Bragðlaukarnir í viðbragðsstöðu

Ágætis dagur að kveldi kominn. Á morgun verður aðeins meira slökunarstúss, fíníseringar á jólapökkum og Gúmmulaðihelli. Lilla Au púslað saman, skreyttur á þorlák og þá - þá mega jólin koma. Fékk mér annars Serrano í hádeginu ásamt Ólínunni. Fékk innvoslið úr burrito á svona líka fínum disk.

Serrano, vigtaður fyrir át

Tæmdi næstum því hot sauce yfir og gleypti í mig með tilheyrandi snýtum, fnasi og tárvotum augum. Alveg þess virði...

nohm

Fyrir æfingu gúmslaði ég í mig ómynduðu hakkgumsi, mjög vel krydduðu og sterku, ásamt sætri kartöflu og eftir æfingu gleypti ég þessa skál með feld og skinni - hrískökum og próteini!

Hrískökur og próteinbúðingur

Hræra saman... það þarf alltaf að hræra saman!

Prótein og hrískaka - fullkomið crunchHrískökur og próteinbúðingur

 

 

 

 

 

 

Áferðaperrinn klappaði mér á bakið fyrir þessa skál, mjög hamingjusamur. Þann perra þarf líka að rækta eins og átvaglið - ekkert gaman að bíta í áferðalausan mat endalaust! Guð forði mér frá því að lifa á súpum og graut alla mína ævi!

Eins og þið eflaust sjáið þá er maturinn minn þessa dagana jafn spennó og klósettbursti. Ástæðan fyrir því er einföld - jólin eru eftir 3 daga!!! Það er ekki af því að það er "nammidagur" á aðfangadag eða neitt síkt, mig langar bara svo svaðalega að njóta þess að borða jólamatinn. Ekki það að ég myndi ekki njóta þess að borða hann væru veislur á hverjum degi fram að jólum! Ég er að undirbúa bragðlaukana - byggja upp jólastemmarann í mátarmálum! Ohhh hvað ég get ekki beðið!

Gæti samt verið að ég sé ranglega samsett. Líkurnar á því eru geigvænlegar. Þegar ég var yngri þá átti ég það til að stilla vekjaraklukkuna á laugardögum, mjög snemma, til þess eins að vakna, slökkva á henni og vita að ég gæti sofið til hádegis! Já, það er möguleiki að vitlausa beinið hafi lent í höfðinu á mér. Það var bara svo notalegt að þurfa ekki að dröslast frammúr, klæða sig, út í kuldann og beinustu leið í skólann. Ég veit þó fyrir víst, hef fyrir því staðfestar og áreiðanlegar sannanir, að ein önnur manneskja sem ég þekki hefur tekið laugardagsvakninguna ógurlegu með sama tilgangi og ég! Það eru því fleiri með vitlausa beinið á röngum stað en bara ég! Ég þyrfti að stofna vekjaraklukkufélag!

Aaaallavega... hættum þessu tuði. Sit hér heima í rólegheitunum með bók og nýt þess að slappa af ásamt fleirum.

Skemill í góðum fílíngSkemillinn

 

 

 

 

 

 

Gott að geyspaKisugleði

 

 

 

 

 

 

Eigið gott kvöld mín kæru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sömuleidis. 

Hungradur (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband