12.12.2010 | 14:09
Oreo trufflur
Síðan á síðasta ári. Eitt af því vinsælasta sem fylgdi með jólapakkanum!!
Svo einfalt. Skammarlega einfalt. Lítur vel út, bragðast eins og draumur í dós og fullkomið nart!
450 gr. Oreo kex
225 gr. rjómaostur
Hvítt/dökkt súkkulaði til bræðslu
Krums ef vill. Hnetumulningur til að velta uppúr (ég sleppti)
Aðferð:
1. Setja Oreo kex í matvinnsluvél og hræra þangað til mjög fínt. Engir stórir kögglar. Ef ekki er til vél þá beint í poka og fá útrás fyrir reiðinni/gleðinni. Þið vitið hvað ég er að tala um...
2. Bæta rjómaosti út í Oreo mulninginn. Hafa rjómaostinn kaldann og hræra vel saman. Hér væri svo hægt að bæta út í bragðefnum - vanilludropum, kaffi, líkjör.. ef vill!
3. Móta litlar kúlur, leggja á bökunarplötu og setja inn í ísskáp í 1 - 2 tíma, eða þangað til vel stífar.
4. Bræða súkkulaði, ég bræddi mitt barasta í örbylgju, og húða kúlurnar.
5. Voila! Syndsamlega auðvelt og gott nom! Bjóst ekki við hversu mikið nom... nom nom!
Nohhm!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bakstur - "óhollt" | Facebook
Athugasemdir
nice!
skyr (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 14:26
Ertu ekki að grínast??? SÆLL hvað þetta verður massað á þessum bæ og slátrað í næstu nammitörn án þess að blikka auga......úffff....... Oreo, rjómaostur og súkkulaði í sömu setningunni.... klámfengnara gerist það varla. Legg til að þessi færsla verði bönnuð innan 18.
Ragnhildur Þórðardóttir, 12.12.2010 kl. 15:21
illa gert, illa gert heheheheh
vá... gæti þetta verið eitthvað meira girnilegra ? jesúss minn...
illa gert illa gert hahahahah :)
Sigrún Þöll (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 15:42
Nammi namm - þú ert svakalegur sælkeri !
Unnur (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 18:29
Skyr: Double nice!!
Ragga: I´m telling you man! Þessar eru svo suddalega sjóðandi djúsí að það er engu lagi líkt. Og svo einfalt... ahhh!
Sigrún Þöll: Einusinni smakkað, þú getur ekki hætt!
Unnur: Eiginlega of mikill! Ef ég gæti lifað á nammi og ostum, þá myndi ég gera þaðþ
Elín Helga Egilsdóttir, 12.12.2010 kl. 18:51
Váaa... þetta hljómar mun betur en oriosykurbombuostakakan sem ég gerði e-n tíma.
Dagný Ásta (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 20:53
Verð að vera sammála frænku minni og segja þetta klámfengið og rétt rúmlega það! Girnó.is og verður klárlega sett í prufukeyrslu :)
Fannar Karvel (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 21:58
þetta lítur sko út fyrir að vera syndsamlega gott og verður að prófast eftir næstu búðarferð :p
HallaS (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 22:45
Fjúff, hvað þetta er girnilegt! Einum of!
Elín Lóa (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 10:15
Þær eru einstaklega mikið osomness! Ætla að skella í einn skammt fyrir þessi jól.
Svo einfaldar líka - sem er langsamlega best. Smakkast eins og flókið fyrirbæri - maður ætti eiginlega ekki að segja frá því hvernig þetta er útbúið ef fólk spyr.
"Ég þurfti að byrja á því að mala kakóbaunirnar, sem ég keypti frá gömlum manni bakvið póstkassa númer þrjú í Belgíu, og geyma í reykofni í þrjá mánuði eftir að hafa...."
Elín Helga Egilsdóttir, 13.12.2010 kl. 10:44
Nammi, namm!
Ein spurning. Skefur þú kremið af Oreo kökunum eða slátrar þú þeim í heilu lagi?
Birna (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 20:14
Allir saman í pott og hræra frá þér vit og rænu... krem und alles klar!
Elín Helga Egilsdóttir, 13.12.2010 kl. 21:56
ó minn guð!! ég slefa - vantaði einmitt einhverja svona uppskrift til að bæta við konfektmolana sem verða gefnir með jólapökkum. Ekki verra að þetta líti út fyrir að vera algjör geimvísindi en er það svo ekki;)
Helena (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 10:12
Svo skemmir bragðið ekki - ég gúffa þetta eins og mér sé borgað.
Sem er bæði skammarlega gott og slæmt... eiginlega meira gott samt og eiginlega meira bara viðbjóðslega gott en ekki skammarlega gott.
Ó þú flókna líf.
Elín Helga Egilsdóttir, 14.12.2010 kl. 10:53
Vá ég prófaði að gera þetta og eins og þú segir er þetta ofur einfalt og SJÚKLEGA gott! Ég skellti öllu í matvinnsluvélina, bjó til kúlur, inn í ísskáp og svo hjúpa....held að það gerist varla auðveldara :)
TAKK kærlega fyrir frábæran vef og dásamlegar uppskriftir.
Sigrún (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 11:05
Þetta var klárlega í topp 5 bestu í jólapakkanum á síðasta ári... OSOM ójá... Mmmmm, ætla að búa mér til svona núna!
Þorbjörg (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.