Færsluflokkur: Morgunmatur
19.8.2011 | 08:09
EVERYDAY I'M FLUFFLIN'!
Ég rakst á þessa snilld á netinu og varð að prófa.
Morgunmatur. Eftirmatur. Millimálsmatur.
Að sjálfsögðu. En ekki hvað? Af hverju í andsk.. datt mér þetta ekki í hug fyrr?
- 30 gr. hreint prótein
- 130ish gr. frosin ber (eða hvað sem er.. jafnvel meira magn)
- Tæplega rúmur.... deselíter mjólk, tæplega rúmur.
Prótein + ber.
Prótein + ber + mjólk.
Prótein + ber + mjólk + kanill + vanilludropar.
MAGIGSTICK
HRÆRA
Tilvonandi próteinfluff, hittu herra K-aid.
15 sek
30 sek
Ooohh bayyybee!
Innan við mínúta!
Marengs einhver?
Já, já takk fyrir.
Það heyrðist meira að segja svona marengshljóð í þessu þegar ég hrærði því til og frá.
"Flúghbllflúhhbbfglhúú"
Og... svo... whooobbah... á hvolf... ójeah!
Það helst. Það marengshelst!
Gerum þennan gjörning svo örlítið myndvænni.
En bara örlítið.
Því ég var svöng.
Og gráðugri en amma skrattans.
Próteinfluff + Buddhaskál = öööööölsk!
Jebb. Þið vitið hvert þessi klessa fór.
Svo bætti ég "aðeins meiri" kanil. Bara aðeins.
Því kanill er góður.
Þannig er það nú bara.
Elskaðu kanilinn.
Hugsið ykkur gott fólk... allan dónaskapinn sem hægt er að framkalla héðanaf!
- Frosnir-bananar fluff! (Ég gæti gubbað af hamingju)
- Mangófluff!
- Bláberja og kanilfluff!
- Banana og kókosfluff!
- Ananasfluff!
- Peru og bláberjafluff
Sjáið þið ekki svo fyrir ykkur bananapönnsurnar sem uppskúbbunaráhald?!?!?!?!
*og átvalgið sprakk úr hamingju*
The end.
Dreeeeptu mig ekki úr matarpervisku dauðans.
Eini ókosturinn, ef einhver, er að þetta þarf helst að borðast med det samme, annars oxast kvikindið eins og allsber banani í sól og verður að hálfgerðri loftbólu af einhverjum ástæðum.
En hvað með það... gumsið kemur ekki til með að lifa nógu lengi til að loftbólast. Trúið mér!
Voila. Þú ert hérmeð útskrifað eintak úr próteinfluffskólanum.
Farðu nú og búðu þér til fluff!
18.8.2011 | 08:01
Prótein... marengs?
Þú veist þér þykir gott að borða óbakaða maregnsgleði!
Ekki reyna að neita því.
Það er syndsamlega svaðalega ljúft í allri sinnir sykurvímu og hamingjugleði!
Ég kynni því hérmeð til leiks skáfrænda "eitthvaðótrúlegasvipaðmarengsdeigi"!
Prótein berja marengs. Diet marengs? Marengs lite... M-Zero!
Matarklám, matarkóma... oh baby jebus feed me!
More to come!
8.8.2011 | 09:27
Dramatísk endurkynni og brómberjahafrahamingja
BÚÚAHHH... HAHH... brá þér?
Fyrsti grautur síðan 25.05.2011 takk fyrir sælir góðan daginn Illugi og amma hans...
...sem var frekar óhress með uppátækið og bölsótaði ungu kynslóðinni fyrir óæskilegan hárvöxt og ömurlegan tónlistasmekk.
Sem kom grautnum hinsvegar ekki rassgat við!
TADAAA
Hello beautiful!
Þessi skál var ofur. Og innihald hennar ofur í öðru veldi sinnum pí. Skálin var hjúmöngus. Valin með einbeittum brotavilja, enda rúmmál þess sem kvikindið innhét... hjúmöngus.
Innihélt verandi lykilorð.
Brotavilji morgunsins var jafn tær og stærðin á YOYO ísboxunum. Þar eru ekki til lítil box, onei. Þar er einvörðungu ein ríkisstærð af risaboxum sem eru sérstaklega hönnuð með græðgisátvögl í huga því það vita allir að græðgisátvögl kunna ekki að fylla... ekki... upp í allt boxið!
Góður ís engu að síður.
Magnað hafragrautarát gott fólk. Stórmagnað.
Þetta át var svo viðbjóðslega magnað að hvorki ég, né skítfúla amma Illuga, áttuðum okkur á því hvað átt hafði sér stað þegar allt í einu grautur hætti að streyma inn fyrir átvaglsins varir og ekkert heyrðist nema skríkjandi kling og bang í smáskeiðinni þegar hún ítrekaða small í botn, og hliðar, ofurskálarinnar sem nú var orðin tóm.
Jóseppur og Mörfía alls þess sem er mood killer í heiminum.
Þessi upplifun var svo mögnuð að hún var næstum jafn suddaleg og að vera staddur í miðri orgíu þar sem allir eru gullfallegir og æðislegir og viljugir og gjafmildir og þú ert fetishið þeirra...
...get ég ímyndað mér. Því ég veit svo mikið hvernig það er að vera fetish í gullfallegri orgíu.
En það hlýtur bara að vera nokkuð magnað.
Athugið samt að ég sagði næstum... næstum er ekki alveg eins og alveg eins, nei, það er næstum.
ÞETTA er hinsvegar meira en bara næstum. Þetta ER! Ohhhh sweet baby jesus.
- 1/2 bolli hafrar
- 1 msk chia fræ
- 1 msk husk
- Rúmur bolli frosin brómber
- 1 eggjahvíta
- Skúbba hreint prótein
- Væn lúka möndlur
- Smá salt, vanilludropar, kanill, kaffi, múskat
- Vatn eftir smekk
Eigum við að tala um þykkildisofurhamingju borðað með hníf og gaffli og tuggið svo öll áferðarskilningarvit springa með tilheyrandi fnasi, stunum, rymji og smjatti í bland við óneitanlega dásamlegt bragð af kanil og múskatsparki í bland við dísæt ber og kaffiilm? Ha? Eigum við að ræða þetta eitthvað?
Nei... hélt ekki...
Það tók mig góðar 10 mínútur að klára kvikindið.
Ég brosti og grét, troddaði og brosti... og grét... svo hló ég... troddaði meira, grét smá meira... gleymdi að anda... brosti... mundi að anda... grét... allan tíman.
Þetta át var hvorki tignarlegt, fallegt, siðmenntað eða útpælt. Þetta var hreint og beint trodd.
Ahhhh, hafrar.
...
Hey! Svo útbjó ég þetta um daginn! Það innihélt m.a. banana og meiri karamellu!
MUAAAHAHAHAAAA......
...meira um það seinna.
Adéu!
Morgunmatur | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.6.2011 | 05:02
Glúteinlausar bananapönnsur
Af hverju glúteinlausar? Jah, af því þær eru það og titillinn "bananapönnsur" var eitthvað svo einmana?
Búin að vera að hugsa endalaust um Paleo, uppskriftir tengdar því og fleira í þeim dúr. Búin að prófa núna í 2 vikur að sleppa graut fyrir t.d. lyftingar, þungar æfingar, og hef fundið ágætis staðgengil.
Þó svo staðgengill fyrir graut mun aldrei standa undir væntingum! Onei! En ég verð amk ekki glorsoltin á æfingu og held dampi assgoti vel allan tímann. Það hlýtur því að teljast jákvætt.
Einfaldara verður gumsið þó ekki og ég veit, innst inni í mínu sérlega hjarta, að einhver, einhversaðar hefur gert slíkt hið sama.
Haldið niðrí ykkur andanum. Spennan er þvílík og slík!!
*anda inn*
Aðferð:
Eitt egg, banani, vanilludropar, smá salt, kanill, hræra, örbylgja eða steikja á pönnu.
Búið.
*anda út*
Sko, sagði ykkur það.
Banana Soufflé - búðingur - fluff - ?
Kanill, smásalt, kanill og vanilló.
Smá meiri kanill.
Kanill?
Stappa, hræra, stapa, hræra... stappa... og örbylgja eins lengi og ykkur lystir.
Æhj... greyið grámann.
Lítur ekkert stórkostlega út, ég veit. Bananar og kanill = ófagurt myndefni. En, en... þið munið og vitið. Útlitið segir ekki allt og aldrei að dæma fyrr en þið prófið sjálf!!
Smá djúsí í miðjuna - hægt að örbylgja lengur að sjálfsögðu.
Nokkrir stærri bananabitar fela sig í gleðinni.
KANILL
Smávegis pönnsufílingur, smávegis búðingafílingur, smávegis fluff....
...nohm.
Banana pönnsur, já takk!
Þennan kost kýst ég þó frekar. Þegar ég hef tíma/nennu, því þær eru dásamlegar til átu glænýjar og heitar, beint af pönnunni! Ójá! Taka ekki langan tíma. Ég lofa.
5 mín frá byrjun til enda.
Sömu hráefni, önnur eldunaraðferð. Hérna nota ég líka töfrasprotann og hræri þetta í bananabitalaust muss og fleyti svo ofan af gumsinu froðunni sem myndast.
Notaði 2 egg, banana, vanillu, kanil og píínkulítið af salti.
PAM-a pönnudýrið eilítið áður en bakstur hefst.
Steikja, snúdda, steikja!
VOILA
GUUUULLFALLEGAFÍN!
MUAAHAHAAAAAAAA
Nei, ekki nákvæmlega alveg eins og venjulegar ofurpönnsur... að sjálfsögðu ekki.
En skrambi nálægt. Ha... skraaambi nálægt.
Svolítið "blautar", ef svo má að orði komast. Mætti kannski bæta við einu eggi og steikja örlítið lengur.
(nohoom * π)
Ég náði að stúta hinni sem ég bjó til.
Bókstaflega.
Pönnsurnar vinna.
Þær vinna nú yfirleitt alltaf. Svo eru þær líka ekkert nema gleðin einar til átu. Bara það að rúlla flatneskjunni upp (kannski með smá ávöxtum innvortis, skyri, chiafræum, múslí....) og bíta í. Elsku bestu, það gerir átið ennú skemmtilegra. Ég segi'ða satt. Þetta er allt andlegt, get svoleiðig guðmundssvarið fyrir það.
Átvaglið sér frammá mömmupönnsuát og tryllist af græðgisgleði við tilhugsunina, og fyrsta bitann, þó svo umræddur biti sé ljósárum frá fyrrnefndri pönnsudýrð.
Magnað.
Bananahamingja og dásemdarát gott fólk.
Farin út að hjóla áður en ég lendi í ræktarhúsi að refsa handleggjaspírunum.
Og já, ef þið eruð forvitin, þá var pönnsan rétt í þessu með eindæmum mikill brillíans! 1 Egg, 1/2 banani, slat, kanill, vanilla, blanda og stappa rest af banana þar ofaná. Já ójá.
Rúlla upp.
Borða!
Adios.
Morgunmatur | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ég gerði það víst!
Gerasvoveltakk ekki meinhæðast fyrr en þið hafið smakkað!
Valdorfsalat... einhver?
iChiaValdorfSkyr? Næstum. En það mun samt heita það!
Stútfull skál af próteinum, andoxunarefnum, hollri fitu og trefjum! Já takk í minn svanga morgunmatsmaga! Ferskt, fínt og geypilega gott fyrir þig!
Já svona... ég veit hvað þú ert að hugsa og er byrjuð að skamma þig áður en þú færð tækifæri á að fussa og frussa í huganum! Svona hættu'ðessu. Skamm.
Já! Abb... e... babb... ekkert svona!
Þetta var ææðislegt.
Valdorfskyr með chia og bláberjum
Náðu þér í sellerístilk og smá hvítkál.
Hvítkál og sellerí er æðislegt combó og skal koma fram við af einskærri grænmetisvirðingu.
Maukaðu svo í ofursmáa bita! Agnarsmáa, pínkulitla... næstum í mauk, þannig eftir sitji einungis atóm af selleríhvítkáli! Mjög mikilvægt atriði. Mjög mikilvægt atriði fyrir vellukkun Valdorfskyrsins!
Atómgrænmeti.
Held þið séuð að ná þessu.
Náið ykkur í skyr. Fljót. Selleríhvítkálið bíður.
Slettið gommu í það ílát sem þið ætlið ykkur að borða uppúr því hver nennir að vaska upp auka ílát? Í alvöru talað?
Bætið selleríhvítkálinu við!
HRÆRA
Teygið ykkurs svo í Chiafræin ykkar, nú eða hörfræ, eða hafra eða köttinn eða kallinn... kvendið, hvað sem er. Hellið fræjunum ákveðið, mjög ákveðið út í gjörninginn ásamt 2 töppum af vanillu Torani, 1 tsk ómægod3 lýsi og dass af vatni.
HRÆRA
Hmm... hvað svo.
Jú... epli. EPLI... JÁ!!!
EEEEPLIIIIIIII
WHEEEEEEEEEEE
Uuuu... afsakið. Fékk smá gleðitryllingskast þarna. Epli hafa þessi áhrif á mig.
Skerið grænildið smátt eða maukið. Samt skemmtilegra að hafa smá eplakram!
Ekki atómskera eplið.
Þið eigið eftir að þakka mér fyrir þetta tips seinna.
Treystið mér bara. Við viljum eplabita í skyrið okkar.
HRÆRA
Svo viljum við fá okkur smávegis bláber í staðinn fyrir vínber því bláber eru gleðiber.
Ekki horfa svona á mig, þau eru það ber-a!
HRÆRAMEIRA
Nú megið þið borða... og njóta!
Ég mæli samt með því að þið leyfið Chiasprengjunum að vinna sitt þykkildisverk. Það er punkturinn yfir chiaskyrið.
Ég þurfti þó að bíða til, jah, núna! Í gærkveldi lokaði ég Valdorfboxinu með græðgisglampa í augunum sem gæti mögulega hafa endurspeglast í tunglinu.
NOHM... Óguð!Þetta var svo ljúft.
Væri Gúmmulaðihellirinn með sítrónur á lager hefði börkurinn komið sér eftirsjáanlegal vel í þessari blöndu.
Ómyndaðar valhnetur fylgdu átinu fyrir eintóma hamingju og áferðagleði en engar "in action" myndir til sökum græðgi. Ég biðst afsökunarforláts.
Grænt í vömbina og klukkan ekki orðin 8! Já það held ég nú.
Morgunmatur | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
14.1.2011 | 08:31
Ég græt af gleði
"Af hverju?" gætir þú spurt sjálfa(n) þig.
Af hverju?
Hví?
Jah. Það er pottþétt ekki út af þessu kjúklingasalati sem ég fékk á Ruby Tuesday í gær.
Pottþétt ekki út af þessu kjúklingasalati sem ég bað sérstaklega um að allt meðlæti, með læti, yrði sett í lítil krúttaraleg ílát svo það væri nú ekki að flækjast fyrir mér, eins og hræðilega illa steikta beikonið og sósan sem var sætari er allt sem er sætt sætt.
Pottþétt ekki út af þessu yndislega fjalli af pekanhnetum sem stóð ekki neinstaðar á matseðli að búið væri að sykra.
Sem er svosum ekki alslæmt. Eða... ekkert slæmt.
Enda át ég þær.
Ekki allar.
Næstum allar.
Af hverju sykra fullkomlega æðislegar ristaðar pekanhnetur? Pfff!
Ég gæti mögulega hafa grátið af gleði eftir að hafa útbúið þetta listaverk úr salatafgöngum ásamt dyggri aðstoð frá Sölva. Hann lét af hendi tvær fröllur í gjörninginn.
We call him Bob.
Mögulega... grátið.
Svei þér kerlingarálka. Bannað að leika með matinn. Hvernig varstu alin upp? Áttu heima í helli? Hvað ertu gömul?
- Ég var alin upp af eðal hrossabjúgum takk.
- Ég á heima í Gúmmulaðihelli já.
- Ég er 26 ára. Verð 27 ára eftir tæpan mánuð.
Gráta af gleði?
Ég grét þó pottþétt af gleði um 5 leitið í morgun. Þegar ég opnaði ísskápinn og sá...
... EINN, EINFALDAN, 'búinn til kvöldinu áður-KAFFI'! Óguð!!!
Dustaður með kanil, kakó og jú, smá meira kaffi.
Sjáið... það er hægt að sker'ann! Gamli áferðaglaði vin!
Það gæti mögulega hafa slæðst skyr með í fyrstu 5 bitunum. Dæmi hver fyrir sig.
nohm nohm *grát* nohm *grát*
OG
Nýtt Karvelio plan í næstu viku!!! Hihiiiii.... *grát*
6.1.2011 | 13:12
Gleymt eða ekki gleymt?
Mikið ofboðslega er himininn búinn að vera fallegur undanfarið. Því miður gerir myndavélin mín þessari litadýrð engin skil. Sólarupprás extraordinaire. Eins og það sé kviknað í!
Það var mjög erfitt að hætta að horfa á þetta í morgun.
Ahhh!
Sneri þó inn í hlýjuna í þessum tilgangi! Vinnugrautur og skyr í bréf/plast/ekki gler... máli.
Hræringur eins og í gær. Skyrið felur sig undir grautargleðinni þó og já... málið bansett lak. Þar af leiðandi er bróðir þess að knúsa hið fyrrnefnda.
Ég virðist þó aldrei ætla að læra... eða, ölluheldur, muna. Að minnsta kosti ákveðin atriði sem heilinn, eða nennan, vilja ekki viðurkenna.
Kannist þið ekki við þetta?
- "Óguð - ég ætla aldrei, aldrei að borða aftur" Jáh, einmitt... ofátsmælirinn skráir ofát á grjónagraut aldrei í matarminnið og undirrituð grætur grjónum hver einustu, einustu jól!
- "Mikið djöööf***i er kalt úti. Get svo svarið það..." Eins og við höfum aldrei upplifað kulda áður. Allir alltaf jafn hissa þegar fyrsti frostdagur lítur dagsins ljós.
- "Ahh jólasnjór. Snjóaði á jólunum í fyrra?"
- "Þvíílík umferð á Kringlumýrarbrautinni í morgun!!! Tók mig 40 mínútur að komast í vinnuna" Hvert eiiinasta ár þegar skólarnir byrja.
Sama á við um þann heimskulega verknað "að hlaupa út úr húsi klukkan 06:00 að morgni, dag eftir dag, á kvart - íþróttabrók" vitandi vel að það er janúarmánuður. Á Íslandi.
Janúar gott fólk. Ísland.
Það er svosum ekki hægt að álasa okkur. Janúar á Íslandi og það er ekki einusinni snjór! Hitamælirinn sýndi plús tölu í síðustu viku! Ekki nema furða að aumingjans íslendingurinn fari allur í keng og vitleysu þegar það byrjar að kólna aftur. Við erum greinilega of góðu að venjast.
Að öllu gamni slepptu mín kæru, trúið mér, treystið mér... munið eftirfarandi með mér:
Þér skuluð aldreigi... aldreigi skilja íþróttaföt eftir út í Aspas sé ætlunin að hreyfa á sér rassmusinn seinna um daginn þegar talan á hitamælinum segir MÍNUS.
Það, að þurfa að klæða sig í skítkaldan, gaddfreðinn íþróttafatnað þarfnast meiri sjálfsaga en að sleppa því að borða súkkulaði. Ég segi það satt. Gæsahúð aldarinnar lætur á sér kræla og þú byrjar að ofanda. Og nei, ég er ekki að tala um þægilegu gæsahúðina sem þú færð þegar heitt sturtuvatn rennur á þig.
Ég greip því, í einu skjótu handbragði, töskuhrygluna mína með inn í vinnu í morgun.
Hún hvílir sig við einn borðfótinn, stillt og prúð. Segir ekki múkk.
Samt eins og hún sé að baula. "BÖÖÖ...."
Hryllilega er ég minnug og æðisleg.
Ætli ég verði samt ekki búin að "gleyma" þessu á morgun þó. Blóta svo sjálfri mér í sand og Eyjafjallaösku þegar vonda gæsahúðin hlær lymskulega að mér og íþróttatoppurinn þverneitar að losa takið bara smá.
Góða við þetta er þó að illu er best af lokið og 10 sekúndum eftir að brókin er límd utan á rassinn þá verður manni heitt... en mikið assgoti eru þessar 10 sekúndur ömurlegar eitthvað.
Sjálfskaparvíti upp á sitt besta.
Sjálfskaparvæli er því lokið og þetta.... jebb. Þetta, er það sem ég át mér í hádegismat. Svínið og lundirnar og grænmetisfjallið og hamingjan.
Nákvæmlega ekkert neikvætt við þennan disk! Mmhmm!
Gott hádegisspis.
Vel heppnað fimmtudagsvæl.
Móaflatarkjúlli í kvöld. Jólin eru formlega yfirstaðin!
Morgunmatur | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2011 | 09:45
Þetta er víst skemmtilegt!
Aðgerðinni "Bumbuna burt" hefur verið hleypt af stokkunum samhliða "Upp með þolið" og "Afturábak með smjörið".
Byrjaði daginn á SS (Slow-Steady) brennslu. Eitthvað sem ég hef látið ósnert í ansi langan tíma og Óóhh-heilagir og óheilagir leiðindapúkar hvað þetta getur verið skelfilega myglandi. Hélt ekki lengur út en tæpan hálftíma sökum fyrrnefndrar ástæðu.
Sem er synd. Svei... bannað að hugsa svona.
"Þetta er skemmtilegt", "Þetta eru forréttindi", "Þetta er víst skemmtilegt"... og svo framvegis í átt að jákvæða gaurnum á Akureyri.
Hann er víst svo jákvæður að hann prumpar regnbogum!
ALLAVEGA
Ég játa þó að stundum er ekkert nema ljúft að þurfa ekki að huga um neitt annað en að hreyfa á sér bífurnar og láta hugann reika. Stundum er það bara notalegt, ekki satt? Óumflýjanleg staðreynd er þó sú að einhver hreyfing er jú mun betri en engin - og almáttugur, ekki það að ég sé að setja út á SS-krúttusprengjuna sem slíka.
Ákkúrat núna... fyrir mig... þá er bara muuuun skemmtilegra að nýta tímann í HIIT eða aðrar æfingar, prófa eitthvað nýtt. Finnst ég aldrei vera að gera nokkurn skapaðan hlut ef ég hlussast á bretti eða stigavél í allan þennan tíma. Sem, ég játa aftur, er líklegast hálf kjánaleg hugsun?
Ætla þó að taka morgunbrennslu sem þessa út vikuna (ásamt Karvelio) og bera saman líðan/ástand við næstu viku, sem tekin verður á venjulegu tempói. Langbrennslan er blessunarlega yfirstaðin fyrir þennan skítkalda miðvikudag. Ég hélt, án alls gríns, að hvítan í augunum myndi kristallast sökum kulda á hlaupum inn í ræktarhús.
Get þó prísað mig sæla að einungis eru 2 dagar eftir að SS hamingju þessarar viku, og já, ég svindlaði smá - mánudagurinn var tekinn í almenna leti og "Æji, ég byrja bara á morgun..." samanber spark-í minn eigin rass pistill gærdagsins.
ÞANNIG AÐ.... morgunbrennsluleiðindapúki...
...nei, ég meina, morgunbrennsluhamingjutryllingur-> hræringur! Vinnuhræringur. Skjör/grautur/kanill/múslí. Þetta þarf ekki að vera flókið.
Get svo svarið það. Magnað hvað ég ölska bragðið af höfrum.
Sem minnir mig á það - þyrfti að kaupa mér ristavél!!
Morgunmatur | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.12.2010 | 09:17
Chia, skyr og skyrdósir
Helst í fréttum:
- Sporthúsmyndamálið mikla. Sendi ægilega kurteisislegan póst og vona að þetta verði leiðrétt med det samme. Á nú ekki von á öðru. Vil þó þakka ykkur elsku besta fólkið mitt fyrir allan þennan stuðning. Bjóst ekki alveg við þessum viðbrögðum og er ægilega mikið auðmjúk og þakklát í hjartanu. Eftir kommentalestur fannst mér ég ekki vera algerlega út á þekju með að hafa fengið fúla ónotatilfinningu við að sjá "my babies" foreldralaus. Þúsund þakkir öllsaman.
- Chiafræin mín... eru búin! Formlega. Ég græt.
Síðasta skeiðin nýtt í toriniblandað chiaskyr með niðurskornu, mjög súru, fersku brakandi glansandi æðislegu epli og dísætu, fullkomlega ákkúrat nákvæmlega, rétt þroskuðu mangó.
Ég gæti mögulega lengt setninguna, hér að ofan, um 2 - 3 línur í viðbót, án punkts. En ég held þið náið þessu.
Þeir sem ekki hafa kveikt á fattaranum.
Í stuttu: Þetta var gott!
Veit hreinlega ekki hvar ég var stödd í hinu mikla rúmi tíma, og vitundar, áður en ég kynntist herra Torani. Get svoleiðis guðsvarið fyrir það tíusinnum.
Borðað upp úr skyrdósinni blessaðri. Ein af uppáhalds leiðum átvaglsins til að innbyrða skyrgums. Fyrir utan gleðistaðreyndina "Smávægilegt uppvask".
Stundum ekkert uppvask!!! Það er, ef þú sleikir skeiðina nógu vel.
Muna bara að setja hana ekki aftur ofan í skúffu...
...og ekki láta gesti nota hana.
Karvelio æfing í eftirmiðdaginn. Hún lítur mjög girnilega út.
2.12.2010 | 08:06
Einfaldur + BioBú
Einn einfaldari en allt einfalt.
- Hafrar
- Vatn
- Heslihnetu torani
- Örbylgja
- Salt
- 1 - 2 eggjahvítur
- Hræra
- Blá.. berja?
- Skyra
- Voila!
Gull glimrandi fallegt ekki satt?
Torani + salt gera karamellueffekt sem ég er orðin hættulega háð, hvað grautarmall varðar. Skuggalega gott. Eggjahvíturnar eldast um leið og þú byrjar að hræra þeim við sjóðandi heitan grautinn svo það er óþarfi að örbylgja á nýjan leik. Bláberja dýrið, frosin í þessu tilfelli, og bera fram í skál til heiðurs aspassins míns.
Keypti Bio-Bú skyrið í gær til prufu.
Það bragðaðist eins og skyr.
Magnað... ekki satt?
Eina sem gæti mögulega skilið að er áferðin. Bio-Bú er mun mýkra og rjómakenndara en hreint KEA. Ekki neikvætt í mínum kladda. Ekki svo jákvætt að ég skipti úr KEA. Svipar mjög til Grískrar jógúrtar. Væri geðveikt að taka væna gommu og blanda út í graut. En ekki núna.
Neibb.
Karamellugrautargræðgin var einum of yfirgripsmikil í morgunsárið til að leifa nokkur hliðarskref eða steppdans á hafragrautslínunni.
Stundum langar manni bara í pylsu með tómat og steiktum, jú nó!
Þetta var ein... góð.. grautarskál!
Eða... þið vitið. Innihaldið.
Hef ekki lagt í að éta skálarnar ennþá.
Mikil var þó jákvæðnin sem gekk á í þessu áti.
Þó það sjáist ekki á myndunum þá var ég svo hund helvíti jákvæð að ég hefði getað kveikt á ljósaperu með hugará(t)standinu einu saman.
HRÆRA
Ok... allt í lagi.
Orðum, lýsingum, aðferðum.. ofaukið. Ég virðukenni það.
Ég hefði kannski ekki getað kveikt á ljósaperu... en kerti, já.
Allt tekur þó enda. Grautar eru því miður ekki undanskildir í þeim efnum.
Fékk nýtt Karvelio plan í gær.
Ég veit hverjum hann hefur viljað hefna sín á þegar hann setti þessar æfingar saman, en hann tekur það svo sannarlega út á mér!
Hahh!! Ég get ekki beeðið með að byrja á þessum mánuði!!! Mjööög djúsí æfingar.
Morgunmatur | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)