30.6.2011 | 09:23
Það byrjar allt á mælingum
Karvelio áskorun formlega hleypt af stokkunum. Núna er bara að bíða eftir planinu.
Staða frá því fyrir ári:
Eftir massíft Bootcamp sumar 2010:
- 56 kg.
- 15% fituprósenta
Staða í dag, eftir Tabata + lyftingar og svo gott sem enga brennslu 2011:
- 60 kg.
- 15% fituprósenta
Hvor Elínin haldið þið að innihaldi meiri vöðvamassa?
Ekki það að ég eigi eftir að vinna í þessari keppni. Heildar % niðurávið í vigt er það sem farið er eftir, enda ekki nema von. Það er besta leið til að mæla árangur hjá stórum hópi af mjög svo mismunandi fólki. Ég er amk ekki að stefna á að fara neitt mikið neðar í % svo við einblínum ekki á sigur gott fólk, óneii... horfum á aukinn styrk, gæði og betrumbætingar á hinum og þessum sviðum.
Da?
Hlakka til að sjá hvernig ástatt verður fyrir kvendinu að loknu sumri.
Húha!
28.6.2011 | 10:46
Helgin í myndum
Eins og ég hef áður sagt.
Safnað í sarpinn!
Byrjum á byrjuninni!
Við urðum að kaupa þetta sökum Family Guy!
Við urðum að smakka þetta sökum Family Guy!
Loft... í dós! Sætt loft... í dollu? Borðaðu 1 svona á dag (helst ekki samt) og eftir að þú lætur vaða yfir móðuna miklu mun skrokkurinn haldast í fullkomnu ástandi næstu 3000 ár á eftir.
Slóð tortímingar og eyðileggingar...
...og efra vinstra horni myndarinnar hér að ofan hvílir siiiiiig...
...ójöah!
Nammiskál sem búið er að fleyta súkkulaðinamminu af. Ég er súkkulaðisek. Ókei. Þessi skál er ekki alveg minn tebolli en allt er nammi í harðindum gott fólk!!
Hmm hmm, harðindum!?!
Höldum áfram.
Þessum var svo stútað síðar sama kvöld að auki við, jebb, að ómynduðu auki við bragðaref, 100 tonn af hnetum og súkkulaðikökufudge með pistasíum sem var gómsætara en þetta gómsæta þarna um árið!
Sukk á sukk ofan á sukkinu sem var sukkað á!
Mikið sukk!
Svo var haldið af miðbæ brott og upp í sveit þar sem beið eitt stykki hótelherbergi á Rangá. Það var notalegt. Virkilega ljúft. Æðislegt hótel, alger friður, út í miðju algleymi.
Þessi sveitarúntur er einvörðungu Ernunni minni að þakka -
Þessi tók á móti gestum í anddyrinu! Hann var hress.
(Er sumsé að tala um manninn þarna vinstramegin á myndinni. Svoleiðis reitti af sér brandarana.)
Þar sem sukkdagurinn var haldinn töluvert hátíðlegri en þurfa þykir slátraði undirrituð þessu líka fína kjúllasalati! Ekkert til að gráta úr sér augun yfir af hamingju en vel útilátið og mikið af grænmeti!
Euan fékk sér slumburger og að sjálfsögðu gott fólk. Að sjálfsögðu rændi ég bita... um! Bitum.
Og frönskum.
Næstum öllum frönskunum en hver er að telja?
Og það má að sjálfsögðu ekki gleyma, þó svo ég hafi verið voða þæg með kjúllasalat í ferðatöskunni þetta kvöldið, að nokkrum súkkulaðirúsínum, Picnic og *hóst* ís *hóst* var sporðrennt.
ÓKEI.. höldum áfram. Sjáið hvað það er fallegt veður.
APP-EL-S-ÍN
*egomaniac*
Svo skulum við ekkert ræða morgunverðarhlaðborðið!
Ég elska.... ég eeeelska morgunverðarhótelmegahlaðborð jafn mikið og ég elska barnaafmæli og farmingar/útskriftarveislur!
Þar finnur maður allskonar... af allskonar! Öööölsk!
En sökum áðurnefnds ofursukks og smásukks degi og dögum áður, var þetta morgunmaturinn minn!
Getið margfaldað þennan disk með 3!
Hann var... ofur!!
Öðruvísi slóð eyðileggingar!
Skruppum svo til Eyja í leiðinni og upplifðum Landeyjahöfn!
Gleði að geta í raun "skroppið" til Eyja. Magnað.
Hann er ekki sannfærður... yfir hverju er enn óljóst!
Ahhh... góð, sveitt helgi.
Borðaði þó líka duglega og hollt og æðislegt eins og skyr og hnetur og milljón grænmeti og allt sem er eðall.
Ákvað bara að taka til svínaríið því það er svo miiiikið skemmtilegra!
Eins og sumir, sem horfa á formúlu 1, og vonast eftir árekstrum.
- A: "Hvernig var keppnin?"
- B: "Æjjiii, ekkert aksjón. Enginn sem klessti á dekkin eða neitt."
Þannig að græðgi, upp á sitt besta, í formi áts = aksjón!
Best að koma sér í gírinn fyrir næstu tvo mánuði. Húhhh!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.6.2011 | 13:26
Sumaráskorun og einhvurslags breytingar
Helgin í myndum seinna í dag, en þangað til... allskonar á allskonar ofan.
Er að spá í að breyta högun bloggsins blessaðs. Það fylgir straumum og stefnum átvaglsins í gríð og erg og nú virðist stefnan tekin í N-A frekar en S-V. Straumurinn er þó yfirleitt sá sami og hefur alltaf haft yfirskriftina:
"HEILBRIGT LÍFERNI... aðeins á ská"
Alltaf tími fyrir skammastrik á beinu brautinni. Maður verður að fá að taka nokkur skref afturábak, lúppur, hóla og hæðir í hringi og bugður og njóta ferðarinnar!
Við erum jú að þessu fyrir okkur sjálf er það ekki mín kæru?
Er annars að fara af stað í sumaráskorun a la Karvelio. Tveggja mánaða áskorun sem hefst ekki seinna en á morgun með *trommusláttur* fyrstu mælingu sem undirrituð hefur farið í síðan á eyðum '64. Ekki endilega sem viðmið, meira forvitni frekar en annað. Verður spennó.
Ætla að leyfa ykkur að fylgjast með að sjálfsögðu.
Læt fylgja með át og almenna hreyfingu en kem líklegast ekki til með að stikla á stóru þegar ég fæ mér eina skyrdollu. Held að allir þekki útlitið á þeim elskum. Átið mitt er hvort eð er, oftar en ekki, í sama farinu dag frá degi, og sökum þeirrar fúlu staðreyndar, að hálfan handlegg þurfi að láta í té til að kaupa efnivið í nokkrar kökur, verður tilraunum haldið í lágmarki í einhvern tíma.
En stóruppskriftapistlar og svindlhátíðir koma í og með, inn á milli, þegar vel er í lagt og með eilítið öðrum hætti en áður. Það kemur allt í ljós á næstu dögum.
Held það verði gaman og gleðilegt nokk. Þó sérstaklega vegna leynigestsins sem kemur til með að vera minn sérlegi aðstoðarhægrihandleggur.
Eða... ölluheldur ég, verandi hægri handleggurinn.
Hahh!
Allavega, tökum áskorunarstöðuna aftur eftir mánuðinn. Myndir, þurrkarabrækur sem knúsa rassa og aukinn styrkur/þol. Held það séu bestu mælitólin.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2011 | 22:25
Jææææja
Er farin að safna í sarpinn. Pistlar þessa bloggs eru ískyggilega farnir að líkjast brotabrotum og samantektum síðustu daga hvað át og hreyfingu varðar.
Þó aðalega át!
Að því sögðu:
Ofurmömmumatarboð í tilefni sumarfrís og sólarglætu!
Ofurömmu 17. júní matarboð!
Þau gerast varla meira djúsí en þetta. Onei onei!
Út að borða á Uno. Það var meira en bara Uno... það var excellente-o!
Brauðkarfan sívinsæla. Gúmmíbrauð, gott brauð þó.
Fiskur dagsins fyrir undirritaða. Bleikja með byggi, steiktu grænmeti, blómkálsmúss og sósu. Skammtur fyrir 700 manns og skelfilega ofurgóður!
Sessunautur fékk sér Uxahala Pappardelle en skipti pastanu út fyrir penne. Svaðalega, svaaaðalega góður réttur þetta!
Auka salat, 490 krónur, og viti menn. Það var ekki stútfullt af feta eða melónum eða eintómu iceberg og það var ekki jafn stórt og fingurnögl!
Það var töluvert stærra!
Amen!
Ok ok... annars, númer eitt, tvö og þrjú!
- Veik
- Veik
- Já, ég er búin að vera veik
Held ég hafi fengið matareiturn *kaldhæðiniskast dauðans*
Nokkuð viss um að brokkolíguðinn kúri í einhverri moldarholunni og hlæi illkvittnislega að tragedíu undirritaðrar. Líka nokkuð meira en viss um að hann haldi á vúdúÁtvagli og poti ítrekað í það með einhvurslags potunaráhaldi.
Guðbrandur einn má vita hvað olli átvaglinu ömma ömurlega, þar sem auðveldara er að finna út hvað undirrituð setur ekki ofan en í sig en á hinn veginn, en haaalelujahh hvað sá matarbiti hefur náð fram stórkostlegum hefndum fyrir hönd allra þeirra matarbita sem ofan í svartholið hafa horfið!!
Þetta ku vera lengsta setning sunnan við stjörnuþokuna hrásalat!
Líklegir orsakavaldar:
- Sushi

- Salatbar 11/11 - mjög sterkur kandídat

- Túnfiskur í dós, falinn í ofursalati

- Ómyndaður kjúlli og grjón, sökum ófagurleika, hvorutveggja aldraðra en 9000 sekúndna, en þó í ísskápshvíld
- ...
Ég er orðin eins og gamla fólkið (afsakið, ekki meint illa, en við vitum hvernig þetta virkar eftir 85). Tala um líkamlegt atgervi, hægð*r dagsins, ásamt nákvæmri lýsingu á lit og áferð, og verkinn sem kemur alltaf á þriðjudögum, eftir lyfrarpilsuátið, bak við hægra eyra!
Veikindi og ofurvorkunn, í sjálfs míns garð, eru hérðmeð yfirstaðin. Megi sá fúli fjandi láta mig í friði héðanaf!
Takk.
- Flutt um vinnuset, spennóhóhó
- Rakst á eina svívirðilega sæta kartöflu og myndaði ófétið, dæmi hver fyrir sig

- Er byrjuð að teikna þessa mynd af Valdísi snúllurassi

- Babalú kaffihús og Kaffismiðjan eru í uppáhaldi hjá mér núna, þó sérstaklega Babalúkósýheitarofuræðislega-andrúmsloft með risakökum!


- Ég sofnaði í sólinni og lít þar af leiðandi út eins og Hómblest kex
En það er allt í lagi því þau eru góð báðum megin er það ekki? Hómblest... kexin... báðum megin...
...nema hvað ég er rauð á súkkulaðihliðinni og lít út eins og kvikindi úr Star Trek. Er það samt ekki barasta allt í flundrandi glensi? Ég meina, hver myndi ekki vilja bíta í Klingona sér til dægrastyttingar?
Starblest... HómTrek? HómblestKlingon.
"Beam me up Scotty"
Hæ annars aftur, allirsaman og amma þeirra. Kökur og pönnsur í fyrramálið fyrir nýju vinnu, gleði það.
Nótt í hausinn á ykkur.
14.6.2011 | 21:15
Alveg að klárast...
...aaalveg að klárast!
Starði svo dágóða stund á þetta skilti mér til eintómrar hamingjugleði og fann, með skelfingu þó, hvað þetta minnti mig á suma sem byrja á E og enda á lla!
Nema hvað ég myndi aldrei segja öðrum að éta dýrðina, sæi alfarið um það sjálf í eigingirnisgræðgiskasti dauðans.
Svo leit ég á kökuna sem mannfýlan virðist vera að missa vitið yfir! Já... risa... risa... risastór súkkulaðibitakaka!
Oh men!!!
Ég keypti hana ekki!! En ég kem til með að kaupa hana næst. Vitið til!
Er annars búin að borða mér í dag:
- Banana + egg = bananapönnsu
- Hámark
- Risasalat + kjúlla + möndlur
- Skyr + möndlur + tómat/gúrku
- Egg og jú, meira grænmeti
- Túnfisk-risasalat með ofurdressingu og muldum brasilíuhnetum
Ég held að helgin hafi tekið vel á systemið. Grænmetisdýrðin var það eina sem kallaði á átvaglið í dag.
Nema þessi helv... kaka. Afsakið bölvítið og sótbölvið.
Hún kallar ennþá stíft.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.6.2011 | 12:37
Galdurinn að góðu salati
Jah, dressingin, aukahlutirnir og salatskurðurinn.
Eins og t.d. möndlur, hnetur, fræ, brauðteningar (eeeeekki blautir og subbulegir brauðteningar þó). Eitthvað sem gefur knús og kram í hvern bita.
*crunch**crunch*
Munið, ís verður alltaf skemmtilegri til átu ef honum fylgir t.d. Nóakropp!!
... eða rúslur!
Rúsínur í salati er ofur! Ofur, ofur, ofur, rúsínuofur! Trúið mér og treystið.
Einn og einn biti þar sem með læðist dísæt, karamellukennd rúsla?? Hiimnaríki!
Próteingjafinn er alltaf skemmtilegur líka. Kjúlli, eggjahvítur, fiskibitar, nautakjöt, baunir. Hann gefur gleðilega áferð í salatbitann svo ég tali nú ekki um fyllingu.
Dressing getur tekið hvaða salat sem er og umbreytt því í mikla átgleði gott fólk.
Dressinging skapar salatið! Amen!
Ef þið eruð t.d. að nota afgangs kjúlla/fisk/kjöt síðan deginum áður gætuð þið látið dressinguna taka mið af því hafi kjötið t.d. legið í einhvurslags marineringu ofr.
- Rauðvínsedik, dill, dijon sinnep, salt, pipar, smávegis hunang
- Hvítvínsedik, salt, pipar
- Dijon, hunangs dijon, hvítvínsedik, salt, pipar, hvítlaukur
- Sýrður rjómi, salt, pipar, rauðvínsedik, smátt skorinn rauðlaukur
- Grænmetis-/og eða kjúklingakraftur. Soðið niður nokkuð þykkt.
- Basilika, oregano, cumin, smá kanill, örlítil salsa
- Sítróna, ólífu olía, hunang, smá salt
Hvaaað sem er.
Og númer 1, 2 og 3 mín kæru. Galdurinn að gleðilegu salatáti.... ég segi ykkur það. Grænmetisjapl mun breytast fyrir ykkur héðanaf.
GALDURINN!!
SMÁTT... SKORIÐ Jebb. Er bara svo miiikið skemmtilegra að borða mjög vel niðursneitt grænmeti!
Svo að sjálfsögðu bætið þið við og betrumbætið eins og ykkur lystir hvað krydd og aðra hamingju varðar. Engifer, avocado, grasker, kartöflur...
Ekkert annað.
Skerið salatið í muss og spað. Bætið próteingjafanum út í og borðið með skeið! HAHH!
Já, þetta er matskeið sem þið sjáið á myndinni hér að neðan.
Þannig að, til að taka þetta saman:
- SMÁTT SKORIÐ
- Góð dressing
- Próteingjafi, crunch og sæta
Einföld leið til að fá grænmetisskamtinn ofan í sig og ég lofa jafn stíft og ég elska ís, að ykkur kemur ekki til með að mislíka átið!
Fáið ykkur risasalat í kvöld og njótið lífsins. Það er djöðveikt!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.6.2011 | 19:41
Ég ætla aldrei að borða aftur
Sagði hún og stakk upp í sig eplabita!
Fimmtudagur til sunnudags. Hvað get ég sagt. Eitt, allsherjar fyllerí hvað mat og matartengdar gersemar varðar.
Fimmtudagur:
Ég og Erna fórum ofurhressar á sjóræningabíó. Sú var tíðin, strumparnir mínir, að 1000 krónukallar dugðu fyrir bíóferð og eilitlu bíó-áti.
Við skulum minnast þessa með 1 mínútu þögn!
*þögn* fyrir utan smá smjatt á súkkulaðibita
Nú þarf að versla sér gleraugu og innan nokkurra ára, þá þarf líklegast að klæða sig upp í galla svo hægt sé að taka þátt í bíómyndinni sjálfri.
Það mun kosta ykkur frumburðinn.
Þar sem ég er átvagl af guðs náð þá dugði ekkert minna en M&M og Dumble. Erna er poppskaffarinn!
Takk fyrir og amen.
Föstudagur:
- 6 sneiðar af 12" pizzu með rjómaosti, beikon og pepperóní...já.. næstum heil pizza og já, þetta pizzucomó er eðall!
- 1 lítill bragðarefur með Snickers, kökudeigi og oreos
- nammi fyrir Álbrand og ömmu hans
Laugardagur:
Nokkuð þæg frameftir degi. Tók Húsafells- og Reykholtsrúnt.
Að auki við grassetu og almennt afslappelsi endurnýjaði ég kynni mín við löngu gleymdan tilgang lífsins.
RISATRAMPÓLÍNIÐ
Bara Átvaglið og börnin!!
Þvílík hamingja!
Endaði svo í grilluðu lambi hjá móður og föður sem var guðdómur í hryggformi.
En var það nóg? ÓNEI!!!
- Datt inn á bbq kjúklingapizzu og kanilbrauðstangir hjá Dominos seinna um kvöldið
- 5 tonn af hnetum og rúsínum
Sunnudagur:
Vaknaði með hugann allan við meinlætalifnað, vatnsdrykku og hjólarúnta EN:
- 3 ískúlur sökum óviðráðanlegs ofurveðurs og ofurveðrum skal ætíð fagna með ís!!
- Kaffihúsahafrakaka
- Eplakökusneið með rjóma
- Franskar handa 23 sjómönnum
- Súkkulaðimuffins
Ahhhh!
Ég get því ekki sagt að helgin hafi verið slæm. Onei. Hún var góð. Kannski aðeins of góð ef það er þá hægt.
Tók eldhresst Tabata í hádeginu í dag, strunsaði heim með hugann við hjólatúr en beilaði á því sökum spennings við að klára þessa mynd:
Sit því núna, menningalegri en ofviti andskotans, á Café París. Sötra kaffi og te í bland, tek alvarlegar "þungt hugsi" störur út í tómið með 12 mínútna millibili, segi "mmmyyeees", fnasa, dæsi, teikna og endurtek hringinn á nýjan leik eftir vel ígrundaða skyggingu á teikningunni minni.
Maður verður að lifa sig inn í kaffihúsahlutverkið mín kæru. Láta eins og áhyggjur alheimsins liggi einvörðungu á manns eigins herðum og Guðbrandur bíði eftir því að þú finnir lausnina við hungursneið og volæði!
Ég ætlaði að segja 42 en það er víst frátekið.
*sööööötr*
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.6.2011 | 13:30
Játningum helgarinnar....
...verður svoleiðis fleygt fram seinna í dag!
En þangað til...
...í alvöru? Ha? Gott fólk?
Ef þetta er ekki um það bil það ógirnilegasta "á að vera fínt" sem ég hef séð!
((hrollur))
Þegar ég bið um hambó þá vil ég svo sannarlega ekki fá alla beljuna kramda á milli tveggja brauðsneiða með kálblað á höfðinu! Kallið mig tepru, en greinilegar útlínur dýrsins sem á boðstólnum er, er mfood killer af bestu sort.
"Ætla fá einn krabba í brauði... með tómatsósu"
Krabbó, nei takk.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2011 | 12:59
Flórsykurnef
Stundum er gott að passa uppá að missa sig ekki í græðginni.
Bara stundum gott fólk, bara stundum... engann asa hérna.
Stundum gæti t.d. verið þegar:
- átvaglið gleymir að anda
- þú stendur þig að því að éta mat af öðrum disk en þínum eigin.... og eigandi disksins er enn að borða af honum
- þú kemst að því að hafa borðað fimm kúfaða diska en manns bara eftir áti af tveimur
- þú hefur borðað svo mikið að vélindað er fullt og þú átt erfitt með að kyngja
- étið er með svo mikilli áfergju að flórsykurinn af berlínarbollunni sem þú troddaðir í andlitið á þér klínist á nefið, og stóran part af efri vör, án þess þú takir eftir því og nokkrum klukkustundum, búðarrölti, spjalli við fólk og almennu veseni síðar þá lítur þú í spegil
Frábært!
Svör við flórsykurnefi ef fólk spyr þig!
- "Pff... *augnrúll*, hann á að vera þarna"
- "Viltu smakka?"
- Urraðu
- Segðu "HA?", byrjaðu svo að hoppa um og dusta af andlitinu á þér og segðu svo "OMG... get it off.... GET IT OOOOFFFF!"
- "Bíddu... er hann ekki á augnlokunu eða enninu líka?"
- "Takk, ég er með mjög þurra húð!"
- Skelltu uppúr og hlæðu tryllingslega, með fanatísku ívafi, í 5 sekúndur og hættu svo snarlega.
- Gefðu viðkomandi "The evil eye", starðu í dágóða stund og segðu svo "Ég er í nýjum sokkum!".
- "Chuck Norris er alltaf með flórsykur á nefinu"
- "Ég trúi ekki á spegla"
- Hlauptu grátandi í burtu þegar þú ert spurð(ur)
- "Gætir þú þurrkað þetta af mér?"
Nú eða bara manna þig... kvenna þig upp og viðurkenna með stolti bakkelsisátið og sleikja útum!
Annars var umrædd orsakavalds-bolla stórgóð og skal étin með svipuðu móti næst þegar fjárfest verður í slíkri gersemi.
Flórsykurnef eru hið nýja svart.
Yfir og út.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
8.6.2011 | 05:02
Glúteinlausar bananapönnsur
Af hverju glúteinlausar? Jah, af því þær eru það og titillinn "bananapönnsur" var eitthvað svo einmana?
Búin að vera að hugsa endalaust um Paleo, uppskriftir tengdar því og fleira í þeim dúr. Búin að prófa núna í 2 vikur að sleppa graut fyrir t.d. lyftingar, þungar æfingar, og hef fundið ágætis staðgengil.
Þó svo staðgengill fyrir graut mun aldrei standa undir væntingum! Onei! En ég verð amk ekki glorsoltin á æfingu og held dampi assgoti vel allan tímann. Það hlýtur því að teljast jákvætt.
Einfaldara verður gumsið þó ekki og ég veit, innst inni í mínu sérlega hjarta, að einhver, einhversaðar hefur gert slíkt hið sama.
Haldið niðrí ykkur andanum. Spennan er þvílík og slík!!
*anda inn*
Aðferð:
Eitt egg, banani, vanilludropar, smá salt, kanill, hræra, örbylgja eða steikja á pönnu.
Búið.
*anda út*
Sko, sagði ykkur það.
Banana Soufflé - búðingur - fluff - ?
Kanill, smásalt, kanill og vanilló.
Smá meiri kanill.
Kanill?
Stappa, hræra, stapa, hræra... stappa... og örbylgja eins lengi og ykkur lystir.
Æhj... greyið grámann.
Lítur ekkert stórkostlega út, ég veit. Bananar og kanill = ófagurt myndefni. En, en... þið munið og vitið. Útlitið segir ekki allt og aldrei að dæma fyrr en þið prófið sjálf!!
Smá djúsí í miðjuna - hægt að örbylgja lengur að sjálfsögðu.
Nokkrir stærri bananabitar fela sig í gleðinni.
KANILL
Smávegis pönnsufílingur, smávegis búðingafílingur, smávegis fluff....
...nohm.
Banana pönnsur, já takk!
Þennan kost kýst ég þó frekar. Þegar ég hef tíma/nennu, því þær eru dásamlegar til átu glænýjar og heitar, beint af pönnunni! Ójá! Taka ekki langan tíma. Ég lofa.
5 mín frá byrjun til enda.
Sömu hráefni, önnur eldunaraðferð. Hérna nota ég líka töfrasprotann og hræri þetta í bananabitalaust muss og fleyti svo ofan af gumsinu froðunni sem myndast.
Notaði 2 egg, banana, vanillu, kanil og píínkulítið af salti.
PAM-a pönnudýrið eilítið áður en bakstur hefst.
Steikja, snúdda, steikja!
VOILA
GUUUULLFALLEGAFÍN!
MUAAHAHAAAAAAAA
Nei, ekki nákvæmlega alveg eins og venjulegar ofurpönnsur... að sjálfsögðu ekki.
En skrambi nálægt. Ha... skraaambi nálægt.
Svolítið "blautar", ef svo má að orði komast. Mætti kannski bæta við einu eggi og steikja örlítið lengur.
(nohoom * π)
Ég náði að stúta hinni sem ég bjó til.
Bókstaflega.
Pönnsurnar vinna.
Þær vinna nú yfirleitt alltaf. Svo eru þær líka ekkert nema gleðin einar til átu. Bara það að rúlla flatneskjunni upp (kannski með smá ávöxtum innvortis, skyri, chiafræum, múslí....) og bíta í. Elsku bestu, það gerir átið ennú skemmtilegra. Ég segi'ða satt. Þetta er allt andlegt, get svoleiðig guðmundssvarið fyrir það.
Átvaglið sér frammá mömmupönnsuát og tryllist af græðgisgleði við tilhugsunina, og fyrsta bitann, þó svo umræddur biti sé ljósárum frá fyrrnefndri pönnsudýrð.
Magnað.
Bananahamingja og dásemdarát gott fólk.
Farin út að hjóla áður en ég lendi í ræktarhúsi að refsa handleggjaspírunum.
Og já, ef þið eruð forvitin, þá var pönnsan rétt í þessu með eindæmum mikill brillíans! 1 Egg, 1/2 banani, slat, kanill, vanilla, blanda og stappa rest af banana þar ofaná. Já ójá.
Rúlla upp.
Borða!
Adios.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)