Færsluflokkur: Bloggar
25.3.2010 | 14:09
EGG
PÁSKAEGG
Sjáið bara hvað ég fékk fínt gefins frá vinnunni! Gleðiefni. Nú verða páskarnir haldnir hátíðlegir í næstu viku! Núh ... eða núna á laugardaginn með afmælisafanum! Þó maður gæti alveg eins farið út í búð og keypt sér Nóa Siríus hreina súkkulaðiplötu þá er einhver dónaskapur sem fylgir því að borða eggið! Rjómahvíttsúkkulaði! Sykurgrísinn skríkir af hamingju!
Þessir ungar eru samt alltaf svo geðsjúklega geðveikir til augnanna! Curazy eyes! Alltaf eins og þeir séu nýsloppnir af stofnun fyrir fólk unga með... curazy.. eyes!?!
((hrollur)) huhh... sem betur fer þarf ég ekki að éta ungann!
Smjöttum á þessu við tækifæri mín kæru!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
24.3.2010 | 12:05
Ítalskir ofurborgarar
Ekkert hollt við þessar elskur... smjör, ostur, meiri ostur og bíddu... meiri ostur!
En ég fékk mér samt 3/4 af einum! Óguð hvað þetta var gott!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.3.2010 | 21:19
Punktarnir yfir Ö-ið!
Hot Yoga var óneitanlega mjög hot! Kom mér skemmtilega á óvart og skrokkurinn, þó sérstaklega fætur og bak, glimrandi hamingjusamur og slakur! Þetta verður stundað hér eftir 2 - 3 sinnum í viku þar til rass-prikið sívinsæla hefur með öllu verið fjarlægt!!
Fyrir hot yogað fékk ég mér léttan og laggóðan lax og tómata. Hryllilega góður þessi, reyktur. Graðgaði hratt og örugglega í mig tómötunum og ákvað svo að krydda ketið með dilli og steinselju. Ójá! Ómyndaðar möndlur fengu að sjálgsögðu að vera memm.
Sjáið bara hvað laxinn er svakalega flottur!! Eins og listaverk!
Átdeginum svo formlega lokað og læst með hreinu guðdómlegu KEA eftir yoga og ennú ómynduðum möndlum! Ætli möndlugreyin fari nokkuð að taka þetta nærri sér?
Það er föstudagur á morgun vinir mínir! Magnað hvað tíminn líður hratt - páskar eftir 2 vikur og svo mín elskulegu bestu.. hihiiii... sumar, grænt gras, grill og gleðilegheit!
*tilhlökkunarspenningstryllingur*
Eigið gott kvöld og njótið morgundagsins - takk fyrir daginn í dag og nótt í hausinn á ykkur
Bloggar | Breytt 19.3.2010 kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2010 | 13:02
Á hvað ert þú að horfa?
Mikið eru vinnumatardiskarnir mínir alltaf glæsilega fínir! Svo óstjórnlega hamingjusamir á litinn!
Æji... þetta eru nú samt hálf subbulegar myndir af einhverjum ástæðum! Allt myndefnið svo argintætulegt, úfið og frekjulegt!
Annars er lakkrís hérna í vinnunni ásamt fleiru spillandi fóðri! Apollo lakkrís krums afgangar beinustu leið úr verksmiðjunni. Ég sit hérna í tveggja metra fjarlægð og gef skálinni illt auga við og við. Apollo lakkrís - lakkrís - það er bara svo dónalega mikil átvaglsgleðin sem fylgir lakkrísáti!
En ég læt ekki bugast. Ég held áfram að stara á ófögnuðinn í randaflugulíki! Randaflugur...
...ég fann vorlykt í morgun! Það er febrúar gott fólk og ég get farið út á stuttermabolnum! Skiljanlegt ef við værum stödd í kengúrulandi.
Þetta er með ólíkindum! Jákvæðum ólíkindum engu að síður!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.2.2010 | 10:23
Bolludagur nálgast
Sjáið þið bara hver beið eftir mér þegar ég kíkti inn í ísskáp í morgun! Það er möguleiki á því að bolludagur sé að nálagst miðað við ísskáps-félagsskapinn! Rjómi er ekkert nema hamingja og gleði!
Þessi sprengja átti sér svo stað í gær!!! Sökum ofurþreytu varð ekki úr skrifum eftir að heim var komið - en gærkveldið verður listað upp með pompi og prakt seinna í dag. Þvlílík veisla.
Góður félagsskapur og svakalega gott ét í gær - alveg sakalega!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2010 | 10:15
Spá í grautarskálar?
Það er hægt að spá í kaffibolla! Það hlýtur að vera hægt að spá í grautarskálar!
Skálarnar mína líta alltaf út eins og listaverk að áti loknu!
Þetta hjarta til dæmis, það bara... var þarna! Skil ekkert í þessu!
Þið getið líka séð hvoru megin í skálinni bláberin voru geymd.
Brennsla að baki og.. jah.. grautur. Góður dagur framundan. Erna er að fara að skíra litla snúð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2010 | 21:02
Er það spennó?
Fiskur...
...tómatar...
...möndlur...
...urðu að nákvæmlega ekki neinu sérstöku! Ég meira að segja endurnýtti möndlumyndina sökum leti og einskærrar græðgi. Ég borðaði þetta allt í sitthvoru lagi og allt þjónaði þetta gríðarlega mikilvægum tilgangi!
Að friða átvaglið!
Það svínvirkaði!
Svar við fyrirsögn: Onei! Ekki þennan föstudaginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.1.2010 | 19:12
Menningarleg með eindæmum
Lax og ómyndaðar, en myndarlegar, möndlur í matinn! Svo geypilega fínir litir á þessari mynd...
Faust eftir klukkutíma með Dossunni. Menningarlegra verður það nú varla!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.1.2010 | 22:23
Átvaglinu ofgert - heimsendir nálgast
Það var þá að hleðsludagurinn fór í klessu. Ætlaði að taka hleðsluna með trompi en maginn ekki alveg orðinn sáttur við eigandann. Þar sem maginn ræður var ég pollróleg, spök og stillt og notaði skynsemina, loksins, þó svo skrokkurinn hafi iðað og látið illa af hreinum og beinum hreyfivilja. Við reddum því á morgun.
Þó svo hleðslan hafi ekki verið í dag, og maginn mikill súri, þá stalst ég nú samt í nokkrar djúpsteiktar rækjur, sushi og subbulega ljúffeng svínarif áðan sem ég deildi með móður og systur.
Mér þykir leitt að valda vonbrigðum elsku bestu rúsínubomburnar mína! Ég held bara að ég hafi ofgert átvaglinu yfir hátíðarnar. Ég vissi ekki að ég ætti það til í mér... magnað! Þetta atvik hlýtur að vera löggilt sem áttunda undur veraldar!
En örvæntið eigi, næsti hleðsludagur verður haldinn hátíðlegur næsta fimmtudag með geypilegum villimannsbrag. Ég kem til með að taka trylltan dans og hlakka mikið til að bíta í núðluhrúguna og mjög líklega heimatilbúna pizzu!
Hvað á það svo að þýða að vera rólegur sem pollur - þeir eru bara ekkert rólegir, sérstaklega þegar það er vindur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.1.2010 | 11:57
Plön og rútínur koma saman
Hvað er það við grillaðan kjúlla sem er svona geypilega gott? Ég fékk vott af kjúllaóþoli fyrir tveimur árum og eins og staðan er í dag skil ég ekki hvernig það gat átt sér stað! Húrra... fyrir kjúlla - þó svo myndin hér að neðan sé subbuleri en góðu hófi gegnir og geri dýrðlegheitum fiðurfésins engin skil!
Kisarnir mínir ákváðu líka að refsa aumingjans klósettrúllunni í nótt. Hvað bévítans rúllan gerði af sér veit ég ekki, en hún hlýtur bara að hafa átt þetta skilið miðað við útlitið í morgun.
Annars fór ég á fund í vinnunni í gær. Almáttugur - ég þarf að fara að sparka í rassgatið á sjálfri mér. Þegar ég vaknaði voru ræktarföt ekki tilbúin, morgunmatur óeldaður og seinni morgunmatur ekki planaður. Einn dagur eftir í fríi! Kippum þessu í liðinn í dag! Skrif munu einnig skána, batna, glitra til muna.
Ég var eins og hauslaus hæna í óskipulaginu í gær og hljóp í hringi...
...sem minnir mig á það! Ég er að fara að borða kjúlla. Hihiii...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)