Færsluflokkur: Bloggar

Aðeins of svöng

Svo svöng að skjálfti og svimi tóku völdin. Aðeins of svöng til að elda, aðeins of svöng til að hugsa um að elda svo málinu var reddað! Siam - réttur 35 fyrir mig, réttur 2 fyrir Mister Paulsen sem núna þjáist af kvefi, almennum verkjum og leiðindum. Ég var knústuð í kram þegar ég kom heim með dýrðina! Páll hinn sárþjáði er með hrísgrjónaáráttu á háu stigi!

Kjúklingabringa og ristuð brún grjón með auka grænum baunum

120 gr. kjúklingabringa, 1/2 bolli brún grjón og 1/2 bolli grænar eðalbaunir. Þvílík hamingja og gleði fyrir svangan kropp, og viti menn, rétturinn svona líka fallegur á litinn!

Heyrðu jú - ég hitaði grænu baunirnar! Eitt klapp fyrir því!


Heilhveiti English Muffins

Langaði að búa til heilhveiti "bollur" sem ég get gúffað í hádegismat eða notað í staðinn fyrir t.d. hamborgarabrauð! Fann engar almennilegar uppskriftir á netinu sem mér líkaði vel við svo ég bjó mér til eina. Ég man ekki nákvæmlega hvað ég notaði mikið af hverju, en þetta eru um það bil einingarnar sem fóru í deigið.

Heilhveiti English Muffins 

Heilhveiti brauð/bollur

2 1/4 tsk þurrger

1 1/4 bolli volgt vatn

1 tsk, rúmlega, hunang

3 - 4 bollar heilhveiti

1 dl ricotta ostur

Salt ef vill 

 

Stilla ofn á 175 gráður. 

1. Vekja ger í 1/4 vatni og hunangi og blanda vel.

2. Blanda afgangi saman við og hræra saman þangað til myndast mjúkt, teygjanlegt deig. Bæta við hveiti þangað til deigið hættir að festast við brúnar skálarinnar. Ég notaði sumsé hrærivél.

3. Færa deig á borðplötu og hnoða smá. Skipta niður í 12 jafnstórar kúlur. Raða á pam-aðan bökunarpappír eða hveitistráðan.

4. Breyta yfir bollurnar klút og leyfa að hefast í 1 - 1/2 klukkustund á gúmfey og heitum stað.

5. Pensla með blöndu af eggi og vatni + skreyta með því sem vill. Þarf ekki. 

6. Baka þangað til gullinbrúnar, 20 - 25 min.

 

Létt og fín - ensk muffins

Þær heppnuðust þvílíkt vel. Fluffy og skemmtilegar. Hægt að bragðbæta deigið að vild - rúsínur, kanill, oregano.... ég ætla að prófa að bæta við deigið, stappaðir sætri kartöflu og smá höfrum, næst þegar ég geri þetta og sleppa ricotta ostinum. Henti honum bara með því hann var til staðar. Hlakka mikið til að prófa mig áfram í samlokugerð, hnetusmjörsklíningi og áleggsvali!

Næringargildi per bollu - grunnuppskrift, enginn ricotta.

Hitaeiningar: 85, prótein: 3,6, kolvetni: 15, trefjar: 2,7


Próteinstangir, taka 2

Varð að prófa meira í kvöld úr því ég byrjði á þessu um helgina - og ekki hætt enn! Hægt að gera endalausar útfærslur af þessu dóti!

Gerir 4 karamellusúkkulaði

Próteinstöng - bake, karamella

Botn

2 dl grófir hafrar

1 eggjahvíta

1/2 vel þroskaður banani

1 skeið hreint súkkulaði whey prótein

1 msk hörfræ

 

1. Hræra saman eggjahvítu og banana þangað til létt og ljóst

2. Bæta próteininu saman við

3. Blanda út í höfrum og hörfræjum, láta standa í um 15 mínútur

4. Setja í form og inn í 140 gráðu heitan ofn þangað til stíft. Tíu mínútur ca

 

Karamella

2 skeiðar hreint vanillu whey prótein 

2 msk náttúrulegt/lífrænt, ósaltað, ósykrað hnetusmjör

smá vatn

 

1. Hræra saman hnetusmjöri og próteini

2. Blanda smá vatni út í og hræra áfram. Á að mynda mjög þykkt og klístrað deig, eins og karamella.

 

Hella kreminu yfir botninn, helst í forminu ennþá og inn í frysti. Skera niður í 4 hluta þegar karamellan er orðin nógu stíf. Hægt að þekja með hnetum, súkkulaði, kókos, fræjum, höfrum....

Botninn varð svolítið þurr hjá mér, geri fastlega ráð fyrir því að það sé próteininu að kenna. Hægt að nota t.d. heilt egg eða heilan banana til að fá rakann í deigið og fituna.

 

Næringargildi í 1 stöng uþb

Hitaeiningar: 203

Prótein: 24 gr

Kolvetni: 20,5

-þarf af 1,4 gr sykur

Fita: 6,25

Trefjar: 1,5

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband