21.4.2011 | 14:14
Ahhh, tabatahhhh!
Eðaltími í gær.
Mikið sem ég elska að svitna almennilega.
Það að fara í sturtu (sem er alls ekki svo óalgengt) og eiga erfitt með að lyfta höndum til að þvo sér um hárið er ágætis áminning um góða æfingu.
"Góða"... æfingu!
Sökum fótaveins sleppti ég fyrirhugaðri "einmitt Elín" æfingu gærkveldsins og tók hana í morgun, að auki við nokkrar vel valdar extra miðjuæfingar. Ahhhh.
Gúllaði ofurhafra fyrir æfingu í dag og svolgraði hálfpartinn próteinsamloku eftirá. Gúlla og svolgra eru ágætis átleiðir þó þær séu hvorki æskilegar né sjarmerandi. En við spáum ekki í svoleiðis pjatti þegar átguðinn kallar! Gaphúsið opnað á gátt og flestallt sem á vegi verður hverfur. Skósólar eru sérlega leiðinlegir viðureignar en ég læt mig hafa það að naga þá í sundur.
Sérstaklega ef ég strái á þá kanil!
En til að víkja sögunni aftur að höfrunum sem ég stútaði í morgun!
STEEL CUT OATS FÓLKIÐ MITT! LOOOOKSINS!
Búin að vea að lesa um þessa snúða í langan, langan tíma en aldrei fundið þetta hér. Fann svo í Kosti. Þetta eru í raun hafrarnir áður en þeir eru pressaðir. Tekur aðeins lengri tíma að elda þá, 20 mín eða svo á hellu (fer eftir því hversu þykka og chewy þú vilt þá), en svooo mikið þess virði strumparnir mínir.
Næstum tilbúnir!
Ómægooood! Tökum einn trylltan Elvis í einskæru fagnaðarmóki.
*Ma ha ha... "hné inn"*
Vitið þið hvað er gaman... stórskemmtilegt jafnvel, að þurfa í raun og veru að leggja örlítinn metnað í að tyggja hafrana sína? Gott fólk!! Nýr hafragrautarheimur á Íslandi... í Ellulandi! Þetta er draumur fyrir áferðaperrann. Draumur segi ég, og skrifa, með áfergju og smá frekju! Svona af þvi að það er sumardagurinn fyrsti og rigning.
Kostur er að gera góða hluti mín kæru. Þeir eru með risastand af "Bob's Redmill" gógæti. Keypti meðal annars Chiafræin þarna að auki við "10 Grain hot cereal", hveitikím og Cracked Wheat.
Úhhh hvað ég sé mikið af skemmtilegum grautum á næstu dögum, vikum... mánuðum.
Annars er hún Dossan mín, eðaæfrænka og snillingur með meiru, svo mikil... jah... snillingur! Eins og ég er grautaróð þá er hún skreytiofuróð og gerir það svo meistaralega vel! Fyrir utan þá staðreynd að vera lærður blómaskreytir, þá hefur hún svo geypilega næmt auga fyrir öllu punteríi og fallegheitum heimavið.
Enda er hún alltaf kölluð til þegar Hellirinn þarf makeover. Sem er óumflýjanleg staðreynd í mjög svo náinni framtíð.Dossa. Hvað segirðu? Matur? Grautur? Pönnsur? Og í gvöðanna bænum ekki minnast á hversu mikinn ís ég skulda þér... eða sykurpúðasúkkulaðisósu!
Eigið ljúfan sumardaginn fyrsta, ljúfa páska og gómsæt páskaegg!Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)