Grjónagrautur

Oh þeir eru svo góðir. Mikil nostalgíu tilfinning sem blússar upp í hvert skipti sem ég borða eða finn lykt af slíku góðgæti. Reyndar hafa grautar með grjónum spilað mikið hlutverk í mínu lífi. Þegar ég var yngri var að sjálfsögðu grjónagrauturinn með kanilsykri oft á boðstólnum ásamt sago graut. Slíkt gleðimall hef ég reyndar ekki borðað í ansi langan tíma. Sago það er. Þyrfti að endurnýja kynnin við tækifæri. Yndislega fín áferð. Annars er grautur númer 1, 2 og 150 jólagrauturinn. Ris a la mande, stytt rísalamand eða rísó! Jólin eru ekki jól án hans. Einusinn á ári er þessi dýrð útbúin og þegar átið byrjar er þögn í húsinu í um það bil 5 mínútur. Einstaka "mmmm", "kjamms", "nohm" heyrist og svo er farin önnur ferð. Rjómakenndur, sætur vanillugrautur með grjónum sem poppa þegar bitið er í þau. (22 dagar).

En jæja. Innganginum að þessu blessaða bloggi voru gerð ágæt skil enda var svo gott sem grjónó í morgunmat. Seinni... morgunmat. Vanillu prótein, vanilló, smá salti og kanil blandað mjög þykkt með vatni eða mjólk. Kannski 1 - 2 msk af vökva. Út í herlegheitin fara svo hýðis- eða brún grjón og gumsinu hrært saman þannig að próteinið rétt þekji grjónin. Hér væri líka hægt að nota bygg, sago, hreint kúsús.... Kanil stráð yfir og inn í ísskáp, nú eða örbylgju, og borðað. Borðað eins og enginn væri morgundagurinn.

Næstum því grjónó

Þetta er svo gott og minnir mann svo heiftarlega á grjónagraut! Líka hægt að nota kotasælu í staðinn fyrir prótein. Nostalgíu snarl.

Svo er það pakki númer tvö.

Jóladagatal, numer 2

Heilræði dagsins og tyggjókúla! Næstum eins og að fá dót í skóinn.

Heilræði

Le gum

 

 

 

 

 

 

Ætla svo að fara eftir vinnu með fata- og matarpakka til fjölskylduhjálpar. Fékk vondan sting í hjartað þegar ég sá þessa frétt í gær. Lítið framlag + lítið framlag = ekki lengur lítið.

Ég vona að þið njótið þess að vera til í dag mín kæru og hafið það notalegt í kvöld. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er ánægð með þig kella hvað þú ert dugleg að blogga....

ég var einmitt í þessum hugleiðingum í gærkvöldi. þar sem famelían ætlar að prufa að hafa jólagraut í hádeginu og skapa okkar hefð, þá fór hausinn minn strax í það að plana hvernig ég gæti búið til "minn" jóla graut.. ég þarf nú ekki mikið að plana lengur þar sem þú ert kominn með ansi góða hugmynd af jólagraut..ánægð með þig

Heba Maren (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 09:58

2 identicon

Ummmm grjónagrautur, ég er alin upp á hýðisgrjónagraut og finnst hann laaangbestur! ég set yfirleitt bara hreinan kanil út á og vel af rúslum :) nammm

Svo finnst mér annar grautur næstum jafngóður, það er hirsigrautur (sýð bara úr hirsiflögum og mjólk), oh elska svona grautargums :)

Laufey (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 12:58

3 identicon

Ellan mín, það sem er best við þig er að þú ert jafn falleg og yndisleg að innan og utan - frábært framlag að fara með pakka til fjölskylduhjálpar

Stollt af þér!

dossan (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 13:49

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heba Maren: Úúú.. um að gera að útfæra betur og hver veit nema þetta verði boðlegt sem jólaeftirréttur. Kannski útbúa búðing eins og Ragga gerir og bæta grjónunum í hann?

Laufey: Hljómar mjög vel. Hrísgrjóna/grautagums eru eðal í mínu kladda. Hrisigrautur.. ég þarf að prófa það!

Dossa:

Elín Helga Egilsdóttir, 2.12.2009 kl. 17:52

5 identicon

herðu já þarna komstu með góða hugmynd.. NEMA hvað að ég hef ekki náð að gera svona flottan búðing eins og hun Ragga gerir.. en ég verð vonandi búin að æfa mig áður en að aðfangadagur kemur.. og auðvitað ef að nýja prógrammið frá Röggu gefur grænt ljós á kolvetni.. er nefnilega í smá kolvetnisþurð eins og er.. HAHAHA..

Heba Maren (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 20:18

6 identicon

Já Dossa, Elín er sko ein af fylltu molunum!

Erna (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 08:19

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heba Maren: Um að gera og nýta tímann að jólum. Búa til 100 milljón búðinga... næstum því!

Erna: Það er best í heimi að vera einn af fylltu molunum  Þeir klárast alltaf fyrst.

Elín Helga Egilsdóttir, 3.12.2009 kl. 08:47

8 identicon

Sæl Ella Helga

ég rakst á bloggið þitt fyrir nokkrum mánuðum síðan og hef verið dyggur lesandi síðan þá  Ég legg til að þú prófir að gera bygggrjónagaut (kanski hefurðu gert það og ég misst af því í allri grautarumræðunni), hann er bara guðdómlegur og betri að mínu mati en nokkur annar grautur.  Annars skellti ég eggjahvítunum út í hafragrautinn minn eftir að hafa lesið um hversu dásamleg það kombó er og varð fyrir MJÖG MIKLUM vonbrigðum  mér fannst þetta vera það versta slím sem ég hef látið inn fyrir mínar varir. En.... við höfum ekki öll sama smekk, held mig bara við pönnukökurnar það sem eftir er

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 09:53

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahahaha - nei, eggjahvíturnar eru svo sannarlega ekki allra. Fyrir mitt leiti má hvítan alls ekki vera "blaut". Það er það versta sem ég veit! Tók nokkrar tilraunir til að finna út nákvæmlega það sem mér þótti best, fyrsta klessan sem ég bjó til var ógeð og henni hent í ruslið

Jú, hef búið til bygggraut og er alveg sammála. Ég elska bygg. Það er svo gaman að borða það og bygg í graut er best í heimi!

Elín Helga Egilsdóttir, 3.12.2009 kl. 10:16

10 identicon

Líka rosa gott að blanda KEA vanilluskyri saman við grjónin og kanil, auðvitað meiri sykur en gott er það! :)

 Annars er þetta blogg frábært! Alltaf hægt að fá nýjar og spennandi hugmyndir frá þér :D

Sirrý (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 16:02

11 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Takk fyrir það Sirrý - ekki er það leiðinlegt að fá komment sem koma með ennú fleiri hugmyndir sem hægt er að nýta sér. Þið eruð snillingar.

Já, ég er sammála þér með skyrið. Set stundum skyr út í grautinn minn, afskaplega jákvætt bland

Elín Helga Egilsdóttir, 3.12.2009 kl. 16:42

12 identicon

Mmmm, jólagrauturinn heima hjá mér var alltaf pínu öðruvísi. Í staðinn fyrir hinn týpíska rísalamand þá var það grjónagrautur blandaður við þeyttan rjóma og mandarínur eða appelsínur og borðaður kaldur. Það eru einmitt ekki jól án þess að ég fái að braðga á slíkum graut :)

Mikið er bloggið þitt annars alltaf girniliegt! :)

Elín Lóa (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 18:47

13 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Úhh, hljómar vel. Mandarínur og appelsínur í grautinn!! Æðislegt

Já, risalamand er toppurin á jólatilverunni í mínum heimi. Mjólkursoðin grjón blönduð saman við vanilludropa og sykur, kæld. Loks þegar tími er kominn á át er þeyttum rjóma blandað við og að sjálfsögðu kirsuberjasovs. Átvaglið æpir og skrækir!

Elín Helga Egilsdóttir, 3.12.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband