Af hverju ertu svona blá?

Bláber og aftur bláber. Bláber eru æði! Hinsvegar, ó já, þegar bláber komast í snertingu við eggjahvítur gerist eitthvað stórkostlega hræðilegt. Eggjahvítan listast blá/grá/græn og ætla mætti að kviknað væri óæskilegt líf í henni. En... þegar viteskjan að baki litum er augljós þá hættir maður sér út í það að gæða sér á dýrinu. Ég ef einusinni vaknað upp við hræðileg óhljóð í Mister Paulsen þegar hann hefur skúbbast framúr á undan mér til að grípa sér morgunmatsét "WHAAHAAAAA....ELÍN... OHHJ.. HVAÐ ER ÞETTA? ÞAÐ ER DÁIÐ!!!"! Svona talar maður ekki um góða ísskápsgrauta - onei!

Intro formlega yfirstaðið!

Með kókos Capella bragðdropunum mínum skelti ég eggjahvítum, höfrum og vatni í skál og leyfði örbylgjunni að sjá um rest. Grauturinn lítur nú afskaplega sakleysislega út svona hvítur og fínn!

Einföld grautarskál

Þarnæst mættu bláberin á svæðið. Bíðandi eftir því að breyta grautnum í Franken-graut.

Bláberjagrautur

Svona lit hefði maður ætlað að gumsið myndi taka en...

Bláberjasafi

...raunin er önnur! Ljóti liturinn á mat! Að minnsta kosti grautarmat!

Franken grautur * 2

Samt svolítið flottir litir. Dökk fjólublárautt-blá-grátt-hvítt! Þetta var góður grautur. Kókos og bláber eru snilldin einar.

Bláberjagrautur

Skálin tvískipt. Rautt í botn, blátt í topp - frá náttúrunnar hendi! Nú.. eða minnar!

Góður grátur - vel klárað

Jólaskúbb byrjað. Rölt í bæinn, heimsóknir og matarræði hreint og beint þangað til 24. desember klukkan 18:00! Eða 17:00... það má! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernig er það læturðu berin eitthvað þiðna áður en þú smellir þeim út í hinn guðdómlega graut eða er þeim bara skúbbað út í beint úr frystinum?

Ásta(n) (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 11:12

2 identicon

ahahha ég hef einmitt fengið garg yfir því hvað í ansk ég væri að borða.. úldnar pönnsur.. haha.. en þetta er ekki eins slæmt og það virðist vera..

 ásta ég set mín bara frosin út í ... og nottla ef ég geri grautinn deginum áður eru berin orðin þyðin...

Heba Maren (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 11:37

3 identicon

Heba Maren - seturðu þau þá út í deginum áður?

Ásta (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 12:06

4 identicon

ó mæ, verð bara að segja þér að ég laumaðist í karamellusmakk úr kassanum á borðinu þínu og dísus hvað þær eru  góðar.  Ætla sko að búa til skammt í kvöld og eiga fyrir "óhreina" mómentið í matarræðinu mínu þessu jól

Snjólaug vinnufélagi (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 12:16

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ásta: Hvort heldur sem er! Skelli þeim yfirleitt frosnum út í heitan grautinn og þau þiðna á nó tæm. Eins og Heba - frostin út í deginum áður og daginn eftir, þiðin og sósuð. Mmmmm!!

Snjólaug: ahahah.. óhreina mómentið! Lýst vel á það! Þessar karamellur eru æði

Elín Helga Egilsdóttir, 21.12.2009 kl. 14:34

6 identicon

líka hægt að gera eins og Ella segir..svo bara aðallmálið að það eru ENGAR reglur.. bara prufa sig áfram...

Heba Maren (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 20:05

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Amen systir... amen!!

Elín Helga Egilsdóttir, 21.12.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband