Allt samkvæmt plani

Já þaaað er breeeennsludaaagur í dag! (syngist eins og Daloon lagið)

Ég brenn og brenn og brenn svo upp til agna, ef það er þá til! Erna er að fara að skíra litla snúðinn sinn á laugardaginn. Mánuður - það er rúmlega mánuður síðan krílið fæddis og rétt rúmlega mánuður síðan jólin gengu í garð! Það verður komið sumar áður við vitum af!! Það er stórkostlegt!!

Nú er sumarfílingurinn tekinn við! Jólin að baki og ég get ekki beðið eftir grænu grasi, sól, blómum, sumarkvöldum... Get svo svarið fyrir það. Öfgar í allar áttir hvað árstíðir og óviðráðanlega kippi af tilhlökkun varðar. En það er ekkert nema skemmtilegt.

Vinnukjúlli síðan í gær og grænmeti. Ekkert klikk á kjúllanum og skrokkurinn með eindæmum kátur að fá grænmeti aftur í systemið.

Kjúlli og grönsagerEftirréttur dagsins... samkvæmt plani í þetta skiptið... og bragðgóður!

Möndlurnar mínarMy prrecious 

 

 

 

 

 

Sjáið svo hvað ég fann!

Radísur

Radísur!! Ég hef ekki bitið í radísu í langan, langan tíma. Þetta var einstaklega gleðilegt söpplæs fyrir nostalgíuna!

Hvað kvöldmat varðar er ég bara ekki viss! Roastbeef er ansi ofarlega á græðgispúkalista - ansi ofarlega mín kæru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Roast beef... Roast beef. ... ðei skrím..... fær mitt atkvæði.....*slefályklaborð*

Ragnhildur Þórðardóttir, 27.1.2010 kl. 13:34

2 identicon

Sæl Elín,

 Guðrún heiti ég og er ákafur lesandi síðunnar þinnar, og keppinautur um titilinn Hafragrautsaðdáandi #1. Ég hef margt prófað um ævina og mikið lesið mér til um þetta merka form næringar, og datt nú á dögunum niður á ekkert svo vitlausa uppskrift, sem ég hreinlega finn mig knúna til að deila með hverjum sem heyra vill, óháð því hvort ég þekki þá eða ekki. Vona að fleiri fari að uppgötva dásemdir þessa ljúfa gums!

 http://www.anediblemosaic.com/?p=2261

Bon appétit,

Guðrún - hafragrautsæta í útlöndum

Guðrún (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 19:19

3 identicon

http://i1.ytimg.com/i/P9Go0QfQNBY8Sa6LAtEV0g/1.jpg?v=7c5b5e Dugleg!

Radish is:

Low in Saturated Fat and Cholesterol
High in Dietary Fiber, Vitamin C, Folate, Potassium, Riboflavin, Vitamin B6, Calcium, Magnesium, Copper and Manganese
The nutritional value of radish makes it ideal for:

Maintaining optimum health
Weight loss

Avoid including too many Radishes in your diet if you're interested in:

Weight gain <-----

Hungradur (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 23:09

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jasoh!! Best að graðga þessu í sig eins og engin sé morgundagurinn!

Elín Helga Egilsdóttir, 28.1.2010 kl. 08:05

5 identicon

oohh verð að fara að koma mér inn í þetta róstbíf æði...

vá ég man eftir radísunum í görðunum í gamladaga... er þetta ekki stert á bragðið? og krönsí?

Heba Maren (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 12:29

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Guðrún: Ohmn!! Þessi lítur ekkert smá vel út! Ég ætla að prófa og læt svo sannarlega vita hvernig mér fannst!

Heba: Ójá - róstbífið! Það er mikið... ó svo mikið möst!

Elín Helga Egilsdóttir, 28.1.2010 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband