26.2.2010 | 16:06
Muuu
Vinnan stendur fyrir sínu.
Annasamir dagar að baki í bili. Ætla að smella í bakaðar Hafra- og bláberjastangir um helgina. Jebb jebb. Eitthvað sem hægt væri að borða í staðinn fyrir t.d. graut á morgnana. Sé alveg fyrir mér hvað ég ætla að gera - vona bara að það komi til með að smakkast vel.
Fyrsta uppskrift á nýju ári. Nú fara hjólin vonandi að snúast að nýju.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hádegismatur, Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 12:41 | Facebook
Athugasemdir
Sæl vertu. Skoða alltaf síðuna þína af og til og fannst nú kominn tími til að kvitta. Er afskaplega þakklát fyrir uppskriftirnar sem þú setur inn. Enda einhvernveginn alltaf á að hafa það sama í matinn svo mér finnst frábært að geta fengið innblástur á þennan máta.
Góða helgi :)
Kv. Helga
Helga Lillian (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 17:30
Ég haf haf mjög mikla ánaegju af blogginu thínu, Elín. Hver einasta faersla...hver einasta mynd er gledigjafi. Thakka thér fyrir faersluna í dag. Fallegar myndir og girnilegt á ad líta. You are fantastic!!
Hungradur (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 18:11
Jibbý! Hlakka til að fá uppskrift :-) Takk fyrir skemmtilegt blogg
Margrét (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 19:44
Vei, bíð spennt eftir uppskriftinni! Elska síðuna þína, hún er orðin hluti af daglega net rúntinum:)
En mig langar svo að spyrja þig, af því að í öllum "megrunarkúrum" er manni harðbannað að borða eftir kl 8 á kvöldin sem hentar mér persónulega ekki. Er orðin gloruð um 9-10 leytið þó ég hafi fengið mér slatta af kvöldmat. Hvað færð þú þér á þessum tíma á kvöldin?? Veit að maður á að reyna að sleppa einhverju kolvetnaríku þ.e. ef maður er að létta sig en ávextir einhvernveginn gera mig bara svangari...er í sífelldum vandræðum með þetta....
Helena (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 20:13
má ég koma og vinna hjá þér? eða bara borða í þínu mötuneyti
Helena; prótein (hreint skyr, eggjahvítur,próteinduft, harðfiskur) & hnetur, hnetusmjör eða möndlur á kvöldinn
Heba Maren (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 22:35
Óhh.. elsku bestu. Maður verður meyr ofan í tær. Takk kærlega fyrir
Helena: Já, sama og Heba segir. Prótein/fita. Það er fullkomið fyrir svefninn
Heba: Velkomin mín kæra. Skvísurnar taka án efa vel á móti þér í mat
Elín Helga Egilsdóttir, 27.2.2010 kl. 00:44
Þegar þú færð þér t.d. hreint skyr og hnetusmjör á kvöldin, hve mikið af hverju færðu þér? Er 1 teskeið af hnetusmjörinu of mikið?
Harpa Sif (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 09:42
Ohh skil... er að leita mér að pistasíuhnetum á ebay núna - en þetta virðist vera endalaust dýrt alls staðar í heiminum! Elska þær einmitt líka... Eeeeeen er búin að fara útum allan bæ að leita að þessari maizamil sterkju - Bónus, Krónan, Hagkaup, Heilsubúðin.... og finn hana hvergi og starfsmennirnir vita ekki einu sinni hvað sterkja er ;) Geturu útskýrt hvernig þetta lítur út? Verð bara að prófa þennan ís helst í gær :Þ
Díana H (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 16:46
Harpa Sif: Með skyrið þá myndi ég t.d. borða eina litla dós og 1 msk af hnetusmjöri Eða 15 - 20 möndlur, 6 - 7 pecanhentur ofr.
Díana H: Já, hnetur eru þyngar sinnar virði í gulli á þessari eyju! Þetta er í raun bara maizena mjöl, lítur einhvurnveginn svona út. Mjöl/sterkja. Það eru líka til önnur vörumerki - þetta hlýtur að vera til.
Elín Helga Egilsdóttir, 27.2.2010 kl. 19:12
Takk fyrir það :) alltaf jafn áhugavert að lesa bloggið þitt
Harpa Sif (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.