9.6.2011 | 12:59
Flórsykurnef
Stundum er gott að passa uppá að missa sig ekki í græðginni.
Bara stundum gott fólk, bara stundum... engann asa hérna.
Stundum gæti t.d. verið þegar:
- átvaglið gleymir að anda
- þú stendur þig að því að éta mat af öðrum disk en þínum eigin.... og eigandi disksins er enn að borða af honum
- þú kemst að því að hafa borðað fimm kúfaða diska en manns bara eftir áti af tveimur
- þú hefur borðað svo mikið að vélindað er fullt og þú átt erfitt með að kyngja
- étið er með svo mikilli áfergju að flórsykurinn af berlínarbollunni sem þú troddaðir í andlitið á þér klínist á nefið, og stóran part af efri vör, án þess þú takir eftir því og nokkrum klukkustundum, búðarrölti, spjalli við fólk og almennu veseni síðar þá lítur þú í spegil
Frábært!
Svör við flórsykurnefi ef fólk spyr þig!
- "Pff... *augnrúll*, hann á að vera þarna"
- "Viltu smakka?"
- Urraðu
- Segðu "HA?", byrjaðu svo að hoppa um og dusta af andlitinu á þér og segðu svo "OMG... get it off.... GET IT OOOOFFFF!"
- "Bíddu... er hann ekki á augnlokunu eða enninu líka?"
- "Takk, ég er með mjög þurra húð!"
- Skelltu uppúr og hlæðu tryllingslega, með fanatísku ívafi, í 5 sekúndur og hættu svo snarlega.
- Gefðu viðkomandi "The evil eye", starðu í dágóða stund og segðu svo "Ég er í nýjum sokkum!".
- "Chuck Norris er alltaf með flórsykur á nefinu"
- "Ég trúi ekki á spegla"
- Hlauptu grátandi í burtu þegar þú ert spurð(ur)
- "Gætir þú þurrkað þetta af mér?"
Nú eða bara manna þig... kvenna þig upp og viðurkenna með stolti bakkelsisátið og sleikja útum!
Annars var umrædd orsakavalds-bolla stórgóð og skal étin með svipuðu móti næst þegar fjárfest verður í slíkri gersemi.
Flórsykurnef eru hið nýja svart.
Yfir og út.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)