitt gott svín!

Elín Helga Egilsdóttir, 15.3.2010 kl. 10:16

4 identicon

Rooooosalega girnilegt! Ég mæli með því að setja cummin á hnífsoddi útí tzatziki sósuna... það gerir hana extra groooovy!

Hulda (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 15:18

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohhhoo Hulda - góð hugmynd! Prófa það pottþétt næst!

Elín Helga Egilsdóttir, 15.3.2010 kl. 16:33

6 identicon

úúú ég ætla að prufa að gera svona sósu næst... alveg 100% leyfileg :)

Heba Maren (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 22:53

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jessörrí! Hún er ofurfín og fersk!

Elín Helga Egilsdóttir, 16.3.2010 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband