12.3.2010 | 21:20
Áfangi
Ég náði að hífa mig upp! Ég naði að hífa mig upp!
Reyndar bara einusinni...
...EN ÉG NÁÐI AÐ HÍFA MIG UPP!
Hahhahahahahah wheeeee! :D
Ég veit þetta er ekkert til að gorta sig af en upphífingar, án aðstoðar ofurtækis, eru eitthvað sem ég hef aldrei, aldrei getað gert!
Aldrei!
Kvöldmatur! Svona aðeins til að sýna lit! Saffran humar tapar fyrir Saffran kjúlla! Þetta var samt gott.
Ég náði að hífa mig upp!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Hugleiðingar | Breytt 24.9.2010 kl. 12:47 | Facebook
Athugasemdir
TIL HAMINGJU :)
Þetta er klárlega eitt af mínum markmiður þótt ég sjái það ekki gerast í bráð en ég skil hvað þú ert ánægð :) Ef þú heyrir einhvern tímann YEEESSSSS öskur óma um Rvík þá er það ég í minni fyrstu upphífingu!!
R (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 21:24
Þetta er ekkert nema gleði!!! Hef ekki einusinni lagt í þetta síðan ég prófaði síðast (maí). Lét á þetta reyna núna áðan og viti menn - kvendið svoleiðis beinustu leið upp í loft og gargaði villimannslega á leiðinni niður aftur! Svo var tekinn tryllingsgleðihamingjudans!
Elín Helga Egilsdóttir, 12.3.2010 kl. 21:35
Og jú, að sjálfsögðu - dónaskapur í manni!
Takk fyrir kærlega
Elín Helga Egilsdóttir, 12.3.2010 kl. 21:35
Að geta híft sig upp er merki um dug og þor og því ber að fagna og það hátt og snjallt. Til hamingju massalingur!! Þú rokkar!!
Ragnhildur Þórðardóttir, 13.3.2010 kl. 10:57
Til hamingju Flottur áfangi..... svo segja menn að þegar fyrsta er komin þá komi næstu og næstu frekar hratt!!
Woop Woop fyrir þig
Hulda (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 12:32
GeðVeikT.... flott hjá þér... *klapp á bak*
Heba Maren (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 21:14
VúúúúúúúúúúúHúúúú!!! Til hamingju ofurskutla!! Sko þegar mér tekst þetta þá ætla ég að gera eitthvað stórkostlegt til að fagna því þetta er frábær áfangi fyrir okkur skvísurnar sem höfum aldrei látið okkur dreyma um þetta. Kannski ég nái þessu á næsta ári ... má láta sig dreyma ;) Til hamingju aftur og þú mátt sko vel monta þig!
Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 00:48
Frábært hjá þér kraftakona - þetta gerist nú ekki að sjálfu sér svo mikið er víst :-) En ég las reyndar fyrst; Áfengi í stað Áfangi ha ha þetta er stór áfangi sem hefur sko ekkert með áfengi að gera.
Guðbjörg G. (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 10:28
Ohhhhhhwwwww takk fyrir allarsaman!! Þið eruð frábærar .. vissuð þið það!!
Dansinn sem ég tók mun án efa seint úr minni hverfa þeim sem vitni urðu að honum!
Elín Helga Egilsdóttir, 14.3.2010 kl. 22:03
Hæ
Náði nýverið þessum áfanga sjálfur. Þetta er ótrúlega góð tilfinning að geta loksins gert þennan fjanda. Og magnað, það eina sem þurfti til að ná þessu var æfing. Hver hefði trúað því???
Bragi (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 15:02
Ég veit!! Þetta er æði og til lukku með þetta sjálfur! Nú getum við hið minnta híft okkur upp ef við lendum einhverntíman í því að lafa fram af brú
Elín Helga Egilsdóttir, 15.3.2010 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.