Færsluflokkur: Egg

Alveg að koma ágúst, alveg að koma j...

Ótrúlegt alveg hreint hvað tíminn er fljótur að líða. Sumarið er að verða búið... næstum.

Svolítið dramatískt að titla það búið þegar ágúst er vart byrjaður en jú, alveg að verða búið.

Þið vitið samt hvað gerist þá! Hihiiii.... ég ætla ekki að segja það en mig langar. Næsta tilhlökkunarefni í öllu sínu önaðslega veldi. Það inniheldur endur, fyllingu, Lilla Au, feita skeggjaða menn í rauðum fötum, bakstur!

Jú víst ég er byrjuð að hugsa um þetta og hlakka til! Og jú víst, það er fullkomlega leyfilegt. Hálfs árs reglan er við líði hér! Tók gildi núna í byrjun júlí svo ég er algerlega löglega þenkjandi!

Að öðrum efnum! Æfingamatur!

Eggjahvítur, grjón og grænt

Auka grjón

Afslappelsi og andlegur undirbúningur fyrir morgundaginn! Nýr Spaghettisen á leiðinni Grin


Létt og ljúft

Eitt af mínu uppáhalds éti! Eggjakaka!

Rauðlaukur, olía, wasabi, dill (já ég veit, skrítið kombó, en virkar), salt og smá pipar. Steikja þangað til laukur er mjúkur og hella þá möndlumjólkslönduðum eggjahvítum yfir.

Jebb... möndlumjólksblönduðum!

Eggjahvítukakan mín

Svaða fín

Nohm

Smyrja dijon sinnepi á kökuna, brjóta saman og balsamic edika. Notaði líka smá Kikkoman soja.

Rauðlauksgleði

Hefði verið pínkulítið gleðilegra að eiga til á lager sveppi, hvítlauk, tómata, ólívur.... en þetta er það sem ég fann. Ó mig auma!

Sumir biðu út á verönd á meðan ég borðaði gleðilegheitin.

Gulmundur

Sumir vildu komast inn.

iiiinnn

Sumir góna og skilja ekkert í því af hverju hurðin opnast ekki.

Gónandi Gulmundur

Kakan var góð...

búúið

...og já, ég hleypti gula glugghausnum inn!


MisterSoft - nýtt þvottaefni?

Ekki alveg.

Þið verðið að afsaka ljótleika myndanna sem fram koma í þessum pistli. Grauturinn var útbúinn síðla kvölds í gær og ungfrúin með annað augað lokað.

Setja hafra í skál...

Hafros

...smá vatn og inn í örbylgju þangað til hafrarnir hafa drukkið mest allt vatnið í sig. Ekki allt.

hafrar og vatn

hafrar

Eggjahvítur út í hafrana.

Eggjahvítur og hafrar

Hræra... ekki fallegt. Ég veit. En hræra þangað til vel blandað.

hrærðar eggjahvítur og hafrar

Inn í örbylgju og út aftur eftir t.d. 30 sek. Sjáið að það er kominn hvítur hringur í kanntinn. Án efa hægt að hafa þetta lengur inni en þarna tók ég dýrið út og hrærði úr kvekendinu líftóruna.

mjúkir eggjahvítuhafrar

Inn í örbylgju aftur 30 - 60 sek. Hvíti hringurinn orðinn aðeins stærri. Grauturinn líka byrjaður að stífna í miðjunni. Hræra aftur og hræra vel. Held að hræringurinn geri gæfumuninn hvað áferðina varðar.

alveg að verða til

Inn í örbylgju og út aftur á nýjan leik, hræra í gumsinu. Enn of blautt fyrir minn smekk.

Aðeins lengur í öbba

Aftur inn í örbyglju. 20 - 30 sek.

Skoh... allt að gerast

Hræra mjög, mjög vel og voila!

MisterSoft! MicroSoft... nei... það þarf að finna annað nafn á kvikindið!

Tilbúinn - MisterSoft

Svo gleymdi ég að taka mynd af grautnum í morgun því ég át hann næstum allan á hraða ljóssins. Einn biti eftir þegar bloggarinn rankaði við sér. Gefið mér séns, klukkan er 04:10 þegar þessi mynd er tekin.

Klukkan 4 mistersoft

Eins og þið sjáið virðist ég hafa bætt út í hann heilli dollu af kanil - sem er svosum ekki rangt. Einnig hrærði ég við hann kókos og hindberjum áður en hann fór inn í ísskáp. Hann var svaðalega fínn mín kæru. Sérstaklega ef þið fílið þykka, mjúka, önaðslega silkimjúka "leðjugrauta". Mhhmmm!

Góð lýsing, ekki satt?

Það er án efa hægt að gera þetta í færri örbylgjuskrefum og hann þarf ekki endilega að geyma inn í ísskáp - bara muna að hræra! HRÆRA!


Kökur, eggjakökur og fiðurfé

Er aftur komin með eggjakökuæði. Það er bara eitthvað við þær blessaðar sem ég fíla alveg í blússandi botn.

Einfaldari verða þær nú varla en þessi. Laukur svissaður upp úr smá olíu. Eggjahvítum og einu eggi hrært saman og hellt yfir dýrðina. Smá ostur og krydd á milli - brjóta saman, strá með steinselju og hafa sinnep hresst á kanntinum!

Svissaður laukur og eggjahvítukaka

Svo fín á litin

Lítur næstum því út eins og pizzabotn! Myndi án efa virka ágætlega sem slíkur!

Sjáið svo hvað laukurinn kemur skemmtilega út - býr til hringlaga mynstur í kökuna.

Brotin saman

Krumpa

Ógvöð, ég gleymdi að tómatsósa dýrið! Skömm Elín Helga... skömm! Reddaði því á síðustu tveimur bitunum!

Svissaður laukur og eggjakaka

Le tomat

Oh nei!

Bara einn eftir

Neiiiiiiiiiiii! 

Búúúið

Svo það komi annars skýrt og skilmerkilega fram þá var þessi annars Gvendsamlega eggjakaka hádegismaturinn minn! Betra seint en aldrei segir máltækið - eftir 30 mínútur er ég að fara að gúlla í mig kjúlla!

Svo sannarlega dagur kjúklingsins og öllu sem þeirri dýrategund tengist!

Andlegur og óandlegur undirbúningur hafinn fyrir Ástralíuför. Best að byrja á því að fjárfesta í bókum og teiknigræjum í þessari viku. Sný sólarhringnum við í næstu viku og bæti tónlist, í og með, vel og vandlega inn á ipodinn fram á síðustu mínútu!

... ha.. sagið einhver að ég þyrfti að pakka?

Flugvallabið og flugvélahangs - here I come!


G'day mate!

Put another shrimp on the barbie!

It's official, oh yes! I´m going to Australia in two weeks my babies!! Wooohooo! Why am I writing this post in English? Well, not only am I going to Australia because, well... my goodness... Australia... but a very dear friend of mine lives there. I've known this guy for almost 11 years now, quite amazing actually. His name is Euan (everyone... say hi to Euuuaan), he's from New Zealand, lives in Tasmania at the moment and hahh, he's a chef! Oh yes he is! I said it. A CHEF! And I have a food blog. What an excellent combination right? Therefore I write this post in english so he can read it. And you better read it man!!

An amazing person he is. Very special to me. Truly passionate about cooking and food and everything involved, naturally. I could really learn something from him yeah? Spongebob is who I´m going to be - learning how to cut vegetables like the wind wile making lasagna, cursing, singing "Oh sole mio" and pooring wine with my left foot (wrist), all at the same time.

He works as a sous chef at a 5 star hotel in Hobart and has promised me all the goodness of food in the world... oh, and icecream. Wink We're going to be eating the whole time, let me tell you! So fun!! I´m going to have to post 'before and after' pictures because I´ll probably return to Iceland looking like a fluffy little meatball. But that's so amazingly great!! Oh my lord!! Grin That means I've managed to eat everything I lay my eyes on and my god dear friends, that's exactly what I'll do. Can you just imagine allt he food I can taste but haven't tasted... ever!!! HIHIII!! Lots of new grocery stores and supermarkets + quirky little/huge massive super restaurants to explore! 

Can... not... wait!

I dont know how I'll handle the blog writing business while I'm eating crocodile and jumping around with the kangaroos, but I'll think of something. Probably not a daily event but when the blog-writing supermegaholyfunspirit mania finally comes over me there will most definitely be a few pictures for you to look at.

I'd better watch out for those stingrays though! Pretending to be all cute and smooshy - tricksy little buggers!

To keep the tradition going and the meaning of this blog alive, this is what I had for lunch, or well, brunch today. Nohma! Beautiful colors huhh.

Eggjahvítukaka með grænmeti

Love stuff like this. Easy to make, light - just love it + runny yolk people! Muy importante!

Le yolk

Runny... sunny

 

 

 

 

 

 

Voila - a burrito!

Burrito

Mmmm rauðana el perfecto

 

 

 

 

 

 

There is a downside to these kind of "feasts" though, if there is one. I always get hungry soon after I eat. Same with fish. No good for a black hole like myself but nothing a few almonds or chocolate or cookies or cake or... can't fix!

I´M GOING TO AUSTRALIA ON THE 24TH OF APRIL - SHITBUGGERJLAPENOKRUMSMEÐKURLI!

Hmm hmm... language miss!!

Now it´s time for the dance... yes, I said the dance!

*KNEE TO FOREHEAD**HEAL TO THE BACK OF THE HEAD*

Repeat!


Rip, Rap og Rup redduðu deginum

Ég var að búast við vinnukjúlla en sænskar kjötbollur yfirtóku eldhúsið og stormuðu fram með látum! Ég barðist hetjulegum, og mjög dramatískum, bardaga við kvikindin! Ég vann!

Til reddinga ákvað ég að ráðast á eggjaforðabúr vinnunnar og rændi þar nokkrum eggjum! Held það sé í lagi að álykta að fleiri egg, en þau sem sjást hér að neðan, komu við sögu. Gúmslaði grænmeti í skál ásamt kartöflum. Æhj hvað kartöflur eru gleðilegar til átu!

Eggjahvítur og gleðin einar

Eggjarauðurnar/gulurnar/appelsínugulurnar aleinar og yfirgefnar að áti loknu! Það skal eigi borða harða og hræðilega gulu. Aðra eins skelfingu bítur átvaglið ekki í - áferðardauði!

Hræðilegheit í skál

Ágætis redding - hefði kosið kjúllann - sænskurnar máttu missa sín! Ekki alveg í stöði fyrir Swedish Meatballs! Nej!


Einfaldur eggjahvítugrautur

Í sinni einföldustu. Sjáum hvað átvaglið gerir á morgnana eða kvöldið áður.

Eggjahvítur

Eggjahvítur

Hafrar

Hafrar og hvítur

Dass af vatni

Vatnsdass

Hræra smá saman höfrum, vatni og hvítum. Hér væri svo hægt að setja út í grautinn t.d. stappaðan banana, mulin hörfræ, epli, döðlur...

Hræðilegt.... þarf meiri örbylgju

Inn í örbylgju í 2 mínútur - aðeins of þunnur og hræðilegur fyrir minn smekk. Hræra smá í dýrinu og inn í örbylgjuna aftur. Passa að fylgjast svolítið með gumsinu á þessu stigi, kvikindið á það til að láta illa þegar heitt verður í hamsi og yfirgefa skálina með tilheyrandi klístri og þrifum. Étanda til ævarandi hamingju og gleði.

Hræðilegt þunnildi

1,5 mínútum síðar, ahh, perfecto!

Fullkomin áferð

Krydd og hafragrautsskrautstími. Mjög mikilvægt nema þú viljir bragðlausan ofurgraut.

Vanilludropar, rommdropar, rúslur, kaffi, smá salt, kanill, cumin, kóríander, sætuefni, smá hunang, skyr, múslí, hnetur, hnetusmjör, sulta, ávextir.... hvað vijið þið í grautinn ykkar?

Vanilló í grautó

Bláberin, elsku bestu bláberin

Frosin bláber

HRÆRA! Það skal ætíð hræra.

Blámann tilbúinn til átu

*smjatt*

Búúiiiin


Iss... dagurinn rétt að byrja

Uss hvað ég vaknaði seint! Ég hef ekki vaknað svona seint í rúma 6 mánuði! Rumskaði um klukkan 07:30 í morgun sem er eðlilegt nokk. Ætlaði að stara inn í augnlokin á mér í nokkrar mínútur í viðbót og rankaði við mér 11:30! Fyrsta sem ég hugsaði var "S**T", svo varð ég pínkulítið stressuð og nokkrum sekúndum eftir það fékk ég samviskubit. Margar dularfullar tilfinngar á mjög skömmum tíma. Stuttu eftir samviskubitið fussaði ég á sjálfa mig og hugsaði "Það er laugardagur.. hættu þessari vitleysu". Það hefur líklegast verið átvagls-engillinn á hægri öxl sem skúbbaði þeirri vitneskju í kollinn á mér, hann er mjög afslappaður. Strax þar á eftir, þegar ég hafði sannfært sjálfa mig um að þetta væri nú bara allt í lagi, heyrðist "Elín.. þú ert búin að stúta helmingnum af deginum", þá fór ég aftur að efast um að þetta væri eðlilegt. Eftir töluvert þras við sjálfa mig, upp, afturábak og beint á ská, lét maginn vita af sér. Fast og slegið - það er nákvæmlega ekkert að því að sofa sig til ólífis og aftur til baka þegar maður er í fríi! Þó mér finnist alltaf best að vakna snemma og nýta daginn...

Er ég biluð á geði.... já... já ég held það!

Eftir allar samræður og samningsviðræður við sjálfa mig í morgun hádeginu skellti ég mér í slopp og hrærði í einn einfaldan með eggjahvítum. Jebb. Bætti svo út í hann frosnum jarðaberjum, irish cream- og karamelludropum. Haaalelújah og allir englarnir!

Bragðdropagrautur

Fölur sem nár, mjúkur sem flauel. Dramatískari lýsingu á einni grautarskál er ekki hægt að biðja um. Droparnir sjást ekki en góður var grauturinn. Þið verðið bara að trúa mér! Þetta dropaævintýri er samt svolítið svindl er það ekki?

Bragðdropagrautur

Farin í ræktina. Nú fá aumingjans bífurnar að finna fyrir því - þær sem ekkert frí hafa fengið frá því á laugardaginn síðasta!


Piparkökugrautur

Ég viðurkenni það fúslega - ég er deigæta! Það er kannski hræðilega skelfilega ógeðslegt, en deig er gott, það er það bara. Besta deig sem ég veit um er piparkökudeig. Þegar ég útbý piparkökur verður aldrei neitt úr skammtinum þar sem undirrituð er búin að hamsa í sig ýmsa "enda" deigsins, kökur sem hafa "klikkað" og kökur sem eru alltof ljótar til að baka og bjóða fólki uppá. Það er náttúrulega ekki hægt að hnoða þær aftur í deigklumpinn og reyna aftur. Þær eru fordæmdar ónýtar, af mér, og einungis mínum sérlega munni bjóðanlegar... og jafnvel þeirra sem við baksturinn sitja með mér. Það er... ef þeir borða deig.

Piparkökugrautur

Þar af leiðandi, til að sporna við því að átvaglið éti á sig gat af piparkökudeigi, var útbúinn piparkökugrautur í morgun. Nei, ekki jafn hættulega góður og deigið en einn daginn mun hann verða það. Einn daginn!! Þegar ég er búin að finna nákvæmlega hárréttu blönduna af kanil, negul og engifer!

Piparkökugrautur

E-grautur dagsins innihélt því snefil af þessum kryddum og þegar ég þefaði af honum áðan fann ég piparkökulykt. Það telst með er það ekki? Það var meira að segja vottur af piparkökubragði. Svo gott... svo gleðilegt. Hlakka til þegar þetta meistaraverk er fullkomnað og lítur dagsins ljós. Grautar, pönnukökur... here I come! 

Piparkökugrautur

Það er seint hægt að segj að þessi grautarskál sé falleg og fín. Svona lítur grauturinn út þegar hann er hrærður og mallaður í sömu skálinni, settur inn í ísskáp og ég búin að borða svo gott sem helminginn af honum áður en ég tek mynd. Bætti líka egginu við í morgun - oh, rauða og grautur. En þrátt fyrir subbuskap og harðnaðar brúnir þá eru litirnir í þessari skál ferlega flottir. Það verður nú bara að segjast.


Hafrapönnsa með hafragraut, jarðaberjum og smá sultu

Vá! Ef þetta er ekki nýjasta uppáhalds uppáhaldið mitt! Uss hvað þetta var gott og gleðilegt að borða!

Hafrapönnsa með hafragraut, sykurlausri sultu, kanil og jarðaberjumHafrapönnsa með hafragraut, sykurlausri sultu, kanil og jarðaberjum

 

 

 

 

 

 

Morgunverðarpönnsa mínus graskerið. Eggjahvítur, hafrar, vanilludropar, smá lyftiduft, mjólkudreitill, salt, kanill og vanilló sett saman í blender og hrært. Látið sitja á meðan eggjahvíturgrautur er útbúinn eins og vanalega og settur til hliðar.

E-grautur

Jarðaber skorin.

Frosn jarðaber

Pönnsugumsi hellt á PAM-aða pönnu og steikt í örskamma stund. Ég steikti mína á annarri hliðinni þangað til upp-hliðin var ekki blaut lengur. Þannig verður pönnsudýrið mjúkt og djúsí.

Hafrapönnsa í eldunHafrapönnsa elduð

 

 

 

 

 

 

Sykurlausri bláberjasultu smurt á pönnsuna og E-grautnum komið fyrir ofan á sultusmurningnum. Þarnæst er dýrðin toppuð með kanil og jarðaberjum!

Hafrapönnsa með hafragraut - geggjað

Hafrapönnsa með hafragraut, sykurlausri sultu, kanil og jarðaberjum

Gvööðmöndör! Hafragrautur með hafragraut. Enn og aftur sömu hráefni, mismunandi eldunaraðferðir og tvennskonar útkomur. Það er svo gaman að vera til stundum!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband