17.12.2009 | 18:07
Karamella með grófu salti
Enn einn heilsupistillinn. Borðið nokkrar svona og þið lítið út eins og íþróttaálfurinn eftir hátíðarnar!
Eins og allar aðrar karamellur. Búið til ykkar uppáhalds og stráið svo grófu salti yfir í lokin. Það er ekkert nema gott.
1/4 bolli vatn
1,5 bollar sykur
1/2 bolli sýróp
1 bolli rjómi
5 msk (71 gramm) ósaltað smjör
1 tsk gróft salt
1/2 tsk vanilludropar
Aðferð:
1. Sjóða saman sykur, sýróp og vatn þangað til bubblur byrja að myndast, halda þá áfram að sjóða þangað til fallega gyllt. Ekki hræra í sykurbráðinni, snúið frekar pottinum og blandið hráefnunum saman þannig.
2. Á meðan setja rjóma, salt og smjör ásamt fræjum úr einni vanillustöng (og stöngin með) í pott og rétt sjóða. Taka þá af hitanum og setja til hliðar. Fjarlægja vanillubelginn!
3. Þegar sykurbráðin er orðin fallega gyllt taka af hitanum og hella rjómablöndunni út í. Getur orðið mikið aksjón í pottinum á þessum tíma, ágætt að fara varlega. Hræra vanilludropunum samanvið með viðarsleif.
4. Setja karamelluna aftur yfir hita. Hérna svindlaði ég og notaði hitamæli. Þegar karamellan var komin upp í 248 Farenheit - sem er í raun stíf karamella, ekki hörð og ekki lin, þá hellti ég blöndunni í smjörpappírslagt fat og leyfði að kólna smá. Inn í ísskáp og út úr ísskáp þegar dýrðin var orðin svo til stíf, stráði með salti og skar í litla bita.
5. Hún er æðisleg þessi.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur - "óhollt", Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 11:55 | Facebook
Athugasemdir
öss mér lýst ekkert áþetta hjá þér alveg ógeðslegt.. ój og líka ömurlega vont.. *gubb* mÚHAHAHa ein að reyna að sannfæra sjálfan sig..
þetta lítur geðveikt vel út og þú ert rosalega dugleg að nenna öllum þessum bakstri og ENN duglegri að meika ekki að setja neitt upp í þig..
Heba Maren (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 18:44
Ég er hörð sem steinn, köld sem ís! Ég bakaði ekki neitt síðustu jól - er að bæta upp fyrir það með tvöföldu flikki og almennum fíflalátum þessi jól!
Elín Helga Egilsdóttir, 17.12.2009 kl. 19:08
Bara bráðfallegt á mynd, zetti zleflaukana í gáng !
Steingrímur Helgason, 17.12.2009 kl. 21:20
girnó! En hérna fyrir þá sem ekki eiga svona agalega fínann hitamæli, veistu nokkuð sirka hvað lengi þú leyfðir karmellunni að sjóða þar til hún náði þessu hitastigi?
Helena (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 21:57
Ég þyrfti eiginlega að bjóða ykkur öllum heim í smakk. Ég nægjanlega mikið af bakstursafurðum fyrir næstu árin!
Helena: Ég tók reyndar ekki tímann - hefði átt að gera það Ætli þetta hafi ekki verið nálægt 30 mín, eftir að ég bætti rjómanum út í.
Elín Helga Egilsdóttir, 18.12.2009 kl. 00:09
Thaer líta mjög vel út "professional" thessar karamellur. Thaer sem ég geri eru ekki svona fínar.
Hungradur (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 07:56
Ég segi það satt - hitamælir er málið í karamellugerð! Hann gerir kraftaverk :)
Elín Helga Egilsdóttir, 18.12.2009 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.