Færsluflokkur: Matur og drykkur
25.1.2012 | 23:41
AFMAELISPABBULA
Afmaelispostur, afmaelistilkynning...
...from down under.
Pabbinn minn, snillingurinn og kruttusprengja mikil er fimmtugur i dag.
FIMMTUGUR... gaaamli gamli.
Til hamingju med daginn thinn thu aldradi fretholkur!!
Thykir afskaplega vaent um thig og thin fimmtiu ar. Ekki til betri pabbar a thessari jardkulu, svo mikid er vist.
FIMMTIU... HAHH.
Astraliumyndir vaentanlegar. Her eru tho nokkrar til ad kveikja a ofundaranum.
Her vaxa bromber... i vegakanntinum! Eg bordadi thyngd mina i berjum, Oja!
Great Ocean Road + Bells Beach... HAAAHH... BELLS BEACH! Woooo...
Vakna kl. 6 til ad horfa a solarupprasina a strondinni... sem er btw. bakgardurinn! Ohh. Thu grimma tilvera!
Avextir sem eru staerri en hofudid a ther.
Thessi tiltekni avoxtur voru rum 8 kg. Thad gladdi atvaglid og atvaglsins matsara hjarta.
Ja... thessi melona brakadi. Thid, melonufiklar, vitid hvad eg er ad tala um! Ohmmm
Midtown Melbourne kl. 21:30 i 30 stiga hita.
MUAAHAHAHAAAAAA
Ahhhh
Brodir Euan er snillingur mikill og setti saman thetta video. Fleiri svona hreyfimyndir to come, thaer eru guuuuullfallega finar! Tekkid a sidunni hans! Daniel Green!Nyja Sjaland eftir 7 tima. Aeeeiijjjii hvad that er surt ad vera eg.
Afmaelispabbula! Bezt... i heimiiii!!!
Matur og drykkur | Breytt 26.1.2012 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2012 | 23:21
Síðast þegar ég vissi, þá var janúar 2011
Nýárspistill, 17. janúar pistill, samantekt, hvað varstu að gera árið 2011, hoj hoj hoj!
Á morgun segir sá lati og lætur í sér heyra tveimur vikum síðar.
Látum vaða.
- Euan minn kæri kom til landsins í janúar í fyrra
- Við Euan giftum okkur, á landinu, í fyrra. Ég geng hérmeð undir nafninu "Frú Átvagl".
- Við græjuðum þetta í gallabuxum og lopapeysu og fengum okkur svo bakkelsi og kleinur eftirá. Það var æði!
- Sökum hins ágæta titils var ég að sjálfsögðu, lögum samkvæmt, tekin og tolleruð eftir kúnstarinnar reglum!
- Fluttist aftur í Garðabæinn góða.
- Glænýr yndislegur frændi bættist við famelíuna. Ísak Smárinn minn.
- Ég skipti um vinnu og er nú orðinn allkátur Mentorari. Við hlutum meðal annars Nýsköpunarverðlaunin 2011. *mont smont*
- Borðaði minn fyrsta Brynjuís og heimstótti þar af leiðandi Akureyri í fyrsta skipti með Ernunni minni
- Jebb, fyrsta skipti.
- Uppgötvaði ostafylltar krakk-brauðstangir á Greifanum á Akureyri. Var svo sagt af Agli vini mínum að Wilsons væri með svipað. Ég át þar af leiðandi brauðstangir, stanslaust, í tvær vikur.
- Ég braut tána á mér í tvennt. Það var hressandi
- Ég fékk mér tattú número úno. Fínu fallegu Gleym-mér-ei-arnar mínar. Mamma, pabbi og Svabbi. Svo mikil meining í'essu.
- Gataði mig pínkulítið meira. En ekki hvað.
- Hjólaði eins og drýsildjöfull um allar trissur í sumar
- Fengum krúttlegan gest í heimsókn í boði mömmukisa fyrir stuttu
- Árlegt vina Þeinksgiving kom og fór með þvílíkri át-troðslu að annaðeins hefur sjaldan sést... nema að sjálfsögðu öll hin árin sem þessi snilld hefur verið haldin. Fáir náðu andanum, flestöll vélindu vel full og einn tapaði auga.
- Við skulum ekki hugsa um litlu börnin í Afríku núna.
- Árlegt Halogenpartý fjölskyldunnar haldið heilagt þar sem nýjum standard var náð í búningametnaði!
- Ég smíðaði í tilefni þessa merka viðburðar múmíuköku ásamt afskorinni, frekar óhamingjusamri, hnetusmjörshendi!
- Systir mín elskuleg snilldarinnar snærðfræðisnillingur útskrifaðist
- Best <3
- Svo gerðum við ansi mikið af þessu... hér má sjá brota, brota... brota brota... brot?
Þannig að gott fólk. Árið er liðið og var barasta ofurfínt. En ekki hvað?
Enn og aftur segi ég nú bara amen og með því fyrir öllum sem standa mér næst og jú, ég er sko eitt heppið átvagl! Veit ekki hvað ég gerði hefði ég ekki ættingja- og vinanetið mitt í fimm mínútna fjarlægð. Ég varð einnig þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast nýju, æðislegu fólki.
Ahhh já!
Ég hef flundurfína tilfinningu fyrir 2012 mín kæru. Það byrjar hið minnsta með talsverðum látum.
Í stuttu:
Á MORGUN - > London -> Ástralía -> Nýja Sjáland -> Ástralía -> Abu Dahbi -> London -> 25. febrúar
Jebb... let the fiest begin!
...
ÓÓMÆGODÉGERAÐFARATILNÝJASJÁLANDSOGÁSTRALÍUOGABUDHABIOGO
GOGNÝJASJÁLDANSOGMATUROGNÝTTOGÓMÆGOD!
**hopp** **hopp** **hopp**
Phewww. Afsakið.
Tapaði næstum kúlinu þarna.
Þangað til næst!
Friður.
10.1.2012 | 10:58
Kvart- og kveinanir
Númer 1, 2 og þrjú!
Það eru allir að hugsa þetta, ég veit það... ég ætla samt að tjá mig um það... og ég ætla að blóta smá.
GUÐ MINN GÓÓÐUUUUR. ÞAÐ ER SNJÓR Í ÖLLUM HOLUM, VITUM OG FELLINGUM. ÉG ER MEÐ SNJÓ Á STÖÐUM SEM ÉG VISSI EKKI AÐ VÆRU TIL Á MÉR!!
HVERSKONAR EIGINLEGA LANGVARANDI SKÍTALYKTARKÚLA ER ÞETTA? BLLAAAAAAAARGHHH!
Hvað er þessi klakaflís fyrir land að meina með þessum veðurhremmingum? Ha? Það mætti halda að við værum stödd í endaþarmi andskotans!
Og já, hver veit nema bakendi þess margumtalaða kappa sé gaddfreðinn og óvistvænn.
Nú er nóg komið af veðurleiðindum og endalausu Mt.Everest klifri yfir bílastæði. Annaðhvort, kæra föðurland,:
- snjóar þú sætri, fínni, krúttaralegri hundslappadrífu sem fellur fallega til jarðar, brakar í, og er ekkert nema dásemdin einar
- snjóar ekki neitt með litlu sem engu roki
...eða "þú sofa með fiska"! Takk.
Snjór og 66°Norður í trýnið, upp í nasir svo andinn hverfur að auki við kulda sem kristallar hvíturnar í augunum á manni, má hérmeð láta sig hverfa.
Formleg veðurkvörtun yfirstaðin.
Hookay, áfram með smjörið, sem er að sjálfsögðu gaddfreðið og vel nýtanlegt sem vopn í allra brýnustu nauðsyn!
Hin kvörtunin tengist þessari spurningu:
"Hva, mín bara búin að svíkja málstaðinn?"
Svíkja hvaða málstað fyrirgefðu takk kærlega um hvað ertu að tala mannfýla?
Að þessu var ég spurð í fyrradag.
Eða, spurning? Þessu var ölluheldur fleygt fram í meinandi, kaldhæðnislegum spurnartón.
KOMMOOON... þó svo ég blikki ekki augnlokunum fjórtán sinnum hraðar en vanalega til að fá meiri hreyfingu í daginn eða borði kálblað í hvert skipti sem færi gefst þýðir ekki að ég hafi snúið við blaðinu á einu bretti og gerst talsmaður ólifnaðar og kyrrsetu í öllu sínu veldi. Auglýsi kók sem lífsins lind og Snickershúðaða hamborgara sem gott snarl fyrir svefninn.
Ha... hmm... haaa! Það er nú ekki eins og átvaglið hafi svikið sinn besta vin og framselt eiganda fyrrnefnds norðurenda fyrir kleinuhring!
- Eins og kleinuhringur myndi fá mig til þess að afhenda kölska my precious! Þyrfti amk að vera snúður... með karamellu. Pölííís!
Ok... bökkum aðeins í hneyksluninni gott fólk. Biturðardrama 124%. Viðurkennt. Ég tek 53% af þessu til baka og biðst afsökunarforláts.
Þó svo undirritaður svindlari borði, í nútíðininni, stundum nammi á virkum dögum og hreyfi sig ekki 24/7, eins og í "gamla daga", þá þýðir það ekki mín elsku bestu að ég hafi snúið bakinu við öllu sem telst vera "Hollt og fallegt og æðislegt og kúlurass".
Bara, annar póll tekinn í hæðina eftir fjögur ár af allskonar mat, formum, stigum og með'ví, sbr. tuð síðasta pistils. Bloggið blessað hefur svo þróast með átvaglinu og allt snýst þetta að sjálfsögðu um mat.
Engar áhyggjur þó. Gríðarleg gúff eiga sér ennþá stað. Gúff umfram öll velsæmis- og skynsemismörk. Ég hef borðað menn, sjöfalda að minni stærð (bæði að ummáli og rúmmáli), undir borðið og enn haft pláss fyrir eftirrétt og eftir-eftirrétt, smá nart af aðalrétt og meiri eftirrétt.
Nú eru formlegir játninga- og réttlætingapistlar um mitt sérlega heilsufar, og át, yfirstaðnir. Ef þið viljið fylgjast með komandi fiestum þá vitið þið að sjálfsögðu hvar mig er að finna.
Held ég ætti að fjárfesta í bleiku Múmínálfaskýi til að halda upp á þessa sérlegu uppljómun mína. Þó svo ákkúrat núna myndu ég, og skýið mitt, líklegast fjúka til Jemen.
Ef ég sé eitt til sölu á barnalandi býð ég 50 kr. í það.
Það er gullpeningur gott fólk.
Gullpeningur.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.12.2011 | 21:20
JÆÆÆÆÆJA
"JÆJA"
sagði hún eins og ekkert hefði í skorist!
Er ekki íslenska sérkennið hið minnsta, þrjú JÆJA, til að eitthvað fari að gerast nú, eða hreyfast?
Í miðju matarboði hrópar einn fjölskyldumeðlimur hátt og snjallt:
"JÆJAHH..."
Þá veistu að um fyrsta merki til brottferðar er að ræða. Hjartað byrjar að hamast, tíminn til að raða í andlitið á sér styttist óðum. Þar af leiðandi er betra að drífa í átinu svo ekki verði veiga-eftirsjá næstkomandi dag!!!!
HVAÐ? Að vera matsár átvaglsperri er ekkert grín gott fólk!
JÆJIN þurfa samt ekki að vera samliggjandi eða heyrast hvert á eftir öðru. Eitt JÆJA gæti bergmálað fyrri part veislu/dags/samkomu/sandalafem. Annað gæti heyrst rétt þar á eftir og þriðja ekki fyrr en sjö bjórum, rostung og dularfullu Tuborgbindi um hálsinn á einum ættingjanum seinna.
Ég mun þó aldrei nokkurntíman viðkurkenna að hafa lent í slíkum aðstæðum.
"JÆJA"
(þetta var jæja númer tvö svo allir séu á sömu blaðsíðu hérna. Ekki samt númer tvö eins og á klósettinu númer tvö dýrið þitt)
Hey, vissuð þið að það hefur ekki snjóað svona mikið í desember síðan undirrituð fæddist?? Hmm, ha?
1984 takk fyrir góðandaginn Jóhannes!
Jóhannes: HVAÐ??
Undirrituð: Skiptu þér af því sem þér kemur ekki við!!
...
Undirrituð: Eða... skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við?
Mikilvægt ekki þarna á ferð.
"JÆÆHÆÆJA ELÍN HELGA"
Ég var víst búin að lofa útskýringu á sumarbiturðinni einhverntíman í fjarlægri þátíð.
Í stórum dráttum:
Var að trodda í mig pylsu á "nammidegi" og hitti á förnum vegi blogglesanda sem við mig sagði "Vá, vildi óska að ég gæti borðað svona". Biturleikinn hrannaðist upp í svo miklum mæli að hvorki blogg né nokkuð annað tengt almættinu, Guðbrandi eða strumpunum gat stöðvað mikilfenglega skítafýluskýsins sem elti mig út um allt.
Öll þessi mucho-massa dýrkun er orðin svo steríl að venjulegt fólk getur ekki leyft sér eina pylsu nema á tilteknum dögum, ef þá.
Grandskoðað, þrælútpælt og rannsakað. Allt sem ég var búin að trodda inn í hausinn á mér af "hvað má, hvað má ekki" varðandi matarræði, hreyfingu, og allt þar á milli féll um sjálft sig.... bókstaflega! Hrundi hæð Hallgrímskirkju 14 sinnum og skildi mig eftir í fússi dauðans sem orsakaðist í miklum tilraunum á sjálfri mér og þessari nýfundnu vitneskju, sem kom í ljós að var ekkert svo skelfilega nýfundin.
Bara týnd og tröllum gefin.
Viltu vita hvað það var? Ein sú hallærislegasta vitrun sem brotlennt hefur á höfðnu á mér.
BITRANIR
- Mér liggur við uppköstum að sjá hversu mikla áherslu allir miðlar leggja á "Fáðu flottan kropp". Komast í kjólinn fyrir jólin, fullkominn rass, grannur líkami, skera, magavöðvar og eitthvað meira egósentrískt kjaftæði.
- Matarræði og matarkúrar. Paleo, rétt stillt kolvetnaát, 14 daga kúrinn, x gr. prótein, Herbalife, Danski... flah.
TEEEEK'EKKI ÞÁTT Í'ESSU! Fokk jú bara bandbrjálaði matvælaiðnaður, útlitsdýrkun og áráttu-forfanden.
Borðaðu þegar þú ert svöng/svangur og leyfðu þér það sem þú vilt innan þinna "markmiðs-marka". Æfðu eins og þig lystir, þegar þig lystir og njóttu þess að vera til. Þú ert að æfa einungis fyrir sjálfa(n) þig og sama hvað þeir sem lifa og hrærast í þessu segja, þá er það númer uno, dos und tres hvernig þér líður.
Hvað í andsk... með það þó matarræðið sé ekki 170% 98% af árinu, hvað svo sem "hollt og rétt" matarræði er? Hvað með það þó svo sixpakkinn sjáist ekki allan ársins hring eða að þú sért ekki með bíseppa á stærð við vatnsmelónur? Ef það er hinsvegar óskin, ekki væla ef þú vilt ekki berja þig áfram, ef ekki, þá er óþarfi að fá eitthvað bölvítans samviskubit yfir naanbrauðinu sem þú ást um helgina og láta skamma sig fyrir kökuát. Go for it.
Ég fylgdist líka með lítilli frænku minni borða yfir tveggja daga span. Þar var hún eitt skiptið að gæða sér á snúð, át hann hálfan og skildi restina eftir á meðan ég át allan minn þrátt fyrir seddu, því ég var gráðug og það var nammidagur. Var búin að vera að hugsa um snúð alla vikuna... isss!
- Átvaglið: Viltu ekki klára snúðinn þinn?
- Frænkan: Nei takk, ég er södd.
Ég virtist vera búin að týna getunni að geta borðað þangað til mett og látið þar við sitja, sérstaklega þegar át dýrðin sem um ræddi væri uppáhaldsát.
Fann þennan löngu týnda hæfileika hinsvegar aftur, æfði í og með, borðaði það sem mig langaði í hverju sinni og vitið þið hvað...
...HEIMURINN HVARF INN Í SJÁLFAN SIG OG MYNDAÐI STÆRSTA SVARTHOL Í SÖGU MANNKYNSINS!
Eða ekki. Það hafði engin áhrif.
*BIIITUUURÐ*
Það er svoleiðis búið að forrita á manni eggjarauðuna með allskonar flimmflammi að harðsoðið er ekki nánda nærri nógu kryppildislega lýsandi fyrir suðið sem yfirtekur eyrun á þér.
Þannig að!!
Bitrun tók völd. Ég ákvað að prófa að henda út öllum hugmyndum um próteinmagn, þrjá tíma milli mála og rétt hlutfall kolvetna hingað og þangað og bla. Núna fæ ég mér stundum pizzu í hádeginu!
Á virkum dögum!
*andköf*
Borða svo að sjálfsögðu mitt uppáhalds grænmetisfjall inn á milli. Fæ mér stundum köku í kaffinu og vænt smjörlag á brauðið mitt. Nammidagurinn fékk að fjúka og núna er vikan nammidagslaus.
Og á meðan þessari tilraun stóð, breyttist ég ekki í Jabba the Hutt eða vöðvalausan orm. Ójöah.
Töfraorðin: Hófsemi, jafnvægi, skynsemi
Farðu nú og drífðu þig í að æfa þig í þessu þrennu. Svona nú. Hip hip.
- Allir í heiminum: Þannig, nú veistu um það bil nákvæmlega það sama og allir aðrir í heiminum vissu?
- Elín til allra í heiminum: ...uuuu.
- Allir í heiminum: Elín... þú ert bjáni.
- Elín til allra í heiminum:
On with the butter!
Búin að fá jólaöndina mína, fyllinguna, laxinn og grautinn og nýja árið að fara að ganga í garð. Ætli ég taki mig ekki til og skelli í svona eins og eina nýársfærslu á morgun eða hinn?
Við tæklum svo 2012 með tvöföldu trompi, löngu týndum skilaboðum frá skrokknum og herlegheitum í stíl.
Pásan var góð, árið var gott. Þið eruð góð.
Allir eru æðislegir.
Regnbogar, hvolpar og snjór.
Síðasta æfing ársins 2011 fer fram á morgun.
yfir og áramótaút.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
4.10.2011 | 08:26
MEIRA BROKKOLÍ
Daginn.
Veginn.
Eitthvað meira sem endar á -inn!
Er að verða búin með 5 vikur af TRX/Bjöllum. Áhugavert ekki satt?
Jah, eiginlega bara 4 vikur þar sem táin tók sér viku í fýlu og leiðindi. Núna haltra ég um eins og önd á svelli og reyni eftir fremsta megni að hoppa ekki mikið á einari. Amk tábrotnum einari.
Síðustu vikur hafa þó einkennst af dularfullri brokkolí/blómkálsþörf. Ég borða þetta forboðna grænmetissull í öll mál, með öllu, allstaðar og við hvaða tilefni sem er virðist vera. Ef einhver svo gott sem nefnir orðið "brokkolí" þá æpi ég samstundis:
"JÁ....U, JÁ TAKK.. HINGAÐ... KASTAÐU ÞVÍ HINGAÐ, æðislegt, frábært... gott, flott".
Ég held þetta sé orðið sálrænt því ég er farin að dreyma brokkolí í tíma og ótíma.
Fyrir utan blómkál og brokkolí er allt annað ofnbakað grænmeti mín einasta, heitasta, æðislegasta ósk þessa dagana. Ofnbakað, hitað, eldað, soðið, steikt... í hvaða formi sem er í raun.
Svo lengi sem það er ekki í kökuformi, ég þooooooli ekki grænmeti í kökuformum!
Hohohoho...
...HVAÐ? Klukkan er ekki orðin tólf gott fólk. Kastið til mín beini. Húmor fyrir hádegi er ekki meðfæddur.
Hvað sem öðru líður þá hefur kvöldmatur síðastliðinna... kvölda... einkennst af eftirfarandi:
Green Curry súpa m/kókosmjólk og tonni... af grænmeti, ásamt grjónum og almennri gleði.
Einfalt, fljótlegt og ó... svo... ógeðslegaofurbragðgottogákkúratfínt!
Annars spurði hún Sylvía mig í kommentum síðasta pósts, hvort ég hefði verið að gata aumingjans skrokkinn á mér eitthvað frekar.
Og jú, það er víst svo.
Þeir sem finna götin fá verðlaun!! Jííhaawww.
Annars er mjög girnilegur Akureyrarpóstur á leiðinni. Við, the krakks, skelltum okkur í notalegheitakósýferð. Afmælis Egill átti sér stað ásamt allskonar sukki.
AfmælisEgill er meðal annars meðlimur, og söngvari, í hljómsveitinni Nóru sem var að senda frá sér nýtt lag... og ég svoleiðis öööölska þetta lag. Búin að vera táhaltrandi heimahúsum að reyna að kreista fram dans- og dillitakta. Það gengur upp og ofan... þó helst neðan. Áhugasamir geta hlustað hér.
Annars er þetta fyrsta skipti sem átvaglið heimsækir Akureyri almennilega, Brynjuís og Greifamatur þar með talinn.
Tek ekki með Akureyrarskiptið þar sem ég þaut í gegnum bæinn, beint á flugvöllinn, til að komast undan ösku og beint til Ástralíu.
Hef sumsé eytt meiri tíma í Ástralíu en á Akureyri. Nokkuð magnað það.
More to come.
27.9.2011 | 13:04
Biturð, brot, brokkolí
JÆJA
Kominn tími á að rifja upp gamla bloggtakta?
Var ég einhverntíman með blogg? Hver, hvar, hvenær.... hvar er Jón?
Varð svo gígantískt bitur í byrjun sumars að greipaldin myndi skammast sín í samanburði. Af hverju biturleikinn stafaði kemur til með að líta dagsins ljós í bloggpistli sem enn er í fæðingu. Greyið.Sökum fyrrnefnds biturleika var lítið um skrif og skriftir, en mikið um allskonar annað sumarlegt í kalda veðrinu... kem líkegast til með að stikla á stóru, risastóru, ofurstóru, einhverju... ha?
Aðalatriði í stuttu elsku besta fólkið mitt, í stuttu:
- Biturleiki í garð LÍFSINS *Hnefi á enni*
- Sumarsprell
- Hestaferð
- Gymboss dó
- Æfingum fækkað úr 8 sinnum í viku niður í 2 - 3 sinnum
- Nýtt rúm keypt
- Mikið borðað af ís
- Mikið borðað af brokkolí... ekki með ís
- Gymboss jarðaður við dramatíska athöfn nálægt ruslafötunni með "Adele - someone like you" á fóninum
- Akureyri heimsótt almennilega í fyrsta skipti á 27 ára ferli mínum sem sönnum Íslending
- Gymboss endurnýjaður og tilhlökkunarspenningur til sprikls í hámarki
- Fyrsta fimleikaæfingin, með fjöskyldumeðlimunum Adda og Inam, í 20 ár skjalfest fyrir daginn í dag
- 3 dögum eftir endurnýjun mister Boss, 25.09.2011, klæddi undirrituð sig brækur með svoddan fítonskrafti að bífan heilsaði nýja rúminu með eftirfarandi afleiðingum
- Já, þetta er... var... táin á mér.
- T - ái - n
- Hún brotnaði í tvennt og snerist 90°
- Vildi óska að ég gæti sagt hafa verið að slást við dreka, en kaldur raunverunleikinn býður ekki upp á það
- Sprikli frestað
- Engin fimleikaæfing
- Gymboss guðinn er ennþá hlæjandi
- Chuck Norris líka
Hver er boðskapurinn sem fylgir þessari eðalfínu sögu?
Ofnbakað... brokkolí... er beeeeeeeeest!
Armbeygjur, upphýfur, magi, miðja, bak, brjóst og smáfætur næstu 2 vikurnar.
Hressandi, bætandi, kætandi.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.8.2011 | 08:09
EVERYDAY I'M FLUFFLIN'!
Ég rakst á þessa snilld á netinu og varð að prófa.
Morgunmatur. Eftirmatur. Millimálsmatur.
Að sjálfsögðu. En ekki hvað? Af hverju í andsk.. datt mér þetta ekki í hug fyrr?
- 30 gr. hreint prótein
- 130ish gr. frosin ber (eða hvað sem er.. jafnvel meira magn)
- Tæplega rúmur.... deselíter mjólk, tæplega rúmur.
Prótein + ber.
Prótein + ber + mjólk.
Prótein + ber + mjólk + kanill + vanilludropar.
MAGIGSTICK
HRÆRA
Tilvonandi próteinfluff, hittu herra K-aid.
15 sek
30 sek
Ooohh bayyybee!
Innan við mínúta!
Marengs einhver?
Já, já takk fyrir.
Það heyrðist meira að segja svona marengshljóð í þessu þegar ég hrærði því til og frá.
"Flúghbllflúhhbbfglhúú"
Og... svo... whooobbah... á hvolf... ójeah!
Það helst. Það marengshelst!
Gerum þennan gjörning svo örlítið myndvænni.
En bara örlítið.
Því ég var svöng.
Og gráðugri en amma skrattans.
Próteinfluff + Buddhaskál = öööööölsk!
Jebb. Þið vitið hvert þessi klessa fór.
Svo bætti ég "aðeins meiri" kanil. Bara aðeins.
Því kanill er góður.
Þannig er það nú bara.
Elskaðu kanilinn.
Hugsið ykkur gott fólk... allan dónaskapinn sem hægt er að framkalla héðanaf!
- Frosnir-bananar fluff! (Ég gæti gubbað af hamingju)
- Mangófluff!
- Bláberja og kanilfluff!
- Banana og kókosfluff!
- Ananasfluff!
- Peru og bláberjafluff
Sjáið þið ekki svo fyrir ykkur bananapönnsurnar sem uppskúbbunaráhald?!?!?!?!
*og átvalgið sprakk úr hamingju*
The end.
Dreeeeptu mig ekki úr matarpervisku dauðans.
Eini ókosturinn, ef einhver, er að þetta þarf helst að borðast med det samme, annars oxast kvikindið eins og allsber banani í sól og verður að hálfgerðri loftbólu af einhverjum ástæðum.
En hvað með það... gumsið kemur ekki til með að lifa nógu lengi til að loftbólast. Trúið mér!
Voila. Þú ert hérmeð útskrifað eintak úr próteinfluffskólanum.
Farðu nú og búðu þér til fluff!
18.8.2011 | 19:00
Spartverjaæfing
Það var vetrarlykt úti í morgun. Funduð þið hana?
Er annars að borða þetta.
Þetta...
...er gott!
Hvítkál, laukur og vorlaukur steikt saman uppúr olíu þangað til meyrt. Kryddað eftir smekk og svkettu af balsamic ediki + soja bætt fagmannlega út á.
Eggjakaka a la chef með spínati, pickles, dijon og tómötum.
Morguninn var tekinn í Spartverjaæfingu. Eða svo segir mér netið.
Ég trúi því samt alveg. Þetta var HIIT djöfulsins.
Þá sérstaklega þegar þú er þreyttur og pínkulítið svangur, sem er þó ekki alveg marktækt og heldur heimskulegt ástand til að taka æfingu í sem ber nafnið "Spartverjaæfingin".
En það er búið og gert.
Kærið mig.
Gerir þú þetta kvikindi vel og vandlega færðu kærkominn verk í rassinn, haminn, fæturna, rassinn... rassinn.
Nei, ég sagði kærkominn verk. Ekki "beygðu þig eftir sápunni" verk.
...
Þú baðst um þetta.
HVERNIG?
- 1 mínúta í djöfulgang
- 15 sek í hvíld, jebb, bara 15 sek
- 2 mín í hvíld eftir hvern hring, lengur/styttra eftir þörfum/getu
- Endurtaka hringinn þrisvar
Reynið fyrst og fremst að halda góðu formi og gera æfingarnar rétt í staðinn fyrir að ná sem flestum endurtekningum. Finna fyrir vöðvunum og virkja allt sem á að virkja og halda miðjunni alltaf spenntri. Það gerir ekkert fyrir ykkur að komast í 120 goblet með bakið í beygju, rassinn lafandi, hendurnar slappar og fæturna skáhallt uppávið og niður.
- Rangt form fer með skrokkinn, bakið og systemið, og þið fáið kryppu fyrir fertugt
- Ef þið næðuð að taka goblet í þessu ofangreindu ástandi væruð þið eflaust eitthvað annað en mannleg
Einn... tveir... og... byrja!!
- Goblet hnébeygja, djúúúp og góð beygja gott fólk. Hugsið rass, rass, RASS
- Mountain climber - púls
- Ketilbjöllu sveifla - púls
- T-armbeygjur
- Splitt hnébeygjur, með hoppi takk - púls
- Standandi róður m/kb, halla fram
- KB hliðarhnébeygja, kb snertir gólf
- Armbeygja með lóðum, lyfta upp lóði í efstu stöðu
- Framstig með snúning + lóði ef þið treystið ykkur
- Axlapressa m/lóðum eða ketilbjöllum
Stutt, hnitmiðað, svaðalegt, lyftingar, brennsla, 40 mínútur - inn og út úr salnum!
Prófið þetta sem fyrst mín kæru. Þið eigið eftir að standa á meiru en bara öndinni ef vel er í lagt!
18.8.2011 | 08:01
Prótein... marengs?
Þú veist þér þykir gott að borða óbakaða maregnsgleði!
Ekki reyna að neita því.
Það er syndsamlega svaðalega ljúft í allri sinnir sykurvímu og hamingjugleði!
Ég kynni því hérmeð til leiks skáfrænda "eitthvaðótrúlegasvipaðmarengsdeigi"!
Prótein berja marengs. Diet marengs? Marengs lite... M-Zero!
Matarklám, matarkóma... oh baby jebus feed me!
More to come!
8.8.2011 | 09:27
Dramatísk endurkynni og brómberjahafrahamingja
BÚÚAHHH... HAHH... brá þér?
Fyrsti grautur síðan 25.05.2011 takk fyrir sælir góðan daginn Illugi og amma hans...
...sem var frekar óhress með uppátækið og bölsótaði ungu kynslóðinni fyrir óæskilegan hárvöxt og ömurlegan tónlistasmekk.
Sem kom grautnum hinsvegar ekki rassgat við!
TADAAA
Hello beautiful!
Þessi skál var ofur. Og innihald hennar ofur í öðru veldi sinnum pí. Skálin var hjúmöngus. Valin með einbeittum brotavilja, enda rúmmál þess sem kvikindið innhét... hjúmöngus.
Innihélt verandi lykilorð.
Brotavilji morgunsins var jafn tær og stærðin á YOYO ísboxunum. Þar eru ekki til lítil box, onei. Þar er einvörðungu ein ríkisstærð af risaboxum sem eru sérstaklega hönnuð með græðgisátvögl í huga því það vita allir að græðgisátvögl kunna ekki að fylla... ekki... upp í allt boxið!
Góður ís engu að síður.
Magnað hafragrautarát gott fólk. Stórmagnað.
Þetta át var svo viðbjóðslega magnað að hvorki ég, né skítfúla amma Illuga, áttuðum okkur á því hvað átt hafði sér stað þegar allt í einu grautur hætti að streyma inn fyrir átvaglsins varir og ekkert heyrðist nema skríkjandi kling og bang í smáskeiðinni þegar hún ítrekaða small í botn, og hliðar, ofurskálarinnar sem nú var orðin tóm.
Jóseppur og Mörfía alls þess sem er mood killer í heiminum.
Þessi upplifun var svo mögnuð að hún var næstum jafn suddaleg og að vera staddur í miðri orgíu þar sem allir eru gullfallegir og æðislegir og viljugir og gjafmildir og þú ert fetishið þeirra...
...get ég ímyndað mér. Því ég veit svo mikið hvernig það er að vera fetish í gullfallegri orgíu.
En það hlýtur bara að vera nokkuð magnað.
Athugið samt að ég sagði næstum... næstum er ekki alveg eins og alveg eins, nei, það er næstum.
ÞETTA er hinsvegar meira en bara næstum. Þetta ER! Ohhhh sweet baby jesus.
- 1/2 bolli hafrar
- 1 msk chia fræ
- 1 msk husk
- Rúmur bolli frosin brómber
- 1 eggjahvíta
- Skúbba hreint prótein
- Væn lúka möndlur
- Smá salt, vanilludropar, kanill, kaffi, múskat
- Vatn eftir smekk
Eigum við að tala um þykkildisofurhamingju borðað með hníf og gaffli og tuggið svo öll áferðarskilningarvit springa með tilheyrandi fnasi, stunum, rymji og smjatti í bland við óneitanlega dásamlegt bragð af kanil og múskatsparki í bland við dísæt ber og kaffiilm? Ha? Eigum við að ræða þetta eitthvað?
Nei... hélt ekki...
Það tók mig góðar 10 mínútur að klára kvikindið.
Ég brosti og grét, troddaði og brosti... og grét... svo hló ég... troddaði meira, grét smá meira... gleymdi að anda... brosti... mundi að anda... grét... allan tíman.
Þetta át var hvorki tignarlegt, fallegt, siðmenntað eða útpælt. Þetta var hreint og beint trodd.
Ahhhh, hafrar.
...
Hey! Svo útbjó ég þetta um daginn! Það innihélt m.a. banana og meiri karamellu!
MUAAAHAHAHAAAA......
...meira um það seinna.
Adéu!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)