Færsluflokkur: Ragga Nagli

Súkkulaðibúðingur og kók eftir æfingu

Jah...

Kók eftir æfingu

Eftiræfingu hlaup

Scitec prótein

...svo gott sem! Cool

Scitec og hlaup! Dúndur fínt ét eftir svaðalega fín átök!


Kjúlla og roastbeef í bílinn takk

Var að koma heim! Svo gott að koma heim eftir heilsdags ark! Morgunbrennsla á sínum stað og bæjarráp í kjölfarið. Ég og Svabban sveimuðum um Smáralind og Kringluna í jólamóki inn á milli þess sem við toguðum í föt og horfðum út í loftið. Ég var að sjálfsögðu undir útiveruna búin og hafði til "nesti" svo átvaglið yrði ekki stjórnlaust.

Ég og Palli byrjuðum þó í Hagkaup í morgun, áður en Svövudýrið vaknaði. Finna allra síðustu gjafirnar - eða, jah.. fylgigjafir. Maður getur ekki hætt! Stelpan á kassanum horfði mjög svo dularfullum augum á kaupin. Getið þið ímyndað ykkur hvaða hlutur í þessair hrúgu voru tækifæriskaup?

Jóla- og tækifæriskaup

Svabban sótt, Pallanum skutlað í vinnuna og átvaglið þaggað niður. Gleðibox... gleðibox með meiru!

Matarbox með meiru

Kjúllinn minn og möndlurnar. Þetta gæti ég snakkað endalaust - ekki spennó í margra augum svona beint af kúnni - en aaalltaf svo gott. Mmm..

OHhh... búið!

Kjúlli og möndlurbúúiið

 

 

 

 

 

 

 

Til að gera langa sögu stutta hoppaði Svabban á Serrano og greip sér quesadilla í eftirmiðdaginn.

Serrano Svava

Undirrituð, eins fasísk og hún er, stoppaði við í Kjöthöllinni og keypti sér hakk og roastbeef áður er jólalokanir taka gildi.

Kjetið og mest notaða eldhúsáhaldið

Það held ég nú! Elínator með vigtina á bakinu - kjötætunni sleppt lausri og roastbeefið graðgað vilimannslega í bílnum með tilheyrandi smjatti og óhljóðum! Svöbbunni til allskostar ógleði og augngota!

WRAAAGRWER

En mikið svakalega var þetta gott!! Subbulegt? Ekkert frekar en að gúlla hreint og beint af matardisk innan veggja Gúmmulaðihellisins (nema þar myndi maður líklegast nota hífapör... eða hvað?). Lak í sundur eins og smjer - ég segi það satt. Ughhh... nom nom. Eftirrétturinn samanstóð svo af meiri möndlum. Ef ég gæti, þá myndi ég líklegast lifa á möndlum einvörðungu. Get ekki fengið nóg af þeim.

Möndlurnar mínar

Kvöldið tekið við. Kjúlli og lax í minni nánustu framtíð. Jólaspennan magnast og eftir 48 klst. verð ég smjattandi á eðal graflax, bíðandi eftir jólaönd og fyllingu og tilbúin að kynna ómissandi rísó fyrir Palla.

Þangað til - innpakkanir, klipping, lestur, Lilli Au, jólamyndir!


Bláberjafyllt pönnsa að hætti Dexter

Þeir sem ekki vita hver Dexter er, geta lesið um það hér! Lúmskt skemmtilegir þættir. Þessi morgunmatur myndi án efa slá í gegn á þeim bæ!

Eitt blogg áður en ég fer út, ein æfing! Hef enn ekki ákveðið hvort ég komi til með að henda inn einni og einni mynd á meðan ég er úti. Ég er heldur ekki búin að ákveða hvort ég nýti aðstöðuna á hótelinu og taki nokkrar vel valdar æfingar. Það kemur allt í ljós eftir morgundaginn. Ég hallast samt sem áður að bloggi og sprikli. Nýta síðustu 30 mín fyrir svefn í smá skrif og fyrstu 30 mín af deginum í sprikl!

En nóg um það. Ég bjó mér til gleðilegheit í pönnsuformi í morgun. Mikil gleðilegheit. Sama uppskrift og um daginn nema ég notaði allt deigið og út í þetta setti ég tvær tappafyllir af vanilló og kannski 3 rommdropa. Duglega af kanil að sjálfsögðu. Hrærði í dýrið og tók bláberin saman í litla skál.

Hafrapönnsudeig og bláber að bíða

Hella smá deigi á pönnuna og dreifa úr með skeið... putta... þyngdarafli...

Hafrapönnsa í bígerð

Bláberjunum, og smá kanil, kom ég fyrir á öðrum helmingi pönnsunar á meðan hún var enn "hrá".

Bláberjum komið vel fyrir

Breiddi svo fallega yfir þau með hinum helmingnum. Þrýsti létt á enda pönnsunnar til að loka henni alveg. Gott að hún sé ekki elduð í gegn, festist betur saman þannig.

Hafra hálfmáni með bláberjum

Pamsterinn hjálpaði mér við eldamennskuna.

Mister Pam

Berin farin að springa og láta öllum illum látum.

Pönnsan tilbúin

Hin pönnsan var el classico með smá sykurlausri bláberjasultu í tilefni laugardagsins og brottfarar seinna í dag.

Tveir eru betri en einn - sérstaklega þegar kemur að mat

Rúllupönnsan stóð fyrir sínu. Sultan átti dágóðan þátt í því að sjálfsögðu. Bláberjasultur eru svoddan gúmmulaði. Elska þær.

RúllupönnsaMmmhmm

 

 

 

 

 

 

Þetta var gott. Ég segi ekki annað. Gaman að borða pönnsuna á þennan máta, hálfgerður calzone eða baka. Væri snilld að djúsa þetta upp með hnetum, kókos, múslí... möguleikarnir endalausir.

Bláberjafyllt hafrapönnsa

Bláberjafyllt hafrapönnsaMeð smá kanilbragði. Uss... svaðalegt

 

 

 

 

 

 

 

 Bláberjagleði í pönnsuBláberjafyllt hafrapönnsa

 

 

 

 

 

Aðfarirnar við átið voru stórkostlegar. Hér er sýnishorn af einum líkamsparti undirritaðrar. Margfaldið þetta svo með 102, einu fési og upphandlegg!

Blaberjaklíningur

Ef einhver hefði sagt ykkur að hér hefði bláberjapönnsu verið slátrað en ekki litlu lambi... mynduð þið trúa því?

Diskur eftir bláberjaslátrun

Ég kveð þá að sinni. Ef bloggandinn leggst ekki yfir mig þá sé ég ykkur aftur næsta föstudag. Njótið þess að vera til, hlakka til jólanna og farið vel með ykkur mín kæru. Smile

*gleðitryllingsdans*


Grjónagrautur

Oh þeir eru svo góðir. Mikil nostalgíu tilfinning sem blússar upp í hvert skipti sem ég borða eða finn lykt af slíku góðgæti. Reyndar hafa grautar með grjónum spilað mikið hlutverk í mínu lífi. Þegar ég var yngri var að sjálfsögðu grjónagrauturinn með kanilsykri oft á boðstólnum ásamt sago graut. Slíkt gleðimall hef ég reyndar ekki borðað í ansi langan tíma. Sago það er. Þyrfti að endurnýja kynnin við tækifæri. Yndislega fín áferð. Annars er grautur númer 1, 2 og 150 jólagrauturinn. Ris a la mande, stytt rísalamand eða rísó! Jólin eru ekki jól án hans. Einusinn á ári er þessi dýrð útbúin og þegar átið byrjar er þögn í húsinu í um það bil 5 mínútur. Einstaka "mmmm", "kjamms", "nohm" heyrist og svo er farin önnur ferð. Rjómakenndur, sætur vanillugrautur með grjónum sem poppa þegar bitið er í þau. (22 dagar).

En jæja. Innganginum að þessu blessaða bloggi voru gerð ágæt skil enda var svo gott sem grjónó í morgunmat. Seinni... morgunmat. Vanillu prótein, vanilló, smá salti og kanil blandað mjög þykkt með vatni eða mjólk. Kannski 1 - 2 msk af vökva. Út í herlegheitin fara svo hýðis- eða brún grjón og gumsinu hrært saman þannig að próteinið rétt þekji grjónin. Hér væri líka hægt að nota bygg, sago, hreint kúsús.... Kanil stráð yfir og inn í ísskáp, nú eða örbylgju, og borðað. Borðað eins og enginn væri morgundagurinn.

Næstum því grjónó

Þetta er svo gott og minnir mann svo heiftarlega á grjónagraut! Líka hægt að nota kotasælu í staðinn fyrir prótein. Nostalgíu snarl.

Svo er það pakki númer tvö.

Jóladagatal, numer 2

Heilræði dagsins og tyggjókúla! Næstum eins og að fá dót í skóinn.

Heilræði

Le gum

 

 

 

 

 

 

Ætla svo að fara eftir vinnu með fata- og matarpakka til fjölskylduhjálpar. Fékk vondan sting í hjartað þegar ég sá þessa frétt í gær. Lítið framlag + lítið framlag = ekki lengur lítið.

Ég vona að þið njótið þess að vera til í dag mín kæru og hafið það notalegt í kvöld. Smile


Hleðsludagur, taka tvö

Ég lærði mína lexíu síðasta laugardag - það er betra að hafa hleðsluna inn í miðri viku þar sem laugardagar eru þekktir sem "slepptu þér manneskja - éttu þangað til augun standa út úr höfðinu" hjá fleirum en mér! Þó svo "svindlið" hafi ekki verið stórt þá var það svo sannarlega bannað og fimmtudagar eru fullkomnir fyrir jóla-bökunar-nammiátvagl sem smámsaman er að jóla-áts-bugast. Þar sem fimmtudagur er jú fimmti dagurinn í vikunni og skv. mínu tímatali, vinnudagur, þá er aðeins erfiðara að hafa gúrmey stemmara í hleðslunni. En myndirnar láta ekki á sér standa - ég hafði það assgoti gott í dag!

Fyrir æfingu 

Rjómakenndur bananagrautur með rúslum

Sami grautur og síðast, sömu hráefni, sama magn - önnur aðferð, önnur áferð.

Bananagrautur með eggjahvítum, vanilló, kanil og rúslum

Eggjahvítur örbylgjaðar þangað til stífar og hrærðar í spað. Hafrar settir í pott með tvöföldu magni af vatni, stöppuðum banana, vanilló og kanilló. Soðið upp, eggjahvítum bætt út í þegar þykkt á graut er að þínu skapi, hellt í skál og rúslum stráð yfir. Svoooo gott! Bananinn gerir grautinn ekki bara sætan, heldur að algerum rjómakenndum fluffypúða. Lovit. Sjáið t.d. muninn á þessum graut og síðasta hleðslugraut! Setti núverandi reyndar í ísskáp yfir nótt og í morgun var hann eins og karamella. Hefði verið geggjað að setja rommdropana út í þennan - hefði komið vel út.

Bananagrautur með eggjahvítum, vanilló, kanil og rúslum

Bananapönnsugrautur með rommi og rúsínum 

 

 

 

 

 

Eftir æfingu 

Stútfull skál af dísætu Kelloggs Special K með "Vanilla Ice" prótein búðin

Ice ice baby! Hrærði próteinið þykkt með vatni og klaka, hellti í skál plastbox og morgunkornið yfir. Eftir nokkra stund hrærði ég þessu þó öllu saman og borðaði eins og bragðaref. Svínvirkar og kornið gúffað hratt og örugglega.

Vinnublender - enginn Kitchen Aid hérna

Vanillu prótein búðingur með Speical K 

 

 

 

 

 

 

Hádegismatur 

Kínanúðlur með eggjahvítum og grænmeti

Sama og síðast. Ég stóðst ekki mátið! Þær voru.. eru bara of góðar. Nohm! Ég er með kínanúðluþráhyggju á háu stigi þessa stundina. Enn og aftur kom magnið mér á óvart og enn og aftur kom ég sjálfri mér á óvart með því að klára þetta allt!

Kínanúðlur með grænmeti og gleði

Mjög.... mjög mikið af kínanúðlum

 

 

 

 

 

 

 

Kaffi

Kjúklingapíta kramin í grilli

Ostur og deig klikkar aldrei! Hafði kjúklinginn í hunangsdijon/vinagrette og steinseljulegi í nótt. Hvað annað? Troddaði inn í pítabrauðið ásamt grænmeti, eplasneiðum, 9% osti og kramdi... kramdi frá mér allt vit! Samstarfsfólk góndi og glápti forviða þegar ég stóð við grillið hlæjandi tryllingslegum vondukallahlátri. Þið verðið svo að fyrirgefa mér myndirnar, litla fína myndavélin mín er að geyspa golunni held ég.

Le monstre

Hleðslupíta með kjúlla - nahm 

 

 

 

 

 

 

Brenndur ostur, ég veit ekki hvað gerist en stórkostlegt er það. Ég eeelska... brenndan ost. Þetta er örugglega óhollt úr því það hlakkar í átvaglinu - en ó... gleðin einar. Bráðinn ostur er ekki verri! Ostur og deig.. ostur og deig! *hamingja*

Biti af brenndum osti

Hleðslupíta með kjúlla og 9% osti

 

 

 

 

 

 

Ohhh... búið!

Ohh.. búin.

Kvöldmatur

Bolognese hambó

Ég á engin orð. Engin. Þetta var svakalegur hambó. Semi bolognese sósa. Skar niður hvít- og rauðlauk ásamt púrru og steiki í 30 sek á pam-aðri pönnu. Hellti þarnæst niðursoðnum tómötum frá Ítalíu (enginn sykur, salt...) út á pönnuna og 1 dl vatni ásamt smátt skornum gulrótum, sveppum og papriku. Kryddaði með oregano, basil, steinselju, salti, pipar, cumin, kanil og kóríander. Ffjúhh! Lét malla þangað til þykkt. Hambó púslaði ég saman úr kannski 3 gr. eggjahvítu, 96% hakki og kryddum. Steikti með sósunni og púslaði svo dýrðinni saman!

Bolognese hambó

Bolognese hambó

 

 

 

 

 

 

Sósa á botninn, hambó, ostur, tómatar, rauðlaukur, paprika, meiri sósa og hamborgaralok! Hrmpfh!

Dýrðin kramin saman í viðráðanlega bithæðOmpfh.. gompfh

 

 

 

 

 

 

Fyrir svefninn

Banana og próteinbúðingur með frosnum jarðaberjum

Frosinn banani hrærður í muss, próteini bætt út í og örlitlu vatni og vanillu. Blandan verður mjög þykk. Jarðaber sett í skál og banana/prótein blöndunni hellt út á. Láta bíða smá í ísskáp þangað til þolinmæðin er á þrotum. Þá étið með áfergju. Gott slútt á massa fínum hleðsludegi.

Banana og prótein búðingur með frosnum jarðaberjumBanana og prótein búðingur með frosnum jarðaberjum

 

 

 

 

 

 

Niðurtalning er hafin að nýju. Þakkargjörð á laugardaginn, Boston helgina á eftir. Helgina eftir Boston verður líklegast jólahlaðborð og þar á eftir fyrsta fríhelgin í "sumarfríinu" mínu og svooo...


Einn einfaldan takk

Oj hvað ég er í mikilli fýlu út í sjálfa mig ákkúrat núna! Af sex máltíðum á hleðsludegi klúðraðist ein sökum óviðráðanlegra aðstæðna, fjarveru frá Gúmmulaðihelli og hráefnaleysis. Iss... se la vi geri ég ráð fyrir, það kemur annar hleðsludagur eftir þennan, en assgoti er þetta hundfúlt! Angry

Þegar ég er að fylgja svaðalegu ofurplani þá vil ég hafa hlutina 110%. Það þýðir í flestum tilfellum að undirrituð á mjög erfitt með að leyfa sér að mæta "óvænt" í matarboð, fá sér kökur í kaffiboðum og er almennt leiðinlega manneskjan sem borðar ekki það sem fyrir hana er lagt. Ekki að reyna að vera viljandi leiðinleg að sjálfösgðu. En þegar mánuður og mánuður er tekinn í senn, þá er það bara svo skammur tími og eitt, tvö.... klikk geta þýtt stórt skarð í árangri. Það er því hér með bannað að hugsa/segja "Ertu virkilega í svo ströngu "aðhaldi" að þú getir ekki borðað hérna með okkur?" um/við fólk sem vill standa sig súper vel í sinni heilsu-/líkamsrækt!

Nóg komið af skömmum og fnasi á þessum annars ágæta sunnudegi! Og nei, þessu er ekki beint að einum eða neinum, bara út í mitt innra sjálf Grin

Morgunmaturinn var eðal. Hafragrautur í sinni einföldustu mynd og eggjahvítupönnsa með jarðaberjum.

Hafragrautur og eggjahvítupönnsa með jarðaberjum

Gamli góði klikkar aldrei - hafrar, tvöfalt vatnsmagn (nú eða undanrenna), vanilló, kanill og eitt egg sett í pott og soðið upp. Eggið gerir grautinn mjög fluffy og mjúkan. Kemur reyndar mikið bragð af rauðunni, ef þið fílið það ekki þá er um að gera og bæta smá hunangi/ávöxtum/rúslum... til að sæta upp. Fyrir mitt leiti er það óþarfi.

Einn einfaldur

Annars var fyrrihelmingur hleðsludags með besta móti og næsta hleðsla skal sko ekki klikka! Hún verður föst og slegin næsta fimmtudag, engar undantekningar og allt skráð og skjalfest! Fékk mér hinsvegar kjúklinga panini í kaffinu í gær og það var gott og gleðilegt. Æðisleg balsamic-eplaediks dressing með dijon sinnepi og steinselju fylgdi með samlokunni, átvaglinu til ævarandi hamingju.

Kjúklinga panini

Kjúklinga panini

 

 

 

 

 

 

Svo er ég loksins búin að finna hafrakökurnar sem ég ætla að hafa í jólapakkanum! Þessar... eru... geggjaðar. Stökkar út í kanntana, mjúkar og karamellukenndar í miðjunni! Ójá! Mjög jákvætt alltsaman. Nú þarf ég bara að finna góðar smákökur sem innihalda súkkulaði í einhverju formi.

Pottþétt jólakakaHafrakaka

 

 

 

 

 

 

Jólakökur1Jólakökur1

 

 

 

 

 

 

Biscotti gerð hefur því hér með formlega verið hleypt af stokkunum. Aðeins að skipta úr smákökugírnum. Verður allt klappað og klárt fyrir bökunarhelgina miklu 18. - 20. des. Jólapakkinn rennur í hlað og kökurnar ennþá heitar! Mmmmm...


Roastbeef og humar - kreppa?

Úhúú hvað dagurinn í dag er búinn að vera gleðilegur í matarmálum. Svo gaman þegar átvaglið kemst í stuð og gerir eitthvað sniðugt í staðinn fyrir að taka einfaldari leiðina. Sem er að sjálfsögðu ekki bragðlaus og leiðinleg - bara... mikið nýtt?

Roast beef með smá honey dijon og byggi. Borðað með hrúgu af vinnugrænmeti og notið í botn.

Gúmmulaði roastbeef með dijon og byggi ásamt vinnugrænmeti

Vanillu-rommdropabætt hreint prótein með kanilristuðum möndlum og pííínkulítð af sjávarsalti. Óguð! Þetta var eins og syndsamlegur eftirréttur! Karamellueftirréttur! Möndlurnar búnar að mýkjast aðeins, ristaða bragðið af þeim skilaði sér fullkomlega og dauft rommbragð eftirá. Herra guð sko! Gæti notað þetta sem millilag í einhverja köku! Ef ég hefði haft ís þá væri ég án efa í matarcoma ákkúrat núna!

Vinnillu-rommdropabætt prótein með kanilristuðum möndlumVanillu-rommdropabætt hreint prótein með kanilristuðum möndlum

 

 

 

 

 

 

Svo verður líklegast humar í sinni einföldustu mynd í kvöld. Humar vinnur allt. Algerlega númer eitt á mínum uppáhaldslista yfir mat... kannski fyrir utan jólaöndina og fyllinguna sem henni fylgir... hmmhhh....

...algerlega númer eitt á mínum uppáhaldslista yfir mat ásamt jólaöndinni og fyllingunni sem henni fylgir. Ahh, betra!

Sjáið svo hvað ég laumaðist til að gera í morgun.

Súkkulaði pecan-bita hafrakökur með trönuberjum Súkkulaði pecan-bita hafrakökur

 

 

 

 

 

 

 

Súkkulaði pecan-bita hafrakökur með trönuberjum Súkkulaði pecan-bita hafrakökur með trönuberjum

 

 

 

 

 

 

Óbeibís! Tilraunir fyrir jólapakkann hafa hafist. Vinnan og Palli eru tilraunadýr. Jólapakkaviðtakendur mega ekki vita hvað þeir eru að fá. Var það ekki óskrifuð regla? Wink


Hvítkálshakkhræra

Ég veit ekki hvað ég get kallað þetta annað. Örugglega til eitthvað fínt orð yfir gumsið en þetta er það besta sem ég fann upp á í bili.

Hvítkáls hakkhræra

Ég notaði í gumsið púrrulauk, 1 hvítlauksgeira og venjulegan lauk. Steikja allan lauk upp úr olíu í 2 - 3 mínútur. Bætti þá út á pönnuna káli og sveppum og steikti þangað til kálið var orðið nokkuð mjúkt en samt ekki í döðlum. Kryddaði svo með pipar, kannski 1/2 tsk sojasósu, agnarögn af balsamic ediki, engifer og cumin, hrærði saman og bætti þá forsteiktu hakkinu út á pönnuna. Lét malla þangað til hakkið var orðið heitt í gegn. Ahaa.. einfalt, fljótlegt, hollt, gleðilegt.. ofl. vel valin lýsingarorð.

Hvítkáls hakkhræra

Ég er búin að vera hugsandi um hvítkál, steikt/soðið/hitað/eldað í um það bil viku. Ég bara varð að slökkva á hvítkálsgarginu áður en öll skilningarvit færu forgörðum. En þetta var samt gott... ég segi það satt! Sætur laukur, sætt brakandi kál, samhljómur ofurkrydda. Kem til með að hræra mér í svona aftur! Bæta við grjónum, jafnvel möndlum/valhnetum, ponsulítið af púðursykri og meira gúmmulaði. Mmmm.... 

Mmmm hvítkál

Annað í fréttum:

Hleðsludagar hafa nú verið forfærðir yfir á hina alheilögu nammidaga! Laugardaga! Halló morgunverðar heilvheiti bananapönnsur, kvöldmatar humarpasta og jú..., ég er ekki búin að gleyma því - roastbeef hádegisbeygla!


Húrra fyrir bolognese

Ég eeelska góðar bolognese sósur! Smakkaði bolognese fyrst út á Spáni þegar ég var 8 eða 9 ára og frá þeim degi var ekki aftur snúið. Ég át bolognese út í eitt í marga mánuði á eftir.

Mamma: Hvað viltu fá í morgunmat?

Ella: BOLOGNEEESE!

Mamma: Hvað viltu fá í jólamat?

Ella: BOLONEEESE... nei bíddu... JÚ, BOLOGNEEESE!

Mamma: Ella, taktu til í herberginu þínu!

Ella: BOLOGNEEESE!

Ok, ég gæti hafa verið með Ingjaldsfíflið í huga hér að ofan. En þetta kemst nokkuð nálægt áráttunni á þeim tíma. Bolognese sósur eru jafn mismunandi og þær eru margar. Yfirleitt hef ég látið nægja að kaupa sósuna tilbúna og gúmslað henni svo yfir hakkið. En undandfarið hef ég komist að því að "bolognese" er ekkert svo hræðilega erfitt að útbúa heimafyrir. Nú er ég ekki að tala um ekta ítalsk sugo sem þarf 3 tíma af knúsi, ást og alúð áður en það er borið á borð! Þó svo slíkar kjötsósur séu algerlega guðdómlegar. Heimatilbúið er einnig hægt að krydda eftir smag og behag og leika sér með hráefnin. Mmm..

En nú er tímabilið gengið í garð, fullt tungl og kjötætan brýst fram. Ég bjó mér því til uppáhalds uppáhald og oh men hvað þetta heppnaðist vel! Kjötsósa á 20 mínútum sem ég kem pottþétt til með gera aftur og aftur.

Kjöthallarkjöt

Steikja upp úr olíu 2 - 3 sneiðar af rauðlauk, niðurskorinn hvítlauk, 4 - 5 sneiðar af fínt skornum púrrulauk, nokkra smátt skorna selleríbita og gulrót eftir smekk. Malla þangað til laukurinn er orðinn mjúkur. Bæta þá dass af basiliku, oregano, salti og pipar við og leyfa að malla í örstutta stund. Skera svo niður 1 ferskan tómat og bæta út á pönnuna.

Bolognese sósa að verða til

Næst bætti ég út á pönnuna tveimur niðursoðnum tómötum frá Ítalíu og smá safa úr krukkunni. Leyfa þessu að malla 2 - 3 mínútur, sprengja niðursoðnu tómatana, og krydda með pínkulítið af cumin, kóríander og.. tadaaa, kanil! Malla smá meira og hella þá út á pönnuna um það bil dl. af vatni. Mætti líka nota soð ef vill.

Niðursonið tómatar frá Ítalíu og ofurbolognese í bakgrunn

Sjóða niður þangað til sósan er orðin að þínu skapi. Bæta þá út á pönnuna forsteiktu hakki (ekki fullsteiktu), hræra saman og jú, malla í nokkrar mínútúr í viðbót. Sjáið bara hvað gerðist svo! Hihiiiiii.

20 mín bolognese sósa

Ógvöðminngóður! Þetta var svo mikið gott. Bragðið af sósunni var algerlega geggjað! Smá hint af kryddunum í hverjum bita. Cumin, kanil, kóríander! Algerlega fullkomið með hinu týpíska "tómatsósu bragði" sem var að sjálfsögðu ríkjandi. Setti 9% ostsneið yfir og missti minnið þar til skálin tæmdist!

Svakalega góð bolognese sósaBolognese sósa með kanil, cumin og kóríander

 

 

 

 

 

 

Næstu daga kemur kjöt án efa svolítið við sögu í matarræðinu hjá mér. Sjáið þið ekki fyrir ykkur "Roastbeef beyglu" á fimmtudaginn! Jú... jú, ég held það!


Nýtt plan - nýr matseðill

Fékk nýja planið frá Naglanum í dag. Harkan sjöhundruðogfimmtíu fram að jólum! Engir nammidagar gott fólk... engir nammidagar, en átdagar á fimmtudögum! Ekkert nema pasta, beyglur, kartöflur og með því. Æfingarplanið er svaðalegt. Mikið púl næstu 4 vikurnar get ég ykkur sagt.

Ohhh ég get ekki beðið. Að prófa nýjar æfingar er eins og að vera 5 ára og labba inn í nammibúð. Hamingja og gleði.

Matarplanið kallar á mikið af tilraunum og nýjum matarsamsetningum. Skyrgumsin góðu detta út. Á þó örugglega eftir að stelast í eitt og eitt gums inn á milli. Fagnaði nýju plani með síðasta skyrgumsinu í bili. Örbylgjaður banani, frosin hindber, möndlur og skyr. Ó svo gott.

Fölbleik támandla - ((hrollur)) 

Möndlurnar lituðust líka svo skemmtilega af berjunum. Hmm.. kannski ekki skemmtilega. Mandlan er eins og litlatá! Oj.. ég tek þetta til baka. Fölbleikar möndlur er ekkert til að dáðst af - en í þær má bíta af bestu lyst.

Nýr mánuður, nýtt plan, öðruvísi matur og jólin eru aaaaalveg að koma.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband