29.4.2011 | 11:37
Þú segist alltaf vera komin aftur...
...en hverfur svo jafnharðan! Jafnhraðan!
Jafnh(r+)a(+r)ðan!
Ég þarf að skipuleggja mig betur!
Get þó sagt ykkur þrennt:
- ERNAN MÍN Á FMÆLI Í DAG!!!! AFMÆLISEEERNAAAA!!!
- Nýtt gat í eyrað næsta mánudag.
- Fitness box... við vinkvennurnar ætlum að prófa það. Ójá.
Nánari útlistun væntanleg.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.4.2011 | 16:23
Svigi inn í sviga
Það er alltaf eitthvað svo dónalegt við það að vera í fríi á "vinnudögum".
Dónalegt, en samt svo... notalegaofurfínt...
...ef þú veist hvað ég meina.
Æfingu dagsins smokrað inn í dagskrána, einhverstaðar á milli 10 og 14, því þá var ræktarhúsið opið. Allir, amma hans og Hallferður frænka voru í ræktinni í morgun. Froskahopp, mann við mann. Ég náði að rassa a.m.k. 5 bara á leiðinni niður stigann... og þá var ég ekki komin inn í salinn ennþá.
En ég lét mig hafa það.
Hefði eiginlega átt að taka almennilega æfingu úti bara. Veðrið er svoddan dásemd og krúttlegheit.
Eftiræfinguét. Risa... risastór skál af... kál.. i! Með dijon balsamic dressingu í bland við hunangsdreitil ásamt ofurskyri og möndlunum mínum.
Átvaglið speglast í skeiðinni sem aldrei fyrr.
Og til að sýna ykkur æfingar dagsins, þá er þetta ágætis dæmi um það hvernig ég set æfingarnar mínar upp.
Hvort tölvunarfræði komi þessu nokkuð við þori ég ekki að fullyrða.
Segið svo að maður sé ekki smá "nörd" inn við beinið!
21.4.2011 | 14:14
Ahhh, tabatahhhh!
Eðaltími í gær.
Mikið sem ég elska að svitna almennilega.
Það að fara í sturtu (sem er alls ekki svo óalgengt) og eiga erfitt með að lyfta höndum til að þvo sér um hárið er ágætis áminning um góða æfingu.
"Góða"... æfingu!
Sökum fótaveins sleppti ég fyrirhugaðri "einmitt Elín" æfingu gærkveldsins og tók hana í morgun, að auki við nokkrar vel valdar extra miðjuæfingar. Ahhhh.
Gúllaði ofurhafra fyrir æfingu í dag og svolgraði hálfpartinn próteinsamloku eftirá. Gúlla og svolgra eru ágætis átleiðir þó þær séu hvorki æskilegar né sjarmerandi. En við spáum ekki í svoleiðis pjatti þegar átguðinn kallar! Gaphúsið opnað á gátt og flestallt sem á vegi verður hverfur. Skósólar eru sérlega leiðinlegir viðureignar en ég læt mig hafa það að naga þá í sundur.
Sérstaklega ef ég strái á þá kanil!
En til að víkja sögunni aftur að höfrunum sem ég stútaði í morgun!
STEEL CUT OATS FÓLKIÐ MITT! LOOOOKSINS!
Búin að vea að lesa um þessa snúða í langan, langan tíma en aldrei fundið þetta hér. Fann svo í Kosti. Þetta eru í raun hafrarnir áður en þeir eru pressaðir. Tekur aðeins lengri tíma að elda þá, 20 mín eða svo á hellu (fer eftir því hversu þykka og chewy þú vilt þá), en svooo mikið þess virði strumparnir mínir.
Næstum tilbúnir!
Ómægooood! Tökum einn trylltan Elvis í einskæru fagnaðarmóki.
*Ma ha ha... "hné inn"*
Vitið þið hvað er gaman... stórskemmtilegt jafnvel, að þurfa í raun og veru að leggja örlítinn metnað í að tyggja hafrana sína? Gott fólk!! Nýr hafragrautarheimur á Íslandi... í Ellulandi! Þetta er draumur fyrir áferðaperrann. Draumur segi ég, og skrifa, með áfergju og smá frekju! Svona af þvi að það er sumardagurinn fyrsti og rigning.
Kostur er að gera góða hluti mín kæru. Þeir eru með risastand af "Bob's Redmill" gógæti. Keypti meðal annars Chiafræin þarna að auki við "10 Grain hot cereal", hveitikím og Cracked Wheat.
Úhhh hvað ég sé mikið af skemmtilegum grautum á næstu dögum, vikum... mánuðum.
Annars er hún Dossan mín, eðaæfrænka og snillingur með meiru, svo mikil... jah... snillingur! Eins og ég er grautaróð þá er hún skreytiofuróð og gerir það svo meistaralega vel! Fyrir utan þá staðreynd að vera lærður blómaskreytir, þá hefur hún svo geypilega næmt auga fyrir öllu punteríi og fallegheitum heimavið.
Enda er hún alltaf kölluð til þegar Hellirinn þarf makeover. Sem er óumflýjanleg staðreynd í mjög svo náinni framtíð.Dossa. Hvað segirðu? Matur? Grautur? Pönnsur? Og í gvöðanna bænum ekki minnast á hversu mikinn ís ég skulda þér... eða sykurpúðasúkkulaðisósu!
Eigið ljúfan sumardaginn fyrsta, ljúfa páska og gómsæt páskaegg!Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.4.2011 | 10:26
Spáum í þetta
Menningarleg með meiru í morgunkaffi niðr'í bæ!
Hvað eru mörg emm í því?
Kaffihúsamenning á Íslandi er hægt og bítandi að taka flugið. Svolítið gaman. Smá útlandafílíngur í því af einhverjum ástæðum.
Kaffibollinn í morgun talaði til mín. Ekki tungum eða hljóðum, heldur myndum. Veit ekki hvort hann hafi haft nokkuð merkilegt að segja blessaður.
Ópið!
Mjög reiður svanur... eða önd...
...líka mús þarna í bollanum. Öndin ekki par hrifin af boðflennunni.
Riddari!
Af hverju hann er svona alvarlegur á svipinn veit enginn, en... riddari, í alvöru? Eru þeir ekki svolítið ákveðnir á því? Hamingjusamur, kátur, síbrosandi riddari en nú svolítið út á ská, langleiðina suður, er það ekki?
vs.
Þessi er líka öllu pattaralegri. Minna Bootcamp, meira súkkulaði?
Músin hress á kanntinum.
Wilma?
Margskonar andlit!
Scenario 1
"Þegar ég fer að gefa öndunum brauð kem ég til með að hitta margskonar fólk og konu, sem líkist Wilmu úr Flintstones hættulega mikið. Hún hefur þó ekki mikið til málanna að leggja. Ramba loks inn á skák mót, í námunda við Kolaportið, sem endar í skák-off, þar sem ég að sjálfsögðu vinn, og andstæðingurinn svo harmi sleginn að hann öskrar hástöfum, áhorfendum til mikillar skelfingar".
Scenario 2
"Að horfa á páskateiknimyndir, Flintstones til að vera nákvæm, kemst ég að því að einhver hefur borðað páskaeggið mitt. Í einskærum hræðilegheitum æpi ég "NEIIIIIIIIIIII", því það vita allir að nauðsynlegt er að borða páskaegg, um páska, yfir páskateiknimyndum, en næ þó að róa mig niður því ég veit að ég fæ páskaönd um kvöldið. Yfir daginn fer ég á hestbak með karli föður mínur þar sem við hittum á allskonar fólk sem gerir ekkert annað en að tala um ofurpáskaeggin sem þau átu yfir páskateiknimyndunum um morguninn, sem gerir mig að sjálfsögðu mjög frústreraða. Þar af leiðandi eru allar fígúrurnar frekar grimmar á svipinn!"
Hvað segir þetta mér? Í alvöru talað?
Ég held að æðri máttarvöld séu með svefngalsa. Sjáið þið það ekki fyrir ykkur?
"Ómægod.. ómægod... ók, hvað næst? Hihihi, setjum önd í bollan? Nei... setjum hest og... og... teiknimyndafígúru!! Setjum... seeetjuuum... setjum öskrandi manneskju... bwaahahahahaha".
En til að vera algerlega hreinskilin, þá er þetta líklegast allt í höfðinu á mér. Jebb, sjokkerandi... ekki satt?
Læt kaffispákonuhlutverkið eiga sig og held bara áfram að éta á mig gat, ég er að minnsta kosti á heimavelli þar!
Tabata í hádeginu og svei mér þá ef ég tek ekki hressilega lyftingaræfingu í kvöld, fá blóðið á hreyfingu korter í páska.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2011 | 19:07
Thai heim í stofu
Tók 29 mínútur, frá byrjun til enda.
Nei... hmm hmm... ekki ég sem galdraði þetta fram. En ómæhólímólíness hvað það er einfalt að gúbbla svona saman og gott var það! Svo, svo mikið gott.
Mikið sem ég ööölska Thailand!
KruaThai einhver? Jebb.
*gleði*
Hokay!
Byrja á því að búa til smá drasl! *check*
Hvítlaukur, rauðlaukur, curry paste og smávegis olíu í pott og grilla þanagð til vel lyktandi og amazing.

Og ekki kaupa þetta paste sem þið sjáið hér að neðan. Það er algerlega bragðlaust!
Skera niður það grænmeti sem flýtur bátnum ykkar.
Brokkolí, gulrætur, blómkál, sveppir, paprika er það sem notað var á þessum bæ. Þið getið notað það sem ykkur langar í mín kæru!!
Hvítkál, gúrku, sætar kartöflur, rófur...
Þar sem ég var sérlegur myndatakari, áhorfandi og pillari þá lét kokkurinn mig fá þetta grey á meðan ég beið svo ég æti ekki allt grænmetið sem búið var að skera niður.
Fíllinn þráir það heitar en hnetur að komast út... aumingjans kryppildið!
Dós af kókosmjólk opnuð og gerð tilbúin.
Kjúllinn tilbúinn....
...næstum!
Eftir að búið var að snyrta lærin, afhýða og niðurskera voru þau sett út í karrýgleðina.
Þarnæst elti kókosmjólkin ásamt 2 auka kókosmjólkurdósum af vatni.
Þetta bubblaði hamingjusamt í einhverjar 15 mínútur, smá kjúklingakrafti bætt við, engifer, basiliku og hrísgrjónaediki.
Til að gera þetta ofur myndi maður nú spandera í ferska basiliku, smá sítrónugras... ferskar og ilmandi kryddjurtir.
En við spanderum ekki bara til spanderingar gott fólk, onei. Við spanderum bara um helgar og fyrir gesti... það eru hvorki gestir hér né helgi, eða Helgi.
Ekki að það skipti máli. Þetta var sniiiildin thailenskur einar í skál!!!
Og voila!
Glæzt... ekki satt!?
Myndavélin mín er orðin svoddann rass að þetta slideshow af ánægu kvöldsins gerir... well.. ánægjunni ekki nánda nærri nógu ánægjuleg skil!
Hrísgrjón voru svo snædd að þessari skál lokinni með góðri slummu af súpu.
Létt og gott, stútfullt af grænmeti, góðu próteini og allskostar gleðimegin við línuna, bæði hvað innihald og lengd matseldar varðar.
Hamingjusamt átvagl ... yfir og út!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.4.2011 | 16:11
Geðsveifluegg!
Hér er ég með egg!
Fyrst var þetta sorgmæddasta egg hérnamegin sólar!
Svo borðaði ég af því neðrivörina...
...og það breyttist í eitt hamingjusamt ofuregg!
Bwaaahahahahahaaaa!
...
Ég á ekkert líf... er það nokkuð?
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.4.2011 | 10:15
Lóan er komin
Ég heyrði í henni áðan. Fyrsta Lóan mín þetta árið.
Lóan = sumar? Var það ekki annars? Sumar, sól, hiti, sól, sól, hiti... sumar, gras... Lóan gott fólk!!!
KOMM'OOOOOOOOOOON!!!
Hvað er að gerast eiginlega með þessa grautmygluðu veðráttu? Hvers eigum við lendingar íss að gjalda? Þetta er alveg til að gera mann gráhærðan og kiðfættan með meiru.
Jæja, við eigum heima á Íslandi. Það segir sig svolítið sjálft. Veðurguðirnir hafa dekrað aðeins of mikið við okkur síðustu ár, erum orðin ofalin-fordekruð hitabeltisdýr. Hvar er víkingablóðið... ha? Það vita náttúrulega allir að víkingar böðuðu sig uppúr snjósköflum, átu grýlukerti í hádegismat og prumpuðu hagli.
Horfum á björtu hliðarnar og hættum að væla, eða, ölluheldur, ungfrú... hættu að væla.
Done and done!
Hellirinn minn er loks að taka á sig mynd, guði sé lof og dýrð í hellafræðum og almennri tiltekt. Alveg sem það er ömmi ömurlegi að flytja og fara í gegnum allar þær draslskúffur sem á vegi verða. Þær fjölga sér gott fólk. Og nei, ekki nóg með að þær fjölgi sér heldur eru þær gæddar þeim magnaða eiginleika að neyða eiganda til að róta í sér... ef ske kynni að falinn fjarsjóður, síðan á miðöldum, sé fastur á milli kvittana, notaðra battería og penna.
Ég lét samt ekki undan, þó svo draslsafnarinn hið innra kallaði stíft. Lokaði augunum, dröslaði skúffunum, sem æptu og vein..tu?, upp að ruslatunnunni og sturtaði úr þeim svellköld, með steindautt draslaraskúffuhjarta, og hló svo illkvittnislega út í tómið að verknaði loknum!
"BWAAAAAHAHAHAHAAAAAAA....."
Manninum sem varð vitni að þessu athæfi, í daglega hundagöngutúrnum sínum, var ekki rótt því hann tók stóran sveig framhjá átvaglinu. HAHH.... ég vinn samt! Þó svo þessi litli "sigur" minn sé jafn eftirtektarverður, og merkilegur, og þegar fiðrildi fær gæsahúð.
Jæja, síðustu dagar samanteknir í myndum. Málið má hvíla sig héðanaf... nóg hef ég tuðað í dag.
Svona borðar flytjandi fólk.
Fallegt... ekki satt?
Ég heimsótti kokk í kokkaeldhús!
Fann hræódýrar möndlur + HRÆÓDÝR Chia fræ í Kosti!
Möndlur = 1.4 kg. tæp á 2300 krónur. Munar ekki nema 300 kalli, reynar, en engu að síður.
Sama stærð af CHIA pakka og er í heilsubúðum en kostnaður bara 1/4! 1200 kall fyrir 450 gr., sem er þónokkuð frábært miðað við 4000 kr.+ á öðrum stöðum.
Ahhh... gamli vin!
Og bara svo þið vitð, þá nota ég sveðjuna þarna í bakgrunn til að smyrja próteinbúðingnum á hrískökuna. Dugar ekkert minna.
Ég er mjög góð í að leggja.
Það er að sjálfsögðu best að keyra alveg inn í húsið... og fara svo út úr bílnum... ef ske kynni að það byrjaði að snjóa.
Snowflakes are falling on my head... dúbbídúbb!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2011 | 09:12
Sárar kinnar
Mikið sem rassinn fær nú stundum að kenna á því blessaður. Hnébeygjur. Móðir allra lappa-, rassa ofuræfinga.
Æji hvað ég ölska svona æfingar. Hnébeygjur, réttstöðulyftur, framstig, planka, upphífur og vabeha.
Fæturnir hafa samt verið kátari. Það vottar fyrir töluverðum skjálfta og ég veit, ég veit jafn vel og ég elska það að borða graut, hvað harðsperrurnar á morgun eiga eftir að stuðla að hægagangi, uppsetu erfiðleikum og kvíðahnút í maga í hvert sinn sem ég fer á klósettið!
Já, ég sagði það. Sjáið fegurðina nú fyrir ykkur!
Ef ég væri partur af hóp, sem af einhverjum ástæðum væri verið að elta af ljóni... því hver veit, kannski... kemur ljón... þú veist, vappandi inn í vinnu á morgun... þá væri ég bestaðasti besti vinur allra í hópnum.
Grautur fyrir æfingu í morgun. Klassíski óbrigðuli, ekki svo fallegi, með kanil-, kakó og kaffiblöndu ásamt dass af Engilbert.
HRÆRA
Hámark eftir æfingu, sökum óundirbúnings, og beint upp í vinnu í einn kaffi. Við mér blasti fjall af vínberjum. Bókstaflega. Þvílíka berjahrúgu hef ég ekki augum litið í langan tíma. Hún var svo stórkostleg að ég þurfti að festa hana á mynd!
Núna, þegar ég hugsa til baka, er ég ekki alveg viss um af hverju mér þótti þetta svona stórkostlega magnað og yfirskilvitslega æðislegt.
Eftiræfingumóða? Double rainbow syndrome?
Ahhh!
Fyrsti kaffibolli dagsins... með Everestvínber í baksýn. Ég segi ykkur það, kaffi númer eitt er svoleiðis hamingja og gleði fyrir öll skilningarvit. Mikið sem ég elska ákkúrat þetta móment á morgnana.
Hey!
Munið þið eftir því þegar ég flutti síðast? Hvernig ég flutti síðast?
Ef ekki... þá er hér upprifjun!
Ég endurtók leikinn í gær!
Fékk Bankann lánaðan á nýjan leik.
Hér er fagröðunarmanneskja á ferð. Fagmanneskja... með meiru!
Fagmanneskja segi ég!
BIBLÍAN GOTT FÓLK!
Ef ykkur vantar að flytja eitthvað þá tek 250 kall á tímann, 150 kall ef eitthvað:
- rispast
- brotnar
- bráðnar
- hverfur
Ég er enn netlaus.
Bú á það!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2011 | 13:02
Laus við net
Krybbur í millimál? Einhver?
Útlandafari snýr aftur og sökum þess er nammi að finna í eldhúsinu! Skondið hvernig fólki, sem hættir sér út fyrir landsteinana, virðist vera skylt að koma með eitthvað handa hinum sem eftir sitja. Nammi, gjafir. "Bíddu, varstu ekki að koma frá útlöndum? Ertu ekki með nammi? Eitthvað? Ekkert? Ertu sálarlaus???"
Þetta virðist vera óskrifuð regla í mörgum tilfellum. Af hverju hef ég ekki hugmynd um...
Nammi dagsins voru gullfallegar M&M kúlur ásamt krybbum í hæsta gæðaflokki.
Smekklegt!
Kurteisin einar að taka fram næringargildi per skammt af krybbum og já... ég borðaði eina.
Eða, ég borðaði nákæmlega þessa.
Eins og að bíta í poppkorn. Ekki það ég ég vilji vera að raða krybbum í andlitið á mér. Spurning um að útbúa krybbugraut?
En netleysi gott fólk. Ein af aukaverkunum flutninga. Gott eða slæmt?
Eins og rafmagn, og leysi við það, þá er magnað hvað netið er orðinn stór partur af... ALHEIMINUM.
"Ahh, ekkert net... no worries, ég hlusta bara á tónlist á youtube... eða... nei... finn uppskrift... hmm... mbl, skoða bara, uuu, BLOGGA... eða... andsk... ÉG VEIT... geri 8 min abs...
...ahh for helvede. Alveg rétt. Vidjóið er á youtube!"
Nobody panick!! Ég reddess'u með því að:
- Flytja, bera, raða, koma fyrir, selja, brjóta saman, þvo, stússast, drekka kaffi, flytja meira, þvo meira, raða meira og raða aðeins meira
- Teikna eins og vindurinn, þegar ég er ekki að raða eða raða meira
- Lesa, þegar ég er ekki að teikna eins og vindurinn
- Gera eitthvað menningarlegt eins og að sitja á kaffihúsi og segja "Mmmyyeeees", fara í leikhús, tala um rauðvín og krepputengda hluti
En hver nennir því?
Í alvöru? Kreppa? Ég gæti dáið úr leiðindum. "Úhh...omg... fluga...."
Jæja, hádegiskjúklingasalatsmatur bíður mín. Sjáum hvort ég verði jafn netlaus í kvöld og ég var í gærkveldi.
Ef ekki... þá sjáumst við í kvöld!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)