Færsluflokkur: Út að borða
28.6.2011 | 10:46
Helgin í myndum
Eins og ég hef áður sagt.
Safnað í sarpinn!
Byrjum á byrjuninni!
Við urðum að kaupa þetta sökum Family Guy!
Við urðum að smakka þetta sökum Family Guy!
Loft... í dós! Sætt loft... í dollu? Borðaðu 1 svona á dag (helst ekki samt) og eftir að þú lætur vaða yfir móðuna miklu mun skrokkurinn haldast í fullkomnu ástandi næstu 3000 ár á eftir.
Slóð tortímingar og eyðileggingar...
...og efra vinstra horni myndarinnar hér að ofan hvílir siiiiiig...
...ójöah!
Nammiskál sem búið er að fleyta súkkulaðinamminu af. Ég er súkkulaðisek. Ókei. Þessi skál er ekki alveg minn tebolli en allt er nammi í harðindum gott fólk!!
Hmm hmm, harðindum!?!
Höldum áfram.
Þessum var svo stútað síðar sama kvöld að auki við, jebb, að ómynduðu auki við bragðaref, 100 tonn af hnetum og súkkulaðikökufudge með pistasíum sem var gómsætara en þetta gómsæta þarna um árið!
Sukk á sukk ofan á sukkinu sem var sukkað á!
Mikið sukk!
Svo var haldið af miðbæ brott og upp í sveit þar sem beið eitt stykki hótelherbergi á Rangá. Það var notalegt. Virkilega ljúft. Æðislegt hótel, alger friður, út í miðju algleymi.
Þessi sveitarúntur er einvörðungu Ernunni minni að þakka -
Þessi tók á móti gestum í anddyrinu! Hann var hress.
(Er sumsé að tala um manninn þarna vinstramegin á myndinni. Svoleiðis reitti af sér brandarana.)
Þar sem sukkdagurinn var haldinn töluvert hátíðlegri en þurfa þykir slátraði undirrituð þessu líka fína kjúllasalati! Ekkert til að gráta úr sér augun yfir af hamingju en vel útilátið og mikið af grænmeti!
Euan fékk sér slumburger og að sjálfsögðu gott fólk. Að sjálfsögðu rændi ég bita... um! Bitum.
Og frönskum.
Næstum öllum frönskunum en hver er að telja?
Og það má að sjálfsögðu ekki gleyma, þó svo ég hafi verið voða þæg með kjúllasalat í ferðatöskunni þetta kvöldið, að nokkrum súkkulaðirúsínum, Picnic og *hóst* ís *hóst* var sporðrennt.
ÓKEI.. höldum áfram. Sjáið hvað það er fallegt veður.
APP-EL-S-ÍN
*egomaniac*
Svo skulum við ekkert ræða morgunverðarhlaðborðið!
Ég elska.... ég eeeelska morgunverðarhótelmegahlaðborð jafn mikið og ég elska barnaafmæli og farmingar/útskriftarveislur!
Þar finnur maður allskonar... af allskonar! Öööölsk!
En sökum áðurnefnds ofursukks og smásukks degi og dögum áður, var þetta morgunmaturinn minn!
Getið margfaldað þennan disk með 3!
Hann var... ofur!!
Öðruvísi slóð eyðileggingar!
Skruppum svo til Eyja í leiðinni og upplifðum Landeyjahöfn!
Gleði að geta í raun "skroppið" til Eyja. Magnað.
Hann er ekki sannfærður... yfir hverju er enn óljóst!
Ahhh... góð, sveitt helgi.
Borðaði þó líka duglega og hollt og æðislegt eins og skyr og hnetur og milljón grænmeti og allt sem er eðall.
Ákvað bara að taka til svínaríið því það er svo miiiikið skemmtilegra!
Eins og sumir, sem horfa á formúlu 1, og vonast eftir árekstrum.
- A: "Hvernig var keppnin?"
- B: "Æjjiii, ekkert aksjón. Enginn sem klessti á dekkin eða neitt."
Þannig að græðgi, upp á sitt besta, í formi áts = aksjón!
Best að koma sér í gírinn fyrir næstu tvo mánuði. Húhhh!
Út að borða | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.6.2011 | 22:25
Jææææja
Er farin að safna í sarpinn. Pistlar þessa bloggs eru ískyggilega farnir að líkjast brotabrotum og samantektum síðustu daga hvað át og hreyfingu varðar.
Þó aðalega át!
Að því sögðu:
Ofurmömmumatarboð í tilefni sumarfrís og sólarglætu!
Ofurömmu 17. júní matarboð!
Þau gerast varla meira djúsí en þetta. Onei onei!
Út að borða á Uno. Það var meira en bara Uno... það var excellente-o!
Brauðkarfan sívinsæla. Gúmmíbrauð, gott brauð þó.
Fiskur dagsins fyrir undirritaða. Bleikja með byggi, steiktu grænmeti, blómkálsmúss og sósu. Skammtur fyrir 700 manns og skelfilega ofurgóður!
Sessunautur fékk sér Uxahala Pappardelle en skipti pastanu út fyrir penne. Svaðalega, svaaaðalega góður réttur þetta!
Auka salat, 490 krónur, og viti menn. Það var ekki stútfullt af feta eða melónum eða eintómu iceberg og það var ekki jafn stórt og fingurnögl!
Það var töluvert stærra!
Amen!
Ok ok... annars, númer eitt, tvö og þrjú!
- Veik
- Veik
- Já, ég er búin að vera veik
Held ég hafi fengið matareiturn *kaldhæðiniskast dauðans*
Nokkuð viss um að brokkolíguðinn kúri í einhverri moldarholunni og hlæi illkvittnislega að tragedíu undirritaðrar. Líka nokkuð meira en viss um að hann haldi á vúdúÁtvagli og poti ítrekað í það með einhvurslags potunaráhaldi.
Guðbrandur einn má vita hvað olli átvaglinu ömma ömurlega, þar sem auðveldara er að finna út hvað undirrituð setur ekki ofan en í sig en á hinn veginn, en haaalelujahh hvað sá matarbiti hefur náð fram stórkostlegum hefndum fyrir hönd allra þeirra matarbita sem ofan í svartholið hafa horfið!!
Þetta ku vera lengsta setning sunnan við stjörnuþokuna hrásalat!
Líklegir orsakavaldar:
- Sushi
- Salatbar 11/11 - mjög sterkur kandídat
- Túnfiskur í dós, falinn í ofursalati
- Ómyndaður kjúlli og grjón, sökum ófagurleika, hvorutveggja aldraðra en 9000 sekúndna, en þó í ísskápshvíld
- ...
Ég er orðin eins og gamla fólkið (afsakið, ekki meint illa, en við vitum hvernig þetta virkar eftir 85). Tala um líkamlegt atgervi, hægð*r dagsins, ásamt nákvæmri lýsingu á lit og áferð, og verkinn sem kemur alltaf á þriðjudögum, eftir lyfrarpilsuátið, bak við hægra eyra!
Veikindi og ofurvorkunn, í sjálfs míns garð, eru hérðmeð yfirstaðin. Megi sá fúli fjandi láta mig í friði héðanaf!
Takk.
- Flutt um vinnuset, spennóhóhó
- Rakst á eina svívirðilega sæta kartöflu og myndaði ófétið, dæmi hver fyrir sig
- Er byrjuð að teikna þessa mynd af Valdísi snúllurassi
- Babalú kaffihús og Kaffismiðjan eru í uppáhaldi hjá mér núna, þó sérstaklega Babalúkósýheitarofuræðislega-andrúmsloft með risakökum!
- Ég sofnaði í sólinni og lít þar af leiðandi út eins og Hómblest kex
En það er allt í lagi því þau eru góð báðum megin er það ekki? Hómblest... kexin... báðum megin...
...nema hvað ég er rauð á súkkulaðihliðinni og lít út eins og kvikindi úr Star Trek. Er það samt ekki barasta allt í flundrandi glensi? Ég meina, hver myndi ekki vilja bíta í Klingona sér til dægrastyttingar?
Starblest... HómTrek? HómblestKlingon.
"Beam me up Scotty"
Hæ annars aftur, allirsaman og amma þeirra. Kökur og pönnsur í fyrramálið fyrir nýju vinnu, gleði það.
Nótt í hausinn á ykkur.
5.6.2011 | 18:06
Sunnudags-tuðið
Vara skal við matarbiturð síðar í þessum bloggpistli. Viljir þú halda geðheilsunni skaltu ekki lesa lengra en að kvöldsalatinu.
Takk fyrir!
Síðasti fimmtudagur átti að vera sushidagur til að halda uppá ofurErnu en forfærðist yfir á mánudaginn, morgundaginn, sökum...
...beef bourguignon a la mama!
Kjötið svoleiðis lak í sundur! Þvílík endemis ofur dásemd. Mikið sem ég eeeeelska kjöt matreitt á þennan máta. Hægeldað-lekurafbeininu hamingja. Kjötsúpukjöt og vabeha... *slef*.
Þetta var afskaplega, aaafskaplega jákvætt át og nákvæmlega ekki baun í krús út á það að setja.
Síðan þá hafa dagarnir yfirleitt farið á þennan veg!
- Vakna
- Grautur/banana sjúfflé
- Hjóla - ræktast (fætur murkaðar á föstudagin, core í sprettformi á laugardaginn, hringþjálfun í sprettformi í dag)
- Hámark/Hleðsla
- Hádegissalatfjall
- Skyr/möndlur/vatnsmelóna (er með vatnsmelónublæti aldarinnar ákkúrat núna)
- Hjóla heim + smá auka rúntur
- Kvöldsalat með kjúlla + möndlum + ofurdressingu
Undantekningin, á þessum annars nauðalíku rútínudögum, var systurát í gærkveldi þar sem förinni var heitið á TGI-Fridays að systuróskum.
- Nei, ég át ekki systur mína.
- Nei, við átum ekki aðrar systur.
- Nei, það var engin Hannibal Lecter stemning í gærkveldi.
Pantaði mér kjúklinga caesar salat með hvítlauksbrauði. Aukasalat í kjölfar þess, þar sem ég var nokkuð viss um að ég fengi lítið annað en kál og kjúlla.
Ég skal svoleiðis segja ykkur það mín kæru... ha! Fyrir þennan pening. Jú, ég vissi vel við hverju ætti að búast og þetta kom mér svo sannarlega ekki á óvart en einusinni, bara einusinni, væri gaman að labba út hoppandi kátur.
Eitt orð!
RUSLOGDRASL
Salat, kjúlli - gott og blessað, alltaf eins og ekkert sem kveikir á hamingjutrylli. Í þessu földu sig svo brauðteningar sem orðnir voru gegnsósa og óætir.
Fyrir utan eggjaskurn í mat, harðar eggjarauður, hákarl og hval, þá eru blautir brauðteningar eitt af því mest hræðilegasta, áferðalega séð, sem ég veit um.
Þessari dýrð í niðurlægðum fylgdi einnig sorglegasta afsökun fyrir hvítlauksbrauði sem ég nokkurntíman hef augum litið.
Afskorin örbylgjuhituð baquette sneið, ekki einusinni ristuð/krispí, með örlítilli hvítlauksolíu og ostasulli ofaná.
Hún var eigi borðuð.
Og þetta var aukasalatið mitt. Hahh!! Það voru 3 munnbitar.
Og já, brauðteningarnir í þessu smásalati voru líka gegnsósa.
Mmhmmm.
Af hverju ég geri þetta trekk í trekk, að panta mér kjúllasalat á stöðum sem þessum, er ofar mínum skilningi. Gríninu þarf ég því alfarið að kyngja, ein og óstudd. Held ég bendi líka hæðnislega í átt að sjálfri mér og flissi pínkulítið. En guð má vita að þangað mun ég aldrei nokkurntíman fara að borða aftur.
Meira prumpið.
Já... prump!! Borga fyrir þetta tæpan handlegg og uppskera matarbiturð á háu stigi. Ég meina.... gott fólk!
Biturt matardæmi:
Saffran - 1500 tæpar.
vs.
TGI - 2000 tæpar.
Frekar kaupi ég mér, fyrir sama pening, salatbar í Hagkaup á 500 kall, ís í eftirrétt, lítinn bíl, playstation og 500 gr. af trufflum. Ég ætti þá amk. smávegis klink í afgang til að kaupa mér happaþrennu.
Meira að segja salatsullið mitt, ofar í þessum tuðpistli, er svaðalegra en þetta lofttæmi!
Mikið er nú dásamlegt að vera tuðkerlingin á þessum annars ágæta sunnudegi. Mætti halda að ég hafi bitið í appelsínubörk.
- Sem væri þó meira fullnægjandi, matarlega séð, en þessi blessaða máltíð.
HAAAAAHHHHHH.......
Best að halda sig við það sem maður veit að virkar. Amk þegar maður er matsárt græðgisátvagl!
Út að borða | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.3.2011 | 13:38
Eldhrímnir
Já! Já takk og aftur, já takk!
Fór þangað í hádeginu og þessi staður hefur hér með hlotið sess á uppáhalds "út að borða" listanum mínum. Trjónir þar í efstu 5 ásamt Saffran og Kryddlegnum hjörtum, ef dæmi má nefna.
Yndislegt andrúmsloft. Æðislegur staður.
Brosmilt og glatt starfsfólk, virkilega vel tekið á móti okkur og maturinn dásamlegur. Nýbakað brauð alla daga, súpa, kalt salatborð og heitir réttir. Í dag voru þau með yndælis grænmetis lasagna, kjúklingapasta, súrsætan grísapottrétt og grillað lamb ásamt grænmeti og ristuðum kartöflum.
Hér vantar inn súrsæta ofursvínið, kjúklingapastað og lasagnað.
Var of gráðug til að bíða eftir því, stökk beint ofaní súpuna og kalda borðið og gleymdi mér svo í átgleðinni.
Átgleði > myndataka
1500 krónukallar fyrir allt sem þú getur í þig troddað... og það í hollari kanntinum. Jebb.
É'raðfíle'dda! Mælimeð'essu! Very mucho impressivo!
Margfaldið þennan skammt með þremur, einni súpskál og brauði! Ekki blekkjast, kjúklingapastað felur sig undir þessu græna og grænmetis lasagnað bættist á disk númer tvö.
Munið.
Átgleði > myndir!!!
Ég fékk mér svo ómyndaða eplaköku í eftirrétt.
Fer þangað aftur, svo mikið er víst.
*gleði*
Út að borða | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2011 | 13:40
Ginger
Þar kom að því, ég varð að prófa.
Kósý staður. Þægilegt andrúmsloft.
Fékk mér kjúklingasalatið. Flott, ekki satt?
Einar fékk sér kjúklingavefju.
Vel útilátið? Já, amk vefjan.
Gott? Ekki spurning.
Er ég að hugsa um máltíðina núna? Hmm... neiiiii, eiginlega ekki. Ég hef nú alveg útbúið kjúllasalat sem var meira "Umpha umpha" í verð ég að viðurkenna.
Vefjan vann þó. Hún var fín.
Ætla að gefa þessu annan séns. Ginger kjúllinn er næstur á dagskrá.
15.11.2010 | 13:34
Árshátíð 2010
Mikil endemis gleði er þetta allafhreint.
Þó svo eftirskemmtunargleðin megi stundum missa sín.
Aldrei lærir maður... eða... maður lærir kannski, en lætur viteskjuna sem vind um eyru þjóta!
Árshátíð yfirstaðin með tilheyrandi dansverkjum, hlátursperrum og hamagangi. Haldin í lóninu bláa, Lava, við mikinn fögnuð veislugesta. Virkilega gott og skemmtileg andrúmsloft og maturinn...
Laaaawd almighty. Ég get ekkert annað sagt.
Eiimen!
Forrétti var púslað saman úr ristuðum humri, salati og steinseljurótarmauki. Humarinn stendur alltaf fyrir sínu... ætíð gott fólk, og bragðið var geggjað. Rótarmaukið - við skulum ekkert ræða það neitt frekar.
Eða jú.. ræðum það! Sjitt!
Afsakið!
Sjitt! Eins og sambland á milli osta-kartöflu gleði með smá sætu í bland við óskilgreint knús og kram! Ég segi það satt. Gefðu mér disk af þessu malli og ég mun elska þig að eilífu!
Aðalrétturinn var ekki síðri. Búkolla í öllu sínu veldi. Meðlætið samt við sig og ekkert til að missa vitið yfir...
...*steinseljurótarmauk*...
...en beljan gott fólk! Hana var hægt að borða með skeið.
MEÐ... SKEIÐ!
Hver einn og einasti biti bráðnaði upp í manni. Það þurfti vart að tyggja.
Hnífarnir sem nota átti við skurðinn, en voru vita gagnslausir sökum mjúkbelju, eru með búralegri át-áhöldum sem ég hef séð. Væru góðir til að skora einstaklinga á hólm, skylmast um síðustu bitana á disknum!
Á þessum tímapunkti hefði ég getað dáið hamingjusöm, enda var ég búin að troða í andlitið á mér ómanneskjulegu magni af Nóa-konfekti....
...og þá átti þetta sér stað!
Getið þið ímyndað ykkur hamingjutryllinginn sem ég tók þegar súkkulaðilyktina lagði yfir salinn?
ÓGVUÐ
!!**óguðóguðóguð**!!
hihiiiii
Svona kökur mín kæru. Gera lífið ánægjulegra! Það er bara ekkert öðruvísi.
Þetta eru ekkert flókin vísindi!
Karamellukenndir stökkir kanntar og þið sjáið sjálf hvernig miðjan hegðar sér.
Það er meira að segja ís memm á þesari mynd. ÍS!
Ég felldi mikið meira en bara eitt átvaglstár við þennan gjörnin. Ég hefði líklegast farið úr skinninu væri ég snákur eða eitthvað þvíumlíkt.
Þarna, í vinstra efra horni, sjást líka greinilega verksummerki áts á Nóa-konfekti og hvernig áti á því eðalsnarli var snarlega hætt þegar eftirrétturinn var borinn á borð. Hálfétinn og einmana var Nóa-molinn skilinn eftir í myrkrinu! Hann slapp samt ekki... gálgafrestur með meiru.
Viljið þið svo bara sjá elsku fólk! Besti vinur súkkulaðisins, besti vinur og skáfrændi mikill! Kaffi!
Kaffi, sóðalegasti Þórólfur súkkulaðison norðanvið álfhól og ís undir sama hatti... á sama disk... tangó, vals, salsa... tryllingslegur steppdans!
Sóðalegra verður matarklámið ekki!
Amen!
Eftir þetta svakalega ofurát alls sem er hamingjusamt í veröldinni tók meiri gleði við. Ef það er á annað borð hægt. Og já... það er hægt!
Einarsgleði (gleðin einar), dans og tilbehör! Dalton, eðalmenn og snillingar með meiru, stóðu sig með svodda endemis ofurprýði að þeir fá 23 þumla upp í himinblámann og nokkrar stórar tær í kaupbæti.
Þetta er tímapunkturinn, á fullu tungli, þar sem undirrituð breytist vanalega í varúlf eða djefulinn sjálfan!
Ég held að mjöðurinn hafi deytt breytigenið eilítið! Munaði samt litlu!
MUAAAHAHAHAHAHAAAAAA
Ahhhh! Frelsinu fegnar eftir mikið háhælatramp.
Næstu 3 tímar einkenndust af bláalóns tástappi og svo tók bærinn við! Jebb!
Þessi suddalega svitasprengja var gúlluð, að auki við rest af sneiðinni hans Sölva. Gott hjá þér Elín *klapp á bak*.
Hér hafði ég afvopnað manninn pizzasneiðinni sinni! Hann barðist hetjulega en ég vann að lokum enda var ég vopnuð át-áhaldi dauðans frá því fyrr um kvöldið!
Áfram hélt tryllingsdansinn og tveim tímum síðar var okkur kastað út af klístrugum bar sökum lokunar.
Þaðan lá leið heim í einn kaffi og loksins gott fólk, klukkan 9, sofnaði átvaglið hvorki meira né minna en í stiga Gúmmulaðihallarinnar.
Þið getið gert ykkur í hugarlund hversu illa bakið á mér hefndi sín fyrir þann verknað.
Úti var ævintýr!
Hlátur, át-ur og dans samfleytt í 8 tíma. Æhhhjj hvað þetta var eitthvað ógeðslega gleðilega skemmtilegt.
Danke sjön!
Út að borða | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
31.10.2010 | 16:55
Halógen 2010
Guð minn góður.
Ég hef ekki borðað svona hressilega síðan í... jah... hmmm!
...
Segjum bara að ég hafi borðað hressilega og framlengt átinu til dagsins í dag, þó svo ég hafi svarið þess eið í gærkvöldi að borða aldrei aftur.
Er að borða Oreo kex í þessum töluðu, nýbúin að gúlla í mig Rísó, kjúlla, rækjukoketil, skyri og nautatungu með heimalöguðu kartöflusalati.
Ég ætlaði ekki að framlengja en...
...sorry. Ég get ekkert borið fyrir mig í þessum efnum annað en eitt einmanalegt EN.
Er líka að borða muffins núna. Oreo kexið er búið.
Leyfi myndunum að tala og tjá sig. Versogú!
Sjá vibbatvibbana á síðasta ári.
Gömlu sætu með páfagaukarassa á höfðinu!
Ég er að borða Rísó núna... svona til að leyfa ykkur að vita hvernig óhollustuáti mínu farnast.
Nornamamma í stíl við litla trúðabarnið!
Pabbúla mínus tennur plús auga!
Sjúpsystir mín kær og Valdimar, hinn gleymdi Emo, á kanntinum.
Held hann ætti að halda sig við nýja lookið, amk varalitinn!
Áform mín um She-Hulk fóru út um þúfur og úr varð þetta vændi.
Skinkur alheimsins sameinast í þessum gjörning sem átti að vera Dolly Parton. Guð fyrirgefi mér.
Svo kom að aðaláti!
Marbella... Mófó (Móaflatarkjúlli)... sveitt, sveitt nautatunga, kartöflusalat, sykurteitur, sovs... allt sem í heiminum er hamingjusamt og krúttaralegt!
Sveittasta mynd hérnamegin svitabeltisins!
Hrossabjúgun!
Ohoooo!!!!
Er að borða reyktan lax með estragon sósu núna... og ristuðu brauði! Sheibse!
Svo gerði ég mig tilbúna...
...til að éta barnið!
Það gekk ekki alveg eftir.Æhhji hvað át, fjölskyldur... átfjölskyldur og tilheyrandi er nú gleðilegt skemmtilegt.
8.9.2010 | 10:09
07.09.1993
17 ár og einn dagur síðan foreldrarnir mínir elskulegir giftu sig.
Þau giftu sig líka snarlega.
Múmfey: "ELÍN... KOMDU INN...".
Átvaglið: "ÆJIIIII, ÉG NEEEENNEKKI... AF HVERJU???".
Múmfey: "VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ GIFTA OKKUR!!!".
Upp í kirkju - já ókei þá og já - út í bíl - bílalúgan á McDonalds og brúðkaupsveislan haldin með stæl.
Þar af leiðandi héldum við daginn hátíðlegan og fórum út að borða í gær, ekki á McDonalds þó. Hefði verið mikil kómík í því en sökum jákvæðs brotthvarfs, þessa annars ófögnuðar af matsölustað af vera, af landinu létum við Tapas nægja. Hneisa.
Hneisa?
Læt það nú vera.
Leyfum þessari mynd að tala og segjum bara að ég muni fara þangað aftur.
Oft...
33 árum, átvagli og ófriðarsegg, giftingu, krömdum giftingarhring, Fuglenpipendansen, jólaönd, Gúmmulaðihöll, ofurgarði, musa, hengirúmi, 27 köttum og nokkrum hestum seinna hanga gömlu hrossabjúgun enn saman. Það er nú aldeilis ágætlega fínt segi ég nú bara.
Áfram team hrossabjúgu!
Til hamingju með daginn ykkar í gær mín kæru! Þið eruð það bestaðasta sem ég veit
HEY.... EKKERT SVONA! ÉG VEIT HVAÐ ÞÚ ERT A HUGSA...
... OG JÚVÍST!
Ég má sko alveg vera vemmileg og væmin inn á milli þess sem ég tek hnébeygjur með þvílíku offorsi að æðin í enninu á mér verður fjólugræn!
Útlendingapistill væntanlegur ásamt endurheimtu þoli. Krossið fingur fyrir mig, þessi mánuður verður drepsótt fyrir skrokkinn.
Yfir og út lundapysjur.
Út að borða | Breytt 24.9.2010 kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2010 | 11:07
Sushi
Já takk. Já takk tvisvar. Ég elska sushi!
Ölska... sushi!
Úr því við erum nú að tala um sushi á annað borð, svona algerlega óplanað, ótrúlegt... ómægod!
Sjáið bara hvað ég rákst á upp á Nings.
Snilld ekki satt?
Gott fyrir áferðaperra eins og mig - brún grjón eru á skemmtilega tyggjulistanum fyrir utan þá óumflýjanlegu staðreynd að þau eru jú æskilegri en þau hvítu.
Nei - þú færð ekki!
Og já, það eru til skemmtilegir og óskemmtilegir tyggjulistar!
Út að borða | Breytt 24.9.2010 kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.2.2010 | 19:51
Kjúlli í dag, hafrastangir á morgun
Kreppa hvað? Velmegunarmælirinn spryngur, bráðnar og breytist í svarthol!
Fór í klippingu í dag og skellti mér svo í bæinn með systur minni ástkærri og leyfði henni að gera gömlu kerlinguna upp! Jú, ég á það til að kaupa mér utanáklæðnað - gerist annanhvern ársfjórðun á fjólubláu tungli.
Nú er ég nokkrum þúsundköllum fátækari og nokkrum flíkum ríkari. Hárið aðeins tekið stakkaskiptum og veðrið að bæta upp fyrir snjóleysiskast janúar og febrúar! Hann má nú samt alveg missa sín snjórinn - ágætt ef veðrið tekur Ísland á þetta og rignir duglega í næstu viku.
Við stukkum inn á Serrano þegar maginn var farinn að baula og átvaglið byrjað að naga neglurnar.
Burrito í skál með tvöföldum kjúlla, fullt af jalapeno og að sjálfsögðu hot sauce, sem bætt var samviskusamlega út á gumsið þar til skálin var tóm!
Svabban át quesadilluna sína með ofurlist og ostasósu. Svövudýrið var samt öllu hressara en á þessari mynd og quesadillan var með eindæmum gúrmey!
Ohhhhh... búið!
Við systur erum sérlega leðurklæddar og punk-ass í góða veðrinu! Stórkostlegur útbúnaður í snjó!
Út að borða | Breytt 24.9.2010 kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)