17.2.2010 | 13:14
Frönsk goulash súpa
Hef ég haft orð á því nýlega hversu mikið ég elska mötuneytið og eldhús-skvísurnar í vinnunni minni?
Alltaf ferskt, alltaf gott. Get svo svarið það. Ég fékk mér salat og hvítur - já ég veit, er alveg að fara hamförum í hvítuáti en það fer að líða undir lok. Fékk mér líka smá goulash súpu. (ég elska að segja þetta... goula-shhhh). Franska gúllas súpu meira að segja. Kláraði reyndar ekki diskinn, vildi bara smakkið.
Holymolyness hvað hún var svakalega góð! Góðar súpur eru ekkert nema hamingja og gleði. Möndlurnar mínar fengu að fylgja með í þessari máltíð sem eftirréttur. Crunch og kram - gerir átvaglið svo hamingjusamt.
Held ég fái mér fisk og sæta fyrir æfingu í dag. Held það barasta sveimérþá!
Ég er ástfangin af þessu veðri!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fyrir æfingu, Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:39 | Facebook
Athugasemdir
ójá mátt sko alveg vera ánægð með skvísurnar í mötuneytinu hjá þér..ekkert smá flott sem er í boði..
en er það bara ég að finnast súpur vera óþarfa matur.súpur er ekki matur að mínu mati..ekkert vondar..bara miklu skemmtilegra að japla á matnum heldur en að súpa matinn HAHAHA.
Heba Maren (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 17:21
ÉG er farin að elska mötuneytið þitt! Vildi óska þess að mitt væri svona girnilegt.
Svanhildur (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 18:03
Heba Maren: Ákkúrat! Gott að súpa á þeim þegar þær eru góðar en maður verður aldrei saddur. Elska hinsvegar ofursúpur eins og kjötsúpuna hennar mömmu. Næstum því ekki súpa - meira kássa! Ohhghgh..
Svanhildur: Það er æði! Heiti maturinn er alltaf meiriháttar. Svo eru þær með hollustuna á bak við eyrað líka - snillingar sem þær eru.
Elín Helga Egilsdóttir, 17.2.2010 kl. 18:41
Sagt á Reygvísgu: Migid svagalega er duglegt píbúl í möduneydinu.
Hungradur (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.