17.1.2010 | 17:28
Hún er komin með bílpróf!!
Litla sæta frænka mín.. pff, litla.
Byrjum upp á nýtt.
Sæta frænkan min hún Guðrún Hrefna er komin með bílpróf. Hélt, í dag, upp á árin sín 17 ásamt famelíunni.
Afmælisheimsókninni fylgdu kræsingar af öllum týpum, sortum og gerðum.
Þetta hlaðborð þjónaði bæði átvaglinu, áferðaperranum og bragðlaukunum. Ég byrjaði á súpu!
Þið getið margfaldað þessa skál með 3. Mikil snilld. Vel hakkað grænmeti, vatn og krydd. Ekkert meira og hún rokkaði feitt! Hitti beint í mark! Svo gúllaði ég að sjálfsögðu í mig ómynduðu Sciteci og möndlum.
Valdimar, Dossumaður, stalst líka í myndavélina mína. Ég held þetta haf verið tilraun hjá honum til að koma trýninu á sér inn á bloggið mitt! Til hamingju Valdi minn, þetta tókst hjá þér!
Stórkostlegt fólk, góður dagur, fín afmælisfrænka og svaðalega gott ét!
Matur og drykkur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.1.2010 | 22:23
Átvaglinu ofgert - heimsendir nálgast
Það var þá að hleðsludagurinn fór í klessu. Ætlaði að taka hleðsluna með trompi en maginn ekki alveg orðinn sáttur við eigandann. Þar sem maginn ræður var ég pollróleg, spök og stillt og notaði skynsemina, loksins, þó svo skrokkurinn hafi iðað og látið illa af hreinum og beinum hreyfivilja. Við reddum því á morgun.
Þó svo hleðslan hafi ekki verið í dag, og maginn mikill súri, þá stalst ég nú samt í nokkrar djúpsteiktar rækjur, sushi og subbulega ljúffeng svínarif áðan sem ég deildi með móður og systur.
Mér þykir leitt að valda vonbrigðum elsku bestu rúsínubomburnar mína! Ég held bara að ég hafi ofgert átvaglinu yfir hátíðarnar. Ég vissi ekki að ég ætti það til í mér... magnað! Þetta atvik hlýtur að vera löggilt sem áttunda undur veraldar!
En örvæntið eigi, næsti hleðsludagur verður haldinn hátíðlegur næsta fimmtudag með geypilegum villimannsbrag. Ég kem til með að taka trylltan dans og hlakka mikið til að bíta í núðluhrúguna og mjög líklega heimatilbúna pizzu!
Hvað á það svo að þýða að vera rólegur sem pollur - þeir eru bara ekkert rólegir, sérstaklega þegar það er vindur!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.1.2010 | 16:04
Borðum hakkið með teskeið
Þetta er svo ómerkilegt - en ég set þetta samt hérna inn! Af hverju?
Af því að ég get það! Ójá! Af því að ég er með myndavél og er ofvirkari en amma andskotans eftir að heilinn fékk að spreyta sig í dag og ég er að borða þetta í þessum töluðu skrifuðu orðum.
Ræktin eftir klukkutíma. Janúartörnin alveg að sprengja húsið utanaf sér og hver einasta hræða á Íslandi staðráðin í að losna við jólamörina. Maður má þakka guði fyrir að lóðin séu ekki tekin af manni í miðju setti!
Matur og drykkur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.1.2010 | 09:27
Hjólin farin að snúast
Ahh vinna. Hvað ég saknaði þín mikið!
Þá er allt farið að smella saman á nýjan leik. Vinnan á sínum stað, plastboxin, dótið mitt...
...og mýslurnar tvær.
Undirbúningsát fyrir daginn í dag tókst með eindæmum vel. Undirbúningur gærdagsins fólst í:
Scitec höfrum með kanil og bláberjum! Sem ég er gleðilega að japla á núna.
Eggjahvítugumsi og möndlum ásamt vinnugrænmeti - óguð, það er langt, langt síðan ég beit í ferskt grænmeti! Ég get ekki beðið!! Díses, eins og ég hefði ekki getað gert eitthvað í því sjálf svosum. Aaalavega - fóður fyrir æfingu samanstendur af sætri kartöflu og vel krydduðu og sterku hakkgumsi. Ég er svo spennt að henda inn einu bloggi að ég nenni ekki að bíða eftir að dagurinn líði til að taka mynd af gumsinu. Ekkert nýtt svosum - þið hafið öll séð sætar kartöflur og eggjahvítur.
Nokkuð magnað að þurfa að nýta heilabúið aftur. Það tók örlitla stund að kveikja aftur á perunni skal ég ykkur segja... held að það sé merki um assgoti fínt frí!!
Ætla að tækla póstinn minn og öll þau 170 milljón ólesnu skeyti sem þar hvíla. Vúúhúúú.... vinnaaa!
*hopp* *hopp* *hopp* *sparka tá í borð* *ekki meira hopp*
Matur og drykkur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.1.2010 | 11:57
Plön og rútínur koma saman
Hvað er það við grillaðan kjúlla sem er svona geypilega gott? Ég fékk vott af kjúllaóþoli fyrir tveimur árum og eins og staðan er í dag skil ég ekki hvernig það gat átt sér stað! Húrra... fyrir kjúlla - þó svo myndin hér að neðan sé subbuleri en góðu hófi gegnir og geri dýrðlegheitum fiðurfésins engin skil!
Kisarnir mínir ákváðu líka að refsa aumingjans klósettrúllunni í nótt. Hvað bévítans rúllan gerði af sér veit ég ekki, en hún hlýtur bara að hafa átt þetta skilið miðað við útlitið í morgun.
Annars fór ég á fund í vinnunni í gær. Almáttugur - ég þarf að fara að sparka í rassgatið á sjálfri mér. Þegar ég vaknaði voru ræktarföt ekki tilbúin, morgunmatur óeldaður og seinni morgunmatur ekki planaður. Einn dagur eftir í fríi! Kippum þessu í liðinn í dag! Skrif munu einnig skána, batna, glitra til muna.
Ég var eins og hauslaus hæna í óskipulaginu í gær og hljóp í hringi...
...sem minnir mig á það! Ég er að fara að borða kjúlla. Hihiii...
12.1.2010 | 11:52
Hvað skal etið í dag?
Ég er hið minnsta búin að gúffa í mig þessari skál!
Í minni nánustu framtíð sé ég mjög líklega fyrir mér kjúlla!
Hakk... pottþétt hakk!
Kannski smá lax og pottþétt möndlur! Ó möndlur...
Annað í fréttum: Vinna á föstudaginn. Formlegu letilífi líkur, við tekur blákaldur raunveruleikinn (sem er eiginlega meira rauðgulur með gylltu og nokkuð hlýr) regluleg bloggskrif, ræktarstúss og matarplön fram í rauðan dauðan (sem er aftur á móti grænn).
Rútínan kemur til með að smella saman eins og enginn væri morgundagurinn! Ekki það að mér líki letilífið ekki - þetta er gvöðdómlegt með eindæmum!
Þangað til næst - teiknaðu kona... teiknaðu á þig gat!
Matur og drykkur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.1.2010 | 19:55
Lax, lax, lax og aftur lax
Lax er svo góður. Ég gæti borðað lax að eilífu! Reyktur lax með capers og smá rjómaosti - gerist það betra?
Jah, jú. Ef undir laxinum væri ristuð beygla, aðeins meira af rjómaosti, krumpuegg, rauðlaukur og kannski smá kál til að gleðja augað! En hverjum er ekki sama um þaaað.. þetta var dásemdin einar.
Komst svo að því, mér til mikils hryllings, að ég hreinlega gleymdi að setja inn færslu í gær. Ætlaði að vera voðalega samviskusöm en ástæðan fyrir gleymskunni er eftirfarandi:
Set svo kannski myndina inn þegar hún er fullunnin. Það eru alveg góðir tveir dagar eftir af henni - ef ekki meira!
Svakalegt að vera í svona fríi.. maður verður ligeglad með eindæmum.
Matur og drykkur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.1.2010 | 21:45
Þar sem Spaghettifamelían kemur saman...
...þar er gaman! Og læti.... gamanlæti!
Já. Ég sem hélt að jólaátinu væri lokið! Afgangar og aukagums í matinn hjá Dossunni í kvöld. Ég var þó stillt. Stilltari en ég hefði getað verið. Stilltari en ég átti von á... en ég fékk mér samt ís! Ís er alheilagur "bannað að sleppa" eftirréttur.
Flestallar kerlingarnar í fjölskyldunni saman komnar í eldhúsinu. Það er ekki pláss fyrir þær allar en hverjum er ekki sama um það!
"Hræra í kartöflunum... það þarf einhver að hræra i kartöflunu" - "Ég get það ekki, er að skera laxinn..." - "Mamma, viltu láta þetta eiga sig og setjast niður" - "Kartöflurnar.. einhver" - "Ég held það sé of lítið af jafning" - "Ekki meira af múskati"- "Ertu að nota múskat?!?!?".
Á meðan bíður hinn helmingurinn, sem vit hefur á því að þvælast ekki fyrir inn í eldhúsi, og gónir á imbakassann.
Hér er svo veislu-afgangsborðið. Hversu mikinn mat er hægt að gúffa í sig ég bara spyr? Lamb, hamborgarhryggur, tartalettur, lax, laufabrauð, kartöflur, rauðkál, grænmeti... velmegunarmælirinn springur og naflinn stendur út!
Mafíósar, tartalettur og lax eru þó æði fín blanda og það er ósjaldan sem slíkt er etið með bestu lyst. Tartalettur a la amma eru að sjálfsögðu ómissandi partur af áti yfir árið.
Ein lettan slapp þó naumlega við þau örlög að vera étin. Tók klassíska dýfu út úr ofninum, í einn og hálfan hring með áttu og örlitlum snúning, beinustu leið á trýnið. Lét lífið í öllum hamagangnum - átta bandbrjálaðar kerlingar æptu upp yfir sig við dýfuna "Tartalettan... tartalettan er dáin"!
Leiðari tartalettu er þó ekki hægt að finna á þessari jörð held ég. Sjáið bara hvað hún er einmana!
Ég fékk mér að sjálfsögðu möndlurnar mínar að áti loknu. Þær eru ómissandi.
Lillurnar mínar.
Loks var piparkökuhúsið tekið fram og það brotið. Valdís Anna fékk heiðurinn af niðurrifinu! Leist ekki vel á blikuna fyrst - hafði miklar áhyggur af því að húsið myndi springa í loft upp.
Húsið niðurrifið og jólin formlega búin.
Ahh.. gott kvöld. Mikið gott kvöld.
Úúúúhhh hvað ég hlakka mikið til sumarsins
Matur og drykkur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.1.2010 | 19:34
Einfalt, já takk
Ég held ég ætli bara ekki að jafna mig á þessari jóla-hát-tíð. Einfalt er best þessa dagana og þannig verður það líklegast eitthvað áfram.
Steikt hakk, salt, pipar og sæt kartafla. Ekkert meira, ekkert spennandi - og ákkúrat það sem ég vildi.
Það er ekki einusinni hægt að taka girnó mynd af þessu! Herre gud!
Matur og drykkur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.1.2010 | 22:41
Kjúllinn er ómissandi
Það er svakalegt að koma sér af stað aftur. Harðsperrurnar sem ég vitnaði í um daginn eru barnaleikur miðað við sperrurnar sem ég er að upplifa í dag. Fæturnir hlýða ekki, bakið er með derring og axlirnar gretta sig í hverri hreyfingu. En það er ágætis áminning um að koma sér í gírinn - ahhh hvað það er gott að komast í ræktina aftur.
Kjúllinn var góður í dag. Rauð paprika og laukur fengu að fylgja með inn í ofn og dýrið steikt í mauk. Rauð paprika er alveg að gera sig svona ofnbökuð eða grilluð.
Einn dagur í helgina! Woohoo...
...veit svosum ekki af hverju ég er að woo-a. Ég er í fríi... allir dagar eru föstudagar! Það virðist samt ekki koma að sök hvað varðar gleðina sem fylgir föstudeginum. Hihii
Matur og drykkur | Breytt 24.9.2010 kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)