17.12.2010 | 12:53
Mjúkar saltkringlur
Mikið assgoti hef ég staðið mig vel í 2009 bakstrinum í fyrra.
Smá brauðgerð til að vinna upp á móti sykursjokki síðustu daga. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum með þessar. Treystið mér bara.
Ætla að útbúa þessar snúllur aftur í næstu vikur.
Mjúkar saltkringlur
- 1,5 bollar volgt vatn
- 1 msk sykur
- 2 tsk salt
- 1 og 1/4 tsk þurrger
- 4,5 bollar hveiti
- 57 gr. ósaltað bráðið smjer
- Olía
- 15 bollar vatn
- 1 bolli matarsódi
- 1 stórt egg
- sjávarsalt
Aðferð:
1. Hræra saman vatni, sykri, salti og geri í skál. Láta sitja í 5 mínútur. Ætti að myndast froða. Froða er góð.
2. Blanda þá samanvið bráðnu smöri og hveiti. Ef þú ert með hrærivél, nota deigkróg og láta hræra þangað til deigið losnar frá hliðum skálarinnar. Annars bara hnoða.
3. Færa deigið í olíuborna skál, snúa klumpnum við svo hann húðist allur olíu. Breiða klút yfir skálina og leyfa deiginu að hefast í klukkustund.
4. Skipta deiginu í 8 - 16 hluta. Fer eftir því hversu margar kringlur þú vilt. Getur líka útbúið stangir. Rúlla deiginu í pulsur og gera svona!
5. Nú þarf að sjóða kringlurnar. Gerir þær mjúkar og gefur þeim fallega brúnan lit. Láta vatn og matarsóda sjóða. Færa 1 - 2 kringlur í pottinn. Eftir 30 sek, snúa kringlunni við og láta sjóða 30 sek í viðbót. Fjarlægja úr potti, þetta aðeins og koma fyrir á bökunarpappír. Endurtaka með rest. Ef kringlurnar detta í sundur í vatninu, taka þær uppúr eftir að suðu er lokið og púsla þeim aftur saman á bökunarpappírnum.
6. Pensla með eggjablöndu (egg og vatn) og strá með salti.
7. 225°C heitur ofn í 14 mínútur og voila! Saltkringlur til að vinna á móti öllum sykrinum! Færa þær strax á grind til að kæla og guð minn almáttugur... afsakið guðlastið.
Þessar kringlur eru geggjaðar!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur - "óhollt", Uppáhalds, Svindl | Facebook
Athugasemdir
Prófa þetta þegar ég kem heim úr vinnu! Takk fyrir þessa frábæru uppskrift!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.12.2010 kl. 14:42
heyrðu! þetta ætla ég að prófa!
Klárlega.. jeii.. á morgun. víí..
Sigrún Þöll (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 13:32
vá æði, takk fyrir frábærar, stig fyrir stig leiðbeiningar...ekkert smá girnilegt og verður prófað við fyrsta tækifæri. Er daglegur gestur og líkar vel það sem þú skrifar :o)
Jóna Lind (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 22:19
Þær eru æðislegar þessar.
Eða, mér þykja þær stórgóðar.
Stökk skorpa, mjúkar að innan - alveg eins og saltstangir út úr búð hvað bragð varðar.
Algert uppáhald.
Elín Helga Egilsdóttir, 20.12.2010 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.