26.1.2010 | 12:15
Hvar eru allir auka klukkutímarnir sem vantar inn í sólarhringinn?
Allt of mikið að gera, út um allt, redda hinu og þessu! Mikið stuð á kvendinu!
Vinnukjúlli og grænmeti skúbbaðist ofan í maga á ljóshraða svo hægt væri að sinna hinum eilífu reddingum áður en alheimurinn ferst og tíminn klárast! Ég skóf nú aðeins af hænunni sósuna áður en bitinn endaði í munninum. Rjómaostasósur passa bara með pasta og grjónum í minni bók. Rjómaostasósa í bland við ferskt grænmeti er eigi góður kostur fyrir mína sérlegu bragðlauka! Þeir emja af ólystugheitum af einhverjum ástæðum.
En gott var þetta! Enda hvarf gumsið hratt og diskurinn sleiktur. Eftirrétturinn samanstóð af ... jah... vatni og ávaxtasykri, smá hýði, eplakjöti og nokkrum eplasteinum! Ég varð líka gráðug og beit í eplið áður en mynd náðist af því! Elíín þó... skamm!
Herre guð hvað ég hlakka til að fara á æfingu á eftir! Ég er með skemmtilegasta prógram í heimi ákkúrat þessa stundina! Svo er ég orðin svo æði fær í að berja frá mér lóða-rándýrin sem þefa uppi lóð á lausu og láta illa þegar mótlæti ber að garði!
"You lookin' at me... punk?"
Jæja... reddingum skal hér með sinna!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fiskur, Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:29 | Facebook
Athugasemdir
Hvað er þetta epli að gera þarna í desert??
Ragga Nagli (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 12:56
Æji sh**.. aftur til fortíðar! Smá mix með síðasta matseðil í gangi hérna! Litakerfi hvað sko!!
Helvíti fínt að hafa þig til að líta yfir öxlina á manni!
Elín Helga Egilsdóttir, 26.1.2010 kl. 13:10
ahahaha ég hugsaði það sama og Ragga.. hmm hvað er epli að gera þarna hjá henni í desert..haha
Heba Maren (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 21:46
Hahaha... Ella með tvær matarplans-löggur á bakinu. Þetta kallar maður aðhald ;)
Ragga Nagli (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 11:30
Nákvæmlega! Mér lýst óstjórnlega vel á þetta!!
Elín Helga Egilsdóttir, 27.1.2010 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.