Jóla hvað?

Jóla allt sem er gleðilegt, fiðrildi, hvolpar og kettlingar!

Gleðilega hátíð allirsaman! Vona að síðustu dagar hafi verið jafn frábærlega fínir hjá ykkur eins og þeir voru fyrir átvaglið. Húha!

Þvlílíkt letilíf! Bara æði!

Sofa... 18 tíma á dag

Ekki búin að snerta tölvuna síðan 24. des, lesa um það bil 1400 blaðsíður, innbyrða um það bil 14000 kaloríur, borða góðan mat, liggja með bumbuna upp í loft og dæsa sökum ofáts, vera í náttfötunum í heilan dag, fara í ræktina í rólegheitunum, njóta þess að fjöskyldast og vinast... ahhh, þvílíkur unaður! Fór svo á Avatar í gær. Mikið ofboðslega er þetta flott... eða... jah, falleg mynd? Sagan bara nokkuð góð! Ætla að sjá hana aftur, ég sogaðist svo mikið inn í þetta alltaman að ég var hálf eftir mig eftir gónið! Á góðan hátt þó!

Í morgun fékk ég mér léttmeti. Eftir rúmlega tveggja daga þungát, ofát og bumbubresti þá var þetta ákkúrat það sem skrokkurinn var að leita eftir. Einfalt, létt í maga - eggjahvítur, egg og ostur. Engin fínheit, ekkert flókið - bara sáttur magi. Ég er líka komin með rauðar piparflögur á heilann. Lovit!

Eggjahvítur, egg og ostur

Jólin voru æði! Öndin stóð fyrir sínu, rauðkálið, fyllingin... ohghh, fyllingin og sósan! Rísó sló í gegn. Sérstaklega í mínum heimi þar sem smá partur af heilanum er sparaður ár hvert, einvörðungu notaður í að muna hversu æðislegt það er að borða risalamand. Jebb, ekki einusinni undirbúningur fyrir próf fær þetta heilapláss lánað! Eftir át, pakka og smá andrými var arkað yfir í hina Ásbúðina, þar beið mín heimalagaður ís a la Snær. Ég fæ sumsé tvennskonar jólaeftirrétti - eintóm gleði. Jólin eru stanslaus fiesta fyrir átvaglið.

Rip og Rap... Rup ekki með Rísó án rjóma...

 

 

 

 

 

Smakka fyllingunaJólajóla

 

 

 

 

 

Palli og prins Valíant

Lax og sósa a la Múmfey, best í heimi

 

 

 

 

 

MeðlætiJólaönd

 

 

 

 

 

 

Herlegheitin Erla, Svabba og Pabbi

 

 

 

 

 

 

Rísó að verða tilMmm

 

 

 

 

 

 

Jebb.. rjómi er góður Hamingja og gleði í skál

 

 

 

 

 

 

Afgangar - come to mamaSeinni eftirréttur

 

 

 

 

 

 

 

Annars var jólagjöf ársins, að mati móður minnar, hennar eigin gjöf frá mér, Palla og Svöbbu. Skunkafýla! Þið lásuð rétt - hvert einasta skipti sem við höfum farið erlendis, útlendis eða innlendis þá hefur mamma beðið mig um að finna fyrir sig skunkalykt. Af hverju veit hún ein svarið við, en eins og hún sagið sjálf "Ég VERÐ að finna þessa lykt svo ég viti af hverju fólk fer hamförum þegar skunkur er í sjónmáli - ég bara verð"!. Þaf af leiðandi var netið kembt vandlega og skunkafýla fundin hið snarasta, umvafin 6 pokum mætti hún heim frá Ameríkunni í Gúmmulaðihellinn og þaðan fallega umvafin jólapappír í hendur móður minnar sem sprakk af gleði! Stökk upp, beinustu leið út og fann loksins, eftir langa mæðu, skunkalykt á aðfangadag 2009!

Skunkafýlan afhjúpuð Jú.. það var skunkalykt

 

 

 

 

 

 

Gaman að segja frá því að í fyrsta skipti núna í 2 mánuði, rúma, þá er undirrituð með harðsperrur í fótleggjum og rassi! Næstum svo miklar að erfitt er að standa upp! Það skal viðurkennt opinskátt og á almanna færi að harðsperra er eigi saknað á þessum bæ. Megi þær hverfa sem fyrst!

Eruð þið ekki betri manneskjur fyrir vikið að hafa fengið að vita þetta? Stórkostlegar upplýsingar.

Spaghettisen kellingar

Eðlileg dagskrá næstu daga eða þangað til 31.des. Áramótin elsku bestu! Ármótin eru rétt handan við hornið! Hihiiii..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elín smelín! Til hammara með jólin! Gott að þau voru glæsileg og gómsæt! Bið vel að heilsa mog9 og barninu! Kem vonandi megahress í janúar og væri ó svo til í að hitta á þig kerla!

Inam (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 15:04

2 identicon

Jæja, hef ekki komið hér inn síðan pre-lilleman og greinilega mikið verið í gangi. :) Elín ég er enn að borða kökur, konfekt og yndislegheit úr jólapakkanum þínum! Þvílíkur unaður! Segi að þetta verði árlegt hjá þér.. ;) Cant.. stop.. eating!!

Erna (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 10:25

3 identicon

Amen-a Ernu, hér var bara heppni að pokinn var ekki etinn líka

Takk fyrir mig!

dossa (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 13:56

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Inam: Gleðileg ofurjól sömuleiðis mín kæra. Hittingur skal eiga sér stað þetta árið. Tölum okkur saman í jan. þegar þú heimsækir íshelluna.

Erna: Ahh yes, my devious plaaan.. Muaahhahahh En það er gott að þér líkaði vel Ég er að smjatta á einni karamellu núna. Ég er með karamellufíkn á háu stigi þessa dagana.

Dossa: Versogú! 

Elín Helga Egilsdóttir, 28.12.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband