Færsluflokkur: Heilsdagsát
6.7.2011 | 21:51
Dagurinn í máli og myndum
Einn næstum því almennilega samsettur heilsteyptur matardagur, með æfingu og án, því ég fæ stöðugt pósta þar sem sendandi vill endilega vita upp á nákvæmnishár hvað ofan í svartholið fer.
Eða, þið vitið, tveir dagar, svipað át fyrir utan át í kringum æfingu.
Æfinga-át!
Hmmhh.
Sumsé. Allavega.
06:00 - Morgunmatur, engin morgunæfing, en undirrituð hjólaði í vinnuna.
Krumpuegg extraordinaire!
4 pre-pútur, 3 gululausar, 2 Tommar og 5 ómyndaðar möndlur.
Nákvæmni í fyrirrúmi en dýrðin ófríðari en andskotinn.
Afsakið orðbragðið.
Á æfingadegi
05:00 - Fyrir
Einn einfaldur
07:00 - Eftir
Hleðsla/Hámark sökum leti og einfaldleika þess að hrifsa með sér fernu sem svo er hægt að fleygja.
9:00 ish át/nart svo ég éti mig ekki upp að innan
Ekki æfing: Smásalat með kotasælu og möndlum.
Æfing: Nartað í ómyndað epli og möndlur.
11:00 Hádegismatur, meðtekinn í vinnuna
TJÚÚÚÚTTLINGUUUUR, grænmetisfjall og lófafylli af valhnetum
Því valhnetur eru dásemdin einar.
Yfir salatið fór smá olífu olía, hunang og krydd. Þetta var gleðmundur til átu.
14:00 SKYRTÍMI og svo hjólaði ég aftur heim um klukkan 15:00
Skyr skyr skín á mig, 1/2 gúrka og rúmlega lófi af kanilristuðum ofurmöndlum sem við nennum ekki að taka mynd af þar sem allir eru, án efa, löngu komnir með mosagróin augnlok við að góna á.
Ég á um það bil 1003 milljón og fjögurtíu svoleiðis sýnishorn.
17:00 Smánart því mömmuburger var í vændum
Kjúllabiti og tómatur.
19:00 MÖMMUBURGER, FIESTA NUMERO DOS
140 gr-h-ammari * 1,5 ( já, ég borðaði 1,5), grænmeti fyrir allan peninginn, sveppa og beikongums ásamt ofnbökuðum rótum og teitum.
Skyrterta í eftirrétt.
Hún var góð.
Með tvöfalt meira magni af rjóma en tertu að sjálfsögöu.
Ómynduð, en ofur.
Veðrið er einum of hjólaljúft og heitt þessa stundina. Eins gott að venjast þessu ekki, vindur er í vændum!
Heilsdagsát | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2011 | 11:06
Það er víst sól og blíða
Rigning hvað.
Muaaaahahahahaaaaaa
Afrek.
Í minni bók það er... ója, mikið afrek.
Ég tók hjólarúnt í ræktina í morgun! Ha... gott fólk. Rigning. Ha... hjólaði.. ehh... eh??
- Lýðurinn: *andköf*
- Átvaglið: Mmyyes... takk... *hneigir sig*... hohoho... takk... *kóngaveif*
Þó svo um það bil allir, og amma hans, hjóli í vinnuna. Meira að segja að vetri til... á nagladekkjum, og þessi grátlega uppblásna monthrúga af hjólarúnti sem ég tók teljist vart ná að fylla upp í nös á amöbu (og ég efast líka um að þær séu með nasir), þá drattaðist rigningarletihaugurinn samt sem áður frammúr. Gúllaði:
"Banana souffle"
já ég sagði það
Banana... souffle
á tilraunastigi þó. Ætla að rækta þessa hugdettu örlítið áður en ég smelli henni á alheimsvefinn. En þetta var snilld. Ómynduð, fullétin snilld.
Ok, hvar var ég... já...
Drattaðist frammúr, gúllaði gulu hamingjuna, pakkaði mér vel og vandlega inn, jú, pakkning eftir veðri gott fólk. Þar liggur hundurinn grafinn, ormurinn á gullinu, lykillinn að ánægjulegri hjólastund. Er ég ekki sjúklega klár og hryllilega vel gefin?
Hverjum hefði dottið það í hug? Í alvöru? Fatnaður eftir veðri. Tók ekki nema 27 ár... rúmlega tæplega, að komast að þessu.
An að öllu gamni slepptu þá er veðrið svoddan hugarástand að annað eins væri helmingi of mikið fyrir Böðvar. Þetta var barasta með hressari hjólarúntum, þó svo ég hafi setið eftir með rennblautt ennið og votar tær. Reyndar á ég nú eftir að sjá mig hlunkast á fætur í milljón stiga gaddi, slyddu og 700 vindstigum þegar Aspasinn vill knúsa undirritaða á köldum vetrarmorgnum. En rigning er fyrsta skrefið í átt að slydduskít, nagladekkjum og afskiptum Aspas.
Batnandi hjólakvendum er best að lifa.
Ef allt fer á latasta veg þá kaupi ég mér bara mannhæðarháa hamstrakúlu, til að sporna við 66°Norður í trýnið, og velti mér, eða fýk, í vinnu að vetri til.
Helst í fréttum:
- 04:55 - Bananadýrð í morgunsárið
- 25 mínútna hjólatúr
- 05:50 - Lappamyrðing upp á sitt besta
- 07:00 - Hleðsla
- 10 mínútna hjólatúr
- 09:00 - Kaffi
- 09:01 - Handfylli ber + hnetur + eggjahræra og 2 gúllaðar skyrskeiðar
Uss, þið verðið eiginlega bara að trúa mér. Þarf greinilega að fara að bæta í myndavélagleymskuna. Er komin með fráhvarfseinkenni á háu stigi. Vísifingur hægri handar kippist ósjálfrátt við þegar ég sé mat og vinstra augað lokast!
Viðstöddum til
- Mikillar ánægju
eða
- Allskostar ógleði, og stundum velgju
Það eru þó með dramatískari viðbrögðum!
Var annars að enda við að borða þetta fjall með fisk. Dýrð sé grænmeti í upphæðum.
Og sjávarfangi í... niður... lægðum...
Föstudagur, það held ég nú.
22.12.2010 | 09:19
Matarræði í grófum dráttum
Hef fengið nokkrar spurningar varðandi það sem ég er að borða. Eðlilega.
Matarræðið er það sem stoppar flestalla í að ná árangri og nákvæmlega þeim ofurrassi sem leitað er eftir.
Það er hægt að klifra allan skalann í þessum matarmálum en klippt og skorið fer það allt eftir því hverjar áherslurnar eru. Ertu að massa þig upp, létta þig, skera eða viðhalda þyngd?
Það sem ég er að gera í dag er í raun barasta að borða það sem mig "langar" til að borða innan skynsemismarka. Ef ég myndi leyfa mér allan alheiminn, þá myndi ég svo sannarlega éta allan alheiminn. Þannig er það nú bara. Til að sporna við alheimsáti þá er t.d. hægt að vigta matinn - svaða fín aðferð til að passa upp á "inntöku" og í raun, komast upp á lagið með skammtastærðir ofl. Virkaði flott fyrir mig.
Ég er nefnilega manneskjan sem étur smjör þráðbeint uppúr dollunni sjáið til. Þó helst með smá kanilsykri.
Eitt verð ég þó að brýna fyrir ykkur og það er að enginn er nákvæmlega eins... ótrúlegt en satt... og það sem hentar mér hentar ekki endilega John Smith út í bæ. En viðmið, sjá hvað aðrir eru að gera ofr. er alltaf eitthvað sem gott er að hafa "við höndina". Þú breytir þá og bætir í takt við þínar þarfir og markmið.
- Ég er yfirleitt vöknuð um 5 leitið. Skulum hafa það í huga.
- Ég reyni að stunda hreyfinguna mína að morgni til - tímasetja kolvetni eftir æfingatíma.
- Verð svöng með 2 - 3 tíma millibili og get eeekkert að því gert. Verð að borða svo ört því annars breytist ég í ömurlegt óviðræðuhæft fýluskremsel sem er ekki gott fyrir þolanda... eða alheiminn ef út í það er farið.
- Miiiikið af grænmeti/1 - 3 ávextir yfir daginn
- Ég er mjög hrifinn af fuglum og fiskum
- Ég er aðeins meira en hrifin af beljum
- Eggjahvítur eru góðar í minni bók... raunverulega... góðar = nohm! Þrátt fyrir bragðleysi.
- Vatn, vant og já... vatn. Drekktu vatn. Það er ókeypis.
- Holla fitan - (update 22.12 - það gleymdist, trúið þið því?) Avocado, möndlur, hnetur, fræ, feitur fiskur, ólífu olía...
- FJÖLBREYTNI
Þannig að... dæmi um týpíska daga í hinum fullkomna Ellu heimi.
Venjulegur dagur - hvíld (yfirleitt sunnudagur - vakna milli 7 - 9)
- 09:00 - Einn einfaldur með hnetusmjöri og bláberjum/Chiaskyr með ávexti
- 12:00 - Risaofursalat (ávextir/grænmeti) + próteingjafi (kjúlli/kjöt/fiskur/egg/kotó) + kolvetni (grjón/teitur/brauð) + fitugjafi (hnetur, fræ, avocado, olía)
- 15:00 - Hámark/skyr + hnetur/eggjahvítur + avocado/skyr + ávöxtur/ávöxtur/kotasælubrauð með grænmeti/skyr einvörðungu/ávöxtur + hnetusmjör/grænmeti + hnetusmjör/hrökkbrauð með áleggi
- 18:00 - Salatfjall + próteingjafi + fitugjafi + lítill skammtur af kolvetnum (ef vill - sætar, brún grjón, gróft brauð...)
- Ef ég er að drepast fyrir svefninn (um 10 leitið) þá gúlla ég kannski smá hnetur eða kotasælu. Skyr. Prótein + hnetusmjör... eitthvað aðeins til að seðja það sárasta.
Æfing að morgni, lyft/ofurCore a la Karvelio
- 05:00 - Einn einfaldur með bláberjum/Einn einfaldur/GRAUTUR
- Æfing
- 07:30 - Hleðsla/Hámark/Hreint whey + hlaup/Hreint whey + cheerios/Hreint whey + beygla
- 09:30ish - Ávöxtur/lúka hnetur
- 11:00 - Hulk skammtur af grænmeti + það prótein sem er í boði í vinnunni (kjöt/kjúlli/nemo) + kolveti (teitur/grjón... ef í boði og ef vill) + fitugjafi (Hnetur/avocado/olía/fræ). Ef ekki kjúlli/kjöt/fiskur þá eggjahvítur, ef ekki eggjahvítur þá kotasæla, ef ekki kotasæla þá brauðsneið með osti eða eitthvað.
- 14:00 - Lítil dolla skyr og hnetur/salat eða ávöxtur + skyr/salat + eggjahvítur + hnetur/ávöxtur/hrökkbrauð + kotasæla + grænmeti...
- ...og svo framvegis. Það sem hendir er næst í vinnunni.
- 17:00 - Ávöxtur/lúka hnetur/próteingjafi - seðja það allra sárasta fram að kvöldmat.
- 19:00 - Hulk skammtur af grænmeti + próteingjafi (kjúlli/fiskur/kjöt/eggjahvítur) + fitugjafi (avocado/hnetur/fræ...)
- Ef ég er að drepast fyrir svefninn (um 10 leitið) þá gúlla ég kannski smá hnetur eða kotasælu. Skyr. Prótein + hnetusmjör, harðfisk, ávöxt... eitthvað aðeins til að seðja það sárasta.
"Brennsla"
Ansi langt síðan ég hef tekið reglulega SS brennslu (slow steady - langtíma, lítið álag). Engu að síður, þá væri þetta það sem ég myndi spísa eftir hana.
- Brennsla
- 08:00 - Einn einfaldur með bláberjum og hnetum/Chiaskyr-hræingur/Ávextir + einn einfaldur/Skyr og ávöxtur
- 11:00 - Hulk skammtur af grænmeti + það prótein (kjöt/fiskur) sem er í boði í vinnunni + kolveti (ef í boði) + fitugjafi (Hnetur/avocado/olía/fræ). Ef ekki kjúlli/kjöt/fiskur þá eggjahvítur, ef ekki eggjahvítur þá kotasæla, ef ekki kotasæla þá brauðsneið með osti eða eitthvað annars skyr eða jógúrt.
- 14:00 - Lítil dolla skyr og hnetur/salat eða ávöxtur + skyr/salat + eggjahvítur + hnetur/ávöxtur/hrökkbrauð + kotasæla + grænmeti... þið þekkið þetta.
- 17:00 - Ávöxtur/lúka hnetur/próteingjafi - seðja það allra sárasta fram að kvöldmat.
- 19:00 - Hulk skammtur af grænmeti + próteingjafi (kjúlli/fiskur/kjöt/eggjahvítur) + fitugjafi (avocado/hnetur/fræ...) + lítill skammtur af kolvetnum (sætar, grjón, gróft brauð, spelt pasta...)
- Ef ég er að drepast fyrir svefninn (um 10 leitið) þá gúlla ég kannski smá hnetur eða kotasælu. Skyr. Prótein + hnetusmjör... eitthvað aðeins til að seðja það sárasta.
Helgarnar - 1 dagur í viku
Nákvæmlega sama og á venjulegum dögum nema ofurát sé á dagskrá. Þá Byrjar ballið iðulega kl. 18:00 og stendur yfir til kl. 24:00. Þá er allt sem á vegi minum verður étið. Stundum er ég "pen". Fæ mér bragðaref á kvöldin, jafnvel djúsí pönnsur í morgunmat. Spila þetta svolítið eftir eyranu. En í grófum, nákvæmlega eins og aðrir dagar nema 1 - 2 máltíðir yfir daginn sem leyfa allt milli himins og jarðar.
Í stórum dráttum. Þá er ofangreint sumsé "hinn fullkomni heimur", eins og staðan er í dag.
Hinn fullkomni heimur. Hljómar það ekki dásamlega?
Hinn fullkomni heimur í átvaglslandi "riðlast" ansi oft til og ég fæ mér hambó í staðinn fyrir risasalat og með því. Stundum sleppi ég "prótíngjafa" og fæ mér baunir. Aðlaga mig eftir því sem til er í vinnunni hverju sinni... eitt og eitt skipti, í og með, inn á milli skiptir ekki sköpum. Sérstaklega ef:
- Maturinn sem þú skiptir út fyrir er "hollur".
- Eitt og eitt skipti er ekki 10 sinnum í viku.
Svo reyni ég barasta að hafa það að reglu að ef ég verð svöng 1 - 2 tímum eftir síðasta át, fá mér þá nart svo ég gúlli ekki fíl í næstum máltíð, og muna að setja meira á diskinn næst. Ef það er kaka í boði, þá borða ég hana ef ég hef lyst, hvort sem hún passar inn í "planið" eða ekki. Ef kaka er á boðstólnum alla daga vikunnar, þá borða ég hana að sjálfsögðu ekki alla daga vikunnar. Ef ég sleppi próteingjafa úr 3 máltíðum af X yfir daginn, þá eru það ekki endalok alheimsins. Gerist það oft í röð gæti það haft eitthvað að segja sért þú að reyna að byggja upp vöðva ofr.
Held þið áttið ykkur á því hvert þessi umræða stefnir hjá mér.
Allt er gott í hófi mín kæru og jafnvel of mikið hóf er líka gott í hófi.
Reynið því að finna einhverja leið sem ykkur hentar og haldið ykkur við hana. Gerið hana að ykkar því langtímaspáin verður mun auðveldari viðureignar þegar grænmetisfjallið, eða hvað það er sem flýtur bátnum ykkar, er forritað inn í systemið.
Þetta fer allt eftir smag og behag, áherslum og annarri hamingju. Gerið þetta bara skemmtilegt og njótið þeirra forréttinda að hafa í raun val um að éta kökusneið eða ekki.
Njótið dagsins mín kæru.
EKKI Á MORGUN... HELDUR HINN!
Sheiiiibs.
Ekki á morgun heldur hinn
Heilsdagsát | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.12.2010 | 12:59
3 DAGAR
Í HÁSTÖFUM
ÞRÍR... DAGAR GOTT FÓLK!
FYLLING, ÖND, RÍSÓ, KONFEKT, JÓLALJÓS, HAMINGJA, GLEÐI, JÓLAJÓLAJÓLA
HIHIHIHIIIIIIII
hmm hmm.. afsakið.
Þegar ég var að baka um helgina keyrði Kóka-kóla jólalestin framhjá íbúðinni minni. Ég hélt ég myndi tryllast úr ofurspenningi og hljóp út... get svo svarið það. Verri en litlu börnin.
Maðurinn sem stóð á götuhorninu glotti út í eitt. Ég hljóp út vopnuð myndavél með deig í hárinu spenntari en góðu hófi gegnir.
Sönnun
Og maðurinn sem stóð út á götuhorni er ekki hvaða maður sem er... það er.. maður-inn! Sá sem stendur alltaf út á götuhorni. Þið vitið. Maðurinn....
...allavega!
Snéri svo vörn í sókn, eftir ofát helgarinnar, og hlammaði mér í ræktina í morgun. Byrjaði daginn á einum gömlum, en góðum. Grautargleði í sinni einföldustu mynd, subbuleg skál og allt.
Við mitt sérlega vel metna eldhúsborð!
Afrekaði það að klára Karvelio hringinn á mettíma - þar með talið 120 armbeygjur og 60 froskar. Jííhaaaw!
Gúllaði Hámark eftir æfingu... stalst svo til að taka eina egosentríska "eftir" mynd til að nota í hinn svaðalega "fyrir-eftir" póst sem kemur til með að líta dagsins ljós á næstunni.
Egosentrísk í þeim skilningi að mér leið eins og hálfvita með myndavélina að vopni. Hún heppnaðist því ekki betur en þetta.
Note to self: Dröllast til að láta einhvern annan taka hinar ó svo "ekki þær skemmtilegustu" eftir myndir.
Flundraðist í vinnuna og við mér tók svona líka eðalfín jólagjöf!!!
Þessari krúttusprengju verður heilsað yfir hátíðarnar.
Át nokkrar ómyndaðar brasilíuhnetur + mandarínu í einu svaðalegasta hungurmóki sem undirrituð hefur upplifað í langan tíma.
Mandarínan var eðall í mandarínuskinni!
Borðaði líka hvítlauks-löngu og grænmetisfjall í hádeginu. Það var eðall í... hvítlauks... skinni...?
Tók svo brot af afrakstri helgarinnar með mér í vinnuna og útbjó smá "smakk-platta". Alltaf gott að hafa tilraunadýr við hönd.
Hafrakökur + súkk mokka + karamellur vinsælast.
Og bara svo þið vitið það... þá er Herra Gymboss líka nýtanlegur í kökubakstri!! Stórgóður sem bökunarboss og sérlegur aðstoðarkokkur.
Einn, tveir og ÞRÍR.
Skytturnar ÞRJÁR.
ÞRJÁR raddir.
Allt er þegar ÞRENNT er.
Jebb.
Þrír!
Heilsdagsát | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.12.2010 | 08:54
Tvær... vikur... til jóla!
Jóhóla!
Hlakka svo til.
24. desember gott fólk! Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur???
Ómanneskjulegt jólaát, konfekt, smákökur, jólakökur, jólaönd.. jólaönd... jólafylling, jólaönd, risalamande, rjómi... ohhh hvað ég eeelska rjóma!
Egils malt og appelsín! AppEL(s)ÍN! HAHH!
Mikið að gera í gær. Búið að vera mikið að gera undanfarið. Tók samt myndir af almennu áti, dugleg stelpan, en rankaði við mér í morgun með tölvuskessuna í fanginu. Skulum því bæta upp fyrir myndalausan gærdaginn.
* Játningar fyrir 09.12.2010 hefjast10.12.2010 - 08:27 *
Morgunmatur. Skjör, kanilgrautur, múslí.
Vinnan er æði.
Hádegismatur. Grænfjallið, kotasæla og smábiti af grísahnakka.
Er ekki alveg nógu ástfangin af Hlöðveri grís... amk ekki til átu.
Æfing átti sér stað seinnipartinn. Graðgaði í mig grófri brauðsneið, eggjahvítum og grænmetisfjalli fyrir þann gjörning. Eftir æfingu komst ég að því að Hleðslunni hafði ég gleymt í heimahúsi svo ég reddað'essu með GRS-5.
Kvöldmatur var í formi kjúlla á Austurlanda Hraðlestinni. Ohhh mama!
* Játningum fyrir 09.12.2010 lokið 10.12.2010 - 08:30 *
Tók svo einn af tveimur þrekhringjum a-la Karvelio í morgun. Gúllaði því einn einfaldan um 5 leitið, æfing klukkan 6 og áfram með smjörið.
Meistarinn var á staðnum blessaður. Ég heppin... eða óheppin?
Ég heyrði spangólað af og til "Elín... settu fótlegginn upp í þessari æfingu, það er erfiðara", "Hmm, 2 mín planki er hálf pervisið...".
Hendur, miðja og bak eru amk "sátt". Veit ekki hvort minn innri vorkennari sé það hinsvegar.
Mjög, mjöööög kát með þessar æfingar samt sem áður og viti menn - bæting síðan í síðustu viku! Svo ég taki dæmi - "Staggered" armbeygjur. Þurfti að hvíla mig 4 sinnum síðast og náði 1/3 af uppgefnum fjölda í fyrsta setti. Þurfti bara að hvíla mig 2 núna og kláraði 3/4! Hænunú!
Eftir-æfinguátið mitt í dag var Toraniblandað skyr og brakandi, brakandi fersk græn gleðisprengja.
Já, ég gat ekki beðið og beit í eplið fyrir myndatöku.
Kærið mig!
Skera -> dolla -> HRÆRA
Borða uppúr uppáhalds átfati.
Þetta var játningafærsla dagsins í dag. Svoleiðis þuuulið upp hvað ofan í svarholið hvarf.
Set inn ostakökuuppskrift á eftir. Smáköku- og konfektpistlar fylgja svo fast á hæla hollustunnar næstu daga.
Bara tvær vikur þangað til gott fólk! Hihiiiiii....
Heilsdagsát | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.12.2010 | 15:38
Matarmóðunni aflétt?
Hef ekki verið dugleg að muna eftir því að matarmódelast undanfarið.
Af hverju er óráðið, dularfullt og enganveginn í samræmi við alheimslög og átvaglsstuðul!
Oft er hungrið farið að segja all illilega til sín og þegar einn biti er eftir á disknum... æji. Það er eitthvað svo pervisið. Einn biti á subbulegum eftirátsdisk? Ekkert sem gleður augað.
Ég man þó alltaf eftir því að taka myndavélina með.
Ekki það að átið mitt yfir daginn, dags daglega, gleðji augað eitthvað stórkostlegt... en, þið vitið, er það ekki?
Jú... ég held þið vitið.
Ég er hinsvegar búin að vera ægilega dugleg í dag, fyrir utan ómyndaða óskyrið og bananann!
Græna hádegisfjallið mitt í fylgd nokkurra hakkbita og nýrnabauna!
Get nú ekki sagt að þetta gleðji sjáöldrin mikið... hmm?
Þórunn eldhússkvísa fékk sér einnig hollan og staðgóðan hádegisverð, klæddan í bleika kápu.
Græna eftirmiðdagsfjallið mitt í fylgd nokkurra furuhneta og sólþurrkaðra tómata og eggjahvítuhamingja... í boxi!
Aftur... gleður þetta augað?
Sjáið svo hvað mér var gefið fallega vinnufínt!
Jólatrés-næla gott fólk... með jólaljósum! Ójá!
Nú er bara spurning hvort ég haldi daginn út í mat og myndum?
Held hinsvegar að ég þurfi að fara að hækka myndastandardinn!
30.11.2010 | 15:30
Myndir og ómyndir
Glænýji Gúmmulaðihellirinn er að gera góða hluti.
Aspasinn minn líka.
Æfingar og rútína aftur að komast á skynsamlegt ról.
Tók þessa Stunu í morgun og einn Karvelio í gær. Át ómyndaðan banana fyrir Stunu, tók eina fjölvítamín, eina C-vítamín. Settist inn í sófa, rétt aðeins til að klæða mig í íþróttaskóna, og steinrotaðist í góðar 33,6 mínútur.
Glæsilegt ungfrú.
Aðframkomin af hungri, með svaðalegan vott af almennri græðgi, gat ég illa beðið með að hefja át, eftir æfingu, og byrjaði á eplinu mínu. Djúsí, íísköldu, sætsúru epli.
Þegar í vinnuna var komið greip ég skyr, sletti út í það graut, kanil og krumsi. Á þessum tímapunkti var eplið blessað löngu horfið.
Löngu... horfið.
Hádegismaturinn voru mín vanalegu 17 tonn af grænmeti, prótein í formi túnfisks og fitugjafi í formi furuhneta. Furuhnetur eru mín nýjaðasta ást í augnablikinu! Algerlega best!
Má ég kynna til leiks - villikál!
Einstaklega frekjulegt svona lafandi út af disknum!
Meðvituð um blessaða myndavélina, hingað til, gleymdist hún í amstri dagsins og óviðráðanlegu hungri, annað skiptið í dag. Ómyndað salat, furuhnetur og egg áttu hug minn allan klukkan tvö, og það étið upp til öreinda, á ljóshraða.
Öreinda gott fólk... á ljóshraða.
Hef ákvaðið að klára Karvelio prógram, halda Stunum áfram og lyfta svo aðeins, í og með... þetta helsta. Engar sérþarfir eins og bís- og trís. Skrokkurinn í heild er þar sem áhuginn liggur um þessar mundir.
Er annars að gæla við hugmyndina um að skella mér í Crossfit! Jebb. Held það gæti orðið gleðin einar!
Yfir og út. Matur og með því.
Myndir og ómyndir.
Bætum úr því!
25.11.2010 | 14:49
Vottur af pirring
Jæja, vonandi gott fólk - vonandi verður Gúmmulaðihellirinn prýddur interneti í lok dags.
Ekki nema 20 dagar síðan ég bað um að því yrði reddað. Gott stöff það! Enginn pirringur... neinei, regnbogar, hvolpar og eitthvað annað sem er krúttaralegt og sætt.
Kræst! Ég meina... haaalalujah! Preiis ðe lord!
Byrjaði þó daginn á einhverju sem ég hef ekki gert í mjög langan tíma.
Morgunbrennslu!
Síðan ég byrjaði á Stunuæfingum + fjarþjálfun hjá mister Karvelio þá hef ég ekki stundað eiginlega brennslu. Mánuður. Kannski einn og hálfur! Jáhákvætt takk fyrir.
En jú, byrjaði þennan líka eðalfína internetdag á morgunbrennslu og hræring! Vinnuhræring beint í æð eftir hamaganginn!
HRÆRA!!
Hádegismatur voru 6 tonn af grænmeti og, jah, meira grænmeti. Grænmetis- baunaréttir. Undirrituð gleymdi mynd í æðibunugangi hádegisátsins. Það vill oft gerast í spenningnum! Því var einni smellt af gumsinu í heild sinni.
Og núna var ég að enda við að sporðrenna góðgætinu á þessum disk. Margfaldið hnetuskammtinn með 2.31. Þær eru að fela sig undir salatinu bansettar!
Um helgina verður svo árleg Þakkargjörðarháðtíð okkar vinanna! Ég hef einsett mér að útbúa svaðalegustu sykurbombueftirrétti ársins 2011! Eða svo gott sem!
Einhvurslags ostakaka, þó helst graskers, ásamt pecan pie og leynigesti.
Kalkúnn, sætar með sykurpúðum, valdorf, fylling, hamingja og gleði.
Laugardagurinn verður svaðalegur!
Heilsdagsát | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2010 | 11:39
FULLT TUNGL - VARÚÐ - RAUTT
Satt eða logið... hef ekki hugmynd um það!
En ég er að borða þetta núna!
Fallega upp raðað, balsamicað og sinnepað!
Þessi myndataka tók á. Þær hafa margar hverjar verið kerfjandi gott fólk... en þessi... tók á!
Djon, grófkorna og hunangs-balsamic!
Guðminnalmáttugurogallirenglarnir!
Ekkert brauð, ekkert steikt.
Ferskt grænmeti.
Sinnep.
Njóta kjötsins!
Og já, ég er að njóta... roast beef njóta! Á morgun mun ég njóta og á mánudaginn... gott fólk, mun ég njóta!
Ég er ekki frá því að ég hafi fellt eitt eða tvö tár við þennan gjörning!
Ég er í himnaríki þessa stundina!
Takk fyrir og bless!
18.7.2010 | 20:00
Þegar maður heldur að það verði ekki betra...
...þá verður það barasta betra!
Þvílíkur dagur! Húhhh!
11:00
Átvaglið og átvaglspabbi viltu graut í morgndegismat!
Hafragrautsskraut - check!
11:15
Rétt náðir mynd af restinni. Gleymdi meira að segja að taka mynd af mínum disk.
Og bara svo þið vitið af því, þá er grautur + grísk jógúrt = himnaríki!
Alveg geggjaður þessi. Chia bananagrautur með döðlum.
1/2 bolli hafrar
1/2 bolli sólskyns múslí
1 bolli léttmjólk/undanrenna
1 bolli vatn
smá salt
1 stappaður banani
2 msk chia
10 niðurskornar þurrkaðar döðlur
ríflega teskeið vanilludropar
Sjóða - hræra - hafragrautsskreyta - njóta!
11:20
Svo bjó ég til þessa krúttusprengju úr afgöngum fyrir systur mína.
WAAA.... of mikil sól. Inn með þetta!
Ahh.. betra.
Afgangsgrautur, banani, sykurlaus bláberjasulta, múslí og grísk! Bara geggjað.
15:10
Rassgatakleina!
Buns of steel!
18:00
Grillum, grillum, grillum út á palli.
Syngist eins og "Á Sprengisandi"
18:10
Húúabbaaa...
...babbarawhamm! Og FLIPP!
Voila! Grilltaktar extraordinaire!
18:30
Hrefna fyrir.
18:31
Hrefna á meðan.
18:32
Hefna eftir.
18:33
18:40
18:41
Hrefna löngu eftir! Glæsilegt, ekki satt?
Aaaaðeins nær!
19:10
HVAÐ?
Ekki horfa svona á mig!
Þetta var dónalega gott - enda fékk ég mér líka tvisvar!
Heilsdagsát | Breytt 24.9.2010 kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)