Flórsykurnef

Stundum er gott að passa uppá að missa sig ekki í græðginni.

Bara stundum gott fólk, bara stundum... engann asa hérna.

Stundum gæti t.d. verið þegar:

  • átvaglið gleymir að anda
  • þú stendur þig að því að éta mat af öðrum disk en þínum eigin.... og eigandi disksins er enn að borða af honum
  • þú kemst að því að hafa borðað fimm kúfaða diska en manns bara eftir áti af tveimur
  • þú hefur borðað svo mikið að vélindað er fullt og þú átt erfitt með að kyngja
  • étið er með svo mikilli áfergju að flórsykurinn af berlínarbollunni sem þú troddaðir í andlitið á þér klínist á nefið, og stóran part af efri vör, án þess þú takir eftir því og nokkrum klukkustundum, búðarrölti, spjalli við fólk og almennu veseni síðar þá lítur þú í spegil

Flórsykurnef

Frábært!

Flórsykurnef

Svör við flórsykurnefi ef fólk spyr þig!

  1. "Pff... *augnrúll*, hann á að vera þarna"
  2. "Viltu smakka?"
  3. Urraðu
  4. Segðu "HA?", byrjaðu svo að hoppa um og dusta af andlitinu á þér og segðu svo "OMG... get it off.... GET IT OOOOFFFF!"
  5. "Bíddu... er hann ekki á augnlokunu eða enninu líka?"
  6. "Takk, ég er með mjög þurra húð!"
  7. Skelltu uppúr og hlæðu tryllingslega, með fanatísku ívafi, í 5 sekúndur og hættu svo snarlega.
  8. Gefðu viðkomandi "The evil eye", starðu í dágóða stund og segðu svo "Ég er í nýjum sokkum!".
  9. "Chuck Norris er alltaf með flórsykur á nefinu"
  10. "Ég trúi ekki á spegla"
  11. Hlauptu grátandi í burtu þegar þú ert spurð(ur)
  12. "Gætir þú þurrkað þetta af mér?"

Nú eða bara manna þig... kvenna þig upp og viðurkenna með stolti bakkelsisátið og sleikja útum!

Annars var umrædd orsakavalds-bolla stórgóð og skal étin með svipuðu móti næst þegar fjárfest verður í slíkri gersemi.

Flórsykurnef eru hið nýja svart.

Yfir og út.


Bloggfærslur 9. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband