Súkkulaði og sveppir

Kjúllinn var heill heilsu eftir morgunfrostið. Hann var líka étinn upp til agna fyrir 15 mínútum síðan. Upp til agna ásamt spínati, radísum, gúrku, papriku, ómynduðum furu- og pecanhnetum og smá slettu af gúllas-súkkulaði-sveppagumsi sem boðið var upp á í vinnunni.

Ég bara varð að smakka. Ef það inniheldur súkkulaði... þá þarf... að smakka!

Kjúlli og grönsager

Kjúlli, smá gúllas, grænmeti

Radísurnar mínar 

 

 

 

 

 

Vinnumatur dagsins samanstóð sumsé af dökku súkkulaði, sveppum og próteini í formi nautakjöts. Bitinn sem ég tók var ægilega góður og girnó og ég kem án efa til með að útbúa þetta einhvern daginn. Uppskrift úr bókinni "Súkkulaðiást", ójá, ég hana að sjálfsögðu á lager heima.

Súkkulaðiást

Súkkulaði og kjöt - það er barasta gleði. Engar áhyggjur þó - ef ég hefði ekki vitað að það væri súkkulaði í þessu þá hefði ég aldrei greint muninn.

súkkulaði og sveppir

Sem þýðir einfaldega að ef/þegar ég skelli í þennan ágæta rétt - þá nota ég fjórfalt súkkulaðimagn.. og líklegast Snickers!

*ógeðismælirinn springur*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe súkkulaði bjargar öllu

Jóna Lind (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 18:37

2 identicon

say what? kjúlli með súkkulaði.. ok ég elska kjúlla og ég ELSKA súkkulaði..en þetta tvent saman..öööö.. gæti verið skemmtileg og mjög svo áhugaverð blanda

Heba Maren (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 22:31

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jóna Lind: Súkkulaði er gleðin einar.

Heba Maren: Kjúllinn sér en súkkulaðigúllasbitinn notaður sem smakk. Ekki súkkulaði og kjúlli saman  Veitingastaðurinn Santa María (minnir mig að hann heitir) í Reykjavík, Mexio fæði. Þar er boðið upp á burrito/kjúlla/súkkulaðiklessu. Svaðalega fínt.

Elín Helga Egilsdóttir, 24.2.2010 kl. 09:59

4 identicon

noooo ok

Heba Maren (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband