27.2.2010 | 19:51
Kjúlli í dag, hafrastangir á morgun
Kreppa hvað? Velmegunarmælirinn spryngur, bráðnar og breytist í svarthol!
Fór í klippingu í dag og skellti mér svo í bæinn með systur minni ástkærri og leyfði henni að gera gömlu kerlinguna upp! Jú, ég á það til að kaupa mér utanáklæðnað - gerist annanhvern ársfjórðun á fjólubláu tungli.
Nú er ég nokkrum þúsundköllum fátækari og nokkrum flíkum ríkari. Hárið aðeins tekið stakkaskiptum og veðrið að bæta upp fyrir snjóleysiskast janúar og febrúar! Hann má nú samt alveg missa sín snjórinn - ágætt ef veðrið tekur Ísland á þetta og rignir duglega í næstu viku.
Við stukkum inn á Serrano þegar maginn var farinn að baula og átvaglið byrjað að naga neglurnar.
Burrito í skál með tvöföldum kjúlla, fullt af jalapeno og að sjálfsögðu hot sauce, sem bætt var samviskusamlega út á gumsið þar til skálin var tóm!
Svabban át quesadilluna sína með ofurlist og ostasósu. Svövudýrið var samt öllu hressara en á þessari mynd og quesadillan var með eindæmum gúrmey!
Ohhhhh... búið!
Við systur erum sérlega leðurklæddar og punk-ass í góða veðrinu! Stórkostlegur útbúnaður í snjó!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hádegismatur, Út að borða, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 12:42 | Facebook
Athugasemdir
High class ladies in leather jackets!....burrito...jalapena...quesadilla...hljómar spennandi.
Hungradur (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 22:17
Þið hafið svo sannarlega unnið í genalóttóinu fögru frænkur!
inam (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 14:54
Vá hvað Svava er glööööð!! Þið eruð ágætar systurnar! :)
Erna (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 17:20
Geggjað á þér hárið mín kæra og fagra og leðrið að rokka feitt... ég á alveg eins jakka og systirin hressa.
Ragnhildur Þórðardóttir, 2.3.2010 kl. 12:06
Hungraður: Amen brother!
Inam: Genalottóið teygir anga sína mín kæra - alla leið til Ungverjalands!
Erna: Finnst þér ekki! Næstum eins og það sé táfýla af quesadillunni! :)
Ragga: Þakka þér fyrir hárkomment! Þetta doo er alveg að gera sig í mínum kladda, goodbye blondie. Jakkarnir standa líka fyrir sínu - nú þarf bara að redda gaddahálsól og ledderhosen!
Elín Helga Egilsdóttir, 4.3.2010 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.