3.2.2010 | 12:14
Það var þá að janúar mætti á svæðið
Ég get svo svarið það - ég held að glirnurnar hafi kristallast á labbinu inn í ræktarhús í morgun!
Túnfiskur í hádeginu. Mikið óskaplega getur það vera grautleiðinlegt að borða þennan blessaða fisk allsberan, beint uppúr dollunni! Ég saltaði því dýrið, pipraði smá - sletta af hot sauce og voila! Andaði herlegheitunum að mér með vinnugrænmeti og gleði í hjarta!
Haldið þið svo ekki að ég hafi gleymt möndlunum mínum heima! Greyin, aleinar og óétnar! Neyðin kennir möndlulausu átvagli þó að redda sér og ég stalst í nokkrar ekta fínar jarðhnetur í vinnunni!
Ég hef sagt það áður og segi það enn! Hnetur eru ekkert nema dásemdin einar!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fiskur, Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:33 | Facebook
Athugasemdir
Hæhó
Hvað má borða mikið magn af hnetum á dag ? Ég elska hnetur og hnetusmjör t.d.
Ég er hálf hrædd við að fá mér hnetusmjör vegna þess að ég veit ekki rétt magn ;)
Takk fyrir frábæra síðu :)
Klara (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 14:49
Hæ hæ
Það fer svolítið eftir því hvenær dags þú ert að æfa og hvort þú sért í hvíld eða ekki en það kemur fram hér svona um það bil skammtastærð pr. nokkrar hnetutegundir. Svo er um það bil 1 msk hnetusmjör það sem má gúlla af því - mér til ævarandi hamingju. Ég fæ mér möndlur/hnetusmjör á hverjum degi. Stundum með hverri einustu máltíð
Elín Helga Egilsdóttir, 3.2.2010 kl. 15:07
Takk kærlega fyrir aðstoðina ;)
Klara Lind (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 19:15
Takk kærlega fyrir aðstoðina ;)
klara (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 19:15
Ó elsku besta, það var nú afskaplega lítið.
Elín Helga Egilsdóttir, 4.2.2010 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.